Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012
✝ Jón Brynj-ólfsson fædd-
ist í Reykjavík 4.
febrúar 1920.
Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 11. janúar
2012. Foreldrar
hans voru Brynj-
ólfur Gíslason
sjómaður frá
Skrautási í
Hruna-
mannahreppi, f. 22.8. 1884, d.
19.3. 1954, og Guðrún Hann-
esdóttir frá Skipum í Stokks-
eyrarhreppi, f. 21.7. 1885, d.
21.12. 1961. Systkini Jóns
voru: 1) Þorbjörn Óskar, f.
1909, d. 1910. 2) Gísli Óskar, f.
1910, d. 1934. 3) Sigurbjörg, f.
1912, d. 1925. 4) Hannes, f.
1913, d. 1913. 5) Guðmundur,
f. 1915, d. 2000. 6) Vigdís, f.
1916, d. 1996. 7) Ingvar V., f.
1918, d. 2000. 8)
Eggert Ó., f. 1923,
d. 2007. Jón var
ógiftur og barn-
laus.
Unglingur starf-
aði Jón víða við
ýmis sveita- og
sendlastörf. 1941
fór hann til sjós.
1949 kemur hann í
land og vann upp
frá því hjá Reykja-
víkurborg. Flest sumur starf-
aði hann sem kokkur í hálend-
isferðum með erlenda
ferðamenn hjá Páli Arasyni,
Guðmundi Jónassyni og Úlfari
Jacobsen. Jón var meðlimur í
Flugbjörgunarsveit Reykjavík-
ur og félagi í Jöklarannsókn-
arfélaginu.
Útför Jóns fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 20. janúar
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku hjartans Nonni frændi
minn var einstakur maður og
kenndi mér að meta svo margt
þegar ég var lítil sem einkennir
mig ennþá í dag. Hann bjó hjá
ömmu minni og afa í Blöndu-
hlíð 16 en þar bjó ég einnig til
fimm ára aldurs í kjallaranum
með mömmu og pabba. Lítil og
hnöttótt réð ég þar víst öllu um
tíma og skipti greinilega engu
hvað ég gerði af mér.
Herbergið hans Nonna
frænda var sannkölluð gull-
kista. Þar var svo mikið smádót
falið í öllum skúffum og hillum
sem kannski aðrir hefðu kallað
drasl. Fyrir smástelpu voru
þetta fjársjóðir þar sem kub-
buð Hallgrímskirkjan tróndi
efst á skápnum og ekki
skemmdi fyrir að alltaf átti
hann góðar salmíakkúlur í
pínulitlum blikkdósum með fal-
legum myndum á. Hjá Nonna
frænda lærði ég að meta apó-
tekaralakkrís og síðustu árin
þegar hann bjó í risinu átti
hann alltaf Tópas eða Ópal og
sko nóg af því. Þá var maður
ekki leystur út með tveimur til
þess að pipra ekki heldur heil-
um pakka sem dugði mér
kannski niður á horn. Þannig
deildum við saman þessari
salmíaksaltfíkn. Nonni frændi
átti alltaf smápeninga, gull- og
silfurpeninga og oft gaf hann
mér klink. Þessar gersemar
geymdi hann í leðurbuddu sem
opnaðist eins og bók og var
með tveimur hólfum. Þannig
gat hann rennt peningunum
fram og til baka án þess að
taka þá upp. Ég er auðvitað
þannig í dag, 25 árum seinna,
að ég verð alltaf að eiga lausan
aur en mikið vildi ég eiga svona
buddu þegar ég fer með strák-
ana mína út í Sunnubúð og
minnast þess þegar við löbb-
uðum þangað saman, ég einn
flókalubbi og Nonni frændi með
sixpensarann.
Oftar en ekki fann ég Nonna
frænda líka í eldhúsinu þar sem
hann eldaði soðnar kjötbollur
með hvítkáli nú eða bjúgu. Og
þegar hann lagaði tómatsúpu
handa ömmu Díu man ég eftir
mér úti í glugga blásandi og
sennilega frussandi ofan í súp-
una í þeim tilgangi að kæla
hana fljótt.
