Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012 ✝ Berglind MaríaKarlsdóttir fæddist á Húsavík 24. júlí 1966. Hún lést í faðmi fjöl- skyldu sinnar á Landspítala- Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 27. des- ember 2011. Foreldrar henn- ar Bára Erna Ólafs- dóttir, f. 25. apríl 1939 og Karl Gunnlaugsson f. 24. ágúst 1940, d. 28. nóvember 2006. Þau skildu árið 1976. Sam- býlismaður Báru Ernu er Ellert Pétursson, f. 29. ágúst 1937. Bróðir Berglindar er Hörður Már Karlsson, f. 22. desember 1963. Sambýliskona hans er Anna Lilja Guðjónsdóttir f. 21. f. 11. ágúst 1949 og Einar Jóns- son, f. 6. ágúst 1947. Systir Kristins er Magnea Sif, f. 23. febrúar 1973. Sambýlismaður hennar er Einar Friðrik Brynj- arsson, f. 17. júní 1973 og börn þeirra eru Lovísa, f. 20. apríl 1998 og Jóna Kristín, f. 15. októ- ber 2002. Dætur Berglindar og Kristins eru: Fanney Þórunn, f. 13. mars 1991 og Arna Lind, f. 27. júlí 1994. Elsta dóttir Berg- lindar er Bára Erna Lúðvíks- dóttir, f. 3. maí 1983 en faðir hennar er Lúðvík Eggertsson, f. 22. apríl 1964. Berglind ólst upp á Húsavík til tíu ára aldurs en þá flutti hún ásamt móður sinni og systkinum til Keflavíkur. Lengst af bjó hún í Krossholti 12 með eiginmanni sínum og dætrum. Berglind vann við afgreiðslustörf framan af. Síðar starfaði hún við bók- hald, skipulag og framkvæmd veisluþjónustu. Útför Berglindar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 4. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 14. nóvember 1963. Börn þeirra eru: Silja, f. 7. nóvember 1985 og Karl Þór, f. 15. janúar 1994. Systir Berglindar, sammæðra, er Arn- björg Eiðsdóttir, f. 1. september 1957. Eiginmaður hennar er Helgi Jensson Kristjánsson, f. 10. mars 1954. Börn þeirra eru Ólafur Sólimann, f. 20. júlí 1980, Helgi, f. 28. júlí 1987 og Helena, f. 11. mars 1990. Berglind giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Kristni Ein- arssyni, f. 11. mars 1967, þann 26. maí árið 1990. Foreldrar hans eru Fanney Kristinsdóttir, Elsku Linda mín, það er mér nær óbærilegt að setjast niður og skrifa síðustu kveðjuna til þín. Þetta er enn allt svo óraunveru- legt, ég bíð bara eftir að einhver veki mig upp af þessari hræðilegu martröð. Það er svo margt sem mig langar að segja en get bara ekki komið því niður á blað. Ég er endalaust þakklátur fyrir þessi ár sem við áttum saman. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þakka þér fyrir börnin okkar. Ég skal passa stelpurnar eins vel og ég mögulega get. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kristinn Einarsson. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Þín dóttir, Bára Erna. Elsku mamma mín, ég vil ekki trúa því að þú sért farin frá okkur. Söknuðurinn er óbærilegur. Þú ert sönnun þess að Guð taki þá fyrst sem hann elskar mest. Þú hefur alltaf verið stoð mín og stytta í öllu, takk fyrir það. Ég er ótrúlega stolt af því að vera dóttir þín, þú varst góð við allt og alla. Ég veit ekki hvernig ég fer að þessu án þín en ég lofa að gera eins vel og ég get og vera eins sterk og ég get. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig í þennan tíma þó að tíminn hafi ver- ið alltof stuttur, og þakklát fyrir allar minningarnar okkar saman, þær stundir eru ómetanlegar. Öll ferðalögin sem við fórum í, íþróttaferðirnar sem þú komst sem fararstjóri, allir leikirnir sem þú komst á og studdir mig, utan- landsferðirnar sem við höfðum svo gaman af og hlógum mikið í, ófáu svefngalsarnir og fl. Tengsl okkar eru ólýsanleg, við vorum bæði mæðgur og bestu vin- konur það var oft eins og við læs- um hugsanir hvor annarrar og vissum nákvæmlega ef eitthvað var að og ef þú varst leið þá varð ég leið og öfugt. Við vorum alltaf nr. 1, 2 og 3 hjá þér. Þú ert falleg að innan sem að utan. Maður tók aldrei eftir veikind- um þínum því þú leist alltaf vel út og vannst eins og skepna. Það á enginn í þig varðandi vinnusemi, hörku og dugnað, svo er víst. Þú kvartaðir aldrei undan neinu, heldur hélst ótrauð áfram. Ég vissi ekki að það væri hægt að finna jafn mikinn sársauka fyrr en núna. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gefið mér. Nú þarf ég að fara að reyna að halda í við Örnu litlu í sambandi við þrifnað og eldamennsku því við vitum nú öll að ég er ekki besta húsmóðirin og ég tala nú ekki um að ég þurfi núna að fara að virkja minnið því nú getur þú ekki hringt í mig og minnt mig á hluti, jafnvel sjálfa mig, en þú gast hlegið af því. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og kennt mér. Þú ert hetjan mín og fyrirmyndin mín. Þú ert besta manneskja sem ég hef kynnst og besta mamma í heimi. Ég elska þig og mun alltaf muna eftir þér og fara eftir því sem þú hefur kennt mér og leiðbeint mér. Þú ert mér allt. Saknaðarkveðjur, þín dóttir, Fanney. Mamma mín brosir til mín breitt, þótt hún sé þreytt. Mamma mín huggar mig í örmum sér, þegar allt virðist ómögulegt hjá mér. Mamma mín heldur ávallt í mína hönd, líka þegar ég mun fara ókunn lönd. Mamma mín gefur mér ráð, því hún er svo klár. Mamma mín gefur mér allt, ég þakklát er, það er alveg satt. Mamma mín, ég vil gefa þér þetta ljóð, því þú mér ert svo góð. Elska þig mamma mín. Elsku mamma mín, þín er sárt saknað. Allar stundirnar sem við áttum saman voru svo yndislegar og dýrmætar. Ég gleymi aldrei öllum ferðunum okkar saman til útlanda, þá sérstaklega síðustu tveimur Ameríku-ferðunum og ferðalögunum í tjaldvagninum, í fellihýsinu og öllum fótboltamót- unum. Í útlandaferðunum píndir þú þig með okkur í allar búðirnar með okkur systrunum og hélst á nánast öllum pokunum fyrir okkur því þú varst svo hrædd um að við myndum leggja þá frá okkur eins og við erum vanar að gera. Liver- pool-ferðin sem þú fórst með mér og varst fararstjóri, sú ferð er í miklu uppáhaldi ásamt síðustu ferðinni okkar til Ameríku. Mamma, þú varst langskemmti- legasti fararstjórinn og það var lúxus að hafa þig með í þessum ferðum, þú splæstir og splæstir á mig eins og þú varst ekki óvön að gera. Svo var Ameríku-ferðin ynd- isleg, þegar við fórum í körfubolta á aðfangadagskvöld og þú leyfðir mér að fá tattú 15 ára því þér fannst svo sætt að ég og Fanney ætluðum að fá okkur systratattú. Mamma, þú varst besti yfirmaður sem hægt er að hugsa sér að hafa, þú gast unnið þína vinnu og verið ströng en varst samt alltaf vin- kona allra og gast hlegið með okk- ur í vinnunni og komst oft með marga skemmtilega brandara. Mamma, ég sakna þess að koma heim og þú sitjandi í sófanum ný- vöknuð að horfa á Bold and the beautiful eða Doctors. Mamma, takk fyrir að kenna mér að baka og taka til, takk fyrir að hafa stutt mig og haft trú á öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur, þú hefur kennt mér svo margt mamma að ég get varla þakkað þér fyrir það allt saman. Mamma, ég reyni að nýta mér allt sem þú hefur kennt mér og reyni að hafa húsið eins hreint og þú hafðir