Morgunblaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.01.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012 ✝ Helga Krist-jánsdóttir fæddist í Reykja- vík 25. febrúar 1932. Hún lést á heimili sínu 17. desember 2011. Foreldrar hennar voru Olga Helena Ásgeirsdóttir, hús- móðir, f. 16.6. 1910, d. 3.1. 1991, og Kristján Sól- bjartsson, sjómaður, f. 28.6. 1899, d. 30.6. 1964. Seinni maður Olgu, var Hans Mann Jakobsson, verkamaður, f. 18.9. 1913, d. 15.12. 1996. Þann 6. júní 1953 giftist hún Kristni F. Ásmundssyni, vélstjóra frá Kverná í Grund- Árnason, hagfræðingur, f. 7.12. 1980. Sambýliskona Kristins er Hildur Sævars- dóttir tölvunarfræðingur. 2) Olga Helena Kristinsdóttir, hugbúnaðarsérfræðingur, f. 29.11. 1963. Sambýlismaður hennar er Sigurþór Örn Guð- mundsson, bókbindari. Börn hennar frá fyrra hjónabandi eru: a) Olga Helena Ólafs- dóttir laganemi, f. 16.3. 1991, í sambúð með Andra Stef- ánssyni B.Sc. verkfræðingi. b) Kristín Helga Ólafsdóttir, grunnskólanemi, f. 2.4. 1996. Helga er fædd og uppalin í Reykjavík og hélt þar heimili með Kristni eiginmanni sínum. Helga vann lengst af við versl- unarstörf en eftir starfslok vann hún sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossi Íslands við af- greiðslu. Aðalstarf Kristins var sjómennska eða þar til hans lést árið 1980. Útför Helgu fór fram í kyrrþey 27. desember 2011. arfirði, f. 8.6. 1928, d. 22.5. 1980. Þau eign- uðust tvær eftirlif- andi dætur: 1) Steinunn G. Krist- insdóttir, hjúkr- unarforstjóri, f. 24.12. 1952, gift Benedikt Hauks- syni, verkfræð- ingi. Börn hennar frá fyrra hjóna- bandi eru: a) Helga Árnadótt- ir, tölvunarfræðingur og MBA, f. 31.10. 1979. Maki Helgu er Ingvi H. Óskarsson lögfræð- ingur. Dóttir Helgu og Ingva er Steinunn, f. 16.5. 2010. Dóttir Ingva er Ingibjörg Þór- unn, f. 8.3. 2002. b) Kristinn Elsku mamma, það er svo erfitt að hugsa sér lífið án þín, þú ert búin að vera stór hluti af lífi mínu en ég verð að læra það. Þú varst stoð mín og stytta í gegnum súrt og sætt. Ég hef verið að rifja upp stundirnar okkar í Fellsmúlanum þegar ég ólst upp og eftir að pabbi dó áttum við svo erfiðan tíma, við bjuggum tvær saman. Þú reyndir samt alltaf að segja: Guð leggur ekki meira á mann en maður þolir. Þú greindist með krabba- mein 1981, ég hélt að ég væri að missa þig en ég er svo ham- ingjusöm að ég fékk að hafa þig í mörg ár enn. Ég á skemmtilegar minning- ar er við fórum til Rimini, skoð- uðum Róm, Feneyjar, þú varst svo brún og í bláum kjól þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum lyfjameðferð. Eftir að ég gifti mig hjálp- aðir þú mér að gera heimilið mitt fallegt og ég vona að ég geti miðlað því til dætra minna. Dætur mínar Olga Helena og Kristín Helga voru þér svo nán- ar og fengu svo oft að gista hjá ömmu þegar þær voru litlar. Pönnukökurnar, lambalærið og hryggurinn var best hjá mömmu og við systir bönnuðum þér að breyta því. Við mæðgurnar í fjölskyld- unni fórum í ferð til Dublin, það var ógleymanleg ferð, og síðan Prag-ferðin og strigaskórnir eru ógleymanlegir. Ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp eftirminnileg atvik í lífi okkar og hversu oft þér tókst að plata mig 1. apríl og fleira og fleira. Eftir að ég skildi varstu hjá mér dag og nótt, fórst ekki frá mér og hjálpaðir mér að ganga í gegnum þann erfiða tíma. Það var svo gaman að segja þér frá skólanum en ég fór í MBA-nám sem mun ljúka í vor, þú varst svo stolt af mér og hvattir mig en það er erfitt að hugsa sér að þú verðir ekki með mér þann dag. Þegar þú lást á hjartadeildinni í haust sat ég oft hjá þér og lærði og þú spurðir mig út úr, þú varst að hlýða mér yfir eins og þú gerðir þegar ég var í menntaskóla. Þú ert búin að ganga í gegn- um alls konar erfiðleika og veikindi en æðruleysi var þinn styrkur allt þitt líf sem ég ætla að reyna að tileinka mér og miðla til minna dætra. Ég er svo þakklát fyrir allar góðu stundirnar okkar og okkar síð- asta samtal áður en þú fórst var 16. desember áður en við fórum að sofa og þú sagðist vera hátt- uð og varst svo ánægð að vera komin heim nema sagðist vera með þetta kvef og ætlaðir að sofa það úr þér og við myndum hittast um hádegisbilið og skrifa á jólakortin og gera jóla- ísinn saman og jafnvel baka „púddara“ ef við værum í stuði. Ég sagði: Góða nótt, mamma mín, sjáumst á morgun. Daginn eftir fór ég og Diddi minn með mér í Bólstaðarhlíðina, þegar ég opna dyrnar kem ég að þér þar sem þú liggur dáin í rúminu þínu. Ég gat ekki hugsað eða gert neitt, þvílík lömunartilfinning og tómarúm. Mér fannst líf mitt búið en ég verð að halda áfram og vera dætrum mínum stoð og stytta eins og þú varst okkur. Það er yndislegt að okkur tókst að vera öll saman hjá þér í jólahlaðborði í Bólstaðarhlíð, þú varst svo tignarleg og flott. Takk fyrir allt og guð veri hjá þér og ég vona að þú sért aftur í örmunum hans pabba. Ég elska þig. Þín dóttir, Olga Helena Kristinsdóttir. Helga tengdamóðir mín er látin nær áttræð að aldri eftir langvarandi veikindi. Í fyrsta skipti sem ég hitti Helgu var hún að jafna sig eftir erfið veik- indi, þó að líkaminn væri farinn að gefa sig fann ég brátt að hugsunin var skýr og henni var ekki sama hver væri að gefa sig að elstu dótturinni. Þegar ég yfirgaf hana eftir gott spjall á sjúkrahúsinu horfði hún á mig með sínum einstaka svip, nikkaði höfði og þá sá ég að ég var samþykktur í fjölskylduna. Helga var af annarri kynslóð en ég, kynslóð sem oft upplifði erfiðleika sem eru fjarri skiln- ingi okkar nútímaborgarbarna. Helga missti þrjú börn í fæð- ingu, reynsla sem er svo erfið að hún hlýtur að setja mark á mann alla tíð, eiginmann missti hún síðan á besta aldri og þurfti að takast á við lífið ein en með sínar góðu dætur og barnabörn sér við hlið. Helga hefur verið stór hluti af fjölskyldulífi okkar og hef ég verið svo lánsamur að hafa fengið að aðstoða við tilfallandi verk fyrir hana, aldrei var þó þörf að aðstoða við bíla og víd- eó, allt sem viðkom þeim mál- um var á hreinu, Helga er reyndar eina manneskjan sem ég þekki sem gat tekið upp þætti í sjónvarpinu vikur fram í tímann. Þegar þurfti að bora eða skrúfa var ég kallaður til, fá orð voru notuð en ekki komst réttur svipur á mína fyrr en allt var eftir hennar höfði og öll smáatriði fullkláruð og eftir hennar kröfum. Á sama hátt kvaddi hún okkur, öllum smáat- riðum lokið, aðventuveisla með öllum afkomendum var hennar lokakveðja, og síðasta nóttin heima hjá sér í eigin rúmi þeg- ar jólaverkum var öllum lokið. Það er með söknuði sem ég kveð Helgu, þakklátur fyrir þau ár sem við vorum samferða og hún getur verið stolt af því orð- spori og arfleifð sem hún lætur eftir sig. Benedikt Hauksson. Elsku amma mín. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hjá okkur. Ekki eins og áður. Mér þótti, og þyk- ir, ákaflega vænt um þig. Takk fyrir vinskap okkar, hlýju þína og kærleika. Allar okkar ljúfu stundir. Takk fyrir þig. Hvernig þú tókst á móti okkur í Bólstaðarhlíðinni – með brosi þínu, og stundum lamba- læri. Hvernig þú talaðir um fólkið í lífi þínu. Hvernig þú sagðir stúlkunni í búðinni að hún væri falleg. Hvernig þú baðst mig að bíða á meðan þú þakkaðir starfsfólki útibúsins innilega fyrir góða þjónustu í gegnum árin. Hvernig þú varst svo hvatvís og fljót til stundum. Hvernig þú gafst mér þykkan grjónagraut og svo pönnukökur í hádeginu. Hvernig þú naust þess að fara í laugina, og að syngja. Hvernig þú mættir erf- iðri heilsu þinni síðustu árin. Hvernig þú söngst sem lítil stúlka fyrir kindurnar, ein úti á túni í sveitinni suður með sjó, þegar tímarnir voru aðrir en þeir eru í dag. Ég tel mig vita að þú ert nú á friðsælum stað. Guð geymi þig og gefi að við verðum áfram með þér í hjarta okkar. Með nærveru þinni, og með minn- ingunum um þig. Góða ferð, elsku amma. Kristinn (Kiddi). Mig langar að minnast ömmu minnar, Helgu Kristjánsdóttur. Það sem kemur ávallt upp í hugann þegar ég hugsa um hana ömmu Helgu eru hversu margar og góðar stundir við áttum saman. Þegar við fjöl- skyldan hittumst heima hjá henni ömmu og borðuðum allan gómsæta matinn sem hún bjó alltaf til og á mínum yngri ár- um eftir hvert matarboð og heimsóknir til hennar neitaði ég að fara heim og vildi gista hjá henni ömmu, það var svo æð- islegt. Það sem amma gerði ekki fyrir mann! Við amma vor- um góðar vinkonur og áttum það sameiginlegt að hafa gam- an af söng, kvæðið um fuglana eftir Davíð Stefánsson var lag sem við sungum svo oft saman. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Elsku amma mín, nú ertu farin. Ég vil þakka þér fyrir all- ar þær góðu stundir sem við áttum saman og mun ég sakna þín alla daga. Ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú gerðir fyr- ir mig. Það verður skrýtið að hafa þig ekki lengur hjá okkur en innst inni veit ég að þú munt ávallt verða með okkur í anda. Guð geymi þig, amma mín, ég elska þig. Olga Helena Ólafsdóttir. Það var alveg ótrúlega skemmtilegt að alast upp í Fellsmúla 13. Þar bjó mikið af góðu fólki, sem kynntist vel og mikill og góður samgangur var á milli fólksins í blokkinni. Þar spunnust örlagaþræðir og þar kynntist ég fólki sem ég tel hik- laust meðal minna bestu vina enn þann dag í dag. Ein þeirra var Helga Krist- jánsdóttir. Hún bjó á fjórðu hæðinni ásamt manni sínum, Kristni, og tveimur dætrum, Steinunni og Olgu. Helga og Kristinn voru falleg hjón. Ólík en ansi góð saman. Kristinn var sjómaður og þegar hann var í landi var alltaf mikið fjör í Fellsmúlanum og margar veislur haldnar. Helga sótti þá gjarnan gítar og spilaði á hann og söng með söngglöðum skag- firskum nágrönnum sínum; oft alveg fram á nótt. Það voru góð partí. Helga var líka listakokk- ur og það var alltaf gaman að fara í matarboð til hennar. Það var ósköp sorglegt og mikið áfall fyrir fjölskylduna þegar Kristinn féll frá aðeins 52 ára gamall. Helga var alveg óskaplega dugleg kona og ósérhlífin. Hún vann alltaf mikið og hélt fallegt heimili. Hún hafði alltaf sterka réttlætiskennd og nána tilfinn- ingu fyrir jafnrétti og bræðra- lagi, og þau Kristinn bæði. Hún hafði reynt ýmislegt, ekki allt auðvelt, á uppvaxtarárum sín- um. Þess vegna átti hún jafnan auðvelt með að setja sig