Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012
✝ Margaret Al-geo fæddist í
Winnipeg 31. ágúst
1929. Hún lést í
Calgary í Kanada á
nýársdag, 1. janúar
2012. Hún var dótt-
ir hjónanna Mar-
grétar Jónsdóttur
Sigurðssonar og
Thorsteins Jóns-
sonar Þorsteins-
sonar. Foreldrar
hennar voru bæði íslenskrar
ættar, börn landnema sem flutt-
ust til Kanada á seinni hluta
nítjándu aldar. Þorsteinn faðir
Margrétar var yngsti sonur
hjónanna Solveigar Bjarnadótt-
ur frá Gufuskálum á Snæfells-
nesi og Jóns Þorsteinssonar frá
Ytri-Hraundal í Mýrasýslu, en
vestra tóku þau upp ætt-
arnafnið Stone. Elsti sonur
þeirra, Þorleifur, varð hins-
vegar eftir á Íslandi og á hér af-
komendur sem eru í góðu sam-
bandi við ættingja sína vestra.
Margrét móðir hennar var dótt-
ir Jóns Sigurðssonar frá Hálsi í
Kinn í Þingeyjarsýslu og Pálínu
Þórðardóttur frá Eyrarlandi á
Akureyri. Hefur
föðurætt Mar-
grétar verið rakin
allt til landnáms-
mannsins Helga
magra. Margaret
átti sex systkini,
fimm þeirra eru
látin, en Dorothy
Pound, yngsta syst-
irin, lifir hana.
Margaret giftist
rúmlega tvítug Te-
rence Algeo (látinn) sem var af
skoskum ættum og eignuðust
þau fjögur börn, sem eru: Jessie
Algeo hjúkrunarfræðingur, bú-
sett í Victoria, BC, hún á tvær
dætur og dótturdóttur; Peggy
heimilisfræðikennari, búsett í
Calgary, gift Don Chudzy, þau
eiga tvær dætur, Christopher
tæknifræðingur og verktaki,
býr í Calgary, kvæntur Cheryl
Algeo, þau eiga tvö börn; og
William sjúkrahústæknifræð-
ingur sem býr í Winnipeg,
kvæntur Wendy Algeo og eiga
þau þrjá syni.
Bálför hefur farið fram.
Minningarathöfn verður í Calg-
ary í dag, 20. janúar 2012.
Fækkað hefur um einn í þeim
trúlega fámenna hópi Vestur-Ís-
lendinga, sem eru íslenskir í báð-
ar ættir. Margaret, sem alltaf
gekk undir nafninu Peggy, ólst
upp í Winnipeg í stórum systk-
inahópi. Í húsinu bjó einnig
amma hennar, Solveig, sem náði
háum aldri en talaði aldrei annað
en íslensku. Peggy fór oft í sendi-
ferðir fyrir ömmu sína og þurfti
því að læra ýmis orð á íslensku en
í þá daga var ekki lögð áhersla á
að börn innflytjenda lærðu mál
gamla landsins. Það þótti vera
þeim heldur til trafala við að
komast áfram í nýja landinu. En
amma var alltaf kölluð amma og
það orð hefur haldist í fjölskyld-
unni allt til þessa dags.
Terence maður Peggyar var
mikill áhugamaður um flug og
meðal annars smíðaði hann sér
einkaflugvél í bílskúrnum sínum
en þegar plássið í skúrnum varð
of lítið, flutti hann skrokkinn inn í
dagstofu fjölskyldunnar og hélt
þar áfram smíðinni. Um þetta
ævintýri skrifaði Peggy bók sem
var prentuð og gefin út í Winni-
peg undir nafninu: „An Airoplane
in my Livingroom“. Smíðinni
lauk og Peggy fékk stofuna sína
aftur en þau hjónin flugu vítt og
breitt á flugvélinni á næstu árum,
meðal annars einu sinni alla leið
til Flórída.
