Morgunblaðið - 05.01.2012, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Að sögn nokkurra flokksmanna,
sem hafa gegnt trúnaðarstörfum
innan Vinstrihreyfingarinnar græns
framboðs og starfað lengi með
flokknum, er mikill titringur innan
flokksins. Þeir flokksmenn sem
Morgunblaðið hefur rætt við eru
allir á einu máli um að nokkuð hafi
verið um úrsagnir að undanförnu
og að auki séu margir að hugsa
sinn gang varðandi áframhaldandi
veru í flokknum. Einn af stofn-
endum flokksins segir flokkinn vera
á óheillabraut.
Hafsteinn Hjartarson hefur verið
í VG frá stofnun og gegnt þar ýms-
um trúnaðarstörfum, m.a. sem for-
maður VG í Kópavogi. Hann segist
íhuga alvarlega að segja sig úr
flokknum. „Ég tel að Vinstri græn
hafi svikið öll, eða flest, loforð sem
þau gáfu okkur, segir Hafsteinn og
segist þar eiga m.a. við ESB-aðild-
ina og skjaldborgina sem slá átti
um heimilin. „Flestir þeirra sem ég
þekki innan VG eru mjög óánægðir,
því miður. Flokkurinn hefur borið
stóran skaða af því sem hefur gerst
undanfarið og ég veit um miklu
fleiri sem eru að íhuga úrsögn.“
Hafsteinn segir að um sé að ræða
mjög erfiða ákvörðun, sem ekki
verði tekin nema að vel ígrunduðu
máli. „Þetta er afskaplega mikið til-
finningamál.“
Dramatískar afleiðingar
„Það fyrsta sem ég hugsaði þeg-
ar ég heyrði af þessum ráð-
herrahrókeringum var: „Þetta er
upphafið að endalokunum.“ Ég held
að afleiðingarnar verði mjög
dramatískar í næstu kosningum og
að flokkurinn uppskeri lítið upp úr
kjörkössunum,“ segir Lilja Móses-
dóttir, sem sagði sig úr VG síðast-
liðið vor. Hún segist hafa heyrt um
úrsagnir úr flokknum undanfarna
daga, fyrst og fremst sé um að
ræða ESB-andstæðinga, sem hafi
bundið vonir sínar við Jón Bjarna-
son. „Mér skilst að það fólk sé að
gefast upp núna, það er mikil reiði í
þessum hópi. Fólki finnst að það sé
búið að svíkja öll loforð,“ segir
Lilja. Hún segir að þegar hún
gegndi þingmennsku fyrir flokkinn
hafi verið rætt um að nauðsynlegt
væri að einn ráðherra flokksins
væri andstæðingur ESB. „En það
virðist ekki vera nauðsynlegt leng-
ur.“ Atli Gíslason, sem sagði sig úr
flokknum á sama tíma og Lilja, tek-
ur í sama streng. „Það kvarnast
jafnt og þétt úr flokknum. Það er
fyrst og fremst vegna svikinna hug-
sjóna hvað varðar ESB, en einnig
vegna stjórnunar efnahagsmála,“
segir Atli.
Ólafur Þ. Jónsson, Óli kommi,
einn af stofnfélögum VG, sagði sig
úr flokknum í fyrradag. Hann sagði
það vera vegna „dekurs við ESB“
og aðfarar að Jóni Bjarnasyni..
„Þar með bætist hann í hóp allt of
margra annarra sem ég met mik-
ils,“ skrifaði Anna Ólafsdóttir
Björnsson, formaður félags VG á
Álftanesi.
Gott að losna við gagnrýni
„Það er eins og mörgum í flokks-
forystunni og nokkrum öðrum sé
bara slétt sama, finnist það jafnvel
gott að losna við gagnrýniraddir,“
segir í bloggi Önnu. Hún segist
ekki vita til þess að um samantekin
ráð fólks sé að ræða varðandi úr-
sagnir. „Ég held að þetta sé fyrst
og fremst einstaklingsframtak.
