Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012 ✝ Valdimar Við-ar Tómasson fæddist í Reykjavík 18. júní 1970. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 7. janúar 2012. Foreldrar hans eru Tómas Svein- björnsson, f. 18. júlí 1948, og Ragnheið- ur Kristín Péturs- dóttir, f. 6. febrúar 1952, d. 9. mars 2007. Bróðir Viðars er Sig- urður Sveinbjörn Tómasson, f. 1. júlí 1982, í sambúð með Evu Maríu Grétarsdóttur. Viðar kvæntist 11. nóvember 2006 Önnu Karen Kristjáns- dóttur, f. 6. mars 1975. For- eldrar hennar eru Kristján Hall- dórsson, f. 17. mars 1950, og Olga Guðnadóttir, f. 27. júní 1948. Viðar og Anna Karen eignuðust saman börnin: 1) Tómas Hróa, f. 14. febrúar 1999, 2) Ösp, f. 27. júlí 2000, d. 3. des- ember 2002, 3) Kristján Ara, f. 14. apríl 2009. Fyrir átti Viðar soninn Steinar, f. 3. mars 1994. Móðir hans er Svava Ingimars- dóttir. Viðar ólst upp í Reykjavík að mestu en varði flestum sumrum í æsku á Siglufirði hjá föð- urforeldrum sínum. Hann hóf búskap á Akureyri með eig- inkonu sinni árið 1998, sótti þar m.a. sjóinn og fluttu þau til Reykja- víkur árið 2000 og hafa búið þar síðan. Hann stundaði lengst af verslunarstörf hjá ýmsum fyr- irtækjum og núna síðustu árin í eigin rekstri, m.a. með fram- leiðslu á fatnaði í Kína. Hann var formaður Tennisfélags Kópavogs um tíma. Viðar var mikill áhugamaður um flugu- stangveiði alla tíð og einnig tók hann ástfóstri við skotveiði síð- asta áratuginn. Hann hafði mik- ið yndi af tónlist og spilaði lista- vel á gítar. Viðar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 20. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Það er mikið tómarúm í fjöl- skyldunni okkar þegar fallin er frá þungamiðjan, yndislegur eig- inmaður og pabbi hinn mesti. Viðar var hávaxinn, hárprúður og glæsilegur maður og vakti at- hygli alls staðar þar sem hann fór. Hann talaði hátt og glaðlega og sýndi öllum nálægum áhuga. Hon- um fannst allir hafa eitthvað ein- stakt við sig og oft hætti hann ekki fyrr en hann fann hvað það var. Hann var víðsýnn og vel lesinn, hafði skoðanir á hlutum en bar mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Hann var hæfileikaríkur og einstaklega vel gefinn. Ástríður hans voru óteljandi. Má þar nefna fluguveiði helst en Viðar stundaði veiðar í öllum helstu laxveiðiám landsins frá blautu barnsbeini. Undanfarin ár hafði hann einnig verið að dunda sér við fluguhnýt- ingar. Viðar lærði á gítar sem barn og spilaði í hljómsveitum sem ung- lingur. Gítarinn lagði hann aldrei langt frá sér og fengum við litla fjölskyldan oft að njóta lifandi tón- listar Bobs Dylans í stofunni heima. Hann hafði mikinn áhuga á matargerð og var iðulega yfir- kokkur í matarveislum stórfjöl- skyldunnar. Villibráðin var hans sérsvið. Fjölskyldur okkar tengjast af- ar sterkum böndum sem hann sá um að hnýta rækilega í gegnum árin og má segja að hann hafi ver- ið kjölfestan í lífi stórfjölskyld- unnar alla tíð. Hann vann að sínum skyldu- störfum með alúð og ánægju og sá alltaf til þess að við heimilisfólkið værum sátt og heimilið skorti ekkert. Hann reyndist samstarfsfólki og starfsmönnum vel en tók oft erfiðar ákvarðanir varðandi rekst- ur og starfsmannahald en náði samt að halda vinsemd og virð- ingu við alla. Hann gat nánast gengið að hvaða starfi sem var, heillandi alla upp úr skónum. Best leið honum þó í eigin rekstri sem átti hug hans síðustu árin áður en hann veiktist og sá hann mikið eftir þeim