Á fyrsta áratug þessarar aldar
endurnýjuðust kynni fjölskyldn-
anna í Kanada og á Íslandi með
tíðari ferðum milli heimsálfanna
og svo þegar með tilkomu netsins
var hægt að hafa allt að því dag-
leg samskipti. Peggy kom til Ís-
lands í fylgd mestallrar fjöl-
skyldu sinnar árið 2003 og urðu
þá fagnaðarfundir. Hún hafði þá
aftur hafið háskólanám við Mani-
toba-háskóla og útskrifaðist það-
an tveim árum seinna með BA-
gráðu í mannfræði, 73 ára gömul.
Það sumar kom hún í aðra Ís-
landsferð, þá í fylgd með Chri-
stopher syni sínum, sem er mikill
útivistarmaður og notaði tímann
til hjólreiða um sveitir landsins.
Peggy naut þess mjög að vera á
„gamla landinu“ ferðast um og
skoða slóðir forfeðra sinna, bæði
vestanlands og norðan. Hennar
verður minnst sem frábærrar
konu, hún var hress og kát og
hvers manns hugljúfi. Það voru
forréttindi að fá að kynnast henni
og fjölskyldu hennar.
Edda og Jóhann,
Hveragerði.
Jóhanna og Magnús,
Kópavogi.
Margaret (Peggy
Thorsteinsdóttir) Algeo
✝ SigurðurGunnar Krist-
jánsson, sjómaður,
verkamaður og síð-
ar múrari, fæddist
á Akrahóli í
Grindavík 8. októ-
ber 1929. Hann lést
10. janúar 2012.
Foreldrar hans
voru Kristján Sig-
urðsson, f. 12. des-
ember 1908, d. 22.
desember 1996, og Margrét
Sigurðardóttir, f. 28. febrúar
1909, d. 13. október 1994.
Systkini Sigurðar eru Björg S.
Kristjánsdóttir, f. 13. október
1931, og Ólafía K. Kristjáns-
dóttir, f. 10. desember 1940, d.
25. september 1999.
Hinn 8. október 1954 giftist
Sigurður Þorgerði Halldórs-
dóttur, f. 15. júní 1928, d. 7.
nóvember 2006. Foreldrar
hennar voru Jóna Magnúsína
Þóroddsdóttir, f. 7. janúar 1900,
d. 13. desember 1981, og Janus
Þorbjarnarson (fósturfaðir), f.
14. ágúst 1903, d. 25. mars
1980.
Sigurður og Þorgerður eign-
uðust fjögur börn. a) Guð-
mundur Marvin, f.
27. maí 1954, sam-
býliskona hans er
Edda Auðardóttir,
f. 27. desember
1960, þau eiga þrjú
börn, Evu Rún,
Sunnu Úrsúlu og
Ingvar Marvin, fyr-
ir átti hann þrjú
börn, Sigurð Mar-
vin, Karen Ósk og
Guðmund Stefán.
b) Margrét Kr., f. 16. febrúar
1960, maki Róbert Henry Vogt,
f. 19. ágúst 1964, saman eiga
þau soninn Anthony Evans. c)
María Þóra, f. 29. október 1963,
maki Gísli G. Gíslason, f. 3. jan-
úar 1961, saman eiga þau tvær
dætur, Erlu Jónu og Þorgerði.
d) Magnús Jenni, f. 3. apríl
1965, hann á soninn Kristófer
Jóel. Fósturdóttir Sigurðar er
Guðbjörg Sölva Gísladóttir, f. 2.
febrúar 1948, maki Sigurður J.
Guðjónsson, f. 31. mars 1947,
þau eiga þrjár dætur, Gerði,
Bjarklindi og Maríu Ólöfu.
Útför Sigurðar verður gerð
frá Grindavíkurkirkju í dag, 20.
janúar 2012, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Minning um hann pabba
minn.
Nú er hann pabbi kominn til
mömmu, ekki voru nú mörg ár á
milli þeirra, mamma varð bráð-
kvödd 7. nóvember 2006, svo það
eru fimm ár, tveir mánuðir og
þrír dagar á milli þeirra. Og
maður fann og sá að hann hafði
misst mikið eftir að hún fór. Og
hann var mjög duglegur að
koma mörgum sinnum á dag í
heimsókn og borða með okkur.
