Morgunblaðið - 05.01.2012, Side 19

Morgunblaðið - 05.01.2012, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012 Heilbrigt líferni Rökkvi og Snorri kunna tökin á snjóbrettunum, eru við öllu búnir og æfa sig á Klambratúni í Reykjavík en alltaf er gott að efla og styrkja sál og líkama, ekki síst í skammdeginu. Golli Þann 6. nóv- ember árið 2010 var aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Norðvest- urkjördæmi haldinn í Borg- arnesi. Þar lagði ég fram tillögu þess efnis að fundurinn skor- aði á Alþingi að draga til baka ákærur á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi for- sætisráðherra og falla frá þeirri ákvörðun að höfða mál gegn honum fyrir landsdómi. Hinir löglærðu á fund- inum töldu vafa leika á því hvort Alþingi gæti fallið frá fyrri ákvörðun og var því tillagan samþykkt svohljóð- andi: „Aðalfundur kjördæm- isráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, hald- inn í Borgarnesi 6. nóv- ember 2010, harmar þá ákvörðun Alþingis að ákæra Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og að höfða mál gegn honum fyrir Landsdómi.“ Mér fannst þá og finnst enn það liggja nokkuð ljóst fyrir að Alþingi gæti breytt ákvörðun sinni í þessu máli eins og öðrum og sem betur fer virðist sá skilningur vera orðinn almennari en áður. Greinargerðin með tillög- unni var samþykkt á fund- inum og vegna þess að hún hefur ekki áður birst op- inberlega og á enn fullt er- indi inn í umræðuna þá fylgir hún hér með svo- hljóðandi: „Þann 28. september 2010 var ákveðið á Alþingi með 33 atkvæðum gegn 30 að ákæra Geir H. Haarde, einan ráðherra, fyrir glæp- samlegt athæfi í ráðherratíð sinni og höfða mál gegn hon- um fyrir Lands- dómi. Þetta var sorgardagur í sögu Alþingis. Ljóst er að með þessari ákvörðun rötuðu íslensk stjórn- völd í miklar ógöngur. Þegar alþing- ismönnum er fengið það vald að taka ákvörðun um hvort ákæra skuli fólk og draga það fyrir dóm, þá mega menn ekki láta flokkspólitík ráða. Því mið- ur varð sú raunin í þessu máli og setti virðing Alþing- is mikið niður við þessa at- kvæðagreiðslu. Ekki er venja að sak- sækja borgara þessa lands og þess krafist að þeir verði látnir sæta refsingu nema meiri líkur en minni séu á sakfellingu. Þetta er meg- inregla okkar réttarfars, sem ekki var virt í þessu máli. Verknaðarlýsingar í ákærunni virðast einnig svo almennar og ómarkvissar að þær geta varla leitt til sakfellingar að mati lög- manna. Ljóst er að þessi mála- ferli munu taka langan tíma, krefjast mikillar vinnu og verða gríðarlega kostn- aðarsöm. Ekki verður síður afdrifaríkt fyrir dómskerfið að af 15 dómendum Lands- dóms eru 5 reyndustu dóm- arar Hæstaréttar Íslands og munu þeir verða upp- teknir af þessum mála- rekstri á sama tíma og önn- ur mál bíða afgreiðslu í réttarkerfinu. Margir alþingismenn, bæði í stjórn og stjórn- arandstöðu hafa lýst því yf- ir að mikil mistök hafi verið gerð með atkvæðagreiðsl- unni þann 28. september. Grundvallarmunur er á því hvort stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð, sem þeir eiga vissulega að gera, og á því að krefjast þess að einstaklingar verði látnir sæta refsingu. Hið nýja Ísland á ekki að vera land pólitískra rétt- arhalda og haturs. Betra væri að horfa fram á veginn og byggja saman upp hið nýja Ísland. Betra væri að nota þær þúsundir vinnustunda, það hugvit og þekkingu sem mun fara í vinnu við Landsdóminn, til uppbyggingar þjóðfélagsins. Betra væri að nota þá fjár- muni sem þessi málaferli munu kosta skattgreiðendur fremur í brýn og aðkallandi verkefni, svo sem í heil- brigðiskerfinu.