í spor annarra og hjálpa fólki þegar það þurfti. Við Olga dóttir Helgu vorum bestu vinkonur og við vorum alltaf saman. Alltaf. Þegar við vorum börn höfðum við afar fjörugt ímyndunarafl og það var varla til það sem við reynd- um ekki. Helga reyndi að vera ströng en sá fljótt að það virk- aði ekki á okkur Olgu. Þá hætti hún því bara. Hún var frekar stríðin og lét okkur til dæmis alltaf hlaupa apríl. Í öllum til- fellum gerðum við það. Á unglingsárunum sýndi hún okkur umburðarlyndi og skiln- ing og á menntaskólaárunum sagði Helga alltaf að við Olga værum sennilega á Gauknum þegar einhver spurði eftir okk- ur. Það var yfirleitt rétt. Þegar ég komst á fullorðins- ár urðum við Helga enn nánari en áður. Ræddum mjög oft saman og áttum margt sameig- inlegt. Aldursmunurinn var löngu hættur að skipta máli. Við höfðum verið samferða nógu lengi til þess. Maður minn og dóttir kynntust Helgu vel og þeim þótti alveg einstaklega vænt um hana, enda var hún þeim, eins og mér, alltaf alveg sérlega góð. Helga vissi hver hún var og hvað hún vildi. Hennar gæfa í lífinu voru afkomendurnir. Hún elskaði dætur sínar og barna- börnin og barnabarnabarnið Steinunn voru hennar mestu gleðigjafar. Ég kveð þessa fallegu, flóknu, stoltu, sterku, skilnings- ríku, raungóðu, hugrökku og trygglyndu konu með miklu þakklæti og ást. Mikið var gott að eiga hana að. Ástvinum votta ég samúð. Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir. Til himins upp vor liggur leið í ljóssins fagrar hallir, þar eftir ævi skundað skeið vér skulum hittast allir. Hve ljúft að sjást í lífsins borg þá liðin öll er þraut og sorg þá von, þá von oss veitir þú Guðs son. (Lárus Halldórsson) Hvunndagshetja er orðið sem kemur í huga mér er ég hugsa um Helgu frænku mína, sem nú hefur kvatt þessa jarð- vist. Við Helga vorum systradæt- ur, hún aðeins eldri. Þegar Helga var fimm ára skildu for- eldrar hennar, eftir það ólst Helga ein upp með móður sinni. Þá fékk lítil stúlka að reyna margt erfitt, sem ekki verður sagt frá hér. Þær mæðgur komu mikið á heimili mitt, Olga að hjálpa foreldrum mínum en við vorum sjö systkinin. Þær systur, Olga og Alfa, voru mjög nánar. Heimili mitt var eins og annað heimili Helgu, var það henni mikið tilhlökkunarefni að koma í heimsókn til okkar. Þá þurfti að taka Sogamýrarstrætó inn að Elliðaám og ganga upp Ártúnsbrekkuna, en við áttum heima í Krossamýrinni sem var þar skammt frá. Þá var líka fylgst vel með af okkur systk- inunum hvort nokkur væri að koma upp hæðina. Við höfðum gott leiksvæði í kringum heimili okkar út af fyrir okkur, það var okkar leiksvæði. Þetta er smásýnishorn af æsku Helgu en hún leit á okkur sem systkini sín. Við Helga vor- um mjög nánar og fylgdumst mjög vel með lífi hvor annarrar. Helga missti móður sína fyrir 20 árum, var það henni mjög erfitt, því þær voru mjög nánar. Fyrir um 30 árum missti Helga eiginmann sinn á svip- legan hátt og það var Helgu mikil raun. Hún hefur staðið eins og klettur við bak dætra sinna tveggja. Helga vann alltaf úti með heimilinu, var sérstaklega snyrtileg og bar heimili hennar þess alltaf merki. Hún vann að- allega við verslunarstörf, var mjög ábyggileg og góður starfs- kraftur. Hún var mjög söngelsk og var oft í kór á meðan heilsan leyfði, en hún fór versnandi nú síðustu mánuðina, þó komst hún í afmæli mitt 19. nóvember eins og hún hafði alltaf gert, ég bjóst ekki við