Með fyrstu minningum sem
maður á um hann er þegar hann
vann hjá Fiskimjöli og lýsi hér í
bæ, og lyktin fór ekki vel í mann,
sérstaklega í matartímum, hann
gat nú ekki alveg skilið það. Svo
vann hann lengi við múrvinnu og
tók sveinsprófið 1976. Hann
pússaði Landsbankann, elliheim-
ilið og kirkjuna auk fjölmargra
húsa. Svo var harmonikkan aldr-
ei langt undan sem hann var
mjög iðinn við að spila á áður
fyrr, það voru alltaf sérstakir
harmonikkudagar. Svo var alltaf
spilaður manni á fimmtudags-
kvöldum og hlustað á útvarps-
leikritið, og alla tíð hefur manni
þótt vænt um þann tíma. Mikið
var farið í útilegur á sumrin,
fyrst með lítið tjald, svo hús-
tjaldið sem manni þótti algjör
paradís með sérsvefnherbergi,
svo kom tjaldvagninn ’82 sem
var mikið notaður. Þau voru
mjög ánægð með húsið sem þau
byggðu og við fluttum í 1974,
þau voru í því til ársins 2006, en
þetta var hús númer tvö sem þau
byggðu. Hann greindist með
krabbamein 22. september og
var það komið víða í hann. Og
ekki vildi hann nú þiggja of
mikla aðstoð, það var bara fyrir
gamla fólkið, en hann sættist á
að fá smáheimahjúkrun. Hann
var lagður inn á Sjúkrahús
Keflavíkur 28. desember og var
þar til 5. janúar, þá var hann bú-
inn að fá nóg þar, það var ekkert
að honum. Svo var hans síðasta
ferð þangað aðfaranótt 10. jan-
úar, og var hann látinn kl. 8.30
um morguninn. Hann var einn af
þeim sem aldrei kvarta. Svo ekki
átti hann í þessum veikindum
lengi, og þó að það sé mjög erfitt
að sætta sig við að hann sé far-
inn er maður sáttur að hann
kvaldist ekki mikið. Man hvað
hann var ánægður þegar við
héldum upp á áttræðisafmælið
hans með pomp og prakt, og
fengum tvo harmonikkuleikara
til að spila. Eins var hann
ánægður þegar ég hélt upp á
mitt afmæli, vorum að rifja upp
sögur úr því, og mikið var hlegið.
Honum leiddist ekki í góðum
félagsskap, þó að hann sækti
ekki mikið í hann sjálfur seinni
árin. Hann var alla tíð mjög ljúf-
ur og greiðvikinn, og við systk-
inin vissum alveg við hvern við
áttum að tala til að vera lengur
úti eða fá bílinn lánaðan, og fljót-
ur var hann að aðstoða mann við
að pússa eða annað sem til féll.
Og það var mjög ljúft og gott að
fá að hafa hann yfir jólin. Hann
fór á alla heimaleiki sem hann
komst á í körfubolta og fótbolta,
kom svo við og lét vita hvernig
fór. Sendum þakklæti til starfs-
fólks Víðihlíðar Sjúkrahúss
Keflavíkur fyrir alla aðstoðina
og Ingu fyrir heimaþrifin.
Hvíl í friði elsku pabbi.
Margrét Sigurðar.
Sigurður Gunnar
Kristjánsson
✝ Jakobína Sig-urvinsdóttir
fæddist á Völlum í
Eyjafjarðarsveit
16. nóvember
1932. Hún lést á
heimili sínu
Barmahlíð 6 á Ak-
ureyri 9. janúar
2012. Foreldrar
hennar voru Guð-
laug Þóra Frið-
riksdóttir, f. 8.
apríl 1899, d. 26. júlí 1990, og
Sigurvin Jóhannesson, f. 11.
júlí 1891, d. 10. sept. 1980.
Systkini Jakobínu eru níu en
fimm þeirra létust á unga
aldri. Friðrik, Páll, Sigurlína
Guðrún og María Freygerður
dóu úr berklum. Kristín var
talin hafa dáið úr heilahimnu-
bólgu. Valgerður, f. 6. ágúst
1918, d. 24. maí 1996 og Mar-
grét Lilja, f. 7. júní 1930, d.