það. Mamma, það eru til svo margar skemmti- legar og frábærar minningar með þér og ef ég ætlaði að telja þær all- ar þyrfti ég næstum sautján ár í það. Mamma, ég er svo stolt af þér að þú hafir barist fram á síðustu sekúndu, þú varst hjá okkur um jólin, litla jólastelpa. Þú ert fyr- irmyndin mín, þú harkaðir allt af þér og vannst mikið þótt þú hafir verið að drepast í löppunum. Mamma, þú ert mér allt og þú munt alltaf eiga stað í hjarta mér og ég mun aldrei gleyma þér, elsku besta og yndislega mamma mín, það er ekki hægt að hugsa sér betri mömmu og vinkonu en þig. Mamma, ég elska þig svo mikið að það er ólýsanlegt og mér þykir svo vænt um þig og mun alltaf gera það og ég sakna þín alveg enda- laust. Love you mamma. Þín, Arna Lind. Í dag kveðjum við elskulega tengdadóttur okkar, Berglindi Maríu Karlsdóttur, eða Lindu eins og hún var alltaf kölluð. Það er sárt til þess að hugsa að svona ung kona sé tekin frá eiginmanni og dætrum. Við kynntumst Lindu þegar sonur okkar Kristinn kynnti hana fyrir okkur fyrir um 23 árum síðan. Við sáum strax að þarna var mikil kjarnakona á ferð sem reyndist rétt. Linda var ekki bara móðir heldur var hún líka félagi dætra sinna. Hún fór með þeim nánast í allar fótboltaferðir þeirra bæði innanlands og utan, oftast sem fararstjóri og þorum við að fullyrða að allar stelpurnar dáðu hana. Við hjónin ferðuðumst heil- mikið með þeim Lindu og Kidda bæði innanlands og utan. Utan- landsferðirnar voru margar til Þýskalands, svo var farið til Spán- ar og síðasta ferðin okkar var til Ameríku þar sem Linda lá ekki í leti heldur snerist hún í kringum okkur því hún vildi að okkur liði sem best allan tímann því þannig var hún. Það lýsir henni best hvernig hún kom fram við ömmu Möggu. Þær voru bestu vinkonur þó aldursmunur væri mikill. Elsku Linda okkar, nú eru erf- iðir tímar framundan hjá okkur öllum en þá sérstaklega Kidda þínum og stelpunum sem þér þyk- ir svo endanlega vænt um. Við skulum lofa þér því að við munum halda vel utan um þau og hugga í sorg þeirra. Við vitum að við get- um ekki komið í þinn stað en við munum reyna allt og ávallt vera til staðar fyrir þau. Elsku Linda okkar, við þökkum þér allar þær góðu stundir sem við áttum saman og minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Kristinn, Bára, Fanney og Arna Lind, guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg og megi góður guð varðveita ykkur. Brosið breitt og augun skær, bið guð þig að geyma, bestu þakkir, þú varst mér svo kær. Þér mun ég aldrei gleyma. (Guðný Sigríður Sigurðardóttir) Við elskum þig. Þínir tengdaforeldrar, Fanney og Einar. Þetta er ekkert smá óraunveru- legt að sitja hérna og skrifa þessa minningargrein, elsku Linda mín. Ég átta mig ekki enn á því að þú sért farin. Mér verður hugsað til þess tíma sem við náðum að eyða saman. Ég er svo heppinn að hafa fengið að þekkja þig í rúm þrjú ár, það er ekki langur tími en mjög dýrmætur fyrir mig. Ég var 15 ára þegar ég fór að koma heim til þín með Örnu. Þú tókst strax vel á móti mér. Oft fannst mér eins og ég ætti tvær mömmur. Þú leið- beindir mér, hvað ég gæti gert betur og hrósaðir mér fyrir það sem ég gerði vel. Þú varst ekki bara mamma kærustunnar minn- ar heldur líka góð vinkona. Við eyddum miklum tíma saman, bæði í vinnunni og heima. Arna Lind var oft pirruð á því hversu miklum tíma við eyddum saman. Að vinna fyrir þig var frábært. Þú varst þessi drauma-yfirmaður sem nokkur getur