Morgunblaðið - 04.01.2012, Page 36

Morgunblaðið - 04.01.2012, Page 36
„Ég hafði enga hugmynd um körfu- boltann á Íslandi. Umboðsmaður minn lét mig vita að tilboð frá Íslandi væri á borðinu og ég var opin fyrir því. Það reyndist frábær ákvörðun fyrir mig að fara til Íslands,“ segir Jaleesa Butler, leikmaður Keflavík- ur, sem í gær var valin besti leik- maður fyrri hluta Iceland Express- deildar kvenna í körfuknattleik. »4 Reyndist frábær ákvörð- un að fara til Íslands MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 4. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu 2. Upplýstu stórfelld svik 3. Lík á landareign drottningar 4. Íslenskt draumahús í Hafnarfirði »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hinn virti saxófónleikari Andrew D’Angelo heldur tónleika á Rósen- berg á föstudaginn. Með honum leika Einar Scheving (trommur), Kjartan Valdemarsson (píanó), Snorri Sigurð- arson (trompet) og Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson (bassi). Andrew D’Angelo á Café Rosenberg  Tónlistarkonan hæfileikaríka Lay Low bíður greini- lega ekki boðanna en hún tísti um það í gær að hún væri komin aftur í hljóðver. Hrópaði hún rafrænt húrra fyrir upptökum á síðkvöldum og þakkaði samstarfs- manni sínum, Magnúsi Öder, í leið- inni. Spurning hvort nú sé stutt í framhaldið á Brostnum streng? Lay Low komin aftur í hljóðverið  Á morgun munu Pikknikk, Low Ro- ar og Myrra Rós slá saman í tónleika í tilefni af tveggja vikna tónleikaferð Myrru Rósar og hljómsveitar hennar til Póllands núna í enda janúar. Myrra Rós hefur á síð- asta ári verið að vinna í sinni fyrstu plötu sem kemur út í febr- úar á vegum Geim- steins. Pikknikk, Low Roar og Myrra Rós spila Á fimmtudag Norðvestan 8-13 m/s og él norðaustanlands framan af degi, en annars mun hægara og bjart með köflum. Frost 1 til 10 stig, minnst úti við sjóinn. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-13 m/s og snjókoma sunnanlands, en annars hægara og úrkomulítið. Frost 1 til 15 stig, kaldast á Suðurlandi, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna. VEÐUR Manchester City náði í gær- kvöld þriggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að vinna öruggan sigur á Liver- pool, 3:0, á Etihad- leikvanginum í Manchester. Sergio Agüero og Yaya Touré og James Milner skoruðu mörk liðsins sem nú er þremur stigum á und- an grönnum sínum í Man- chester United sem sækja Newcastle heim í kvöld. »1 City skellti Liver- pool á heimavelli Valur er með illa útbúna erlenda jeppa, Snæfell er í bakkgír, nýliðarnir úr Þorlákshöfn spila ærslafenginn körfubolta, slakir útlendingar afsaka ekki allt hjá KR og Grindavík á helling inni. Kristinn Friðriksson fer rækilega yfir stöðu mála í körfubolta karla áður en Ís- landsmótið hefst á ný ann- að kvöld. »2-3 Slakir útlendingar afsaka ekki allt hjá KR ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sprækustu hlauparar landsins taka gjarnan þátt í Gamlárshlaupi ÍR. Þar á meðal er Unnsteinn Jóhanns- son, sem er 80 ára síðan í haust sem leið, en hann æfir að jafnaði sex daga vikunnar. Unnsteinn var á fullu í tækja- salnum í Ásgarði í gær. Æfingarnar og álagið koma honum í gang á hverjum degi og þegar við höfðum kynnt okkur fyrir honum sneri hann sér þegar að ljósmyndaranum og sagði með lotningu: „Ragnar. Mig hefur alltaf langað til þess að hitta þig.“ Byrjaði að æfa fimmtugur Unnsteinn hleypur úti þrisvar í viku, fimm til 12 km í hvert sinn, og æfir í tækjasalnum í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ annan hvern dag. „Ég byrjaði að hlaupa og hjóla þegar ég var fimmtugur vegna þess að þá fór ég að missa sjónina,“ segir lög- reglumaðurinn fyrrverandi, sem var á 95 ára reglunni og fór á eftirlaun fyrir um 20 árum. Hann segir að hann hafi fengið Guðna Kjartansson knattspyrnuþjálfara til þess að koma lögreglumönnunum á Kefla- víkurflugvelli í æfingu og hafi haldið uppteknum hætti síðan. „Ætli ég sé ekki sá eini úr hópnum sem er enn að,“ segir hann. „Ég var alltaf svo slæmur í baki en verkirnir hurfu með teygjuæfingunum. Og svo er ég ekki í rónni fyrr en ég er mættur á æfingu.“ Unnsteinn er ánægður með að- stæður í Garðabæ, en hann æfir allt- af einn. „Það eru mjög góðar hlaupa- leiðir hérna og ég hleyp oftast upp í Heiðmörk og til baka.“ Hann segist yfirleitt taka sér frí á sunnudögum en hjóli þá gjarnan að gamni sínu. „Ég stunda æfingarnar mér til skemmtunar og nota hjólið annars sem farartæki,“ segir Unnsteinn, en snýr sér svo að ljósmyndaranum enda tveir góðir saman. „Ragnar. Ég þekkti þá Kvískerjabræður,“ segir hann og þar með lauk þeirri æfingu. „Frábær maður,“ segir Ragnar um leið og hann gengur úr salnum … Morgunblaðið/RAX Eins og táningur Unnsteinn Jóhannsson tekur á því í Ásgarði í gær. Stjörnumaðurinn Unnsteinn Jóhannsson er á níræðisaldri og elsti hlauparinn í Gamlárshlaupi ÍR Hleypur allt að 12 km annan hvern dag Unnsteinn Jóhannsson æfir að jafnaði í um tvær stundir á dag, sex daga vikunnar. Dóttir hans er sjúkraþjálfari og kenndi honum teygjuæfingar sem hann leggur mikla áherslu á. „Ég teygi í svona hálftíma eftir æfingarnar í tækja- salnum eða hlaupin,“ segir hann. Gamlárshlaup ÍR hefur verið eina keppnin undanfarin ár því vegna sjónleysisins segist hann eiga erf- itt með að hlaupa í miklu marg- menni. Hann hljóp 10 km Gaml- árshlaupið á 62,24 mínútum að þessu sinni og bætti tíma sinn frá því í fyrra. „Það var mjög gott að hlaupa núna og aðstæðurnar skil- uðu mér bættum tíma. Þetta var betri hlaupaleið, allt autt og slétt, eins og að sumarlagi.“ Bætti sig frá því í fyrra TEYGJUÆFINGARNAR GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.