20. maí 1997 komust á efri ár.
Eftirlifandi systur Jakobínu
eru Freyja Pálína, f. 16. feb.
1943 og Kristín Friðrika, f. 12.
jan. 1938.
Jakobína giftist Gesti J.
Kristinssyni, f. 17. apríl 1910,
d. 21. maí 1956, hinn 11. júlí
1952 og bjuggu þau lengst af í
Ytra-Dalsgerði, Eyjafjarð-
arsveit. Saman eignuðust þau
fimm börn, þau eru 1) Friðrik,
1977, sambýliskona er Jóna K.
Sigurjónsóttir; Soffía Björk, f.
10. mars 1984, unnusti Stefán
Þ. Hauksson og eiga þau einn
strák; Arnar Logi, f. 21. maí
1988, sambýliskona hans er
Elfa D. Ólafsdóttir og á hann
eina dóttur. 4) Rósa Sigurlaug,
f. 24. mars 1953, eiginmaður
Sigurgeir Steindórsson, f. 25.
nóv. 1954. Börn þeirra eru:
Hrafnhildur Sólrún, f. 25. feb.
1973, eiginmaður Tómas P.
Sævarsson, þau eiga tvær dæt-
ur; Steindór Björn, f. 28. apríl
1979, sambýliskona Halldóra
Brynjólfsdóttir; Valur Guð-
björn, f. 19. júní 1986, eig-
inkona Laufey Jónsdóttir, þau
eiga eina dóttur. 5) Kristín
Hlín, f. 25. nóv. 1955, sam-
býlismaður Sigurður H. Jó-
hannsson, f. 20. maí 1959.
Börn Kristínar eru: Heiðar
Gestur, f. 28. ágúst 1975; Ár-
mann Hólm, f. 23. sept. 1981,
hann á þrjár dætur; Telma Sif,
f. 25. ágúst 1993.
Árið 1957 hófu Arnbjörn
Karlesson, f. 14. júní 1930, d.
25. sept 2009, og Jakobína
sambúð. Árið 1973 fluttu þau í
Barmahlíð 6 á Akureyri. Dótt-
ir Jakobínu og einkadóttir
Arnbjörns er Birna Ingibjörg,
f. 13. ágúst 1959. Börn Birnu
eru Arnbjörn Böðvarsson, f.
26. okt. 1979 og Svandís Böðv-
arsdóttir, f. 5. júní 1985, sam-
býlismaður Símon Þ. Sím-
onarson, þau eiga tvö börn.
Útför Jakobínu fer fram frá
Glerárkirkju í dag, 20. janúar
2012, kl. 13.30.
f. 14. jan. 1950,
eiginkona Susana
T. Araojo, f. 31.
maí 1962. Börn
Friðriks eru: Gest-
ur, f. 2. maí 1971,
og á hann eitt
barn; Magnea, f.
30. júní 1972, sam-
býlismaður Brynj-
ólfur Brynjólfsson,
þau eiga fimm
börn; Margrét
Lilja, f. 15. feb. 1982, sam-
býlismaður Sigvaldi B. Magn-
ússon; og fósturdóttirin Sara,
f. 23. nóv. 1993. 2) Ingólfur
Marinó, f. 4. maí 1951, eig-
inkona Marites T. Talle, f. 21.
júlí 1970. Börn Ingólfs eru:
Gestur, f. 10. maí 1978; Inga
Þórey, f. 10. júlí 1980, sam-
býlismaður Jón S. Sigtryggs-
son, þau eiga eitt barn, fyrir
átti Inga tvö börn. Fóst-
urdóttir Ingólfs er Jóna S.
Svavarsdóttir, f. 23. okt. 1975,
sambýlismaður Sigþór Ragn-
arsson, hún á fimm börn og
eitt barnabarn. 3) Björn Gunn-
ar, f. 30. mars 1952, eiginkona
Filippía Ingólfsdóttir, 6. jan.
