Morgunblaðið - 05.01.2012, Síða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012
Á föstudaginn síðasta hófu göngu
sína á DR2 í Danmörku þættirnir
Mér er gamanmál, eða Sans for
humor eins og þeir kallast á
dönsku. Í þeim heimsækir Frímann
Gunnarsson þjóðþekkta grínista á
Norðurlöndunum og í Englandi í
því skyni að komast að því hvað
teljist vera góður húmor. Fyrsti
þátturinn gerist í Danmörku og þar
hittir Frímann Frank Hvam. „Ég
hef ekki frétt hvaða viðtökur þátt-
urinn fékk en hann hefur ábyggi-
lega fallið í einstaklega góðan jarð-
veg,“ segir Gunnar Hansson, sem
leikur Frímann. „DR2 er allavega
stór og flott sjónvarpsstöð,“ bætir
hann við.
Spurður hvort þættirnir verði
sýndir á hinum Norðurlöndunum
segir Gunnar að engar ákvarðanir
hafi verið teknar um það. „Það var
dálítið fyndið að það sýndu öll lönd-
in þessu nokkuð mikinn áhuga en
aðallega þeim þætti sem sneri að
þeim, höfðu engan sérstakan áhuga
á hinum grínurunum. Við höldum
að Norðurlöndin séu svo svakalega
tengd en svo er ekki endilega gríð-
arlegur áhugi þarna á milli. Þetta
voru allt frábærir grínarar sem við
vorum að vinna með og ég veit að ef
áhorfendur hafa gaman af þætt-
inum með sínum heimamanni, þá
hafa þeir ábyggilega gaman af hin-
um. Sjónvarpsstöðvarnar eru eitt-
hvað feimnar við að prófa eitthvað
nýtt.“ ylfa@mbl.is
Löndin sýna sínum
grínista mestan áhuga
Byrjað að sýna
Mér er gamanmál á
DR2 í Danmörku
Morgunblaðið/Eggert
Frímann Gunnarsson Heimsækir grínista á Norðurlöndunum og í Englandi.
„Ég er mjög ánægður með viðtök-
urnar, þær hafa verið mjög góðar
og platan slegið í gegn hjá ungu
kynslóðinni,“ segir rapparinn Ósk-
ar Axel sem gaf út fyrir skömmu
sína fyrstu plötu Maður í mótun.
Lagið Leyniást, þar sem Karen
Pálsdóttir syngur með Óskari, fór í
spilun sumarið 2010 og skömmu
síðar lagið Ástfangi, þar sem Júlí
Heiðar syngur viðlagið. Þá kannast
eflaust margir við að hafa heyrt
lagið Allt sem ég er, með Óskari og
Ingó í Veðurguðunum.
Óskar segist undanfarið hafa
verið að troða upp hér og þar og
fengið tilboð um að koma fram á
ýmsum minni skemmtunum. „Ég
hef hins vegar ekki áhuga á að
troða upp alls staðar, vil frekar
gera þetta alvöru. Maður getur ver-
ið fljótur að brenna út með því að
stökkva á hvað sem er,“ segir hann.
Óskar segist vera byrjaður á nýju
verkefni með þremur öðrum röpp-
urum og einum taktasmiði og kalla
þeir sig Annað veldi. „Það má segja
að sú tónlist sé nokkuð ólík þeirri
sem ég hef verið að gera á sólóferl-
inum. Ég er mjög ánægður með
hana og í rauninni ekki hægt að
bera þetta tvennt saman,“ segir
hann en Annað veldi mun fljótlega
fara í stúdíó og taka upp lög.
Í hverju felst munurinn á lögum
hans sjálfs og lögum Annars veldis?
„Ég sýni meira mína persónulegu
hlið þegar ég er sóló. Ég er mjög
opinn á Maður í mótun og tala op-
inskátt um það sem gerir mig að
mér. Lögin fyrir Annað veldi eru
ekki eins persónulegt, eru meira
hin hliðin á sjálfum mér.“
ylfa@mbl.is
ÓskarAxel sýnir
á sér hina hliðina
Morgunblaðið/Golli
Rappari Óskar Axel Óskarsson.
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Sævar Guðmundsson, leik-stjóri og klippari, tók í haustað sér að klippa finnskukvikmyndina The Stars
Above (Tähtitaivas talon yllä á frum-
málinu) sem væri kannski ekki í frá-
sögur færandi nema fyrir þær sakir
að Sævar hvorki talar né skilur
finnsku. „Þetta var þokkaleg törn en
gekk samt fáránlega vel miðað við að
ég talaði ekki eitt orð í málinu,“ segir
hann.
