Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012 FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Frá því að seinni ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra tók við völdum eftir síðustu þingkosn- ingar, vorið 2009, hafa breytingar á ráðherraskipan verið nokkuð tíðar. Þá skipuðu 12 ráðherrar ríkisstjórn- ina, og var þeim fjölgað um tvo frá þeirri minnihlutastjórn Jóhönnu sem Samfylkingin og Vinstri grænir mynduðu 1. febrúar 2009 og til þing- kosninga í lok apríl sama ár. Alls hafa 17 manns gegnt ráð- herraembætti í tíð Jóhönnu, þar af níu konur. Átta hafa komið úr Sam- fylkingunni, sjö frá Vinstri grænum en tveir hafa verið utan þings, þau Ragna Árnadóttir og Gylfi Magn- ússon sem komu inn í fyrri ríkisstjórn Jóhönnu. Þau héldu stólum sínum í ríkisstjórn sem mynduð var 10. maí eftir þingkosningarnar í lok apríl; Ragna sem dóms- og kirkju- málaráðherra og Gylfi sem við- skiptaráðherra. Tveir ráðherrar fóru þá út; þær Kolbrún Halldórsdóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Svandís Svavarsdóttir kom inn fyrir Kolbrúnu í umhverfisráðuneytinu og Árni Páll Árnason kom inn fyrir Ástu sem félags- og tryggingamálaráð- herra. Við bættust þau Katrín Júl- íusdóttir, sem varð iðnaðarráðherra, og Jón Bjarnason, sem varð sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Ögmundur út og inn aftur Breytingar á ríkisstjórninni eru annars tíundaðar nánar á myndinni til hliðar og verða ekki allar tvíteknar hér. Næst urðu breytingar 1. október 2009, þegar Ögmundur sagði af sér sem heilbrigðisráðherra vegna óánægju með stefnu stjórnarinnar í viðræðum við Breta og Hollendinga um lausn Icesave-deilunnar. Tæpu ári síðar, eða 2. september 2010, urðu aftur hrókeringar þegar Ögmundur kom inn á ný og Guðbjartur varð ráð- herra. Út fóru þau Gylfi, Ragna, Kristján L. Möller og Álfheiður Inga- dóttir, sem ekki náði ári í ráðherra- stóli. Þriðju ráðherrahrókeringar á þessu kjörtímabili hjá ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur urðu núna um áramótin, eins og öllum er í fersku minni, þegar Árni Páll og Jón Bjarna- son hurfu úr embætti á gamlársdag og Oddný G. Harðardóttir varð nýr ráðherra. Við þetta fækkaði ráðherr- um úr tíu í níu. Í miklum ólgusjó innbyrðis „Almennt séð er það óheppilegt að ráðherraskipti séu svona tíð,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, pró- fessor í stjórn- málafræði við Há- skólann á Akureyri, um þær breytingar sem orðið hafa á ráð- herraskipan í ríkisstjórnum Jóhönnu Sigurðardóttur. „Þetta eru miklir óróatímar í ís- lenskum stjórnmálum. Við höfum orðið vitni að hrókeringum og afsögn- um, þar sem mikið hefur gengið á, og þetta er líklega bein afleiðing þess hve ríkisstjórnin hefur verið í miklum ólgusjó innbyrðis. Menn hafa sagt af sér ráðherradómi vegna innbyrðis átaka og hrókeringar hafa átt sér stað til að lægja öldur innan stjórn- arflokkanna, ekki síst meðal Vinstri grænna,“ segir Grétar og bendir á að undanfarin þrjú ár hafi samanlagt næstum tvöfalt fleiri setið í stóli ráð- herra en eru þar í dag. Átta ein- staklingar geta titlað sig „fyrrverandi ráðherrar“ þegar farin eru tæp þrjú ár aftur í tímann, þar af sitja fimm þeirra á þingi í dag. Grétar Þór segir að fara þurfi aftur um rúm 20 ár til að finna álíka tíðar ráðherrabreytingar, en þær hafi ver- ið nokkrar á árunum 1988-1991. Síð- an hafi tekið við meiri stöðugleiki hvað þetta varðar fram að hruni. „Það er ekki gott fyrir stjórn- sýsluna að verið sé að skipta oft um ráðherra en fyrst og fremst orsakast þetta af stöðu ríkisstjórnarinnar og tilraunum til að lægja öldur þar innanborðs. Nýjar áherslur hafa vilj- að koma með nýjum ráðherrum og ráðherravald hefur verið mikið hér á landi, í samanburði við nágrannalönd- in. Við höfum þannig mörg dæmi þess að ráðherrar hafa komið með um- deildar ákvarðanir og skipanir í emb- ætti á síðasta starfsdegi sínum,“ segir Grétar. Hagræðing hefur einnig verið