Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 20. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Norski þulurinn missti sig 2. Dómararnir: Var aldrei víti 3. Lilja Pálma mætti í gallabuxum … 4. Norðmenn brjálaðir »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Of Monsters and Men-stuttskífan Into The Woods, sem kom út í net- miðlum og -búðum í Bandaríkjunum 20. desember á vegum Universal, hefur núna selst í 20.160 eintökum að sögn Soundscan. Stórgóður árangur það. Of Monsters and Men seljast vel  Skosk menning- arhátíð verður haldin á KEX dag- ana 25.-29. jan- úar. M.a. koma nokkrir tónlist- armenn fram, Wounded Knee og Withered Hand og verður Benni Hemm Hemm með þeim, en hann er félagi listamannanna eftir þriggja ára dvöl í Edinborg. Skosk þjóðlaga- tónlist verður á efnisskránni. Skosk hátíð á KEX í næstu viku  Þórir Georg hefur gefið út nýja plötu sem ber heitið Janúar. Kom hún út 1. janúar á veraldarvefnum og er hún væntanleg í verslanir á geisladiski og kass- ettu. Hér leitar Þórir til síðpönks- og nýbylgju- sveita 9. áratugarins og gerir tilrauna- kennda popp- tónlist með skírskotun í raf- og óhljóða- tónlist. Þórir Georg gefur út plötuna Janúar Á laugardag Norðan 5-13 m/s með snjókomu eða éljum N-til á landinu, en björtu syðra. Frost 0 til 6 stig, mildast syðst. Á sunnudag og mánudag NA og A 3-10 m/s. Frost 0 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG A og NA 5-10 m/s en vestan-strekkingur allra syðst. Dálítil él, en snjókoma með köflum S-lands. Norðlægari og él fyrir norðan í kvöld, en léttir til syðra. Frost 0 til 7 stig. VEÐUR Lokasekúndurnar voru æsi- spennandi í Keflavík í gær þegar Grindavík vann heimamenn með eins stigs mun og styrkti með því stöðu sína á toppnum í úr- valsdeild karla í körfuknatt- leik. Stjarnan missteig sig svo á heimavelli gegn Tindastóli í framlengdum leik. Meðan á þessu stóð laumuðust KR-ingar upp að hlið Stjörnunnar og Kefla- víkur í deildinni. » 4 Grindavík gefur ekkert eftir Í kvöld er komið að þriðja og síðasta kafla íslenska landsliðsins í riðla- keppni EM. Þá mætir það Slóvenum í Vrsac og þarf að ná í eitt stig til að vera öruggt um sæti í milliriðlum og flytja sig þá um set frá Vrsac til Novi Sad. Auðvitað getur enginn spilað upp á jafntefli í hand- knattleik en það myndi nægja. »3 Ekkert ennþá í höfn hjá íslenska landsliðinu „Það er fyrst og fremst góð staða að eiga fyrri leikinn og þurfa ekki að hugsa um úrslitin í þeim síðari. Við þurfum að vinna okkar leik og þá er sæti í milli- riðli í höfn,“ segir Arnór Atlason, einn leikmanna íslenska lands- liðsins í handknattleik, um við- ureignina við Slóvena á Evrópu- mótinu í dag. »2 Þurfum bara að vinna okkar leik ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rétt eins og það þykir góður siður að fá sér skötu á Þorláksmessu er við hæfi að borða þorramat á þorr- anum. Íbúar í gamla Saurbæj- arhreppi sem nú tilheyrir Dala- byggð tóku upp á því að halda sameiginlegt þorrablót í Tjarn- arlundi í Saurbæ 1963 og verður 50. blótið þar eftir viku. Bóndadagur, fyrsti dagur þorra, er í dag og ætla má að þá verði víða kátt á Hóli, en þorrablót verða hald- in um allt land og víða erlendis næstu vikur. Reyndar halda sumir þorrablót í Vesturheimi ekki fyrr en á