Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012 ✝ Sigríður Guð-jónsdóttir fæddist á Forn- usöndum undir Eyjafjöllum 17. september 1923. Hún lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Landakotsspítala 11. janúar 2012. Foreldrar Sig- ríðar voru hjónin Guðríður Jóns- dóttir frá Reynishólum í Mýrdal, síðar húsfreyja á Fornusöndum undir Eyjafjöllum, f. 20. júní 1886, d. 17. apríl 1974, og Guð- jón Einarsson frá Neðri-Dal undir Eyjafjöllum, síðar bóndi á Fornusöndum undir Eyjafjöll- um, f. 29. júlí 1986, d. 30. ágúst 1968. Systkini Sigríðar eru: Pál- ína, f. 29. október 1914, Einar, f. 2. febrúar 1916, d. 29. ágúst 1982, Jón, f. 27. mars 1917, d. 21. október 1994, Sigurður, f. 27. nóvember 1918, d. 31. júlí 2007, Egill, f. 15. janúar 1921, d. 16. febrúar 1994, Elín, f. 4. maí fjögur látin. Barnabarnabörnin eru 17. Sigríður flutti átta ára að aldri ásamt foreldrum sínum og systkinum að Berjanesi í Land- eyjum. Hún kvaddi heimahag- ana 18 ára gömul er hún fór í Húsmæðraskólann á Laug- arvatni. Að þeim tíma liðnum starfaði hún um tíma á tann- læknastofu í Vestmannaeyjum. Síðan flutti Sigríður til Reykja- víkur og starfaði lengst af sem verslunarkona, síðast hjá Þor- steini Bergmann í kringum 30 ár. Sigríður og Haukur höfðu mikið yndi af ferðalögum innan- lands og utan. Þau höfðu bæði mikinn áhuga á tónlist og sungu í mörg ár með Rangæing- akórnum í Reykjavík. Sigríður var félagslynd kona. Hún var virk í félagsstarfi aldraðra og í Korpúlfum, félagi eldri borgara í Grafarvogi, alveg fram að and- láti. Hún hafði gaman af spila- mennsku, spilaði félagsvist og brids, þá hafði hún líka mikinn áhuga á að vinna með gler og mála dúka o.fl. og var hún sann- kallaður listamaður í sér og eiga flestir nánustu ættingjar fallega glermuni eftir hana. Sigríður verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, 20. janúar 2012, kl. 13. 1926, og Guðlaug, f. 13. október 1929. Sigríður gifti sig 20. janúar 1948 Hauki Guðjónssyni sjómanni og síðar bifreiðarstjóra, f. 4. október 1923, d. 13. febrúar 1997. For- eldrar hans voru Ragnheiður Krist- jánsdóttir sauma- kona, f. 10. október 1885, d. 19. september 1970, og Guðjón Kristinn Jónsson múr- ari, f. 22. september 1879, d. 1. desember 1962. Sigríður og Haukur eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Guðjón Ómar, f. 9. mars 1948, maki Sveinbjörg Pálmadóttir. 2) Ragnheiður, f. 27. febrúar 1949, maki Brynj- ólfur Sigurbjörnsson. 3) Sveinn, f. 27. desember 1950, maki Sig- ríður V. Magnúsdóttir. 4) Guð- ríður, f. 25. maí 1952, maki Óm- ar Einarsson. 5) Hrafnhildur, f. 5. febrúar 1956. Barnabörn Sig- ríðar og Hauks eru 16 á lífi, og Andlát móður minnar Sigríðar Guðjónsdóttur kom ekki á óvart og trúlega var það henni ekki á móti skapi að kveðja þennan heim. En síðustu vikurnar voru henni erfiðar sökum veikinda. Þessi kona hafði til að bera mik- inn persónustyrk, gáfur, gæsku og æðruleysi sem hún miðlaði til allra þeirra sem komu nærri henni. Hún var svo hugumstór og lét ekkert aftra sér, bara að finna réttu leiðina að settu marki. Hún gekk ásamt mágkonu sinni úr Húsadal í Þórsmörk í Langadal og aftur til