Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2012 Afleiðing af upptöku evrunnar og inngöngu Grikkja í ESB er harmleikur. Reiðin beinist gegn einveld- isstjórn ESB, fremst Þýskalandi og Frakk- landi: Brauð, heilsa, frelsi! hrópar fólkið og þjófar! að stjórnmála- og þingmönnum. Í athyglisverðri heimildarmynd blaða- konunnar Alexöndru Pascalidou í sænska sjónvarpinu við nýár var raunveruleiki Grikkja sýndur. Eftir þáttinn styrktu margir Svíar barna- heimili SOS í Grikklandi en þangað er komið með börn, sem ekki fá mat heima fyrir. Vonandi þorir íslenska sjónvarpið að sýna þessa mynd. „Allar sjáanlegar lausnir leiða til efnahagslegs stórslyss að mati al- mennings. Okkur var fyrirlagt að fylgja nýfrjálsri Evrópu, sem hefur lent í fjármagns- kreppu. Þess er krafist að Grikkir snúi tím- anum við og saklausir játi sekt sína,“ segir professor Panagiotis Sotiris. „Þegar við gengum með í ESB og tókum upp landbún- aðarstefnu ESB þurft- um við að eyðileggja um eina milljón ólíf- utrjáa. Við flytjum ekki lengur út ólífu- ólíu,“ segir Liana Kan- elli, þingmaður komm- únista (KKE). Nýr fasteignaskattur er inn- heimtur með rafmagns- og vatns- reikningum. Þeir sem ekki hafa efni að borga skattinn verða að lifa án vatns í myrkri og kulda. Það var átakanlegt að sjá heima hjá einni fjölskyldu með þrjú börn, að máltíð dagsins voru nokkur harðsoðin egg. Snætt var í skímu kertaljóss, sem slökkt var á að lokinni máltíð. Allir eru þó ekki svo heppnir. Á hafn- arbakkanum rétti járniðnaðarmað- urinn Pilitridis fram höndina með þremur evrum og tíu sentum og var stoltur: „Ég get keypt mjólk í dag og boðið börnunum upp á morg- unverð.“ Í barnaskólum tilkynna sífellt fleiri kennarar um börn, sem líður yfir sökum næringarskorts. Skóla- sálfræðingurinn Maria Neziri gat ekki tárum varist: „Ég veit ekki hvað sagt er í Evrópu en ástandið er verra hér en fólk gerir sér grein fyrir. Ég veit ekki hvaða Evrópu er verið að tala um, er það Evrópa bankanna eða íbúanna? Ástandið er hræðilegt, mörg barnanna eru föl og bleik, þau fá ekki mat heima. Eitt barn sagði að þjófar hefðu stol- ið vatninu.“ Að sögn rithöfundarins Petros Taisopoulos hafa Grikkir fengið áfall og öll tilveran er upp og niður. „Sagt er að Grikkir geri ekki heimavinnuna sína, séu latir og borgi ekki. Ég óttast að Grikkir séu á litlum fleka á miðju Atlantshafi og geti aldrei náð landi, alveg sama hversu mikið þeir vinna eða spara. Okkur er sagt að ef við í besta falli getum borgað vextina muni skuld- irnar verða jafnháar árið 2020 eins og nú. Það telur fólk ekki vera lausn.