Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012 Styrkur Birna Einarsdóttir bankastjóri með Sölva Oddssyni frá GÍRÓ og Gunnari Stefánssyni, prófessor við Háskóla Íslands. Íslandsbanki veitti tveimur fyrirtækj- um í fyrradag styrki sem bankinn til- kynnti í gær. Um var að ræða samtals 8 milljónir króna en 3 fóru til þróunar í jarðvarmaiðnaðinum og 5 til sam- starfs í sjávarútveginum. Bankinn veitti sprotafyrirtækinu GÍRÓ styrk að fjárhæð 3 milljónir króna til að þróa aðferð og smíða mælitæki sem mælt getur allt í senn hita, þrýsting, stefnu og halla borhola við allt að 400°C en slíkt tæki mun ekki vera til á markaðnum. Þá veitti bankinn einnig mennta- stofnunum innan íslenska sjávarklas- ans styrk sem nemur 5 milljónum króna til að efla samstarf um náms- framboð og marka stefnu og fram- kvæmdaáætlun um hvernig megi laða ungt fólk að menntun á þessu sviði. Þegar Morgunblaðið ræddi við Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, upp- lýsingafulltrúa á samskiptasviði Ís- landsbanka, sagði hún að bankinn hefði langa sögu í sjávarútveginum og jarðvarmaiðnaðinum. „Við höfum verið viðloðandi þennan útveg og iðn- að frá stofnun forvera Íslandsbanka, árið 1904, og við höfum verið að gefa út greiningar og skýrslur bæði á ís- lenska sjávarútveginum og jarð- varmaiðnaðinum og líka þeim banda- ríska,“ segir Guðný. En í tilkynningu frá bankanum segir einnig frá því að bankinn sé stofnaðili íslenska sjávarklasans og jarðvarmaklasans. Glacier Securities gerir það gott í Bandaríkjunum Í samtalinu við Guðnýju bendir hún einnig stolt á það að Glacier Securi- ties, dótturfélag Íslandsbanka í New York, leiði ráðgjöf í kaupum Americ- an Seafood Group á Good Harbor Fil- let LLC, framleiðanda á frosnum sjávarafurðum. En um þennan árang- ur dótturfélagsins í Bandaríkjunum tilkynnti Íslandsbanki einnig í gær. borkur@mbl.is Námsframboð í sjávarútveginum styrkt  GÍRÓ fékk styrk til að þróa mælitæki og sjávarklasinn fékk styrk til samstarfs Stuttar fréttir ... ● Bandaríski bankinn Bank of America hagnaðist um 1,4 milljarða Bandaríkja- dala, 174 milljarða króna, á árinu 2011 sem er mun betri afkoma en árið 2010 er bankinn tapaði 2,2 milljörðum dala. Brian Moynihan, forstjóri Bank of America, segir bankann betur í stakk búinn að takast á við framtíðina eftir að hafa gengið í gegnum endurskipulagn- ingu á rekstri undanfarin tvö ár. Umskipti hjá BoA ● Greiningardeild Arion banka spáir 0,1% lækkun vísi- tölu neysluverðs í janúar. Deildin tel- ur ýmsa þætti vega upp á móti verð- lagslækkunum, en janúar er mikill út- sölumán- uður.Nefndar eru hækkanir á eldsneytisverði og skatta- og gjald- skrárhækkanir hins opinbera. Einnig er útlit fyrir að matvara hækki nokkuð í mánuðinum. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 6,2% í jan- úar. Samkvæmt bráðabirgðaspá gerir greiningardeildin Arion banka ráð fyrir 1% hækkun í febrúar og einnig í mars en mánaðartakturinn muni svo lækka niður fyrir 6% í apríl. Spáir smáhjöðnun verð- bólgu í janúarmánuði ● Afskriftir skulda fimm sjávarútvegs- fyrirtækja námu tæplega 13 milljörðum króna eða um 2,4% af 548 milljarða króna afskriftum skulda 52 fyrirtækja samkvæmt samantekt sem birt er á vefsíðu Efnahags- og viðskiptaráðu- neytisins, segir í tilkynningu frá Lands- sambandi íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ). Í sumum fjölmiðlum hefur verið gert mikið úr afskriftum í sjávarútveginum og er LÍÚ að bregðast við því sem þeim finnst ranglátur og misvísandi frétta- flutningur. Afskriftir sjávarútvegs- fyrirtækja aðeins 2,4% un ljósmyndavélanna en reyndu undir það síðasta að einbeita sér að prenturum. Í örvæntingu reyndu þeir í lokin að selja einkaleyfi sín á ýmiskonar stafrænni myndatöku en tókst það ekki. Endirinn hefur flestum verið ljós í nokkurn tíma. En frá árinu 2003 hef- ur Kodak lokað 12 verksmiðjum. Strangt til tekið er Kodak ekki enn fallið en fyrirtækið er búið að sækja um vernd í lögum um fyrir- tæki sem standa ekki í skilum. Það á enn möguleika á lengri lífdögum ef málaferli við Samsung vinnast eða ef eitthvert einkaleyfið selst. Stafræna vélin varð Kodak að falli  Kodak búið að sækja um gjaldþrotaskiptavernd Tækifæri Það finnst varla það mannsbarn á Vesturlöndum sem er ekki sí- myndandi allt sem á vegi þess verður. Hermenn sjá margt myndrænt. Á aðra öld » Kodak er sett á laggirnar 1888 og setur ljósmyndavél sína á markað með slagorðinu: „Þú ýtir á takkann, við sjáum um rest- ina.