Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Golli Jafnaðarsinnar Þau Viktor Ingi Lorange og Bryndís Torfadóttir eru talsmenn félagsins. fleiru slíku til að ná athygli fólks. Umræðan komin af stað Bryndís, sem er nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík, segir umræðu um aukið jafnrétti almennt vera nokkra meðal ungs fólks og mikilvægt sé að viðhalda henni. „Ég hef tekið mikið eftir þess- ari umræðu verandi í menntaskóla og kannski sérstaklega eftir að hafa setið kynjafræðiáfanga. Umræðan um jafnrétti kynjanna er mikil en nýkomnar tölur sýndu að t.d. enn sé óútskýrður 10% launamunur á milli kynjanna. Jafnréttismál kynjanna voru einmitt rædd á fundi sem við héldum á miðvikudaginn svo og jafnrétti sam- og tvíkyn- hneigðra. Við viljum líka hefja upp málefni annarra hópa sem hafa ekki verið jafn mikið í umræðunni. Framtíðarsýn félagsins er sú að hver og einn einstaklingur verði metinn á einstaklingsgrundvelli en ekki út frá þeim samfélagshópi sem hann tilheyrir,“ segir Bryndís. Áhrif á bæði kynin Umræða um birtingarmyndir kynjanna í fjölmiðlum og staðal- ímyndir hafa verið nokkuð til um- ræðu í samfélaginu. Bryndís segir að eftir að hafa setið kynjafræðiá- fangann hafi hún farið að setja spurningarmerki við margt sem hún velti ekki fyrir sér áður. „Ég gerði mér grein fyrir því hversu mikið fjölmiðlar móta hug- myndir manns um það hvernig kyn- in séu og ætlast er til að maður hagi sér og líti út. Þetta hefur áhrif á bæði kynin þó að meira sé talað um það hvernig ákveðin mynd af konum eða stelpum sé dregin upp. Við viljum hvetja fólk til að vera meðvitað og gagnrýnið á þetta,“ segir Bryndís. Í nokkrum skólum er nú farið að kenna kynjafræði og hafa meðlimir í Félagi ungra jafn- réttissinna hugmyndir um að slík kennsla verði í boði í sem flestum skólum. Vikulegir fundir Markhópur félagsins er ungt fólk alveg niður í grunnskólaaldur. Flestir félagar eru nú á mennta- skólaaldri en félagið er ætlað fólki á aldrinum 14-28 ára. Öllum er þó velkomið að sitja opna fundi félags- ins. Síðastliðið miðvikudagskvöld var haldinn umræðufundur þar sem helstu stefnumál félagsins voru rædd. Voru þar ræddar ýmsar hug- myndir að aðgerðum og félagar vilja gjarnan afla sér meiri fræðslu. Bryndís segir að hafi einhver áhuga á samstarfi eða að sjá um fræðslu sé það vel þegið. Miðað er að því að halda vikulega fundi á laugardögum í Hinu húsinu. Félag ungra jafn- réttissinna er með síðu á Facebook þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum og fundum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012 Listaskólinn Edinburgh College of Art í Skotlandi er fyrsti skólinn í Englandi til að nota gínur í yfirstærðum. Gín- urnar voru sýndar á fjölmiðlafundi í vikunni. Þær eru upp í stærð 20 og verða notaðar af fatahönnunarnem- um við skólann. Yfirstærð er þó vissulega afstætt hugtak enda geta alls ekki allar konur komist í jafn smá föt og tískusýningarfyrirsæturnar. Þar með eru þeirra venjulegu númer orðnar óvenjustór. Fyrirsætur í stærri númerum, sé miðað við tískuheiminn, stíga nú æ fleiri fram á sjónarsviðið til að sýna heiminum eins og er. Að konur eru líka fallegar með sínar lín- ur, læri, rass og brjóst. Tíska Reuters Stærri Það er aðeins hægt að klípa í þessar gínur, sem er óvenjulegt. Fallegar línur, læri og brjóst Fatahönnun Neminn Lorn Cowie. Það er alltaf gott að taka sér góða bók í hönd og gleyma sér yfir áhugaverðri sögu. Bókin Táknmál blómanna eftir Vanessu Diffen- baugh, segir frá hinni 18 ára Victo- riu sem er alin upp á flækingi milli fósturheimila og stofnana. Þegar hún kynnist ungum blómabónda sem eins og hún kann að láta blóm- in tala fyrir sig, þarf hún að horfast í augu við eigin bresti og læra að treysta öðrum. Tilfinningarík og átakamikil saga um eftirsjá, höfnun og einmanaleika en líka von, fyrir- gefningu og ást. Áhugaverð bók Töfrandi tákn- mál blóma Meðal hugmynda innan Félags ungra jafnréttissina er að kennsla í kynjafræði verði í boði í sem flestum skólum. Í Háskóla Íslands er kynja- fræði kennd á félagsvís- indasviði og tilheyrir stjórn- málafræðideild. Á vefsíðu námsins segir meðal annars að kynjafræði snúist um marg- breytileika mannlífsins og að nánast allt í veröldinni hafi kynjafræðilegar hliðar. Fátt sé því kynjafræðinni óviðkomandi. Enn fremur segir að kyn sé grundvallarstærð í tilverunni og eitt af því sem skapar marg- breytileika mannlífsins rétt eins og kynhneigð, þjóðernisupp- runi, aldur, stétt, fötlun og fleiri félagslegir áhrifaþættir. Kyn skapar fjölbreytni KYNJAFRÆÐI Það var dálítil kabarettstemning í nýjustu hönnun Lenu Hoschek sem sýnd var á tískuvikunni í Berlín á dögunum. Fatnaðurinn var í anda seinnistríðsáranna og húfur á höfði fyrirsætanna undirstrikuð dálítið dulúðugan brag. Kannski hafi þarna verið dulbúnir njósnarar á ferð? Það var margt um manninn á tískuvikunni og vakti athygli að Pierre Sarkozy, sonur Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, sást á áhorfendabekk og virtist skemmta sér ágæt- lega yfir nýjustu haust- og vetrartískunni. Tíska Kabarettstemning á þýsku tískusýningarpöllunum Reuters Smart Blúndur voru áberandi í hönnun Lenu Hoschek og var dálítill seinnistríðsárabragur yfir fatnaðinum. Kátur Forsetasonurinn skemmti sér vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.