Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012
BAKSVIÐ
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Í okkar menningu er hefð fyrir því
að greina börn sem gráta mikið með
magakveisu. Rannsóknir hafa þó
sýnt að grátur barna veltur mjög á
hversu færir foreldrarnir eru að róa
barnið og það byggist á tengslunum
þeirra á milli.“ Þetta kom fram í fyr-
irlestrinum Fyrsta ástarsambandið:
Grundvöllur öruggra tengsla sem
Sæunn Kjartansdóttur sálgreinir
flutti á Læknadögum í gær. Þar
fjallaði hún um tengslaþörf ung-
barna og hversu mikilvæg tengsl
ungbarna við foreldra sína eru upp á
velgengni þeirra í lífinu síðar meir.
Sæunn segir að skýringar á gráti
barna sé undantekningarlítið leitað í
líkamanum, barnið er með í mag-
anum eða að taka tennur, og lítið
horft til annarra þátta. „Rétt eins og
fullorðnir gráta ungbörn yfir fleiru
en líkamlegum verkjum. Í dag vant-
ar ekkert upp á þekkingu okkar á
líkamsstarfsemi barna en þekking á
tengslaþörf ungbarna hefur átt
erfitt uppdráttar. Ég tel að það sé
vegna þess að hún er of truflandi,
gengur þvert á þau gildi sem hafa
verið ráðandi í vestrænum sam-
félögum þar sem allir, þar með talið
ung börn, eiga að vera sjálfstæðir og
sterkir og það á ekki að vera íþyngj-
andi fyrir fólk að eignast börn.“
Streita ógn við fóstrið
Ljóst er að ungt barn getur ekki
sjálft stjórnað líðan sinni. Það þarfn-
ast foreldra eða annarra fullorðinna
sem þekkja það og eru sjálfir í bæri-
legu jafnvægi til að veita því öryggi
og hamla streitu. Sæunn segir börn
afar viðkvæm fyrir streitu sem stafi
t.d. af vanlíðan foreldra. „Viðvarandi
streita getur haft alvarlegar afleið-
ingar á þroska þeirra og heilsu fram
á fullorðinsár. Á meðgöngunni er
lagður grunnur að líðan ein-
staklingsins, þroska hans og heilsu
til æviloka. Streita móður á með-
göngu er því ógn fyrir fóstrið,“ segir
Sæunn. „Streituhormóninn kortisól
breytir hjartslætti móðurinnar og
dregur úr blóðflæði til fóstursins
sem getur haft áhrif á fæðing-
arþyngd. Kortisól hefur jafnframt
bein áhrif á mótun heila fóstursins.
Börn mæðra sem þjást af kvíða á
meðgöngu eru líklegri til að hafa
aukið magn kortisóls um ókominn
aldur og þau eru viðkvæmari fyrir
kvíðaröskunum. Viðvarandi hátt
magn kortisóls hjá fóstri og ungu
barni getur skaðað mótun tauga-
brauta, veikt ónæmiskerfið, minnk-
að mótstöðuafl gegn sýkingum og
skaðað heilann. Að auki hefur
streita áhrif á hormón sem stýrir líð-
an, sem tengist margskonar hegð-
unarvanda og tilfinningavanda
barna. Aukin þekking á viðkvæmni
fósturs fyrir andlegu ekki síður en
líkamlegu ástandi móður gerir að
mínu mati auknar kröfur til heil-
brigðisstarfsfólks að taka vanlíðan
kvenna á meðgöngu mjög alvar-
lega.“
Eftir fæðinguna hefur líðan móð-
urinnar ennþá mikil áhrif á barnið
og það er áfram jafn háð henni að
sögn Sæunnar. „Fólk á að nálgast
barnið sem hugsandi tilfinningaveru
en ekki einblína á hegðun þess og
líkamlegar þarfir. Ungbörn eru
margfalt næmari en fullorðnir, þau
eru eins og svampur á líðan foreldra
sinna og því er það ekki fyrr en for-
eldrarnir fá hjálp með sínar tilfinn-
ingar sem léttir á börnum þeirra.“
Áhrifalítið og væntir ekki góðs
Sæunn segir börn með öruggt
tengslamynstur hafa betri sjálfs-
mynd, vera í betra tilfinningalegu
jafnvægi og sýna meiri seiglu, frum-
kvæði, félagslega færni og einbeit-
ingu, þau leggja síður önnur börn í
einelti og þau verða síður fyrir ein-
elti. Barn með óörugg tengsl upplifir
sig áhrifalítið og væntir ekki góðs af
öðrum. „Að mínu mati er það sam-
félagsleg ábyrgð að koma barni til
manns, þess vegna tel ég að velferð-
arkerfið þurfi að koma mun sterkar
til og styðja við foreldra sem standa
höllum fæti. Því fyrr sem brugðist
verður við því heilbrigðari verða
börnin og samfélagið líka.“
Gráta yfir fleiru en líkamlegum verkjum
Skýringar á gráti ungbarna undantekningalítið leitað í líkamanum Viðvarandi streita barna og
foreldra þeirra getur haft alvarlegar afleiðingar á þroska barnsins og heilsu fram á fullorðinsár
Reuters
Grátið Skýringar á gráti barna er undantekningarlítið leitað í líkamanum og lítið horft til annarra þátta.
Tengsl foreldra og barna
» Þroski heilans er háður
ánægjulegum samskiptum.
» Viðvarandi streita getur
skaðað mótun taugabrauta,
veikt ónæmiskerfið, minnkað
mótstöðuafl gegn sýkingum
og skaðað svæði heilans sem
hefur með minni að gera.