haft. Þú varst bæði ákveðin og notaleg á sama tíma. Þú áttir mjög auðvelt með að láta fólk brosa og hlæja, sem er mjög góður kostur. Ég er óendanlega þakklátur þér, fyrir það hversu vel þú reynd- ist mér, það er ekki sjálfgefið. Ég sakna þín, Linda. Ég mun hugsa vel um Örnu Lind og alla fjöl- skylduna þína. Fjölskylduna sem þér var meira annt um en allt ann- að. Ég elska þig Linda, við munum hittast aftur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þinn vinur og tengdasonur, Ísak Ernir Kristinsson. Tilvera okkar systkinanna fór á hvolf þegar systir okkar, Linda, lést, langt um aldur fram. Einn af föstu punktunum í tilverunni er horfinn, eftir eru aðeins minning- arnar. Nýlega fórum við saman á tónleika og hlustuðum á lagið „Stingum af“ og nú er Linda stungin af, alltof fljótt og alltof snemma. Fyrsta minningin er hvað hún var falleg og friðsæl í vöggunni. Við vorum afar stolt af litlu systur og nutum þess að sýna hana. Snemma komu fram eiginleikar hjá Lindu sem mamma hafði ekki séð í eins miklum mæli hjá okkur eldri systkinunum. Hún byrjaði fljótt að klæða þig sjálf og vildi gera allt sjálf. Þegar við ætluðum að hjálpa til sagði hún pirruð: „Nei ég get sjálf.“ Sjálfsbjargarvið- leitni, dugnaður og þrautseigja voru snemma hennar aðalsmerki. Á Húsavík bjuggum við á efri hæð í húsi, en niðri bjuggu Eidi og Valla ásamt börnum sínum fjór- um. Þó að heimilin ættu að heita hvort á sinni hæðinni var aldrei gerður mikill greinarmunur á því hver ætti heima hvar. Við vorum ein stór fjölskylda. Þegar við flutt- um til Keflavíkur nutum við ómet- anlegs stuðnings fjölskyldu mömmu. Linda eignaðist strax vini og vinkonur úr frændsystk- inahópnum og byrjaði í skáta- starfi. Þar nýttust vel leiðtoga- hæfileikar hennar og greiðvikni, hjálpsemi og traust voru hennar leiðarljós. Linda var mikil mömmustelpa og naut samveru með mömmu í eldhúsinu og við heimilisstörfin. Það var mikið áfall þegar Linda greindist með sykursýki 12 ára gömul. Hún tók strax ábyrgð á að sprauta sig og tók sykursýkinni eins og hverju öðru verkefni og aldrei kvartaði hún. Linda var ung þegar hún eign- aðist Báru Ernu. Með dyggri að- stoð mömmu tókst hún af ábyrgð á við móðurhlutverkið. Það var mik- il gæfa fyrir Lindu að búa hjá ömmu á Valló. Þær urðu góðar vinkonur og Linda drakk í sig líf- speki, verkþekkingu og fróðleik ömmu. Amma Kæja var Lindu líka mikilvæg fyrirmynd. Linda var hjá pabba sínum á sumrin og stússaði þá með Kæju ömmu í garðinum og í matargerð. Linda og Kiddi bjuggu sér heimili í Krossholtinu. Þau voru samtaka um að gera heimilið nota- legt og fallegt. Það átti vel við Lindu að ganga inn í samheldna fjölskyldu Kidda og samveran með þeim var henni bæði dýrmæt og lærdómsrík. Mikilvægasta hlutverk Lindu var að vera mamma og hún var alltaf til staðar fyrir dætur sínar. Velferð og vel- gengni þeirra var hennar ástríða. Hún lét sig aldrei vanta á leiki hjá þeim enda hafa þær allar náð langt á íþróttasviðinu. Hún var oftast fararstjóri í íþróttaferðum, jafnt innanlands sem utan. Systir okkar var einstök mann- eskja með sterkan persónuleika. Hugrökk, traust og sterk. Hún var alltaf til staðar og vildi allt fyrir okkur gera.Við erum þakklát fyrir Lindu systur og varðveitum minn- ingar frá leikhúsferðum, sum- arbústaðaferðum og utanlands- ferðum – bara allt það sem við gerðum saman. Það er sárt að missa systur sína en við erum ekki þau einu sem syrgja því systur- dætur