Það er skrítið hvað hugurinn
er magnaður og á einu auga-
bragði er ég komin niður í
Blönduhlíð, við eldhúsgluggann
á fyrstu hæðinni og sé hvernig
gufan frá súpunni er dregin út
um gluggann út í endalausan
buskann. Og það er eins með
þig elsku Nonni frændi, nú ferð
þú inn í eilífðina þar sem
hvorki lúnir fætur né þreytt
augu aftra þér frá því að taka
strætó í himnaríki þar sem
fleiri munu njóta þeirra forrétt-
inda að fá að kynnast þér.
Hvíldu í friði elsku Nonni
frændi
Hrafnhildur Lóa.
Elsku Nonni frændi okkar,
loksins færðu hvíldina sem þú
varst farinn að þrá. Núna ertu
örugglega á góðum stað.
Þú fæddist í Reykjavík en
foreldrar þínir fluttu 1914 frá
Stokkseyri til Reykjavíkur.
Með þeim flytur þú 1938 að
Bjargarstíg 2 til systur þinnar
Vigdísar og eiginmanns hennar
Guðmundar Maríussonar og bjó
fjölskyldan saman. Öll fjöl-
skyldan flytur síðan 1948 í
Blönduhlíð 16, þar sem þú bjóst
þar til árið 2009 en þá fluttir þú
á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Þú unnir náttúrunni og naust
þess að ferðast. Flest sumur
starfaðir þú sem kokkur í há-
lendisferðum með erlenda
ferðamenn. Þú ferðaðist ekki
bara innanlands heldur fórst í
margar utanlandsferðir. Sög-
urnar sem þú sagðir okkur frá
þessum ævintýraferðum voru
ótrúlegar. Þú varst einstakur
persónuleiki. Þú sást ávallt
spaugilegu hliðarnar á öllum
málum og þér samdi vel við
alla.
Fjölskyldan var mjög sam-
rýnd og þér kom vel saman við
alla. Mamma og systkini henn-
ar ólust upp með þér og stór-
fjölskyldunni og alltaf varstu
eitthvað að bralla. Þú varst
stríðinn sem unglingur og óx
glettnin aldrei af þér. Þú varst
mjög barngóður og nutu börn
systkina þinna þess og barna-
börn svo og barnabarnabörn.
Þú varst alltaf kallaður Nonni
frændi, varst aukaafinn okkar.
Þú varst einstaklega hjálpsam-
ur og hjálpaðir meira að segja
jólasveininum að bera út gjafir
í Blönduhlíð 16 og jafnvel öðr-
um húsum í kring. Áramótin
voru einnig skemmtileg með
þér, þú varst búinn að sjóða
svið til að seðja hungraða
krakka eftir miðnætti. Börnin
okkar María Vigdís, Daníel,
Bjarni og Róbert voru svo lán-
söm að fá að kynnast þér og þú
kenndir þeim spil og spila-
galdra alveg eins og okkur. Við
munum eftir skemmtilegum
ferðum í Öskjuhlíðina með
nesti og fleiru í þeim dúr.
Þú varst mjög pólitískur og
fylgdist grannt með stjórnmál-
um og öllu sem var að gerast í
þjóðfélaginu. Þú horfðir/hlut-
staðir á útsendingar frá Alþingi
og sagði okkur alltaf nýjustu
fréttir af gangi mála. Þú fylgd-
ist líka vel með veðrinu og allt-
af var hægt að treysta á að þú
vissir hver veðurspáin var og ef
spáð var stormi varstu búinn að
láta okkur vita.