rekstri og ætlaði sér alltaf að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Viðar var ein af þessum sterku manneskjum sem þola allt mót- læti og þakka fyrir lexíur lífsins. Sama hve erfiðar þær reynast. Hann hafði ótrúlegan lífskraft og barðist við sjúkdóminn af óút- skýranlegum krafti, kvartaði ekki og hlífði sér aldrei. Hann var dáð- ur fyrir hugrekki, áræði og líkam- lega og andlega yfirburði og fékk mann til að trúa því að hann ætlaði sér að sigrast á sjúkdómnum enda maður sem gafst aldrei upp. Drengirnir okkar eru stoltir af þessum glæsilega föður sínum. Það dró fyrir sólu, sorgin yfirtók. Svífandi sálin með englanna bók. Fljótt birti til aftur, mig heltók náð- arkraftur. Línan er stutt og bilið er lítið. Ég er hér þú ert þar. Ástin er geymd en aldrei gleymd. Daga og nætur mun ég fylgja þér og hvert sem ég fer þú verður með mér. Í huga og hjarta ei vil ég sjá þig þjást, því samvistir okkar tveggja er minning um ást. (Ingunn Erla Ævarsdóttir) Að leiðarlokum þakka ég and- lega nærandi samveru við Viðar í gegnum árin og farsælt hjóna- band. Minnist um leið allra stund- anna sem við áttum sem vinir, í rómantík og sem foreldrar. Ég vil koma á framfæri þakk- læti til Sigurðar Björnssonar krabbmeinslæknis, Hjördísar hjúkrunarfræðings sem og öllu því frábæra starfsfólki sem starf- ar á krabbameinsdeildum 11b og e við Hringbraut. Þið áttuð öll sér- stakan sess í hjörtum okkar Við- ars. Hvíl í friði ástin mín. Anna Karen Kristjánsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Með þessum fallegu orðum vilj- um við kveðja okkar yndislega mág og svila, Valdimar Viðar Tómasson, eða Vidda eins og hann var kallaður. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna okkar og sitjum við hér eftir með sorg í hjarta og mikla eftirsjá að frábær- um manni. Vidda leið best við árbakkann með stöngina í hendinni. Hann elskaði að veiða. Það var hans líf og yndi að fara í sumarbústaðinn okkar austur í Aðaldal, þar vildi hann helst vera heilu og hálfu sumrin að veiða með Tómasi Hróa syni sínum, föður sínum og tengdaföður. Viddi var mikill kokkur og hafði öll fjölskyldan mikla matarást á honum. Hann naut þess að elda fyrir aðra og vildi helst hafa fullt hús af fólki. Hann var sterkur per- sónuleiki sem átti mjög auðvelt með að hrífa fólk með sér og með honum bjó mikill kærleikur. Sýndi það sig helst í því hvað hann bar mikla umhyggju fyrir öðrum. Viddi og Anna Karen áttu fal- legt líf saman sem var uppfullt af ævintýrum. Samheldni og sam- hugur einkenndi þeirra samband. Það sýndi sig þegar þau eignuðust dóttur sína Ösp, sem var langveik og lést aðeins tæplega þriggja ára gömul, og aftur í veikindum Vidda sem þau hjónin mættu af miklu æðruleysi og baráttuhug. Anna Karen var kletturinn hans og hugsaði um hann af mikilli alúð, ást og umhyggju en hann var líka kletturinn hennar. Þrátt fyrir veikindin þá var það honum efst í huga að litlu fjölskyldunni liði sem best. Viddi var einstaklega natinn og góður pabbi og er þetta því mikill missir fyrir syni hans þrjá, Steinar, Tómas Hróa og Kristján Ara. Viddi lagði mikla áherslu á að við kæmum öll og yrðum saman hjá þeim í Fjallalindinni um jólin. Þar áttum við yndislega daga með litlu fjölskyldunni. Viddi stjórnaði okkur í eldhúsinu úr stólnum sín- um, eins og herforingi, og sá til þess að allt væri eins og það átti að vera. Á milli jóla og nýárs fórum við öll saman til Akureyrar og fögnuðum áramótunum. Þessi