baka fyrir réttu ári, þá 87 ára. Hún hefði skellt sér í ámóta göngu nú seinni partinn í sumar ef við hefðum ekki biðlað til hennar að gera það ekki, en þetta dæmi er lýsandi fyrir mömmu, það að nenna ekki eða geta ekki var ekki til í hennar orðabók. Hún tók á öll- um vandamálum með útsjónar- semi, æðruleysi og dugnaði, en líf- ið fór ekki alltaf mjúkum höndum um þessa konu. Góðar minningar geymdi hún í huga sér og ljúfar voru þær stundir sem við áttum saman við að rifja upp. Sigríður giftist 20. janúar 1948 Hauki Guðjónssyni, f. 4. október 1923, d. 13 febrúar 1997. Foreldr- ar mínir fylgdust því að í heil 49 ár. Þessi kona verður alltaf mín fyrirmynd, hún veitti mér og mín- um hlýju, innblástur og hvatn- ingu. Hún var alltaf til staðar eins og klettur úr hafi. Ég tíni nú saman perlur minn- inganna og mun geyma þær eins og sjáaldur auga míns um ókomna framtíð. Guð blessi minningu móður minnar. Ragnheiður Hauksdóttir. Takk fyrir allt, elsku mamma, það er sárt að horfa á eftir þér. Minningarnar hrannast upp. Svona er lífið. Stór minning er þegar þú komst austur í Berjanes og fórst með mig til Vestmanna- eyja, afi keyrði okkur á Hellu og við flugum þaðan með Douglas DC 3-vél Flugfélags Íslands. Á þessum tíma var áætlun milli Hellu og Eyja. Ekki man ég ná- kvæmlega hvað ég var gamall, giska 5-6 ára. Ógleymanleg stund, vera búinn að horfa á þessar vélar fljúga nánast yfir Berjanes fram og til baka. Þessi litla fallega kona gerði ótrúlega hluti. Hún ákvað að hennar fjölskylda skyldi vera saman. Hún vann. Hún elskaði allt og alla. Samferðafólk mitt, börnin mín, tengdabörn og barnabörn elskuðu hana. Lífsgleði hennar speglaðist í því að hún var alltaf til í nánast hvað sem var, ertu til í að koma til Kollu, í Þórsmörk, á Langjökul, út í búð eða kannski til útlanda, já, og það gerðist. Nú tala ég ekki bara fyrir mig heldur alla fjölskylduna, svona var hún. Hún var mikil félagsvera og dáði fólkið sem hún hafði verið að starfa með alla tíð og nú síðast með eldri borgurum í Grafarvogi, Grafavogskirkju, Korpúlfstöðum, á ferðalögum o.fl. Takk fyrir það. Mamma var listamaður í hönd- um, hún málaði, skar út í gler o.fl. sem hún gaf jafnan frá sér til skyldmenna og vina. Hún hafði yndi af tónlist, söng mörg ár með Rangæingakórnum og eldri borg- urum. Henni þótti gaman að taka í spil. Takk fyrir að vera mér góð móðir og fyrirmynd. Við unnum saman í Silla og Valda í gamla daga. Mamma sagði þegar hún fékk mig til að koma og vinna í búð, það er svo gaman að afgreiða, og þykja vænt um fólkið. Þor- steinn Bergmann kaupmaður komst eflaust að þessu, því hann réði hana þar sem hún starfaði að minnsta kosti í 30 ár. Það eru ef- laust margir sem muna eftir henni á Laugavegi 4, í búsáhaldabúðinni sem þar var. Mamma var orðin gömul en flott. Hún ók sínum bíl í október sl. að ég veit. Hún hringdi í mig í nóv- ember og bað mig að setja bílinn á sölu, hún ætlaði ekki að endurnýja ökuskírteinið, hún gaf ekki frekari skýringar, daginn eftir var hún komin á sjúkrahús, og kom ekki heim eftir það. Elsku mamma, nú er komið að leiðarlokum, ég veit að þín verður sárt saknað af fjölskyldu þinni og