“ „Kreppan er evrópsk ekki grísk, við erum bara um 2% af þjóð- arframleiðslu ESB,“ segir ritstjóri Publicist, Giorgos Kirtsos. „Þýska- land er sífellt að verða ágengara. Þjóðverjar eru orðnir fjárhagslega sterkir og vilja ráða ferðinni. Þeir leyfa ekki reglur sem gefa skuld- settum ríkjum eins og Grikklandi andrúm. Þjóðverjar réðust á landið okkar, myrtu landsmenn og stálu gullforðanum. Þegar við höfðum jarðað þá föllnu fengu Þjóðverjar eftirstríðslán, sem þeir borga aldr- ei. Annaðhvort sýna ríki ESB góðan vilja og styðja hvert annað eða við getum grafið ESB. Þess er vænst af Grikkjum að við samþykkjum kröf- ur Þjóðverja og látum kalla okkur lata þjófa. Við eigum að líða fyrir að styrkja þýska heimsveldið.“ Á sama tíma og Svíþjóð lækkar söluskatt veitingahúsa niður í 12% hækkar gríska stjórnin skattinn upp í 23%. Millistéttin, sem áður fyllti veitingahúsin, er horfin af göt- unum og hundruð þúsunda smáfyr- irtækja eru gjaldþrota. Fjórar millj- ónir Grikkja lifa við fátæktarmörk og 1,6 milljónir eru atvinnulausar. Ástandið versnar þegar fleiri rík- isstarfsmenn bætast í hóp þeirra 150 þúsunda, sem þegar hefur verið sagt upp. Í Aþenu hafa þeir efna- mestu flutt heimili sín frá mið- bænum til norðurhlutans vegna óró- leika. Opnaðar hafa verið félagsmálabúðir fyrir fólk með skömmtunarseðla – 25 vikulega á mann. Daglega eru súpumötuneyti kirkju- og hjálparstofnana heimsótt af um 250 þúsund þurfandi börnum í Aþenu. Margir ellilífeyrisþegar gefa 300 evra mánaðarlífeyri til at- vinnulausra barna sinna svo barna- börnin fái mat. Í staðinn standa afi og amma í matarbiðröðum. „Við getum ekki refsað landi með því að taka burtu framtíð þess. Bara á síðasta ári hafa laun og elli- lífeyrir lækkað yfir 30%,“ segir Anna Diamantopoulu, fyrrverandi nefndarmaður ESB. „Sem mennta- málaráðherra hef ég lokað 2.500 skólum og 30 háskóladeildum … Í dag virka ekki stofnanir ESB … Öllu er stjórnað af tveimur stórum löndum, Þýskalandi og Frakk- landi … Bæði evran og ESB eru sérstök tilraunaverkefni í sögu mannkyns. Mistakist þau verður áfallið óheyrilegt.“ Á Íslandi er blind hlýðni við kreppukrata Samfylkingarinnar mikilvægari en hagsmunir verka- lýðsfélaganna. Sekt þeirra sem af- neita raunveruleikanum er þó síst minni en þeirra sem skapa vanda- málin. Vegurinn til helvítis er mal- bikaður ásetningi þeirra, sem hvorki vilja sjá, heyra né skilja staðreyndir mála. Hversu miklar hörmungar á dauðastríð evrunnar að kosta, þar til leiðtogar ESB viðurkenna mistök sín? Eftir Gústaf Adolf Skúlason »Hversu miklar hörmungar á dauða- stríð evrunnar að kosta, þar til leiðtogar ESB viðurkenna mistök sín? Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu. Evrugeddón – lærum af reynslu Grikkja V i n n i n g a s k r á 38. útdráttur 19. janúar 2012 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 4 3 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 1 5 6 9 1 2 7 8 0 3 0 8 1 8 4 0 2 4 0 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 16359 33390 41598 48098 56522 65988 26944 41116 42912 53591 59410 70417 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 6 0 4 1 1 9 6 1 2 1 6 8 0 3 0 3 5 2 3 6 0 8 8 4 4 4 8 0 5 8 1 7 6 6 8 1 5 0 2 2 2 4 1 4 3 9 5 2 4 0 4 3 3 0 4 8 8 3 6 3 1 7 4 5 5 5 0 5 8 4 1 6 6 9 4 4 7 2 7 8 9 1 4 6 1 7 2 4 3 4 0 3 0 4 9 1 3 6 7 4 7 4 5 8 1 7 5 9 7 9 7 6 9 4 9 7 2 8 4 1 1 5 4 6 0 2 5 5 8 8 3 1 6 4 8 3 8 6 6 8 4 7 3 9 7 5 9 8 8 2 7 2 2 6 8 3 0 1 5 1 5 7 2 1 2 7 4 2 1 3 1 7 9 0 4 0 3 4 7 4 8 9 3 2 5 9 9 3 0 7 3 9 6 3 4 1 6 7 1 5 9 9 2 2 7 9 5 2 3 2 7 5 0 4 1 3 6 2 5 0 3 7 9 6 0 5 3 9 7 4 0 6 0 4 1 7 5 1 8 2 9 2 2 8 9 7 2 3 3 1 0 0 4 2 1 5 0 5 0 5 9 5 6 0 6 7 5 7 6 9 4 8 1 0 5 4 4 1 9 1 9 7 2 9 3 3 1 3 3 8 8 5 4 2 4 5 3 5 1 8 6 0 6 1 4 4 8 7 8 7 8 1 1 0 8 3 8 1 9 2 3 1 2 9 6 7 7 3 5 0 6 3 4 2 7 0 1 5 4 2 7 4 6 2 3 9 7 7 9 4 3 2 1 1 4 2 6 2 1 0 1 4 3 0 2 1 8 3 5 7 5 3 4 3 1 2 9 5 7 0 0 6 6 5 3 1 0 7 9 4 8 3 V i n n i n g u r Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur) 7 4 0 6 7 6 8 1 6 2 9 9 2 8 1 1 5 3 7 3 8 6 4 8 3 6 9 5 9 4 6 4 7 0 0 5 0 8 1 6 7 0 9 7 1 6 6 0 7 2 8 8 3 5 3 7 6 0 2 4 8 4 6 2 5 9 6 1 9 7 0 9 4 1 8 6 7 7 2 6 7 1 6 9 5 6 2 9 3 3 2 3 7 8 9 4 4 8 8 0 7 5 9 7 3 9 7 1 2 5 1 1 3 0 3 7 7 3 8 1 7 0 0 8 2 9 5 8 6 3 8 4 5 7 4 9 1 9 8 5 9 8 0 7 7 1 5 4 2 1 3 7 8 7 7 4 9 1 7 2 3 9 2 9 6 6 9 3 9 2 2 4 4 9 3 3 8 5 9 8 8 4 7 1 6 0 2 1 5 0 8 7 8 3 9 1 7 6 3 5 2 9 9 4 9 3 9 5 7 9 4 9 3 3 9 6 0 1 8 1 7 2 0 4 9 1 6 5 4 7 8 8 3 1 7 8 5 7 3 0 1 1 8 3 9 9 8 3 4 9 7 4 9 6 0 2 2 6 7 2 1 9 5 1 7 2 2 8 4 9 0 1 7 9 1 5 3 0 1 9 9 4 0 1 9 7 5 1 1 0 0 6 0 6 0 5 7 2 2 9 0 1 7 9 3 8 5 1 1 1 8 4 4 5 3 0 3 8 1 4 1 4 6 5 5 1 2 1 3 6 1 5 7 7 7 2 7 5 2 2 0 3 9 8 6 0 8 1 8 8 8 9 3 0 4 7 4 4 1 4 8 8 5 1 4 7 2 6 2 7 1 2 7 2 9 4 1 2 1 6 1 8 9 0 4 1 9 5 1 7 3 0 4 9 4 4 1 5 4 2 5 2 0 9 7 6 2 7 7 8 7 3 4 3 6 2 3 1 0 8 9 3 0 1 9 5 7 0 3 1 0 4 2 4 2 3 2 8 5 2 2 3 4 6 3 3 1 8 7 3 4 3 8 2 5 6 6 9 5 3 7 2 0 0 5 7 3 1 1 3 0 4 2 3 8 7 5 2 8 4 9 6 3 5 1 7 7 3 8 4 7 2 9 2 4 9 9 8 5 2 0 1 5 8 3 1 2 0 5 4 2 7 3 7 5 2 9 2 6 6 3 5 5 2 7 4 0 1 2 3 0 3 9 1 0 4 8 2 2 1 7 1 6 3 1 4 8 4 4 2 8 0 9 5 3 2 5 5 6 3 9 7 0 7 4 2 0 0 3 1 2 0 1 0 7 8 6 2 1 8 3 8 3 1 4 9 6 4 3 2 4 7 5 4 1 4 5 6 3 9 7 4 7 5 4 7 7 3 3 2 6 1 1 7 5 4 2 2 3 2 6 3 1 5 0 4 4 3 4 8 2 5 4 4 5 3 6 3 9 8 7 7 6 0 3 3 3 5 4 0 1 1 9 3 3 2 2 5 4 5 3 1 5 7 9 4 3 9 5 5 5 4 7 2 4 6 4 1 2 3 7 6 1 7 6 4 1 8 9 1 2 0 0 5 2 2 5 7 0 3 1 7 3 1 4 4 1 7 9 5 5 1 2 3 6 4 4 3 6 7 6 5 8 3 4 2 9 9 1 2 5 4 8 2 2 7 1 5 3 2 3 0 8 4 4 4 3 2 5 5 4 9 9 6 4 7 0 1 7 7 3 1 2 4 3 3 5 1 2 6 1 8 2 3 4 1 1 3 3 0 2 8 4 4 4 6 1 5 5 7 4 7 6 4 9 9 1 7 7 4 9 9 4 4 1 8 1 3 4 4 5 2 4 3 0 7 3 3 1 1 3 4 4 6 5 6 5 5 7 9 1 6 5 3 0 9 7 7 6 5 8 4 7 6 2 1 3 5 0 8 2 5 1 5 0 3 3 4 9 6 4 4 7 8 1 5 5 8 3 5 6 6 6 2 6 7 7 8 0 9 4 8 2 3 1 4 1 3 1 2 5 3 1 2 3 3 8 1 7 4 5 0 2 0 5 6 4 8 0 6 6 8 2 