nefnd ein helsta ástæða sameiningar ráðuneyta en Grétar Þór segir of snemmt að dæma um hvort sparn- aður skili sér við samruna ráðuneyta og verkefna. Sparnaður geti verið lengi að skila sér, eins og gerst hafi með samruna sveitarfélaga. Bendir hann á að þegar ráðuneyti verði stór með marga málaflokka þá geti orðið erfitt fyrir viðkomandi ráðherra að hafa góða yfirsýn. Menn þurfi að setja sig inn í hin ólíkustu mál, og á sama tíma og þeir gegni einnig störf- um þingmanna. Þá sé hætt við að helstu embættismenn færist nær því að geta talist ígildi ráðherra. „Með þessu er verið að færa völdin til stjórnsýslunnar og ég er ekki viss um að það sé það sem verið var að kalla eftir, frekar að veita hafi átt þinginu meiri völd,“ segir Grétar Þór ennfremur. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er hrókeringum í ríkisstjórn Jó- hönnu ekki alveg lokið. Fyrir liggur að Katrín Júlíusdóttir er á leið í fæð- ingarorlof og hugmyndir uppi um að nafna hennar Jakobsdóttir leysi hana af tímabundið í iðnaðarráðuneytinu. Nýtt atvinnuvegaráðuneyti gæti orð- ið til á meðan Katrín Júl. er í orlofi og óljóst er enn hver verður ráðherra í því ráðuneyti og hvaða verkefni falla undir það. Þegar til urðu tvö ný ráðuneyti fyr- ir ári; innanríkis- og velferðarráðu- neyti, kom fram hjá stjórnvöldum að sameiningin ætti að skila 300 milljóna króna sparnaði á ári, án þess að segja upp fólki, en hvort sú varð raunin á eftir að koma í ljós þegar ríkisreikn- ingur fyrir árið 2011 verður lagður fram. Þá er ótalinn sá kostnaður sem hlýst af ráðherrabreytingum, m.a. vegna biðlauna ráðherra. Tíð skipti í ráðherrastólum ríkis- stjórna Samfylkingarinnar og VG  Sautján manns hafa gegnt embætti ráðherra frá 1. febrúar 2009  „Tíð ráðherraskipti óheppileg“ 2. sept. 2010 Breytingar Ríkisstjórnir Jóhönnu Sigurðardóttur frá 1. febrúar 2009 breytingar á ráðherraskipan til dagsins í dag 1. febrúar 2009 Minnihlutastjórn mynduð eftir afsögn ríkisstjórnar Geirs H. Haarde Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra Össur Skarp- héðinsson utanríkis- ráðherra og iðnaðarráðherra Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- og tryggingamála- ráðherra Ögmundur Jónasson heilbrigðis- ráðherra Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráð- herra og samstarfsráðh. Norðurlanda Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra Gylfi Magnússon viðskipta- ráðherra Ragna Árnadóttir dóms og kirkjumála- ráðherra Utan flokka Utan flokka 10. maí 2009 Breytingar við myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir þingkosningar 25. apríl Jón Bjarnason verður sjávar- útvegs- og landbúnaðar- ráðherra Árni Páll Árnason verður félags- og tryggingamála- ráðherra Katrín Júlíusdóttir verður iðnaðar- ráðherra Ásta Ragnheiður út Kolbrún út Svandís Svavarsdóttir verður umhverfis- ráðherra 1. október 2009 Breytingar Ögmundur út Kristján verður samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra Katrín verður mennta- og menningar- málaráðherra Ragna verður dómsmála- og mannréttinda- ráðherra Gylfi verður efnahags- og viðskipta- ráðherra Álfheiður Inga- dóttir verður heilbrigðis- ráðherra Álfheiður út Guðbjartur Hannesson verður félags- og tryggingamála- og heilbrigðisráðherra Gylfi út Árni Páll Árnason verður efnahags- og viðskipta- ráðherra Ragna út Ögmundur Jónasson verður dóms- og mannrétt- indamála- og samgöngu- og sveitarstj.- ráðherra Jón út 1. janúar 2011 Breytingar Guðbjartur verður velferðar- ráðherra Ögmundur verður innan- ríkisráðherra Ríkisstjórnin í dag, eftir breytingar 31. des. 2011 Árni Páll út Oddný G. Harðardóttir verður fjármála- ráðherra Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra Kristján út Steingrímur J. Sigfússon verður efnahags- og viðskipta- og sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra Össur Skarp- héðinsson utanríkis- ráðherra Grétar Þór Eyþórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.