Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tökur á sjónvarpsþáttumsem byggðir eru á barna-leikritinu Ávaxtakarfanhófust í gær í Lata-
bæjarstúdíóinu og er stefnt að því
að hefja sýningar á þáttunum á
Stöð 2 í haust. Kristlaug María
Sigurðardóttir, Kikka, er höfundur
leikritsins og handritshöfundur
þáttanna en hún hefur einnig lokið
skrifum á framhaldi leikritsins og
hefur hafið skriftir að annarri sjón-
varpsþáttaröð. Framhaldsleikritið
heitir Ávaxtakarfan: Mygluholan
ógurlega! og segist Kikka vonast
til þess að það fari á fjalirnar í lok
árs eða ársbyrjun 2013.
Viðkvæmasta mál Íslands
„Þetta eru tólf sjálfstæðar sögur
en undirliggjandi grunnsagan er
gamla leikritið,“ segir Kikka um
þættina en hún er aðalframleiðandi
þeirra, hjá framleiðslufyrirtækinu
Kassinn okkar. Kikka segist hafa
skrifað Ávaxtakörfuna algjörlega
upp á nýtt fyrir sjónvarpsmiðilinn,
hin upphaflega saga sé sögð í þátt-
unum með miklum viðbótum. „Þú
getur alveg séð hluta af leikritinu
hér og þar en þú sérð það ekki í
heild sinni. Þannig að í raun og
veru er þetta að einhverjum hluta
nýtt en þetta eru samt vel þekktir
karakterar, vel þekkt umhverfi og
við erum auðvitað ennþá að fjalla
um viðkvæmasta mál Íslands, ein-
elti,“ segir hún. Leikritið fjalli um
ávexti í ávaxtakörfu og umfjöll-
unarefni þess sé, í grunninn, ein-
elti og fordómar. „Við tökum á því
efni áfram og víkkum það aðeins
út, förum út í meiri samskipti. Í
allri eineltisumræðunni sem búin
er að vera undanfarið finnst mér
eitt lykilatriði gleymast, einelt-
isumræðan fer eiginlega út í einelti
í sjálfri sér og við tölum aldrei um
hvernig á að bakka út úr þessum
aðstæðum, bæði börn og fullorðnir.
Hvernig ætlarðu að hætta einelt-
inu og bakka út úr aðstæðunum,
þannig að allir komi með sæmilega
virðingu út úr því? Við erum svolít-
ið að horfa á það í þáttunum, að
það sé hægt að hætta óæskilegri
hegðun en samt vera vinir. Þetta
er mjög djúpt, eins og þú heyrir,“
segir Kikka kímin.
Einelti grafalvarlegt mál
Hún segir einelti mjög ríkjandi í
samfélaginu og bendir á að leik-
ritið hafi á sínum tíma opnað fyrir
umræðu um einelti, orðið sjálft
notað í leikritinu um þessa óæski-
legu hegðun og það fór ekkert á
milli mála við hvað var átt. „Mér
finnst vera búið að gjaldfella orðið
einelti á ákveðinn hátt í þjóðfélag-
inu þegar sterkir einstaklingar
kalla skoðanaágreining eða ósam-
komulag einelti, þar er einfaldlega
bara um léleg samskipti, eða sam-
skiptaleysi að ræða. Einelti þar
sem einstaklingur er niðurlægður
og honum látið líða svo illa að hann
getur ekki hugsað ser að lifa leng-
ur er mun alvarlegra mál en ein-
hverjar augnagotur eða at-
hugasemdir á milli þjóðþekktra
manna. Fólk verður einfaldlega að
gæta sín á því að gera ekki lítið úr
orðinu einelti með því að notað það
til að lýsa samskiptum þar sem
báðir aðilar hafa eitthvað um málið
að segja, eru á jafnréttisgrundvelli.
Þolendur eineltis hafa hins vegar
sjaldnast nokkuð um það að segja
hvort þeir eru beittir einelti eða
ekki, þeir eru fórnarlömb ofbeldis
og okkur ber að stöðva það. Við
göngum á milli ef maður er að
lemja mann en látum oft eineltið,
sem er ekki skárra en hreinar bar-
smíðar, viðgangast. Það má
kannski koma fram hérna að hvert
eineltismál snertir marga, þoland-
ann og gerandann, fjölskyldur
þeirra, skóla og eða vinnustað og
mér finnst ekki rétt að loka einu
eineltismáli og opna annað með því
að gera lítið úr gerandanum. Ég
held að gerendum í eineltismálum
líði oft ekki mikið betur en fórn-
arlömbunum, þeir kunna bara ein-
faldlega ekki að hætta. Þess vegna
þarf að vanda til við úrvinnslu ein-
eltismála því þau eru aldrei ein-
föld.“
Hvað fjármögnun þáttanna varð-
ar segir Kikka að hún hafi tekið
töluverðan tíma og verið svolítið
púsluspil en þó hafst á endanum.
„Það er skortur á einkafjármagni
og fjárfestum í svona verkefni og
kannski er hérna tækifæri fyrir þá
sem sitja á digrum sjóðum og vita
ekki hvað þeir eiga að gera við
þá,“ segir hún. Þættirnir hlutu 20
milljóna króna styrk úr Kvik-
myndasjóði, þrjár milljónir frá
Menningarsjóði útvarpsstöðva og
auk þess eru framleiðendur í sam-
starfi við Senu, 365 miðla o.fl.