1956. Börn þeirra eru: Ing-
ólfur Árni, f. 8. ágúst 1976,
kvæntur Bryndísi L. Bryn-
geirsdóttur, þau eiga þrjú
börn; Þorbjörn, f. 30. ágúst
Elsku mamma og vinkona.
Þegar ég hugsa til baka þá er
það svo ótalmargt sem ég þarf að
þakka þér fyrir. Allar samveru-
stundirnar okkar og hversu mikil
mamma og amma þú varst. Þú
varst alltaf tilbúin að passa börn-
in mín og ég þurfti aldrei að
missa úr vinnu því þú varst alltaf
heima og tilbúin að grípa inn í.
Öll ferðalögin sem við fórum
með ykkur Adda eru ómetanleg.
Við ferðuðumst saman um landið
þvert og endilangt. Addi og Sig-
urgeir höfðu þó miklu meiri
áhuga á öræfunum en ég og þú.
Við nýttum þá tímann og fórum í
búðir og skoðuðum kaupfélögin
sem voru í nágrenninu. Sérstak-
lega eftirminnileg er hestaferðin
sem við fórum bara í tvær í
Húsafelli þegar Addi og Sigur-
geir fóru upp á jökul. Við fundum
okkur alltaf eitthvað spennandi
og áhugavert að gera þegar þeir
félagar fóru á vit ævintýranna.
Vorin voru líklega þinn uppá-
haldstími. Þú yngdist um ein 20
ár þegar sauðburður hófst og það
var eins og þú þyrftir ekkert að
sofa. Þú tókst yfirleitt seinnipart
nætur og morgunvaktina. Við
Birna systir tókum yfirleitt fyrri-
part nætur og kvöldvaktina. Á
þessum tíma var ég að passa
Rósu og seinna Róslín og tókum
við þær auðvitað með okkur. Þar
fengu þær að kynnast hestum,
kindum og sauðburði. Kindurnar
þurftu mismikla hjálp og yfirleitt
höfðum við nesti með okkur, s.s.
kringlur, kaffi og kleinur, og
borðuðum það sitjandi á hey-
böggum. Á þessum tíma fannst
okkur við hafa setið nýlega í ná-
kvæmlega sömu sporum með
börnunum mínum, Hröbbu,
Steindóri og Val, en þarna sátum
við með barnabörnunum okkar.
Dýr voru þér alltaf mjög hug-
leikin. Þú þurftir yfirleitt ekki
nema að líta á hestana til að vita
af hvaða kyni þeir voru. Eitt
svona dæmi höfum við þegar
Hrabba útskrifaðist úr Háskól-
anum 2003. Útskriftarveislan var
haldin í sveitinni og Jón Björns-
son og Sigrún Jakobsdóttir komu
ríðandi þangað. Þú leist út úr
fellihýsinu þínu og sagðir strax
að hesturinn hans Jóns væri und-
an Hrafni frá Holtsmúla. Jón
sagði það rétt og bauð þér á bak.
Leist þér miklu betur á hestinn
hennar Sigrúnar og þrátt fyrir að
vera á þessum tíma orðin 70 ára
vippaðir þú þér í hnakkinn eins
og ung stúlka. Það var virkilega
gaman að sjá þig á baki og
hversu hestlagin þú varst alltaf.
Þú hafðir greinilega engu
gleymt.
Oft á ég eftir að sakna þín og
leiðsagnar þinnar.
Með kærri þökk fyrir allt.
Þín dóttir,
Rósa Sigurlaug Gestsdóttir.
Elsku amma.
Mikið af minningum kemur
upp í hugann nú þegar þú hefur
kvatt okkur. Að mörgu leyti hef
ég verið einstaklega heppin að
eiga þig fyrir ömmu. Þú tókst að
þér að passa mig þegar nokkrir
aðrir voru búnir að gefast upp á
að reyna það. Þú vissir að ef ég
hefði nóg fyrir stafni væri þetta
ekkert mál. Ef svo var ekki fór
ég hins vegar að gera mis vel
séðar tilraunir. Þú og afi fóruð í
það minnsta að kalla mig Emil af
einhverri ástæðu.