tími er okkur óendanlega dýr- mætur. Elsku Viddi, tíminn okkar með þér hér á jörð var allt of stuttur en við huggum okkur við að Ösp hef- ur tekið vel á móti pabba sínum og við munum hitta ykkur feðginin aftur en þangað til biðjum við góð- an Guð að hugsa vel um ykkur. Knúsaðu Ösp frá okkur. Minning- in um þig mun lifa í hjörtum okkar alla eilífð. Elsku Anna Karen, Steinar, Tómas Hrói, og Kristján Ari. Missir ykkar er mikill og við mun- um af öllu okkar hjarta og getu hugga ykkur, binda um sárin, svala sálu ykkar og þerra tárin, elskurnar okkar. Ykkar Halldór, Hólmfríður, Rakel og Baldvin. Viðar Tómasson lést eftir erfið veikindi hinn 7. janúar sl., 41 árs gamall. Hann hafði háð harða bar- áttu um tæplega tveggja ára skeið, baráttu sem var háð í stórsjó fram á síðasta dag án þess að Viðar léti nokkurn tímann bil- bug á sér finna. Viðar ætlaði sér að sigrast á meinum sínum, og með því hugarfari tók hann virkan þátt í lífinu allt þar til yfir lauk. Lokin komu bæði snöggt og óvænt, og áfallið er mikið. Sá Við- ar sem ég kynntist fyrir um 15 ár- um er ekki sami maður og ég kveð í dag. Hann var hávaxinn og glæsilegur maður, vel til hafður og svo rétt orð séu notuð, mikill töffari. Skömmu eftir að ég hitti hann fyrst tók hann upp samband við Önnu Karen frænku mína, og myndaðist þá með okkur ágætur vinskapur. Tveimur árum síðar fæddist þeim sonur, Tómas Hrói, en fyrir átti Viðar soninn Steinar. Og ári síðar fæddist Ösp. Frá því seint á meðgöngunni hafði legið fyrir að Ösp hefði dregið erfið spil í þessu lífi. Það duga engin orð til að lýsa því sem Viðar og Anna Karen gengu í gegnum næstu tvö árin. Litla fallega Ösp lést rúm- lega tveggja ára gömul, hinn 3. desember árið 2002. Árið 2009 fæddist svo lítill strákur, Kristján Ari. Hvort sem erfið lífsreynsla eða eðlilegur lífsþroski var að verki má segja að Viðar hafi breyst töluvert og vaxið sem mað- ur. En sumt breyttist aldrei, sem betur fer. Hann var aldrei neinn hófsemdarmaður. En gagnstætt hófsemdinni þarf ekki að standa óhóf. Viðar var ástríðumaður. Ástríðan gat brotist út í vinnusemi og drifkrafti, persónueinkennum sem viðskiptafélagar og sam- starfsmenn nutu góðs af. Hún gat brotist út í dillum eins og áhuga á indversku kryddi, balsamik-ediki, kofareyktu hangikjöti og alls kyns öðrum lystisemdum. Og ekki voru það fáir sem nutu góðs af því. Og að sjálfsögðu braust ástríðan út í áhugamálunum; tennis, veiði og tónlist. Og raunar bara gagnvart hverju sem vakti með honum áhuga. Hin síðari ár fann ég glöggt hversu athugull hann var. Hann var vel að sér um æði margt sem átti sér stað í stórfjölskyld- unni, og hafði gagnvart því bæði sinnu og skoðun. Og hann stóð með manni, alltaf. Þó að Viðar hafi dregið erfið spil í lífinu, og sum þeirra hin erf- iðustu sem við getum hvert og eitt hugsað okkur, þá dró hann líka góð spil. Hann átti nána fjöl- skyldu, og drengirnir hans eru honum allir góður vitnisburður. Ástríðumaðurinn Viðar elskaði og dáði hana Önnu Karen sína. Einn daginn milli jóla og nýars sátu þau hjá okkur að spjalli, og spurði þá Viðar hvort við hefðum tekið eftir því hvað konan hans væri falleg, hann hefði bara ekki verið búinn að taka eftir því fyrr þann daginn. Anna Karen fussaði, sagðist bara hafa verið að blása hárið á sér, en gat ekki leynt brosinu. Og Viðar hélt áfram að horfa fullkomlega einlægur og fullur aðdáunar, svo dauðveikur. En svo lifandi, allt til loka. Ég og eiginmaður minn, Magn- ús