“ Þetta með restina varð síð- an óþarfi með stafrænu mynda- vélunum. » 1975 kemur Kodak með fyrstu stafrænu myndavélina á markað en hún var á stærð við brauðrist. FRÉTTASKÝRING Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í á annað hundrað ár hefur fólk um heim allan notið aðstoðar Kodak við að festa minningar sínar á filmu og pappír. Nú er Kodak búið að vera. Á 19. öld stofnaði George East- man fyrirtækið og var fyrstur til að koma ljósmyndavél með filmu á markaðinn og fjöldaframleiddi box- myndavél fyrir almenning sem sló í gegn. Fyrirtækið varð á skömmum tíma að risafyrirtæki. Það var alls- ráðandi um allan heim meira og minna alla 20. öldina. Árið 1976 var Kodak með 90% af filmusölu á Bandaríkjamarkaði og 85% af ljós- myndavélasölu. Á hátindinum unnu á annað hundrað þúsund manns hjá Kodak en undir lokin var starfs- mannafjöldinn kominn niður í nítján þúsund manns. Fyrstir með stafræna myndavél Það er fallegur vitnisburður um hið kapítalíska kerfi að þeir sjálfir voru stórtækastir í þróun stafrænu ljósmyndavélarinnar sem varð til þess að fyrirtækið féll. Stafræna ljósmyndavélin gerði almenningi gott en reið fyrirtækinu að fullu. Enginn þurfti lengur að leita til þeirra til að framkalla. Þeir misstu síðan forskotið sem þeir höfðu í þró- Hagnaður Marels á fjórða ársfjórðungi síðasta árs gæti numið 13,7 milljónum evra borið saman við 4,3 milljónir evra á sama tíma árið 2010, að því er fram kemur í afkomuspá IFS Greiningu. Útlitið fyrir árið 2012 er sömuleiðis gott og hefur pantanabók fyr- irtækisins aldrei verið stærri eða 204 milljónir evra. Þrátt fyrir að IFS Greining spái því að pantanabók- in haldi áfram að stækka þá mun sá vöxtur verða hægari heldur en síðustu misseri. IFS Greining reiknar með því að sölutekjur Mar- els muni aukast um 6,2% á fjórða ársfjórðungi. Fyrir árið í heild munu sölutekjur fyrirtækisins nema 662,3 milljónum evra, sem er tæplega 14% aukning frá árinu 2010. Hagnaður Marels fyrir skatta á síð- asta ári mun nema tæplega 50 milljónum evra, sem er ríflega 125% aukning frá því árið á undan, þegar hagnaður félagsins nam aðeins 11,1 milljónum evra. Í gegnum tíðina hefur tekjustreymi Marels fylgt framleiðsluvísitölum. Þegar vísitölurnar lækkuðu hvað mest í kjölfar hruns á fjármálamörkuðum á haustmánuðum 2008 varð talsverður samdráttur í tekjum Marels. Á nýliðnu ári tókst Marel hins vegar í vaxandi mæli að sækja inn á nýmarkaði og þannig auka áhættudreifingu fyrirtækisins. Sú þróun ætti að koma Marel til góðs samhliða aukinni óvissu um efnahagsástandið í Evrópu í náinni framtíð. Samfara miklum hagvexti í BRIK-löndunum – Brasilía, Rússland, Indland og Kína – þá gera spár ráð fyrir því að spurn eftir svína- og kjúklingakjöti aukist umtalsvert. Marel er leiðandi fyrirtæki í þró- un og framleiðslu á tækjabúnaði við meðferð og vinnslu á matvælum. hordur@mbl.is Gott ár fyrir Marel  IFS greining spáir 6,2% vexti í sölutekjum milli ára á síðasta fjórðungi  Góðar horfur fyrir þetta ár Gengisþróun hlutabréfa Marel 135 kr. 130 kr. 125 kr. 120 kr. 115 kr. 110 kr. 105 kr. 100 kr. 95 kr. 90 kr. 18 ma. kr. 16 ma. kr. 14 ma. kr. 12 ma. kr. 10 ma. kr. 8 ma. kr. 6 ma. kr. 4 ma. kr. 2 ma. kr. 0 ma. kr. Heimild: NasdaqNordicOMX Lokagengi Velta 3. jan. 2011 30. des. 2011 Guðmundur Arn- ar Guðmundsson hefur hafið störf sem fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Wow air. Meg- inverkefni hans hjá Wow verður að byggja upp markaðsstarf fé- lagsins bæði heima og erlendis en Wow hefur, sem kunnugt er, flug frá Íslandi til tólf áfangastaða í Evrópu 1. júní næstkomandi, samkvæmt frétta- tilkynningu frá félaginu. Guðmundur hefur frá árinu 2006 starfað hjá flugfélaginu Icelandair, fyrst sem markaðsstjóri félagsins á Bretlandseyjum. Árið 2008 kom Guðmundur til starfa í markaðsdeild Icelandair á Íslandi og fór fyrir markaðsstarfi þess hér á landi, ásamt því að ann- ast markaðsrannsóknir fyrirtæk- isins og aðstoða við stefnumótun og uppbyggingu á vörumerki Ice- landair. Guðmundur er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og er jafnframt með MBA-gráðu frá Há- skóla Íslands. Hann hefur ritað fjölda greina um viðskipti og markaðsmál í tíma- rit og blöð á Íslandi og er núverandi formaður Ímark. Flytur sig yfir til Wow air Guðmundur A. Guðmundsson  Hættir hjá Ice- landair eftir sex ár                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +1+.,2 +,,.34 ,+.231 ,5.4+0 +4.,52 +-,.+2 +.0+,- +41.43 +31.31 +,2.50 +1+./ +,,.12 ,+.3,, ,5.4// +4.,3/ +-,.3+ +.0+/ +15.2, +05.52 ,,5., +,2.-0 +1,.+0 +,-.- ,+.343 ,5.1-4 +4.-+ +-,.44 +.0,+/ +15.11 +05.21 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.