góunni vegna veðurs en það er önnur saga. Stærsta hátíðin styttir stundir Margrét Guðbjartsdóttir í Mikla- garði og Sigurður Þórólfsson í Innri- Fagradal hafa mætt á öll blótin í Tjarnarlundi hjá Ungmennafélaginu Stjörnunni í Reykhólahreppi en Erla Karlsdóttir, eiginkona Sig- urðar, missti af tveimur blótum þar sem hún var upptekin við að koma börnum í heiminn á sama tíma. „Þetta er alltaf jafn gaman,“ segir Sigurður og Erla tekur í sama streng. „Þetta er ein stærsta hátíð ársins í sveitinni og enginn má missa af henni.“ Sigurður segir að fyrir hálfri öld hafi menn verið byrjaðir að halda þorrablót víðs vegar um landið. „Menn hér vildu líka stytta sér stundir í skammdeginu,“ segir hann um fyrsta þorrablótið í Tjarnarlundi og bætir við að þau hafi allar götur síðan verið vel sótt þó fækkað hafi í sveitinni úr um 200 manns í um 60- 70, auk þess sem færðin hafi ekki alltaf verið góð. Hins vegar mæti fólk líka úr nágrannasveitunum og margir fari reyndar á milli blóta. Alla tíð hafi verið boðið upp á viða- mikla dagskrá í Tjarnarlundi, leik- þætti og annál, þar sem gert sé góð- látlegt grín að mönnum og málefnum í sveitinni. „Mér fannst skemmtilegast þegar við vorum með tvöfaldan kvartett,“ heldur Sigurður áfram, Hann var organisti í áratugi en segist hafa dregið úr söngnum og taki nú helst þátt í fjöldasöng. „Mað- ur hverfur svolítið inn í hann þó maður sé rámur og svo raula ég líka með kirkjukórnum.“ Til að byrja með sá Ingigerður á Staðarfelli um þorramatinn og fékk konur í sveitinni til að hjálpa sér, meðal annars Karitas Hann- esdóttur, móður Margrétar, og útbjó Karitas m.a. alltaf svan úr smjöri. Og heimatilbúin skemmtiatriðin hafa slegið í gegn. Erla nefnir saumaklúbb karla, tískusýningu karla í kvenmannsfötum og súludans karla. „Það var til dæmis mikið fjör þegar laglausi kórinn kom fram,“ segir Erla. „Þá voru tíndir saman laglausir – þeir voru líka til hér.“ Létt yfir laglausa kórnum  Stjarnan heldur 50. þorrablótið í Tjarnarlundi Skemmtiatriði Á þorrablótinu í Tjarnarlundi í Dalabyggð fyrir fimm árum átti Silvía Nótt sviðið. Frá vinstri: Hugrún Reynisdóttir á Völlum, Þröstur Harðarson og Ingveldur Guðmundsdóttir. Þorrablótin í Tjarnarlundi hafa heppnast vel í hálfa öld. Yfirleitt hefur vel á annað hundrað manns sótt blótin og skemmtiatriði hafa ávallt verið í höndum heimamanna. Guðjón Dalkvist Gunnarsson eða Dalli á Reykhólum samdi og flutti annálinn í fyrra. Annállinn er á Reykhólavefnum, en Dalli rakti helstu viðburði ársins 2010 á gamansaman hátt og lauk máli sínu með eftirfarandi orðum: „Ein afleiðing mildrar veðráttu er mikill músa- gangur. Verstur var hann á Skáldstöðum. Húsið fylltist af músum. Engu breytti þó að allt væri lok- að, þær fóru gegnum heila veggi og hversu mörgum sem Ebbi náði komu „nýir hópar í skörðin“. Allt var reynt og lausnin fannst á endanum: Ebbi meig hringinn í kringum húsið. „Ég komst nú ekki allan hringinn í einni ferð,“ sagði hann aðspurður. Síðan situr Ebbi í Hólakaupum alla daga og framleiðir músaeitur og fer tvær ferðir á dag að eitra á Skáldstöðum. En ég fékk nýjan skilning á hvað væri „fastakúnni“ í Hólakaupum.“ Músagangur og músaeitur ÞORRABLÓT Í TJARNARLUNDI Í SAURBÆ Karítas Hannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.