Margir segja að ef ekkert breytist
þá fari þeir út. Fólk er óánægt með
stjórnarsamstarfið. Við vorum full-
viss um að VG yrði einarðari í and-
stöðu sinni við ESB. En þetta er
ekkert annað en dekur við ESB,“
segir Anna.
Anna bendir á að VG vinni gegn
vilja meirihluta þjóðarinnar. „Mér
finnst ólýðræðislegt að við skulum
vera að vinna að aðild að sambandi
sem hvorki við sem flokkur né fólk-
ið í landinu kærir sig um.“
Sama óheillaþróunin
Hjörleifur Guttormsson, fyrrver-
andi alþingismaður og ráðherra Al-
þýðubandalagsins og einn af stofn-
endum VG, segir að atburðir
undanfarinna daga hafi verið í takt
við það sem áður hafi gerst innan
flokksins. „Þetta er sama áfram-
haldandi óheillaþróunin og verið
hefur. Fólk er að tínast úr flokkn-
um og það segir sína sögu. Það get-
ur ekki talist vera jákvæð þróun
fyrir nokkurn stjórnmálaflokk.“
„Ég hef fengið lauslegar fréttir
af úrsögnum og mín persónulega
skoðun er sú að þeir sem eru
óánægðir með það sem hefur gerst
undanfarið ættu ekki að heyja bar-
áttuna utan flokksins, heldur innan
hans,“ segir Ragnar Arnalds, fyrr-
verandi formaður og ráðherra Al-
þýðubandalagsins og félagi í VG.
„Jón Bjarnason er ekki lengur ráð-
herra, en það er ennþá sterkt fólk
innan þingflokksins sem er ákveðið
í sinni afstöðu.“
Upphafið að endalokunum?
Flokksmenn í VG segja marga íhuga úrsögn „Það er búið að svíkja öll loforð“ Segir flokkinn
vinna gegn vilja þjóðarinnar Stofnendur VG segja flokkinn vera kominn á óheillabraut
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gengur úr VG Ólafur Þ. Jónsson, Óli kommi, einn stofnenda VG, var heiðr-
aður í upphafi síðasta landsfundar flokksins. Hann hefur nú sagt sig úr VG.
Anna Ólafsdóttir
Björnsson
Hjörleifur
Guttormsson
Hafsteinn
Hjartarson
Ragnar
Arnalds
„Í þessari viku hafa verið nokkrar úrskráningar,
en það hefur ekki verið nein hrina af úrsögnum,
alls ekki. Fólk segir sig úr flokknum í hverri ein-
ustu viku og aðrir skrá sig í hann og það hefur
ekkert verið meira nú en oft áður. Það sem af
er þessari viku hafa tíu manns sagt sig úr
flokknum,“ segir Auður Lilja Erlingsdóttir, fram-
kvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs.
Hún segir breytingar á félagatali oft haldast í
hendur við fréttaflutning af störfum flokksins,
bæði jákvæðan og neikvæðan. Stundum gangi
fólk úr flokknum til að lýsa vanþóknun sinni á störfum hans, aðrir
vilji lýsa yfir stuðningi og skrái sig því í hann. „Sumir eru óánægðir
með að Steingrímur hafi farið úr fjármálaráðuneytinu og sumir eru
óánægðir með að Jón Bjarnason sé ekki lengur ráðherra. Þetta er
mismunandi.“
Framkvæmdastýra segir ekki
meira um úrsagnir núna
ALLTAF EINHVER HREYFING
Auður Lilja
Erlingsdóttir
Sævar Már Gústavsson
saevar@mbl.is
Herdís Helga Arnalds er 23 ára ævintýra-
manneskja úr Kópavogi sem nýverið réð sig til
starfa sem almannatengill hjá Abercrombie &
Fitch. Eftir að hafa lokið framhaldsskólanámi
hér á Íslandi ákvað hún að færa sig um set og
skráði sig í nám við Berkeley-háskólann í Kali-
forníu þar sem hún fékk íþróttastyrk. Þar lauk
hún hagfræðigráðu ásamt því að vera í frjáls-
íþróttaliði skólans fyrstu tvö ár námsins.