vinum. Guð blessi þig og varðveiti. Guðjón Ómar. Nú þegar komið er að kveðju- stund leita minningarnar á mig eins og straumhörð á sem líður hjá. Ég að fara með þér í strætó að skoða íbúðina á Rauðarárstíg, ég að heimsækja þig í vinnuna, þá að passa Hrafnhildi og á leið í heim- sókn til Gunnu Auðuns. Við krakkarnir að koma úr þrjúbíói og þú að taka á móti okkur með heitu kakói og pönnukökum. Þú saumandi teinóttu smekk- buxurnar á mig og Diddu vinkonu. Þú að hjálpa mér að sauma rúmföt og síðan að kenna mér að sauma út í rúmfötin. Þú hrærandi í köku og gestir sitjandi í eldhúskróknum hjá þér á Kleppsveginum. Þið pabbi að spila vist í stofunni, við Hrafnhildur að hlusta á lög unga fólksins í eldhúsinu. Við sitjandi í grænu flottu drossíunni hans Sigga frænda á leið í Berjanes. Við heima hjá Ellu frænku, öll prúðbúin og fín og við krakkarnir í gestaþraut, þið að spjalla saman. Þú á spítala og ég hjá Ellu. Ég ein að heimsækja þig á spítalann, en mér fannst það ungri vera mikil ábyrgð. Þú hreykin eitthvað um fimmtugt að taka bílpróf. Spila- kvöldin á Hlíðarveginum á fimmtudagskvöldum og öll ferða- lögin sem við fórum í saman. Ég man undrunarsvipinn á ykkur pabba þegar við birtumst úti í Walchsee ykkur að óvörum. Göngutúrarnir kringum vatnið og buslið með krökkunum í lauginni á Bellevue og síðar þegar við fórum út að borða á kvöldin, hlustandi á Reiner spila á harmonikku og syngja falsettu eins og pabbi kall- aði það og ég gleymi ekki undr- unarsvipnum á þér þegar þú fékkst flamberaðar ferskjur í eft- irrétt. Síðan eftir að pabbi dó, ferð okkar til Mallorca, þú þá nýkomin úr stórri aðgerð og síðan til Walchsee 2006, þar varstu umvaf- in fjölskyldu í fallegu umhverfi í hlýju og yl þegar við fórum 11 fjöl- skyldumeðlimir og ferðuðumst saman á daginn og spiluðum vist eða manna á kvöldin hjá Gömlu, það var staður sem þér fannst paradís á jörð. Ferðirnar okkar til Costa del Sol, göngutúrarnir okk- ar þar í kvöldrökkrinu, hlustandi á indíána spila á flautur. Ferðirnar í Þórsmörk, þið Heiða í kofanum hellandi upp á kaffi, við að skrölta upp á fjall og þú síðar um kvöldið dansandi með Helgu færeyska dansa, syngjandi glöð og ánægð. Ferðir okkar norð- ur á strandir til Jean og Gumma, hlustandi á austurríska tónlist á leiðinni. Ég get haldið áfram endalaust. Þú bókstaflega elskaðir ferðalög mamma mín. Nú ertu farin í langt ferðalag til englanna eins og Hrafney litla segir. Vonandi ertu þar með pabba á gangi á grænu engi umvöfðu blómum. Þakka þér, elsku mamma mín, fyrir að vera góð fyrirmynd og fyrir alla þá ást- úð sem þú hefur alla tíð sýnt mér, Ómari og börnunum okkar. Þín dóttir, Guðríður (Lilla). Elsku fallega og blíða amma mín, mér þykir svo sárt að kveðja þig og vita til þess að ég mun ekki sjá þig aftur standandi í dyragætt- inni með bros á vör og opna arma, tilbúin að faðma mig og kyssa. Ég á svo margar minningar um okkur á ferðalögum í Austurríki, þú elskaðir að ferðast og talaðir alltaf um að þegar þú kæmir til Walchsee þá væri það þitt uppá- hald, eins og að koma heim. Mér finnst ég svo lánsöm að eiga svona fallegar og góðar minn- ingar um okkur saman, við