okkar, Kiddi, mamma, ást- vinir og ættingjar eiga um sárt að binda. Sorgin er mikil en minning- in um sanna hetju lifir í hjörtum okkar. Arnbjörg Eiðsdóttir og Hörður Már Karlsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku besta Linda mín, hvað það tekur mig sárt að þurfa að kveðja þig. Lindu mágkonu mína, sem var mér svo miklu meira en það. Þú varst ein mín besta vin- kona sem varst alltaf boðin og bú- in ef ég þurfti á hjálp að halda eða bara einhvern til að spjalla við. Við hringdumst á á hverjum degi og mér finnst sú hugsun óbærileg að ég eigi ekki eftir að heyra í þér aft- ur. Ég minnist með miklum sökn- uði allra þeirra stunda sem við átt- um saman í þjónastarfinu, þegar við hittumst stelpurnar í spjalli þar sem við hlógum þangað til við fengum harðsperrur í magann, allra fjölskyldustundanna, þegar við fórum til útlanda saman og ég gæti haldið endalaust áfram því þær voru ófáar stundirnar sem við eyddum saman. Þú hugsaðir alltaf meira um aðra en sjálfa þig og það einkenndi þá persónu sem þú hafðir að geyma. Þú varst svo inni- lega hjálpsöm og góð og ætla ég mér að taka þig til fyrirmyndar í þeim málum hér eftir. Þú vildir allt fyrir alla gera og fékk ég og mín fjölskylda að finna það ávallt. Stelpurnar mínar Lovísu Sif og Jónu Kristínu þótti þér svo vænt um og vildir alltaf fá að vita af þeim. Þegar Jóna Kristín var farin að geta hjólað til ykkar spurði hún nánast á hverjum morgni í sumar hvort hún mætti ekki hjóla til Lindu og Kidda og var hún þá allt- af velkomin og þangað þykir henni gott að koma. Þær eiga eftir að sakna þín mikið og ég mun passa það að minningin um þig mun lifa í hjörtum þeirra alla tíð. Þú gerðir oft grín að matseldinni minni og hefur reynt það síðustu 20 ár að kenna mér sitt lítið af hverju. Ég held að það hafi nú tekist af ein- hverju leyti þar sem maísstöngl- arnir heyra sögunni til og annað hollara og betra komið í staðinn. Nú sit ég hér og reyni að skrifa en sé ekki út fyrir tárum því ég sakna þín svo óendanlega mikið, elsku Linda mín. Hvernig eigum við að fara að án þín er það eina sem fer í gegnum huga mér. Ég skal lofa þér því, elsku Linda mín að ég mun gera mitt allra besta að halda utan um Kidda þinn og stelpurnar þínar þrjár sem eiga um svo sárt að binda núna og við munum reyna að halda áfram eins og ég veit að þú vilt að við gerum. Elsku Linda mín, ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og kennt mér og þú munt verða í hjarta mér alla mína tíð. Elsku Kiddi, Bára, Fanney og Arna Lind, guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg og megi góður guð varðveita ykkur. Ég elska þig, Linda mágkona mín og vinkona. Magnea Sif Einarsdóttir. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Berglind María Karlsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ERNA ÞORSTEINSDÓTTIR, lést á hjartadeild Landspítalans mánudaginn 2. janúar. Útför fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 14. janúar kl. 14.00. Gunnar Ólafur Eiríksson, Guðríður Hilmarsdóttir, Gísli Guðni Sveinsson, Guðmundur Þórarinn Tómasson, Sigurveig Birgisdóttir, Lilja Þorsteina Tómasdóttir, Jón Guðbrandsson, Ásdís Steinunn Tómasdóttir, Sigfús Gunnar Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Dr. med.dent. EYJÓLFUR ÞÓR BUSK lést mánudaginn 26. desember. Jarðsetning fór fram í kyrrþey í Þýskalandi. Gisela, Henning, Jens, Alexander og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.