Þegar amma Día og afi Guð-
mundur misstu heilsuna hjálp-
aðir þú til við að annast þau
þannig að þau gátu verið heima
alla tíð. Mamma var þá ennþá
útivinnandi en var örugg með
þau þar sem þú varst á „vakt-
inni“. Mamma sá svo um þig
þegar þú varst orðinn lögblind-
ur, með ýmsa sjúkdóma og
þurftir mikla aðstoð. En alltaf
var stutt í gleðina. Þú varst svo
mannblendinn, félagslyndur og
blíður maður. Þegar þú heim-
sóttir Viddu og fjölskyldu í Sví-
þjóð 1997 varstu oft úti að tala
við nágrannann. Strákarnir
litlu voru mikið að spá í það
hvaða mál þú skyldir tala við
nágrannana því þú talaðir ekki
sænsku við þá. En þetta varð
til þess að Vidda og Sören
kynntust nágrönnum sínum
fljótt, en þau voru nýflutt í göt-
una. Nágrannarnir voru alltaf
að spyrja frétta af þér.
Takk fyrir samfylgdina
elsku Nonni okkar, guð geymi
þig.
Vigdís María, Margrét
og fjölskyldur.
Það var friður yfir Jóni
Brynjólfssyni, eða Nonna
frænda eins og hann var alltaf
kallaður, þegar ég kvaddi hann
miðvikudagsmorguninn 11. jan-
úar. Hinir veraldlegu verkir
sem höfðu hrjáð hann í þó-
nokkurn tíma voru að baki og á
móti blasti bjart ljós friðar. Al-
veg eins og vonskuveðri mun
að endingu slota þá munu lík-
amlegir verkir hverfa fyrr eða
síðar.
Það var dásamlegt að kynn-
ast Nonna frænda. Hann var
eins konar „aukaafi“ enda bjó
hann á heimili ömmu og afa
alla tíð sem ég man eftir hon-
um í Blönduhlíð 16. Hann hafði
mjög skemmtilega nærveru og
var alltaf hress og kátur og
sagði margar skemmtilegar
sögur af samtímaviðburðum og
samferðamönnum. Einnig var
hann glettilega stríðinn en allt-
af þó í góðu. Hann hafði skoð-
arnir á flestu, sérstaklega póli-
tík, og hafði mjög gaman af því
að tala um veðrið og færðist oft
allur í aukana þega von var á
óveðri eða þaðan af verri tíð.
Ég man að hann lék oft jóla-
sveininn og kom enginn annar
til greina. Ég man hvað hann
var barngóður alla tíð og eru
þrjár kynslóðir fjölskyldunnar
til vitnis um það. Og nú undir
það síðasta þótti honum svo
vænt um Perluna mína, dóttur
mína Maríu Perlu á áttunda ári
sem fékk sem betur fer að
kynnast honum áður en hann
féll frá. Ég man hvað hann var
góður við konuna mína og hvað
þeim lynti vel. Ég man eftir
göngutúr með honum þegar ég
var lítill í Hlíðunum þegar
hundur glefsaði í mig og tók af
mér vetlinginn. Ég man eftir
öllum ferðalögunum hans. Ég
man eftir lýsingum hans á
ferðafélögum hans og þeim æv-
intýrum sem hann lenti í um
alla Evrópu. Ég man hversu
umhugað honum var um að
mér liði vel og félli í hópinn hjá
vinnufélögunum þegar við unn-
um saman hjá Reykjavíkur-
borg, nánar tiltekið á hverf-
isstöðinni á Sævarhöfða sem
nú er ekki lengur til. Ég man
hversu góður kokkur hann var
og hversu góðan mat hann eld-
aði. Ég man hversu vel hann
reyndist ömmu og afa og
mömmu minni og systrum. En
umfram allt man ég eftir
skemmtilegum og góðum
manni sem vildi öllum vel og
verður nú sárt saknað. Minn-
ingarnar lifa. Hjartahlýja hans
bræðir nú kaldan snjóinn í
þessum veðrasama janúarmán-
uði þegar fennir í fótspor hans
við þessi ferðalok.
Guðmundur Breiðfjörð
og fjölskylda.