liggj- andi í sólbaði, í bátsferðum á vatn- inu, röltandi hringinn í kringum vatnið og hlustandi á harmón- ikkutónlist og jóðl, þetta er nefni- lega líka mitt uppáhald. Elsku besta amma mín, ég veit að núna ert þú komin heim með afa og að ykkar ferðalag er rétt að byrja. Ég kveð þig með söknuð í hjarta: Alparós, alparós árgeislar blóm þitt lauga, hrein og skær, hvít sem snær hlærðu tindrandi auga. Blómið mitt blítt, ó, þú blómstur frítt, blómgist alla daga. Alparós, alparós aldrei ljúkist þín saga. (Baldur Pálmason) Þín Berglind Ósk. Elskulega amma mín er dáin. Minningarnar þjóta um hugann. Ég man eftir mér pínulítilli að fara með henni í kartöflugarðinn, í bíltúr í Öskjuhlíðina að skoða hitaveitutankana, við eldhúsborð- ið á Kleppsveginum að vonast eft- ir kexköku úr dallinum sem hringlaði í og var geymdur ofan á ísskápnum. Ég man eftir tölu- skrínunni sem var full af fjársjóð- um fyrir litla forvitna putta. Ég man eftir mér takandi strætó í bæinn og kíkja í búðina til hennar á Laugaveginum þar sem allt úði og grúði af spennandi dóti. Nærvera hennar var alltaf svo hlý og hún var dugleg að kenna litlum, örum barnshugum eitt- hvað spennandi. Hún átti alltaf til í pokahorninu einhvern spilakapal eða gátur í gömlum Æskublöðum sem hægt var að dunda við meðan hún sinnti sínum verkum sem voru æði mörg. Henni féll eiginlega aldrei verk úr hendi, vann á daginn hjá Þor- steini Bergmann, prjónaði vett- linga og sokka á kvöldin og tíndi maðka á næturnar. Seinna, eftir að afi dó, fór hún af fullum krafti í alls kyns félagsstörf eldri borgara og ferðaðist mikið sem gerði það að verkum að það þurfti helst að panta tíma hjá henni til að koma í heimsókn eins og hún orðaði það sjálf, ekki það að maður væri ekki velkominn því það var ekki til í hennar orðabókum og dúklagt borð með bakkelsi til staðar í hvert sinn er okkur bar að garði. Ég hafði alltaf haft áhyggjur af því hvernig hún myndi spjara sig ein eins og vanalegt er með fólk sem missir maka sinn eftir ára- tuga samveru, en þær áhyggjur reyndust óþarfar. Hún var mikil félagsvera og átti auðvelt með að kynnast fólki með jákvæðni, heiðarleika og sanngirni sem bókstaflega geisl- aði af henni. Amma mín var góð í gegn, falleg að innan jafnt sem ut- an, reglumanneskja, eldklár og umfram allt sterk. Hún ferðaðist mikið bæði inn- an- og utanlands allt til enda og kom nokkrum sinnum í sveitina til mín í heimsókn. Eitt sinn var ég að stinga upp blómabeð og hún vildi nú endilega hjálpa, væri nú ekki orðin það gömul ennþá þótt hún væri á átt- ugasta og fimmta aldursári. Þeg- ar Gummi kom heim og sá þessa smábeinóttu og grönnu konu hamast á stunguskóflunni fannst honum þetta ekki góð meðferð á gömlu konunni. En aldrei hefði mér dottið til hugar að leyfa henni ekki að spreyta sig, það var ekki það oft sem hægt var að dekra við hana, og hún kláraði það verk með prýði og að sjálfsögðu bros á vör. Hún eyddi tíma með barnabarna- börnunum, kenndi þeim á spil og fór með okkur í berjamó, síðast núna í september síðastliðnum. Núna í allra síðustu heimsóknum okkar til hennar á sjúkrahúsið hvíslaði hún því að Ísey að hún ætlaði að koma aftur næsta