Ég var aðeins 8 ára þegar við
fluttum í þarnæsta hús. Þú varst
alltaf heima þegar ég kom heim
úr skólanum og ég gat alltaf leit-
að til þín. Ef það var kalt gafstu
mér eitthvað heitt að drekka og
alltaf gast þú hlýjað kaldar tásur.
Við höfum eytt ótrúlega miklum
tíma í að rökræða (mishátt) um
öll heimsins mál og spila á spil.
Þessi tími er ómetanlegur fyrir
mig og ég vildi óska að öll börn
hefðu einhvern fullorðinn til að
koma heim til eftir skóla.
Þú kenndir mér allskonar
hluti sem virðast mismikilvægir
og misskemmtilegir. Ég get ekki
sagt að ég hafi haft gaman af því
að læra að búa til rúllupylsur eða
hreinsa punga. Hins vegar met
ég mikils allt það sem þú kenndir
mér í sambandi við dýr hvort
sem það voru kýr, hestar, kindur
eða hundar. Skemmtilegust var
hestamennskan. Oft varstu harð-
ur kennari enda mátti enginn frá
Ytra-Dalsgerði, hvorki knapi né
hestur, ekki standa sig afburða-
vel. Viljalítill knapi eða hestur
átti að eyða tíma sínum í eitthvað
annað. Náttfarakynið var og er
talið með mjög gott geðslag en
„Gerðakynið“ á til fádæma þver-
móðsku og þráa en kannski á
góðum degi kallast þetta stað-
festa. Þú varst aldrei ánægð þeg-
ar ég heimfærði kennslu þína í
kynbótum upp á okkur í fjöl-
skyldunni og naut ég þess mikið
að ergja þig á þessu.
Við ferðuðumst líka mikið
saman og ég lærði mikið af þér
og afa. Afi þekkti allar Íslend-
ingasögurnar og tók mig alltaf í
sögukennslu þegar við ferðuð-
umst. Af þér lærði ég líklega
mest í stjórnun. Þú stjórnaðir
alltaf öllu og varst dugleg að
skipa fyrir. Ég held að það sé
ekki tilviljun að ég er með gráðu
í stjórnun í dag og elski starfið
mitt bæði við stjórnunina og við
að leiðbeina og kenna stórum
nemendahópum.
Guð blessi þig og varðveiti,
elsku amma
Hrafnhildur Sólrún
Sigurgeirsdóttir.
Elsku amma. Þú varst konan
sem ég kom alltaf að spilandi eða
að leggja kapal. Þú varst sú sem
alltaf reyndir að fá mig til að
borða helling af ekkert svo góð-
um, eiginlega „ógeðslegum“ súr-
mat. Þegar ég hugsa til baka
tengi ég þig við salt hrossakjöt
því þú gerðir besta saltaða
hrossakjötið sem fyrirfinnst.
Annan fótinn á þér kallaðir þú
sjálf „vitlausa“ fótinn. Ég veit
ekki af hverju þú kallaðir hann
það en mér tókst alltaf að stíga á
hann eða traðka á honum. Ég get
ekki með nokkru móti talið öll ó-
in og æ-in sem mér tókst að fá
þig til að framkalla með brussu-
skapnum í mér.
Þér þóttu fjólublá blóm ein-
staklega falleg og það þótti mér
eiginlega líka. Einu sinni keyptir
Jakobína
Sigurvinsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Lý.
Síðast þegar við hitt-
umst áttum við alveg frá-
bæra stund saman. Það var
á aðfangadagskvöld og við
vorum að færa þér jólamat-
inn. Þú varst ein heima og
við áttum athygli þína
óskipta. Ég sýndi þér kjól-
inn sem ég hannaði og
teiknaði sjálf. Amma Róslín
hjálpaði mér svo að sauma
hann. Þú varst svo glöð og
ánægð með hann og hrós-
aðir mér mikið. Því miður
gátum við ekki spilað í
þetta skipti en ég hlakka til
að svindla á þér í spilum
næst þegar við hittumst.
Róslín Erla Tómasdóttir.