4 7 8 1 7 6 4 9 3 5 1 4 4 5 0 2 5 6 6 5 3 4 1 1 3 4 5 4 2 4 5 7 8 8 7 6 7 1 2 7 7 8 8 3 5 5 0 3 2 1 4 7 1 1 2 6 5 4 2 3 4 8 6 5 4 5 5 5 3 5 8 1 2 5 6 7 3 0 4 7 9 0 7 9 5 1 7 6 1 4 7 4 3 2 6 5 5 7 3 5 1 7 4 4 5 8 4 3 5 8 3 9 9 6 7 4 8 1 5 5 4 4 1 5 1 0 1 2 6 7 2 6 3 5 2 6 6 4 6 2 1 6 5 8 6 3 1 6 7 6 0 7 6 0 2 7 1 6 0 1 6 2 7 0 6 3 3 6 0 4 9 4 6 8 8 1 5 8 6 3 4 6 8 1 8 6 6 0 9 9 1 6 0 1 9 2 7 2 1 0 3 6 4 7 0 4 7 3 1 7 5 8 8 3 9 6 8 2 0 8 6 3 1 2 1 6 0 6 8 2 7 5 6 7 3 6 8 7 8 4 7 3 6 6 5 8 9 1 3 6 8 6 5 3 6 7 0 0 1 6 2 5 5 2 8 0 4 9 3 7 2 2 7 4 7 7 7 5 5 9 0 5 7 7 0 0 0 3 Næstu útdrættir fara fram 26. jan & 2. feb 2012 Heimasíða á Interneti: www.das.is Þegar Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fram til forsetaemb- ættis í fyrstunni lýsti hann því yfir að hann ætlaði að beita neit- unarvaldi forseta meira en áður hefði verið gert. Raunar hafði slíkt aldrei verið gert því fyrri forsetar voru þeirrar skoðunar að ekki væri um neitt neit- unarvald að ræða. Fljótlega upphófust umræður og raunar deilur í þjóðfélaginu um hvað forseta landsins væri leyfilegt og skylt í þeim efnum. Lögspekingar og fræðimenn urðu ekki á eitt sáttir um það. Deilur þessar stóðu til ársins 2004 þegar Ólafur Ragnar Grímsson felldi sinn úrskurð í málinu með því ein- faldlega að beita hinni umdeildu málsgrein í stjórnarskránni og neit- aði að staðfesta lög, sem kölluðust Fjölmiðlalög. Hann var látinn kom- ast upp með það í stað þess að leitað væri eftir úrskurði dómstólanna til að fá úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll á lögformlegan hátt, t.d. á grund- velli 60. greinar stjórnarskrárinnar, en þar segir „Dómendur skera úr öll- um ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda“ … o.s.frv. Þetta mál sýnist dæmi- gerð spurning um emb- ættistakmörk. Flestum hlýtur að þykja við- kunnanlegra að hlut- laus dómstóll úrskurði í svona máli frekar en viðkomandi embætt- ismaður sjálfur. Þessi úrskurður Ólafs Ragnars Gríms- sonar getur ekki skoð- ast sem fordæmi fyrir næsta forseta landsins, þar sem maðurinn er vanhæfur, eini maðurinn á Íslandi, sem er auðsjáanlega vanhæfur til að úrskurða í svona máli, sem varðar hann sjálfan og hans embætti. Það er enn ekki of seint að leita úrskurðar dómstólanna. Það er þá Alþingi sem verður að taka frumkvæðið og reka af sér slyðruorðið og láta ekki véla löggjafarvaldið út úr höndunum á sér. Það er alveg siðlaust að æðstu stofnanir þjóðfélagsins séu látnar togast á um valdið! Í því sambandi er engin ástæða til að einblína á eina stjórnarskrágrein, þær eru margar, sem þetta mál varða. Núna er því haldið fram í hinni al- mennu umræðu að Ólafur Ragnar Grímsson hafi breytt forsetaembætt- inu, útvíkkað það og gefið því aukið hlutverk. Spurningin er: getur hann það? Getur hann breytt eðli embætt- isins