Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012 Leiðtogar ríkja Evrópusam-bandsins munu hittast í lok mánaðarins og þess vegna ætla kanslari Þýskalands og forseti Frakklands að hittast í næstu viku til að undirbúa hvað skuli ákveða á leið- togafundinum svokallaða.    Þetta er alltvenju sam- kvæmt og þykir eðlilegur hluti af lýðræðishefð ESB. Og hér á landi telja áhugamenn um völd smáríkja innan ESB þetta til marks um aukin völd smáríkja innan ESB.    Meðal þess sem Merkel og Sar-kozy munu þurfa að takast á við í næstu viku er yfirlýsing grísku ríkisstjórnarinnar þess efnis að fái Grikkland ekki himinhátt neyðar- lán yfirgefi landið evrusvæðið.    Og eins og Frankfurter Allge-meine fjallaði um og sagt var frá á þessum stað þýðir brotthvarf Grikklands að fleiri ríki þurfi að fylgja með. Í því sambandi voru Ítalía og Portúgal sérstaklega tekin sem dæmi.    Ekkert er hægt að fullyrða umfall evrunnar og ekki ástæða til að vonast eftir því. Vera má að Merkel og Sarkozy meti hana svo mikilvæga að þau ákveði að ekkert verði til sparað að halda evrusvæð- inu óbreyttu.    Á hinn bóginn þarf ævintýralegthugmyndaflug til að halda því fram að grundvöllur evrunnar hafi aldrei verið sterkari.    Enda halda því engir fram aðriren þeir sem telja að ríkis- stjórnin íslenska sé sífellt að styrkj- ast. Angela Merkel og Nicolas Sarkozy Grikkland ef til vill á leið úr evrunni STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.1., kl. 18.00 Reykjavík -6 heiðskírt Bolungarvík -1 snjóél Akureyri -2 skýjað Kirkjubæjarkl. -4 heiðskírt Vestmannaeyjar -2 heiðskírt Nuuk -13 léttskýjað Þórshöfn 1 heiðskírt Ósló 2 slydda Kaupmannahöfn 5 skúrir Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 2 léttskýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 11 skúrir Dublin 6 skúrir Glasgow 3 skýjað London 8 skúrir París 12 skúrir Amsterdam 7 skúrir Hamborg 7 skúrir Berlín 7 skýjað Vín 8 skýjað Moskva -2 snjókoma Algarve 16 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 skýjað Aþena 8 heiðskírt Winnipeg -7 léttskýjað Montreal -15 skýjað New York -3 léttskýjað Chicago -8 léttskýjað Orlando 6 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:17 15:49 ÍSAFJÖRÐUR 11:57 15:18 SIGLUFJÖRÐUR 11:42 14:59 DJÚPIVOGUR 10:54 15:11 Jón Pétur Jónsson Sigrún Rósa Björnsdóttir Ingveldur Geirsdóttir Betur fór en á horfðist þegar sex manns lentu í snjóflóði í Fossdal á Barðaströnd síðdegis á mánudag- inn. Sexmenningarnir, fimm karlar og ein kona, fóru að gá að kindum sem voru í sjálfheldu í klettum en lentu í snjóflóðinu þegar þau voru á heimleið. Talið er að snjóflóðið hafi verið 50 til 100 metra breitt. Þau lentu öll í flóðinu og runnu á að giska 30-40 metra en stöðvuðust öll á yfirborð- inu. „En það þurfti að draga upp stelpuna sem var með okkur. Axl- irnar á henni og höfuðið stóðu upp úr en hún gat samt ekki hreyft sig. Það þurfti bara að toga í hana og þá var hún laus,“ sagði Jónas Þrast- arson, einn þeirra sem lentu í flóð- inu, í samtali við Mbl.is í gær. Fór nokkra kollhnísa Barði Sveinsson, bóndi á Innri- Múla á Barðaströnd, var einn þeirra sem lentu í snjóflóðinu. Spurður út í hvað olli því að flóðið féll telur hann að það hafi verið hella ofan á göml- um snjó sem fór af stað. Stór fleki hafi einfaldlega sunkað niður og menn hafi ekkert getað gert. „Ég ætlaði að reyna að hlaupa inn með hlíðinni. Ég hélt að þetta væri bara bútur fyrir ofan okkur. En þetta er bara augnablik, þá er mað- ur kominn á kaf og veltist með því,“ segir Barði sem segist hafa farið nokkra kollhnísa með flóðinu. „Þetta gerðist svo fljótt. Maður var alveg á fullu á hlaupum. Svo bara tekur þetta mann. Ég hef aldrei lent í svona. Maður getur ekki hugsað eða neitt. Spáir ekkert í neitt á með- an maður er í flóðinu. Ég man að maður var að veltast í þessu,“ segir Barði. Það að enginn hafi slasast bendir til þess að ekkert grjót hafi verið þar sem flóðið féll og endaði að sögn Barða. „Ef það hefði verið meiri snjór þarna og komist niður að þessum hjalla hefði það haldið áfram niður og fram af brún. Niður í hlíð,“ segir Barði. Flóðið hafi hins vegar stöðvast rétt fyrir ofan brúnina. Hefði flóðið verið kröft- ugra hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Voru ljónheppin Jónas sagði þau ljónheppin að þetta endaði svo vel enda hefði get- að farið miklu verr. „Flóðið rann ekki langt en þar sem það var dýpst var það örugglega metri til einn og hálfur á dýpt og það hefði því hæg- lega einhver getað grafist þar und- ir.“ Hópurinn sem lenti í snjóflóðinu er allur í björgunarsveit og þrjú eru meðlimir í Björgunarhundasveit Ís- lands og sérhæfa hundana sína í leit í snjóflóði. „Það að lenda í snjóflóði og komast óskaddaður úr því er mjög dýrmæt reynsla fyrir okkur. Við erum búin að sitja ótal fyr- irlestra um snjóflóð og heyra frá- sagnir annarra en að lenda sjálfur í því er allt öðruvísi, þótt ég mæli auðvitað alls ekki með því fyrir neinn að lenda í snjóflóði upp á reynsluna,“ sagði Jónas. Tveir smalahundar voru með í för en þeir voru komnir það langt á undan að þeir sluppu við snjóflóðið. Fleiri þarf til að sækja ærnar Kindurnar sem hópurinn fór til að ná í létu ekki ná sér og allt lítur út fyrir að það þurfi að fara aðra ferð til að reyna að fanga þær heim í hús. „Við vorum búin að fara niður á Fuglbergið, þar sem þær [kind- urnar] eru, að reyna ná þeim. En þær eru svo styggar. Það er autt hjá þeim og þær komast svo vítt um,“ segir Barði. Ljóst sé að það þurfi fleiri til að sækja ærnar. „Við reynum að fara einhvern tímann í aðra ferð. Maður fer að skjóta þetta niður ef tíðin fer ekki að skána. Þær hafa ekki endalausa beit,“ segir Barði og bætir við að enn sem kom- ið sé líði kindunum ágætlega. Í klettum Hópurinn á leið í Fossdal síðdegis á mánudaginn í leit að fé. Ljósmynd/Jónas Þrastarson Snjóflóð Hópurinn eftir að hann lenti í snjóflóðinu með flóðið í bakgrunni. „Svo bara tekur þetta mann“  Sex manns lentu í snjóflóði í Fossdal á Barðaströnd  Runnu um 30 til 40 metra með flóðinu og stöðvuðust öll á yfirborðinu  Hefði getað farið miklu verr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.