sumar í berjamó. Ég trúi því að elskulega amma mín fái núna til baka allt það sem hún lagði inn í lífinu. Hún mun uppskera það sem hún sáði og það mun ekki væsa um hana í himna- ríki. Hún er og verður alltaf tákn þess góða og fallega í mínum huga og erfitt að finna betri fyrirmynd. Þú ert og verður alltaf besta amma í heimi. Ylfa Jean Adele Ómarsdóttir. Elsku amma. Að kveðja þig er erfitt. Auðvitað viljum við vera eigingjörn og hafa þig lengur og eyða með þér meiri tíma. En við verðum að sætta okkur við lífið og þetta er vissulega hluti af því, og að vita að þú fórst dansandi frá okkur og hafir það gott þar sem þú ert núna er huggandi. Minning- arnar fara á sveim alveg til baka að Kleppsvegi þar sem þið afi átt- uð heima. Kökurnar í kökuboxinu skrýtna, heimatilbúna dótið í kjall- aranum, töluskrínið þitt sem ég gat dundað mér óendanlega við, rifsberin af trjánum og svo sátum við systkinin svo oft á steyptu stólpunum fyrir framan húsið og töldum bílana sem keyrðu framhjá. Seinni árin, þegar þú varst orð- in ein, byrjaðir þú að föndra, mála á postulín, vinna í gler og svo prjónaðir þú alveg heilan helling í gegnum tíðina. Þessa höfum við fjölskyldan fengið að njóta okkur til mikillar gleði og ánægju, bæði stórir og smáir. Svo eru það þeir dýrmætu tímar sem við áttum saman en þau augnablik voru tengdari eftir því sem ég eltist, bæði þegar þú komst til okkar í Noregi og svo aftur hér heima, það var svo þægilegt að hafa þig í kringum sig, þú varst svo umburð- arlynd og jákvæð kona. Við gátum spjallað um allt, sérstaklega fannst þér gaman að heyra fréttir af öðrum og segja frá því sem þú upplifðir í þínum ævintýraferðum. Ég er svo glöð að börnin mín fengu að kynnast þér og elska, því það gerðu þau vissulega, því þú varst svo yndisleg kona. Þú varst alltaf svo þakklát, ætlaðist aldrei til neins af neinum. Það þurfti ekki mikið til að gleðja þig; smásímtal, rúntur, spjall eða nýuppteknar kartöflur voru dýrmæt gjöf. Þegar þú fékkst lungnabólguna síðasta haust fannst þér svo gott að eiga bréfþurrkur til að snýta þér og við Ástrós fórum og keypt- um handa þér. Um jólin fékk hún að kaupa sjálf jólagjöfina handa þér og keypti hún meðal annars bréfþurrkur því að þú varst svo glöð síðast þegar þú fékkst þær. Já, þakklát varstu alltaf og sást alltaf jákvæðan blett í lífinu og til- verunni. Þú hafðir alltaf nóg að gera og lést þér aldrei leiðast og varst alltaf til í allt. Þannig ætla ég að hafa það þegar ég verð fullorð- in. Síðasta sumar fengum við að eyða með þér dýrmætum tíma, fórum saman í Berjanes og í Þórs- mörk. Þú skoðaðir allt, það hvarfl- aði að mér að þetta yrði kannski síðasta skiptið sem þú færir á þín- ar heimaslóðir, svo vel undir þú þér þar, og því miður reyndist það rétt. En nú er komið að kveðjustund og munum við Brynjar, Jón Stein- ar, Ástrós og Eyþór Ingi geyma minninguna um þig vel í hjörtum okkar og munu þeir fallegu munir sem þú hefur gefið okkur í gegn- um tíðina vera hluti af þér hér hjá okkur. Blessuð sé minning þín, elsku amma mín. Þín Kolbrún. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Til Siggu ömmu. Ég átti ekki alveg von á að þú myndir fara strax frá okkur upp til guðs. En ég mun alltaf muna hvað þú varst góð og falleg. Man hvað var gaman að fara með þér í Berjanes síðasta sumar og svo þegar við fórum upp í Þórsmörk yfir allar árnar. Einmitt þá þegar við vorum þar hafði ég svo miklar áhyggjur af þér. Sakna þín svolítið mikið. Hvíldu í friði elsku langamma mín. Þín Ástrós. Ég man eftir þessari konu sem við kveðjum nú fyrir mörgum ár- um án þess að vita nokkuð um hana annað en að hún vann í búsá- haldaverslun neðarlega á Lauga- veginum. Ég átti þá heima þar skammt frá og átti erindi til mat- arkaupa og þess konar í nágrenn- inu. Ég staldraði oft við til að skoða í búðargluggann sem má segja að hafi verið á jarðhæð og mætti þá oft hæglætislegu og vin- gjarnlegu brosi hjá afgreiðslukon- unni sem mér fannst tilheyra þess- um stað. Stundum fór ég inn að skoða og mig minnir að þar hafi ég keypt rauða emaleraða kaffikönnu með hvítu blómamynstri, sem reyndar var notuð til skrauts uppá eldhússkáp. Árin liðu, ég flutti í annað bæj- arhverfi, líklega búðin líka. En tugum ára síðar er ég kynnt fyrir foreldrum nýs tengdasonar, manns dóttur minnar, og þar birt- ist bros konunnar úr búðinni forð- um og úr andliti hennar barst á ný hlýjan sem fylgdi henni Sigríði öll árin sem við áttum eftir að hittast. Eftir að Sigríður missti mann sinn tók hún þátt í margskonar kirkjustarfi í Grafarvogssöfnuði enda var það orðin hennar heima- byggð. Hún var einnig mjög fær í alls konar handverki, ég á frá henni sérstaklega fallegan blóma- vasa sem hún málaði með gyllingu, þar að auki á ég kross sem hún hafði skorið glerið í og kveikt sam- an umgjörðina af sérstakri smekk- vísi. Það veit ég að er bara brot af því sem hún vann sér til gleði og til að gleðja aðra. Ég hef alltaf dáð dugnað og kjark Sigríðar á efri ár- um okkar. Þegar mér fannst að ég hefði farið í afskaplega langan göngutúr hér innanbæjar frétti ég af henni í óbyggðum á göngu eða erlendis. Ég vissi á síðasta ári að heilsu hennar væri farið að hraka, en mér er minnisstætt þegar við hitt- umst síðast. Það var komið fram í september og Sveinn og dóttir mín buðu okkur mæðrum sínum í kvöldmat og til að skoða nýend- urbætt eldhús sitt. Það var ansi hvasst í veðri þegar Sveinn kom og sótti mig heim til mín og ók síðan upp í Grafarvog til að sækja móð- ur sína. Þar var enn hvassara og þegar Sveinn leiddi móður sína frá húsinu mátti hann halda fast í hana, svo grönn var hún orðin. En við komumst leiðar okkar og nut- um besta kvölds með þeim í Asp- arfellinu. Við spjölluðum saman og mér er minnisstætt hvað hún var fallega klædd þetta kvöld, í skær- litum jakka og svörtum þröngum buxum, mjög grönn og bar þennan klæðnað eins og ung kona. Það er ýmislegt sem ég hafði að þakka henni Sigríði fyrir í okkar kynnum en nú er bara að kveðja og biðja henni allrar blessunar. Kristrún Hreiðarsdóttir. Sigríður Guðjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Sigga mín, takk fyrir að fá að kynnast þér, það skilur mikið eftir hjá mér. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Kveðja Sveinbjörg (Sveina).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.