“ Á þennan fund mættu bæði formaður og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. Með grein þessari vil ég minna á hvað fyrirhuguð til- laga sem nú liggur fyrir Al- þingi, sama efnis, á mikið fylgi í kjördæminu, fylgi sem nær langt út fyrir raðir Sjálfstæðismanna. Á það er m.a. bent í grein sem ég skrifaði á fréttavefinn Feyki.is í september árið 2010 og hægt er að lesa á feykir.is/archives/28311 Ég óska alþingismönnum og Íslendingum öllum gleði- legs og farsæls nýs árs og megi drenglyndi og sann- girni einkenna störf okkar á árinu. Eftir Gísla Gunnarsson »Hið nýja Ísland á ekki að vera land pólitískra réttarhalda og haturs. Gísli Gunnarsson Höfundur er sóknarprestur í Glaumbæ og kirkjuráðs- maður. Borgarnesræða Við eft- irlaunafólk höfum mátt sæta skerð- ingum á lífeyri okkar á und- anförnum árum. Okkur fannst gengið freklega á rétt okkar, þegar ákvörðun var tek- in 1. júlí 2009 um að lífeyrissjóðs- tekjur skyldu skerða grunn- lífeyri, og það án nokkurs samráðs við okkar samtök. Þá misstu margir allan sinn grunnlífeyri frá TR. Það munaði verulega um það og þar til viðbótar voru margir lífeyrissjóðir í kjölfarið að skerða lífeyri eftirlaunafólks um 4-12%. Þessu var mót- mælt harðlega á sínum tíma og hefur verið gert margoft síðan. Þessari skerðingu á bótum almannatrygginga var skellt á með tveggja daga fyr- irvara. Við eldri borgarar teljum að allir eigi rétt á grunnlífeyri frá TR. Við er- um búin að greiða okkar til samfélagsins með vinnu og sköttum og almannatrygg- ingar eiga að veita ákveðin réttindi auk aðstoðar við þá sem þurfandi eru. Síðan er það misjafnt hve eft- irlaunafólk á mikil réttindi í lífeyrissjóðum, en það eru líka réttindi sem við höfum safnað okkur upp með vinnu- framlagi. Ef farið er að skera af allar tryggingabætur vegna þess að fólk hefur lagt í lífeyrissjóð þá mun það hafa letjandi áhrif á vilja fólks til að greiða í lífeyrissjóð. Þegar lífeyrissjóðakerfið var lögfest á sínum tíma var litið svo að það myndaði eina stoð af þremur undir lífeyri eftirlaunafólks. Hinar stoðirnar væru grunnlífeyrir almannatrygginga og séreign- arsparnaður af ýmsu tagi. Nú eru þeir sífellt færri sem fá grunnlíf- eyri vegna þess að þeir eiga tiltekin réttindi í lífeyr- issjóði. Og hvað með séreignarsparn- aðinn? Nú hafa mjög margir á miðjum aldri þurft að taka út sér- eignasparnaðinn til að eiga fyrir nauðþurftum sl. tvö ár og hann minnkar stöðugt. Og nú hefur einnig verið minnk- að það hlutfall sem menn geta lagt í séreignarsparnað úr 4% í 2%. Ég vil benda því fólki sem nú er á miðjum aldri og ekki farið að nýta sín eftirlaun að þetta mál kemur þeim líka við. Grunn- lífeyrir á að vera fyrir alla, það er okkar krafa. Við munum halda áfram að berjast fyrir leiðréttingu Margar ályktanir hafa ver- ið samþykktar í Lands- sambandi eldri borgara og í félögum eldri borgara, þar sem þess er krafist að þessi skerðing verði afturkölluð. Nú viljum við eftirlaunafólk gera ráð fyrir því að kominn sé tími á leiðréttingu, ekki síst eftir að Kjararáð úr- skurðaði að nú skyldi draga til baka skerðingar á launum alþingismanna og ráðherra sem gerðar voru á sama tíma eða árið 2009. Stjórn Lands- sambands eldri borgara hef- ur í viðtölum við nefndir Al- þingis undanfarnar vikur ítrekað bent á að verulega hafi verið gengið á rétt okkar með aðgerðum stjórnvalda frá hruni og höfum farið fram á leiðréttingar á kjörum okkar. Við höfum ekki fengið hljómgrunn fyrir þeim kröf- um nema hjá nokkrum stjórnarandstæðingum. Það dugar okkur ekki svo nú vilj- um við fá úr því skorið í fullri alvöru hvort ekki eigi nú að leiðrétta og draga til baka þær skerðingar sem við höfum orðið fyrir. Þótt nokkur árangur hafi náðst í tengslum við kjara- samninga s.l. vor í að bæta kjör eftirlaunafólks, þá er það ófullnægjandi, ekki síst í ljósi þess að nú á samkvæmt fjárlögum þessa árs aðeins að hækka bætur TR um 3,5% í stað 6,5% eins og menn töldu að samið hefði verið um. Samkvæmt samanburð- arrannsókn hjá Háskóla Ís- lands, sem gerð var 2009 þá verja Íslendingar lægstu hlutfalli af vergri þjóð- arframleiðslu til þjónustu og lífeyris til eldri borgara. Hlutfallið er 4,9% hér á landi en 7-11% á hinum Norð- urlöndunum. Ég geri ekki ráð fyrir að það hafi breyst síðan. Það væri ríkisstjórn- inni til sóma ef hún tæki nú myndarlega á þessu máli og reyndist þá vera að vinna í anda þeirrar norrænu vel- ferðar, sem hún kennir sig við. Eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur » Við erum búin að greiða okkar til samfélagsins með vinnu og sköttum og almannatryggingar eiga að veita ákveð- in réttindi auk að- stoðar við þurfandi. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Höfundur er formaður Lands- sambands eldri borgara. Grunnlífeyrir fyrir allt eftirlaunafólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.