því en það var eins og hún væri að kveðja. Um leið og ég þakka Helgu samfylgdina og bið Guð að blessa minningu hennar bið ég hann að blessa dæturnar og fjölskyldur þeirra. Sigurlaug Þorkelsdóttir. Helga Kristjánsdóttir ✝ Elva Finn-bogadóttir var fædd á Seyðisfirði 10. mars 1946. Hún lést í Reykjavík 22. desember 2011. Elva var dóttir hjónanna Kapítólu Sveinsdóttur, f. 1904, d. 1976, og Finnboga Laxdal Sigurðssonar, f. 1901, d. 1988. Elva átti 10 systkini og eru 7 þeirra á lífi. Sturla Finnbogason látinn, Guðlaug Finnbogadóttir látin, Lilja Finnbogadóttir, gift Gísla Kristjánssyni, Sveinn Finn- bogason, Kolbrún Finn- bogadóttir látin, gift Gunnari Gunnarssyni, Finnbogi Finn- bogason, í sambúð með Ríkeyju Ó. Beck, Alda Finnbogadóttir, gift Sigurbirni Torfasyni, Sig- urður Finn- bogason, giftur Elsu Gjöverå, Nanna Finn- bogadóttir, gift Þóri Siggeirssyni og Hrefna Finn- bogadóttir, gift Óskari Friðriks- syni. Elva fluttist til höfuðborgarinnar þegar hún var 12 ára gömul, bjó á Kópa- vogshæli þar til hún fluttist í Giljasel 7, árið 1995, þar bjó hún til 2008. Elva fluttist þá í Mýr- arás 2 og naut þar góðrar umönnunar til æviloka. Útför Elvu fer fram frá Selja- kirkju í dag, 5. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Elskuleg vinkona okkar, Elva Finnbogadóttir, er látinn. Það eru ótal minningar um hana sem við rifjum nú upp með söknuði og hlýju. Elva var hlý og notaleg manneskja sem gott var að þekkja. Líf Elvu var ekki alltaf auðvelt en hún minntist ekki mikið á erfiðleika sína. Henni þótti afskaplega vænt um for- eldra og systkini sín. Elva var kona sem vildi alltaf vera fín og þoldi alls ekki neinn subbuskap, allt átti að vera blettalaust og fal- legt. Það var gott að leita til hennar varðandi hluti á heimilinu hún vissi oftast hvar þá var að finna. Sambýlisfólk og starfsfólk á eftir að sakna þín, þú sást um að siða okkur til ef við vorum ekki al- mennileg. Síðustu ævidagar þínir voru góðir og hafðir þú verið að klára að kaupa síðustu jólagjaf- irnar daginn áður en þú kvaddir okkur, og þú hlakkaðir svo til jólanna. Elva mín, sem varst alltaf svo kvöldsvæf, vaktir eftir nætur- vaktinni til að sýna henni fíneríið sem þú varst að kaupa. Allaf vissi hún hver var að vinna á heimili sínu og vissi það langt fram í tímann. Hún fylgdist með okkur sem bjuggum með henni og líka með okkur starfsfólkinu, það var gaman að segja Elvu hvað við höfðum verið að sýsla, hún hafði gaman af að vita það og spyrja hvernig gengi. Hún fylgdist með börnum okkar og var einstaklega barn- góð, það var gaman að koma í heimsókn með börnin á hennar heimili. Elva hafði mjög gaman af ferðalögum og fór í ófáar ferð- ir til útlanda á árum áður, í seinni tíð voru það ferðalög inn- anlands. Þegar fór að vora var hún farin að skipuleggja hvenær hún færi í sumardvöl. Hún dvaldi hjá Halldóru í Nýjabæ undanfar- in sumur og var mikil tilhlökkun að fara þangað og alltaf taldir niður dagarnir þangað til hún átti að fara. Mér finnst þetta ljóð passa þér og læt ég það fylgja: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Elva, takk fyrir að leyfa okkur að fylgja þér, minningar um einstaka konu ylja okkur á sorgarstund, sendum aðstand- endum og vinum samúðarkveðj- ur, Hvíl í friði, elsku vinkona. Íbúar og starfsf. Mýrarási 2, Hildur Jónína Þórisdóttir. Elva Finnbogadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.