og þar með eðli stjórnskipunar- innar? Þetta ber sterkan keim af al- ræði. Ef hann getur svo þar að auki stillt sér upp sem dómara yfir Al- þingi og svipt það löggjafarvaldinu þegar honum sýnist! Ef svo er til hvers var þá stjórnlagaráð? Hvað er þá orðið um lýðræðið, þingræðið, kosningaréttinn og allt klabbið? Allt verður þetta ennþá ankanna- legra þegar þess er gætt að forsetinn er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum og stjórnarskrárgjafinn leggur svo mikla áherslu á þetta ábyrgðarleysi að það er sett fram í sjálfstæðri stjórnarskrárgrein, sem fjallar ekki um neitt annað. Það þarf raunar varla að taka þetta svona skýrt fram því embættið er þannig uppbyggt að forsetinn get- ur ekki haft frumkvæði að nokkrum hlut varðandi stjórn landsins. Öll embættisverk hans eru annaðhvort ákveðin í stjórnarskránni eða ákveð- in af Alþingi. Þannig kallar hann Al- þingi saman þegar það hefur verið ákveðið og hann slítur því þegar Al- þingi hefur ákveðið það, hann skipar ráðherra samkvæmt ákvörðun Al- þingis og hann staðfestir lög (fyrir hönd þjóðarinnar en ekki persónu- lega) á nákvæmlega sama grundvelli. Hann veitir orður þegar orðunefnd hefur ákveðið hverjir skuli sæmdir orðu, hann skipar embættismenn eft- ir tilmælum ráðherra. Svona mætti lengi telja. Vald felst ekki í orðunum einum! Ef orðum manna er ekki hlýtt hvað þá? Þá hafa stjórnvöld rétt til að beita þvingunum eða viðurlögum í formi fésektar eða frelsissviptingar. Í flestum löndum telja menn nauðsyn- legt að halda her og láta vopnin tryggja völdin. Það er oft nauðsyn- legt til að halda lögum og reglu í landinu, jafnvel þótt hernum sé aldr- ei beitt. Aðeins vitneskjan um tilveru hans og tilgang nægir oftast til að tryggja tilganginn. Forseti Íslands hefur enga mögu- leika til að framfylgja pólitískri ákvörðun sinni sjálfur. Hann hefur enga stofnun, ekkert starfslið eða fjárráð til neins. Vilji hann til dæmis knýja Alþingi til að halda þjóð- aratkvæðagreiðslu eða til einhverra annarra stjórnaraðgerða getur Al- þingi haft það að engu og forsetinn getur ekkert við því gert. Hann er ábyrgðarlaus = valdalaus. Sovétríkin voru lengi fyrirmynd kommúnista um allan heim. Í því stóra landi var stjórnskipunin svipuð og í lýðræðisríkjum að því leyti að þar var þing og ríkisstjórn og dóm- stólar, hið þrískipta vald, en úti í bæ sat svo „fjórða valdið“ sem var kommúnistaflokkurinn og réði öllu sem máli skipti. Ólafur Ragnar Grímsson hefur þegar tekið „fjórða valdið“ á Íslandi í sínar hendur með aðferð sem aðeins sæmir komm- únista. Embættistakmörk Eftir Pétur Guðvarðsson » Getur forsetinn breytt eðli embætt- isins og þar með eðli stjórnskipunarinnar upp á sitt eindæmi? Pétur Guðvarðsson Höfundur er fyrrverandi bóndi o.fl. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.