Ávaxtakörfuþættirnir hafa verið
lengi í vinnslu, að sögn Kikku. „Við
erum búin að vanda mjög til verka,
erum með mjög flott fólk í öllum
stöðum,“ segir hún. Spurð að því
hvort framleiðsla þáttanna sé viða-
mikil segir hún svo vera. „Þetta er
töluverð framleiðsla, miklar leik-
myndir og búningar, góðir leikarar
og flottir kvikmyndagerðamenn í
öllum stöðum. „Vonandi fer að
koma meira fjármagn í sjónvarps-
þáttagerðina og kvikmyndagerð al-
mennt svo við förum að sjá meira
íslenskt efni, ég held að það sé það
sem allir vilja.“
– Er stefnt að því að koma þátt-
unum á erlendan markað?
„Þetta er íslensk framleiðsla á
íslensku fyrir Íslendinga, en það
sem okkur langar til að gera er að
halda áfram með framleiðsluna,
gera fleiri þætti. Þessi heimur er
skemmtilegur og það er af nógu að
taka í svona samskiptamálum, án
þess ég ætli að vera í einhverju
kennarahlutverki. Hvort Ávaxta-
karfan fer á erlendan markað eða
ekki á bara eftir að koma í ljós, við
erum hæstánægð með að vinna
efni fyrir íslenskan markað.“
Leikarar og söngvarar með
leikreynslu
Leikstjórn þáttanna er í höndum
Sævars Guðmundssonar en leik-
arar eru Matthías Matthíasson
(Immi ananas), Ólöf Jara Skag-
fjörð (Mæja jarðarber), Birgitta
Haukdal (Gedda gulrót), Helga
Braga Jónsdóttir (Rauða eplið),
Magnús Jónsson (Guffi banani),
Ágústa Eva Erlendsdóttir (Eva
appelsína) og Atli Óskar Fjal-
arsson (Græni bananinn). Perurnar
eru leiknar af Báru Lind og Fann-
ari Guðna, nemendum við Álftanes-
skóla. Leikhópinn skipa því bæði
leikarar og söngvarar með leik-
reynslu.
Barnaleikritið Ávaxtakarfan var
frumsýnt í Íslensku óperunni árið
1998 og var síðar gefið út á mynd-
bandi og á hljómplötu. Það var
sýnt aftur í Austurbæ árið 2005 og
er sett á svið af áhugaleikhópum
og skólum nokkrum sinnum á ári,
að sögn Kikku.
Eineltismál eru aldrei einföld
Tökur hefjast á sjónvarpsþáttum byggðum á Ávaxtakörfunni Kikka er handritshöfundur þátt-
anna og aðalframleiðandi Segir orðið einelti hafa verið gjaldfellt á ákveðinn hátt í þjóðfélaginu
Höfundurinn „Einelti þar sem einstaklingur er niðurlægður og honum látið líða svo illa að hann getur ekki hugsað
sér að lifa lengur er mun alvarlegra mál en einhverjar augnagotur eða athugasemdir á milli þjóðþekktra manna.“
Ávextir Nokkrir leikaranna í sjónvarpsþáttunum á æfingu. Þættirnir verða
sýndir á Stöð 2 og tökur fara fram í Latabæjarstúdíóinu í Garðabæ.
Morgunblaðið/RAX
Vinsælt Ávaxtakarfan hefur notið mikilla vinsælda frá því að hún var frum-
sýnd árið 1998. Þessi mynd er frá uppfærslu í Austurbæ 2005.
Óskar Axel Óskarsson er tví-tugur rappari sem hefurgefið út sína fyrstu plötusem nefnist Maður í mót-
un. Hann vakti fyrst athygli fyrir
rúmum þremur árum þegar hann og
söngkonan Karen Pálsdóttir, sem
syngur í nokkrum lögum á plötunni,
höfnuðu í öðru sæti Músíktilrauna
2008.
Skífan er 10 laga
og er undir sterk-
um áhrifum frá
bandarísku R&B
og hipp-hoppi í
bland við taktfast
evrópopp. Andi
tónlistarmanna á borð við Kanye
West, Eminem og P-Diddy svífur yf-
ir vötnum svo dæmi séu tekin. Það
skal tekið fram að allir textar eru á
íslensku með einstaka enskuslettu
hér og þar.
Meðal annarra gesta sem liðsinna
rapparanum á skífunni eru söngv-
ararnir Mollý Jökulsdóttir, Júlí
Heiðar Halldórsson og Ingólfur Þór-
arinsson, betur þekktur sem Ingó
Veðurguð. Óskar Axel er því ekki al-
veg „einn á móti öllum heiminum“
líkt og hann segir í laginu „Allt sem
ég er“.
Kreppan í kjölfar bankahrunsins,
unglingsárin, guð og innri átök eru
leiðarstef plötunnar. Í laginu „Tal-
andi við sjálfan mig“ á Óskar Axel til
dæmis í samtali við sinn innri djöful
sem nefnist Skari – og af textunum
að dæma hefur rapparinn marga
fjöruna sopið þrátt fyrir ungan ald-
ur.
Á köflum grúvar diskurinn ágæt-
lega og maður finnur áþreifanlega
fyrir ungæðislegum krafti Óskars
Axels, sem rappar um lífið sem „fer
upp og niður, bara eins og tilveran“,
eins og hann segir í laginu „Lífið
mitt“.
Platan er hins vegar ekki hnökra-
laus. Textarnir eru misjafnlega
sterkir og það sama má segja um
sjálfar lagasmíðarnar. Það verður þó
ekki af Óskari Axel tekið að hann er
ungur og efnilegur rappari; maður í
mótun eins og hann segir sjálfur.
Rappari í mótun
Morgunblaðið/Golli
Efnilegt „...af textunum að dæma hefur rapparinn marga fjöruna sopið
þrátt fyrir ungan aldur,“ segir rýnir m.a. um fyrstu plötu Óskars Axels.
Geisladiskur
Óskar Axel – Maður í mótun
bbbnn
JÓN PÉTUR
JÓNSSON
TÓNLIST