Morgunblaðið - 27.12.2011, Qupperneq 28
28 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG VEIT EKKI
HVERJU ÉG Á AÐ TRÚA
KÆRI
„SPURÐU
HUND”...
„HUNDURINN MINN
STARIR STUNDUM KLUKKUTÍMUM
SAMAN Á SVARTAN BLETTA Á
VEGGNUM SEM HANN HELDUR AÐ
SÉ FLUGA. ER HANN EITTHVAÐ
VERR GEFINN EN AÐRIR
HUNDAR?”
ODDI?
ODDI?
ÉG HEF ALDREI VERIÐ MJÖG
HRIFINN AF GRILLVEISLUM HVERN LANGAR Í
HAMBORGARA OG
HVER VILL PYLSU?
EFTIR OLÍUSLYSIÐ
UM DAGINN ÞÁ
VIRÐAST ALLAR
STELPUR VERA ORÐNAR
UPPTEKNAR AF DÝRUM
Í ÚTRÝMINGARHÆTTU
VISSIRÐU AÐ
ÞAÐ ERU AÐEINS
FIMM HUNDAR
EFTIR Í
HEIMINUM SEM
ERU AF MÍNUM
STOFNI?
EKKI
SNERTA MIG
ÓGEÐIÐ ÞITT!
OG NÚNA ERU
BARA FJÓRIR
EFTIR
ÞÚ ERT AÐ REYNA
AÐ DREPA MIG!
EN ÞÚ
GETUR EKKI
KRAMIÐ...
...ÞAÐ
SEM ÞÚ
SÉRÐ EKKI
ÉG SÉ
EKKERT!
PABBI,
HVAÐ ER AÐ
MÖMMU?
MAMMA ÞÍN
GLEYMDI AÐ SKIPTA UM
SÍU Á ÞVOTTAVÉLINNI
OG ALLT FÓR Á FLOT. ÉG
VARÐ REIÐUR OG
ÖSKRAÐI Á HANA
HÚN FÓR INN Í
HERBERGI OG LOKAÐI Á
EFTIR SÉR, EN HÚN KEMUR
BRÁÐUM ÚT
HÚN ER AÐ
HENDA FÖTUNUM
ÞÍNUM ÚT UM
GLUGGANN
HVAÐ!?!
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, fé-
lagsvist kl. 14.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8.
Félagsheimilið Gjábakki | Línudans kl.
18 og samkvæmisdans kl. 19.
Félagsheimilið Goðaland | Handa-
vinnustofan opin, jóga kl. 10.50, hádeg-
isverður og kaffi á könnunni.
Félagsmiðstöðin Vesturgötu 7 | Setu-
stofa, fótaaðgerðir og hárgreiðsla kl. 9,
handavinna kl. 9.15, spurt/spjallað og
leshópur kl. 13.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Heitt á könnunni í Jónshúsi kl. 9:30-16.
Innritun í íþróttir og námskeið 3. til 6.
janúar.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Séra Hjálmar Jónsson dóm-kirkjuprestur yrkir á jólum:
Komdu með jólin þín, Kristur til mín
kveiktu það ljós er alltaf skín.
Gefðu mér náð til að gleðjast með þér,
gestur minn vertu og næstur mér.
Láttu mig heyra þitt helga mál
hreinleika færðu minni sál.
Hugsjón um frið er fædd í kvöld
fyrirheit rætast á nýrri öld.
Réttlæti þitt mun þá ríkja eitt,
rangindin hverfa og allt mun breytt.
Mátturinn þinn fær myndað trú
og milli himins og jarðar brú.
Heilagi Guð, ekki fara mér frá,
fáðu mér von til að lifa á.
Lýsi hún dag sem dimma nótt,
dafni og vaxi, stillt og hljótt.
Vinur og bróðir, þitt bænarmál
blessi með jólum hverja sál.
Pétur Stefánsson kastar fram vísu
af sama tilefni:
Þótt sumra herðist sultaról
og sár sé margra fórnin,
gefi öllum gleðileg jól,
Guð og ríkisstjórnin.
Ólafur Stefánsson sendir líka jóla-
kveðju í bundnu máli:
Árstíðirnar áfram steðja,
eftir sumar kemur haust.
Jólin heilsa, jólin kveðja,
en Jóhanna situr endalaust.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af ljósinu sem alltaf skín
Blóðugt myndband og fleira
Ég er hneyksluð á frétt sem var í Frétta-
blaðinu um hljómsveitina Diktu, sem er ein
sú vinsælasta hjá unga fólkinu, þar sem
hljómsveitin segist vera að gera ansi blóðugt
myndband. Mér finnst nóg af ofbeldi í þjóð-
félaginu. Nafngift á fjáröfluninni Geðveik jól
finnst mér óviðeigandi. Smá jákvætt í lokin,
ég vil hrósa góðri þjónustu hjá Rafvörumark-
aðnum í Fellsmúla og Rafkaupum í Ármúla,
þar eru kurteisir og þjónustulundaðir menn
við afgreiðslu.
Kona í austurbænum.
Velvakandi
Ást er…
… þegar hann er hrókur
þíns fagnaðar.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
- nýr auglýsingamiðill
Bridsfélag Kópavogs
Spilamennskan fyrir jól endaði á
tveggja kvölda jólatvímenningi.
Spilað var á níu borðum og gilti
samanlagður prósentuárangur til
verðlauna.
Lokastaða efstu para varð þessi:
Úlfar Friðrikss. – Ingvaldur Gústafss. 113,4
Guðm. Pálss. – Jón Páll Sigurjónss. 112,8
Birna Stefnisd. – Aðalst. Steinþórss. 108,5
Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss.
108,4
Gísli Tryggvas. – Leifur Kristjánsson 106,8
Flest bronsstig fram að jólum
hlutu þeir Ingvaldur Gústafsson,
189, og Úlfar Örn Friðriksson, 170.
Spilamennska hefst aftur á nýju ári
fimmtudaginn 5. janúar kl. 19. Öll úr-
slit og dagskrá fram að vori má sjá á
bridge.is/bk.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is