Ég kallaði Jón alltaf Nonna
frænda, eins og svo margir
aðrir. Við vorum þó ekki skyld
en hann var langömmubróðir
barnanna minna og bjó hjá
ömmu Díu og afa Guðmundi.
Þau hjón voru vönduðustu
manneskjur sem ég hef kynnst
og tel ég mig afar lánsama að
hafa átt þau í lífi mínu. Við
bjuggum í kjallaranum hjá
þeim í nokkur ár og á því tíma-
bili fæddust tvö eldri börnin.
Oft var farið upp, ef ekki dag-
lega, því þangað var gott að
koma og vel á móti manni tek-
ið. Nonni frændi var vinsæll
enda einstök barnagæla og
ekki skemmdi fyrir að hann
átti iðulega Tópas. Og hann
nennti að leika, segja sögur og
spjalla við smáfólkið. Meira að
segja vildi hann vera með í
hárgreiðsluleik. Nokkuð sem
var örugglega ekki algengt hjá
körlum. Og þá sofnaði hann yf-
irleitt fljótlega við allt dúlliríið.
En hrökk svo upp með andfæl-
um þegar hann fékk kannski
heldur mikið vatn í hárið, sem
var aðallega í hliðunum. Nonni
hafði nefnilega vaxið upp úr
hárinu löngu áður en hafði
samt safnað í sítt öðrum megin
og greiddi svo yfir. Þetta
breyttist þó snögglega í einum
leik þar sem settar voru í hann
rúllur sem svo náðust ekki úr.
Amma Día hló mikið, miklu
meira en Nonni. En allt kom
fyrir ekki og á endanum voru
rúllurnar klipptar úr. Litlu
manneskjunni var fyrirgefið en
fleiri urðu hárgreiðsluleikirnir
ekki.
Nonni kunni ógrynni af sög-
um, einnig af ferðum sínum um
landið með Guðmundi Jónas-
syni og þeim erlendu ferða-
mönnum sem hann flutti.
Margar voru alveg kostulegar
og hefði verið gaman að sjá
þær á prenti. Teldust sjálfsagt
heimildir frá þessum fyrstu ár-
um ferðamannaiðnaðarins.
Nonni sagði svo skemmtilega
frá að það var eins og maður
sjálfur hefði verið á staðnum.
Það sem mér fannst einkenna
Nonna einna helst var það að
hann var alltaf í góðu skapi og
gat alltaf séð spaugilegu hlið-
ina á hlutunum. Og ég heyrði
hann aldrei tala illa um neinn
þótt hann væri nú ekki sam-
mála öllu í kringum hann eða í
þjóðlífinu. Hann gat líka sagt
hvað honum fannst. Í mörg ár
gáfum við honum sokka í jóla-
gjöf en brugðum út af van-
anum eitt árið og gáfum honum
skyrtu. Það fannst honum
ómögulegt því hann gerði ráð
fyrir því að fá sokka. Nú er það
búið.
Með Nonna er farin ein
mesta gæðasál og öndvegis-
manneskja sem ég hef þekkt.
Hann var alltaf tilbúinn að gefa
með sér og að hjálpa öðrum.
Ég efa ekki að hann er nú
glaður með fólkinu sínu. Bless-
uð sé minnning hans.
Kristín Hulda og fjölskylda.
Jón Brynjólfsson
Það er með mik-
illi sorg í hjarta
sem við ritum þessi
minningarorð um hann frænda
okkar sem lést langt fyrir aldur
fram. Við ólumst upp í húsum
hlið við hlið og var daglegur
samgangur milli heimilanna
þannig að Atli hefur alltaf verið
eins konar stóri bróðir okkar.
Það var engin lognmolla í kring-
um hann Atla. Hann hafði góða
nærveru og laðaði fólk að sér
enda átti hann stóran vinahóp.
Hvar sem hann var hafði hann
athyglina og var hrókur alls
fagnaðar. Hann var orðheppinn
og sagði svo skemmtilega frá og
af þeim sökum var gaman að
vera í kringum hann.