Rúnar Magnússon, viljum senda samúðarkveðjur til Önnu Karenar, sona Viðars, sem og til allra annarra aðstandenda og ást- vina. Hjördís Halldórsdóttir. Kæri vinur. Það er mjög erfitt að kveðja þig svona snemma því maður gerir ráð fyrir að hafa vini sína alltaf hjá sér. Við höfum alltaf þekkst, kynntumst átta ára í Langholtsskóla og höfum fylgst að síðan þá. Ævi okkar er rétt tæplega hálfnuð og ég reiknaði með því að við myndum halda áfram að hittast fram á elliárin. Sem betur fer á ég margar og góð- ar minningar um þig og þann tíma sem ég hef átt með þér og mun rifja þær reglulega upp. Þú varst svo óeigingjarn og gjafmildur og kenndir mér að meta góðan mat og að hafa augun opin fyrir fal- legum hlutum. Þú varst alltaf sjálfstæður og sterkur og ég vonaði að þú myndir ná að sigrast á þessu eins og öllu öðru sem þú hefur gert. Þú varst samt áhyggjufullur rétt fyrir jól og vildir að við heyrðumst á hverj- um degi rétt eins og þú vissir eitt- hvað meira þótt þú létir ekki á neinu bera. Hringdir svo í mig eldsnemma tveimur dögum fyrir jól og vildir að pabbi þinn saumaði á okkur eins jakka. Ég mun alltaf varðveita jakkann og bera hann við hátíðleg tækifæri. Það er óþægileg og sorgleg til- hugsun að hafa þig ekki lengur og ég kveð þig með miklum söknuði. Við Birna biðjum algóðan Guð að hlúa að fjölskyldu þinni, sem þér þótti svo undurvænt um, og ást- vinum þínum öllum á þessum erf- iðu tímum. Þinn einlægur vinur, Valur Gunnarsson. Einn af okkar bestu kaup- mönnum af yngri kynslóðinni er fallinn frá. Viðar var verslunar- maður fram í fingurgóma. Hæfi- leikar hans lágu í vöruþekkingu, næmu auga fyrir framstillingu á vörum, þjónustulund við við- skiptavini og einstökum dugnaði. Einnig var Viðar mjög fróður um marga hluti. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Faðir Viðars er Tómas Sveinbjörnsson, einn af okkar fremstu klæðskerum sem hefur stjórnað mörgum af stærstu fata- framleiðslufyrirtækjum landsins í gegnum tíðina. Föðuramma Við- ars er Anna Hertervig sem rak verslunina Túngötu 1 á Siglufirði í áratugi með slíkum myndarbrag að landsþekkt var. Kvenskörung- ur hinn mesti sem lifir sonarson sinn. Við hjónin höfum verslað við þessa þrjá ættliði í gegnum tíðina og bar þar aldrei skugga á. Kynni okkar Viðars hófust þeg- ar hann byrjaði að starfa hjá Rúmfatalagernum sem aðstoðar- verslunarstjóri og síðar verslun- arstjóri. Viðar var miklum hæfi- leikum gæddur. Hann var ósérhlífinn, heiðarlegur og hinn mesti dugnaðarforkur. Hann hafði mikinn áhuga á starfi sínu og vildi alltaf gera betur í dag en í gær. Hann kynnti sér keppinaut- ana vel og sá hvar mátti sækja fram. Hann, ásamt öðru góðu fólki í Rúmfatalagernum, byggði upp söluhæstu búðina á öllum Norð- urlöndum hjá þessari verslunar- keðju. Við ferðuðumst oft með Viðari og Önnu Karen til Kína, þar sem við sóttum vörusýningar. Það var gaman að fylgjast með Viðari koma inn á risastóra vörusýningu þar sem þúsundir fyrirtækja sýndu framleiðslu sína. Fyrir hon- um var þetta eins og að koma að fallegri og gjöfugri laxveiðiá á Ís- landi. Hann var fljótur að sjá út bestu fyrirtækin með góðar vörur fyrir íslenska neytendur. Alveg eins og hann fann út bestu hylina í laxveiðiám og setti í væna laxa. Viðar var alla tíð mjög mikill lax- veiðimaður og undi sér hvergi bet- ur en úti í náttúrunni með veiði- stöng í hendi. Einnig hafði hann mjög gaman af að fara til rjúpna og á gæs. Í þessum Kínaferðum