» Vanlíðan foreldra getur
valdið streitu í barninu og líð-
an foreldra hefur áhrif á getu
þeirra til að róa barn og veita
því öryggi.
» Líkamleg nálægð móður ein
og sér veitir barninu ekki
nægilegt öryggi, það er heldur
ekki nóg að hún sé hlýleg. Hún
þarf að vera læs á tjáningu
barnsins og fær um að svara
henni á viðeigandi hátt.
» Geta foreldra veltur á mörg-
um þáttum; eins og reynslu
þeirra úr barnæsku, líðan
móður á meðgöngu og í fæð-
ingu, stuðningi maka og fjöl-
skyldu, félagslegum að-
stæðum, hæfni til að hugsa
um líðan sína og setja hana í
samhengi og ekki síður per-
sónuleikagerð, sjálfhverfir ein-
staklingar eiga t.d. ekki gott
með að setja sig í spor ann-
arra.
» Þegar móðir eða barn sýna
einkenni um vanlíðan er of tak-
markandi að einblína og leita
að sjúkdómum hjá öðru hvoru
þeirra, heldur er nauðsynlegt
að horfa til tengsla þeirra.
» www.fyrstutengsl.is
Læknadagar 2012 Grundvöllur öruggra tengsla foreldra og barna
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Búast má við miklu annríki á skíða-
svæðum landsins næstkomandi
sunnudag, þegar alþjóðaskíðadag-
urinn verður haldinn hátíðlegur í
fyrsta skipti um allt land.
Það eru Skíðasamband Íslands,
skíðafélögin og skíðasvæðin sem
sameiginlega standa að deginum
hér á landi undir yfirskriftinni
„Snjór um víða veröld“. Með þessu
er hafið hvatningarátak til þess að
efla íþróttina hér á landi, en hún
hefur verið á undanhaldi síðustu
ár.
Frítt verður fyrir börn 12 ára og
yngri á allflestum skíðasvæðum. Á
skíðasvæðin í Hlíðarfjalli, Dalvík,
Ólafsfirði, Siglufirði, Stafdal,
Tindastól og Oddsskarði verður
frítt fyrir alla þennan dag.
„World Snow Day“ er hluti af
hvatningarátaki Alþjóðaskíðasam-
bandsins, FIS, til aukinnar skíða-
iðkunar barna og verður 22. janúar
framvegis tileinkaður átakinu.
Þórunn Sif Harðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Skíðasambands Ís-
lands, segir að átakið beinist sér-
staklega að skíða- og brettaiðkun,
en allir séu hvattir til að nýta sér
skíðasvæðin til hollrar útivistar.
„Við viljum alltaf sjá fleiri börn
og unglinga á skíðum og það skipt-
ir miklu um að halda skíðaíþrótt-
inni við,“ segir Þórunn og bendir á
að þátttaka í þessum degi sé kjörið
tækifæri fyrir foreldra til að fara
með börnunum í brekkurnar. Hún
segir skíðaíþróttina sérstaklega
góða og heilbrigða fjölskylduíþrótt
og allir geti fundið afþreyingu við
hæfi. Í því sambandi bendir hún á
að sérstök snjóþotusvæði verði fyr-
ir þá sem ekki treysti sér á skíði.
Svæðin munu öll vera með sér-
staka dagskrá. Alls staðar verður
boðið upp á ókeypis tilsögn fyrir
byrjendur, kakó verður í boði og
lukkuleikur fyrir börnin á öllum
svæðum með fjölbreyttum vinning-
um, m.a. árskorti á skíði.
Þórunn segir að undirbúningur
dagsins hafi gengið mjög vel og
viðbrögðin víðast hvar verið mjög
góð. „Fækkun í skíðaiðkun á und-
anförnum árum hér á landi er
ástæða þess að við tökum þátt í
þessu heljarverkefni,“ segir Þór-
unn um leið og hún hvetur sem
flesta til að mæta í brekkurnar.
Frítt á skíðasvæðin fyrir alla
Átak hafið til að efla skíðaiðkun barna Frítt verður fyrir börn 12 ára og yngri á allflest skíðasvæði
Alþjóðaskíðadagurinn verður haldinn hátíðlegur á skíðasvæðum landsins sunnudaginn 22. janúar nk.
Morgunblaðið/Kristján
Hlíðarfjall Búast má við annríki á skíðasvæðum landsins á sunnudag þegar alþjóðaskíðadagurinn verður haldinn
hátíðlegur í fyrsta skipti. Sérstök áhersla er lögð á að fjölga börnum og unglingum á meðal skíðaiðkenda.
Veturinn hefur verið afar góður
til skíðaiðkunar hér á landi.
Þórunn Harðardóttir hjá
Skíðasambandinu segir aðsókn
í skíðasvæðin almennt hafa
aukist í vetur og að eft-
irspurnin sýni sig t.d. í Bláfjöll-
um, en þangað komi margt
fólk þá daga sem opið er. Þór-
unn segir að nú sé opið á öll-
um skíðasvæðum landsins og
snjór alls staðar. Skíðafærið sé
afar gott um allt land. Það sé í
raun einsdæmi miðað við flest
undanfarin ár. Sem dæmi nefn-
ir hún að í Stafdal á Aust-
fjörðum hafi verið opið fleiri
daga það sem af er janúar en
allt síðasta ár.
Veðurspáin fyrir sunnudag
ætti að gleðja flesta skíðaunn-
endur og þá sem ætla að stíga
sín fyrstu skref á skíðum en
búast má við frosti hægviðri
og úrkomulitlu víðast hvar á
landinu.
Skíðasvæði
landsins opin
SKÍÐAFÆRIÐ MJÖG GOTT