Hvött áfram af prófessor
Aðspurð af hverju hún sótti um þetta starf
segir hún að prófessor sem kenndi henni hafi
bent henni á þjálfunarbúðir sem Abercrombie
& Fitch starfrækti og hvatt hana til þess að
sækja um inngöngu í þær. „Fyrirtækið kom og
hélt kynningu í verkfræðideild skólans og var
því eiginlega að leita að verkfræðingum,“ segir
Herdís, „en ég ákvað að mæta á kynninguna,
þrátt fyrir að ég væri hagfræðinemi.“ Alls
sóttu 170 einstaklingar um pláss í þjálf-
unarbúðunum. Herdís segir að þeir sem tóku
viðtöl við hana hafi hrifist mikið af uppruna
hennar og verið forvitnir um Ísland.
Eftir að hafa farið í fjölda viðtala var loks
komið að viðtali sem réð því hvort hún kæmist
til Ohio þar sem aðalviðtalið fór fram. „Ég var
bara í stofunni heima, búin að klæða mig upp á
og á meðan voru 11 einstaklingar að spyrja
mig spjörunum úr í gegnum Skype,“ segir
Herdís. „Eftir þetta viðtal fékk ég að vita að ég
var ein af þremur umsækjendum sem voru eft-
ir og var eftir það boðið að koma í viðtal í
Ohio.“ Viðtalið í Ohio gekk vel og var henni
boðið að starfa í Hamborg í Þýskalandi.
„Ég hélt að erfiðleikar við það fá græna
kortið gætu orðið vesen þannig að þeir buðu
mér að fara til Þýskalands, sem er bara spenn-
andi enda alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt,
þótt Ísland sé alltaf best.“
Framtíðin spennandi
Herdís mun koma til með að starfa sem al-
mannatengill fyrir fyrirtækið í Þýskalandi og
meðal annars kynna fyrirtækið á ráðstefnum
víðsvegar um Evrópu og sjá um almanatengsl
varðandi yfirtökur fyrirtækisins á fram-
leiðsluverksmiðjum í Þýskalandi. „Þetta er
mjög spennandi og ég væri mikið til í að starfa
við almannatengsl í framtíðinni,“ segir Herdís,
full tilhlökkunar vegna komandi verkefna en
hún mun fara af landi brott um miðjan febrúar
í þjálfunarbúðir áður en hún hefur formlega
störf. „Ég er með fullt af efni á þýsku sem ég
er að lesa núna, það er víst betra að kunna eitt-
hvað í þýsku þegar maður er starfandi í Þýska-
landi,“ segir Herdís og bætir við að hún muni
mest sakna smæðarinnar á Íslandi sem tengir
fólkið saman.
Valin úr hópi 170 umsækjenda
Morgunblaðið/RAX
Herdís Helga Er full tilhlökkunar og sér
framtíðina fyrir sér í almannatengslum.
Herdís Helga Arnalds sem er 23 ára hefur verið ráðin til starfa í Þýskalandi sem almannatengill hjá stór-
fyrirtækinu Abercrombie & Fitch Mun meðal annars kynna fyrirtækið á ráðstefnum víðsvegar um Evrópu
Abercrombie & Fitch er bandarískt fyr-
irtæki sem sérhæfir sig í að framleiða
og selja klæðnað fyrir aldurshópinn 18-
22 ára. Fyrirtækið starfrækir yfir 300
verslanir í bandaríkjunum.Verslanir fyr-
irtækisins eru þekktar fyrir að tjalda öllu
til og yfirleitt eru fyrirsætur af báðum
kynjum sem aðstoða viðskiptavini við
fatakaupin.
Fyrirtækið tók til starfa í Evrópu árið
2007 og er enn að bæta við sig versl-
unum víða um álfuna. Fyrstu versl-
anirnarí Evrópu voru opnaðar í London
árið 2007 en síðan hefur fyrirtækið opn-
að verslanir í Mílanó og Düsseldorf svo
dæmi séu nefnd. Fyrirtækið stefnir á að
opna nýja verslun í Hamborg í apríl
næstkomandi.
Stækka við sig
í Evrópu
ABERCROMBIE & FITCH