kynntumst við hversu góður og ljúfur drengur Viðar var, hvernig hann vildi þóknast öðrum og láta gott af sér leiða. Það sama á við um Önnu Karen. Þau voru sam- heldin og báru virðingu hvort fyr- ir öðru. Það var ánægjulegt að taka þátt í brúðkaupi þeirra á Búðum á Snæfellsnesi. Við ferðuðumst ekki aðeins með þeim hjónum í Kína heldur einnig á Íslandi. Allt eru þetta ógleymanlegar ferðir. Öðrum eins eðalkokkum höfum við vart kynnst. Þau kunnu að bera fram bæði mat og drykk. Nærvera þeirra hjóna var alltaf ljúf, skemmtileg og þægileg. Fyrir það þökkum við. Fljótt skipast veður í lofti. Í baráttunni við illvígan sjúkdóm sýndi Viðar hvaða eiginleikum hann var gæddur. Lífsviljinn var sterkur til síðasta dags. Hans sterka stoð í lífinu var Anna Kar- en ásamt föður sínum og allri fjöl- skyldunni. Virðing okkar fyrir þeim og Viðari í þessum veikind- um er djúpstæð. Við vottum Önnu Karen, drengjunum, Tómasi, Önnu Her- tervig ásamt fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Guð blessi góðan dreng. Anna María og Ágúst Ármann. Dimmir í hjarta og dimmir í sál, dapur ég stari út í bláinn. Hvers virði er hróður, kostir og prjál er hvetur maðurinn ljáinn? Núna sefur þú hinn síðasta blund, sorgir nístir hverja flakandi und. Sit ég hnípinn og hljóður er komum saman á kyrrlátri stund að kveðja ástvin og bróður. Ég hef kallað, kveinað og spurt: Hvað á svona að þýða, í blóma lífsins er rifinn í burt? Ég berst við sorg og kvíða. Mig langar ekki að ganga leiðinu að, mér líður illa á þeim volaða stað, segir stúlka og stamar. Ég hugsa alltaf og ákaft um það að sjáumst aldrei framar. Bæla þau grátinn í bekkjunum nær, blessaður klerkurinn stynur. Þar sitja börnin sem þér voru kær, þarna er ástin þín vinur Nú slær kantorinn hinn síðasta hljóm, svarar líkaböng með niðdimmum róm, svo ýfast hjartasárin. Er gengur röðin, til grafar með blóm getur ei hamið tárin. Í dauðans angist ég ákalla þig. Er allt dæmt til að hverfa? Hvað um börnin, hvað verður um mig hver mun landið erfa? Þá heyrði ég raddir sem að himnum í frá hvísla að mér, víst hann lifir, og sjá: brostu nú, kæri bróðir. Þar eru vinir hans englunum hjá og hans elskaða móðir. (Hannes Blandon) Hvíl í friði kæri vinur. Pétur Þórir Pétursson. Valdimar Viðar Tómasson Elsku amma Veiga. Áður en ég kveð þig langar mig að segja nokkur orð við þig. Síðustu ár hafa verið kapp- hlaup hvert fyrir sig. Ef ég hefði þurft að velja á milli þín og vina minna hefði ég alltaf valið þig, þú varst minn fyrsti valkostur. Alltaf hef ég elskað þig og þótti mjög vænt um þig. Þegar þú varst uppi á sjúkra- húsi og tókst um höfuðið á mér Sigurveig María Sigvaldadóttir ✝ SigurveigMaría Sig- valdadóttir fæddist á Svalbarðsseli í Þistilfirði 17. apríl 1942. Hún lést 8. janúar síðastliðinn. Útför Sig- urveigar Maríu fór fram frá Akureyr- arkirkju 16. janúar 2012. og lagðir það á maga þinn þá fann ég hlýju, umhyggju og ást sem þú veitt- ir mér alltaf. Þú varst alltaf sterk og bjartsýn á að þér myndi batna. Fyrsti dagurinn þinn á Hlíð er mér eftirminnilegur en þá lágum við sam- an í rúminu þínu og kúrðum saman og þú varst vel vakandi. Þegar þú greindist aft- ur síðastliðið sumar var það mér mikið áfall. Ég vildi alltaf vita um líðan þína á hverjum einasta degi og þú varst efst í huga mér og mun ég alltaf elska þig. Þetta er hinsta kveðja frá mér til þín. Hvíl í friði. Þinn Jörundur sonarsonur. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.