En ætli það sé ekki erfitt að klippa
erlenda mynd þar sem maður skilur
ekki málið sem leikararnir tala? „Ég
var með handrit á ensku við hliðina á
mér allan tímann. Leikararnir fóru
alveg eftir því allan tímann en voru
ekki að skálda í eyðurnar. Ég vissi því
alltaf nákvæmlega hvað menn voru
að segja ef ég fylgdi þeim frá upp-
hafi,“ segir Sævar. Hann bætir við að
hann hafi verið farinn að geta séð ef
leikararnir mismæltu sig. „Andlitið á
fólki gefur mikið upp. Það er eitthvað
sem gerist þannig að maður veit
strax að þarna mismælti leikarinn sig
og maður finnur þá aðra töku.“
Kann að segja takk á finnsku
Sævar segir hafa verið einna erf-
iðast að klippa úr víðri mynd yfir í
þrönga. „Ef leikararnir voru að tala
þá þurfti ég að finna sama hljóðið í
óskiljanlega finnska orðinu. Maður
þarf að hlusta rosalega vel til að koma
inn á sama stað í þrönga skotinu og
maður fór út í víða skotinu.“
Þannig hafi fyrstu dagarnir verið
erfiðastir en smám saman varð verk-
ið auðveldara. „Maður er í smátíma
að heyra þennan rytma og læra þessi
finnsku hljóð áður en maður getur
fylgt þessu eftir. Alltaf þegar maður
fær svona stór verkefni í hendurnar
virðist nær ómögulegt að komast í
gegnum þau en um leið og maður er
kominn inn í þau þá verður allt ljóst
fyrir manni.“
Og er Sævar orðinn sleipur í
finnskunni eftir að hafa legið yfir
myndinni í hálfan þriðja mánuð? „Ég
verð að viðurkenna að ég hélt ég yrði
betri, að ég myndi læra eitthvað að-
eins. Ætli ég kunni ekki fjögur orð
núna,“ segir hann hlæjandi. „Orðið
sem ég lærði fyrst var kiitos sem þýð-
ir takk fyrir og leikstjórinn segir eftir
hverja töku í staðinn fyrir að segja
cut eins og svo margir. Ég notaði það
aðeins þegar ég fór til Finnlands þar
sem við kláruðum að klippa mynd-
ina.“
Erfitt að segja nei við
spennandi verkefnum
The Stars Above er hugljúf mynd,
að sögn Sævars, sem gerist á þremur
tímabilum: 1945, 1978 og í nútíman-
um. Hún á sér stað í sveitum Finn-
lands og er fylgst með lífi þriggja
kynslóða kvenna. Myndin hefur verið
valin til að keppa fyrir hönd Finn-
lands á kvikmyndahátíðinni í Gauta-
borg, stærstu kvikmyndahátíð Norð-
urlandanna.
„Það er virkilega gaman. Mér
skilst að myndin hafi verið valin úr
þónokkuð stórum hópi finnskra kvik-
mynda. Þetta er sérstaklega
skemmtilegt fyrir leikstjórann, hún
er mjög ánægð,“ segir hann.
Sævar hefur haft í nógu að snúast
undanfarið, við að klippa The Stars
Above og Áramótaskaupið, og nýver-
ið hófust tökur á þáttum sem byggj-
ast á barnaleikritinu Ávaxtakörfunni
en Sævar sér um leikstjórnina. „Það
er kannski búið að vera helst til mikið
í gangi og verður áfram en þetta eru
allt svo spennandi verkefni að það er
erfitt að segja nei.“
Stjörnur Ein aðalleikkonan í The Stars Above er Irina Björklund, ein þekktasta leikkona Finna. Hér sést hún í myndinni The American með George Clooney.
Erfitt að klippa óskiljanlega mynd
Sævar Guðmundsson klippti finnsku kvikmyndina The Stars Above en hann talar hvorki né skilur
finnsku Sá í andlitum leikaranna ef þeir mismæltu sig Lærði fjögur orð eftir vinnutörnina
Ferilskrá Sævars er löng og kennir þar ýmissa grasa.
Hann leikstýrði sjónvarpsþáttaröðinni Rétti og Rétti
2 og þriðju þáttaröðinni af Stelpunum. Þá hefur hann
leikstýrt og klippt fjölmarga Latabæjarþætti, Sönn
íslensk sakamál auk þáttanna um Johnny National
og Venna Páer.
Hann hefur leikstýrt fjölmörgum stuttmyndum,
heimildamyndum, auglýsingum og tónlistar-
myndböndum og klippt sex Áramótaskaup Ríkissjón-
varpsins.
Latibær, Stelpurnar og
sex Áramótaskaup
SÆVAR HEFUR KOMIÐ VÍÐA VIÐ
Sævar
Guðmundsson