Það var margt brallað á
Baugholtinu þar sem við ólumst
upp. Það var á þeim árum sem
allt hverfið fór út að leika á
kvöldin í götuleikjum og fengu
þá allir að vera með. Minningar
um Atla og Billa í kassabílaleik,
Atli og Billi í jólasveinabúning-
Atli Már
Einarsson
✝ Atli Már Ein-arsson fæddist
í Keflavík 25. sept-
ember 1965. Hann
lést 7. janúar 2012.
Útför Atla Más
fór fram frá Kefla-
víkurkirkju 16. jan-
úar 2012.
um að færa okkur
jólagjafirnar og svo
var alveg einstakt
þegar við hittumst
á gamlársvöldum
þar sem gengið var
á milli húsa með
nýárskveðjur.
Hann hefur átt
svo stóran þátt í
okkar lífi, hann var
bílstjóri hjá einni
okkar á brúðkaups-
daginn, tók okkur á rúntinn á
fyrsta bílnum sem hann keypti,
við lékum okkur saman á Hóla-
brautinni hjá ömmu og afa og
svo mætti lengi telja. Við höfum
alltaf verið stoltar af því að eiga
svona frábæran frænda og
þökkum við allar góðu minning-
arnar um þig og fyrir allar góðu
stundirnar með þér.
Atli var mikill smekkmaður,
hafði mikla listræna hæfileika,
var nákvæmnismaður og snyrti-
pinni.
Atli var svo lánsamur að eign-
ast þrjú börn og fósturson og við
munum allar eftir því hve
ánægður hann var með börnin
sín og talaði um þau af stolti og
ást. Við viljum votta öllum þeim
sem eiga um sárt að binda vegna
fráfalls Atla Más samúð okkar.
Þínar frænkur,
Agnes Ósk, Fanney
Petra og Íris Helma.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæru
HULDU ÞÓRÐARDÓTTUR
fyrrv. bankastarfsmanns.
Hólmsteinn Þórarinsson,
Svana I. Þórðardóttir,
Charlotta O. Þórðardóttir, Úlfar Gunnar Jónsson,
Hulda Hrönn Úlfarsdóttir, Aðalsteinn Finsen,
Edda Sólveig Úlfarsdóttir,
börn og tengdafjölskyldur.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR T. GUÐMUNDSSON,
áður til heimilis að
Álfhólsvegi 72,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boða-
þingi Kópavogi þriðjudaginn 17. janúar.
Sveinn G. Guðmundsson, Gerður K. Karlsdóttir
Bjarni Guðmundsson, Ida M. Semey,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir og tengdamóðir okkar,
BORGHILDUR GÍSLADÓTTIR,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mánu-
daginn 16. janúar.
Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 23. janúar kl. 13.00.
Arnbjörn Jónsson, Helga Karlsdóttir,
Grétar Jónsson, Þórdís Guðjónsdóttir,
Sóley Jónsdóttir, Árni Guðbjartsson,
Þórður Jónsson, Guðbjörg Ingólfsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir minn,
sonur okkar, tengdasonur, bróðir, barna-
barn, mágur og vinur,
ÓSKAR PÁLL DANÍELSSON,
Berjavöllum 4,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 23. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem
vilja minnast hans er bent á reikning til styrktar eiginkonu
hans og dóttur, reikn.nr. 1101-05-423036, kt. 190888-3479.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki björgunarsveitanna,
lögreglumönnum og starfsfólki á gjörgæsludeild Landspítalans.
Elísabet Anna Kolbeinsdóttir,
Eva Viktoría,
Herdís Hjörleifsdóttir,
Dieter (Daníel) Meyer, Ingunn Ólafsdóttir,
Guðrún Erla Gunnarsdóttir, Kolbeinn Sigurðsson,
Friðrik Daníelsson, Matthildur Ragnarsdóttir,
Bergsteinn Daníelsson,
Hafdís M. Magnúsdóttir, Hjörleifur G. Bergsteinsson
og aðrir aðstandendur.