Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 Egill Ólafsson egol@mbl.is Þó að stjórn Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. hafi ákveðið að fella nið- ur kröfur á stofnfjárhafa í Sparisjóði Svarfdæla ætla a.m.k. 19 stofnfjár- hafar að halda áfram málarekstri vegna stofnfjáraukningar sem þeir tóku þátt í. Þessir einstaklingar greiddu stofnféð á sínum tíma eða greiddu upp lán sem þeir tóku. Saga Fjárfestingarbanki veitti í árslok 2007 rúmlega 100 stofnfjár- eigendum lán í tengslum við stofn- fjáraukningu í Sparisjóði Svarfdæla. Þau voru síðar seld yfir í systurfélag bankans, Hildu hf. sem Eignasafn Seðlabankans yfirtók í fyrra. 112 stofnfjáreigendur höfðuðu dómsmál á hendur Hildu þar sem gerðar eru þær kröfur að lánin verði dæmd ólögmæt með vísan til niður- stöðu Hæstaréttar í svokölluðum Byr-málum og þess fordæmis sem niðurfelling Landsbankans á stofn- fjáreigendalánum hjá Sparisjóði Keflavíkur skapaði. Þrátt fyrir ákvörðun stjórnar Eignasafns Seðlabankans um að fella niður kröfur standa eftir 19 mál. Þar er um að ræða stofnfjárhafa sem annað hvort greiddu stofnfjáraukn- inguna á sínum tíma án lántöku eða greiddu lánin upp. Jóhann Ólafsson, formaður Félags stofnfjáreigenda í Sparisjóði Svarf- dæla, segir að það sé ósanngjarnt að þessir menn sitji uppi með tjónið á meðan lánin séu felld niður. Hann segir að þessir stofnfjárhafar muni halda áfram með sín mál. Málin verða þingfest í byrjun febrúar. Stofnfjárhafafundur Sparisjóðs Svarfdæla samþykkti í fyrrakvöld að rekstur Sparisjóðs Svarfdæla yrði seldur Landsbankanum. Samkvæmt tilboðinu yfirtekur Landsbankinn skuldbindingar vegna innlána og víkjandi lána, sem samtals nema um 3.200 milljónum króna og greiðir að auki 165 millj- ónir. Jóhann segir að miðað við þá stöðu sem upp var komin hafi þetta verið besta niðurstaðan. Hins vegar séu fyrrverandi stofnfjárhafar ekki sáttir við rekstur sjóðsins síðustu ár. Nítján enn í málarekstri  Mál stofnfjárhafa í Sparisjóði Svarfdæla sem tóku lán fyrir stofnfé felld niður en óljóst með aðra  Greiddu fyrir stofnféð FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Verðmæti innfluttra kjötvara var tvö- falt meira á síðasta ári en árið á und- an. Innflutningurinn dróst saman eft- ir hrun en hefur aukist mikið síðan og raunar aldrei verið meiri. Margt bendir til að innflutningurinn eigi enn eftir að aukast, en á næstu dögum verður lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér að lagðir verða á magntollar á innfluttar búvörur í stað verðtolla sem komu til sögunnar þeg- ar Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, varð ráðherra. Miklar takmarkanir eru á innflutn- ingi á búvörum, bæði vegna tolla sem lagðir eru á og vegna heilbrigðis- reglna. Ísland er aðili að GATT og hefur skuldbundið sig til að heimila innflutning á tilteknu magni af land- búnaðarvörum á lágmarkstollum. Þar að auki hefur Ísland gert tvíhliða samning við Evrópusambandið um að flytja tollfrjálst inn landbúnaðarvör- ur gegn því að við getum flutt út toll- frjálst landbúnaðarvörur til sam- bandsins. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið hefur viðhaft þá reglu undanfarin ár að auglýsa tollkvóta vegna innflutnings á búvörum á haustin. Síðan senda innflytjendur inn tilboð og á grundvelli þeirra er tollkvótum úthlutað til þeirra sem hæst bjóða. Í lok desember var til- kynnt hverjir hefðu fengið úthlutað vegna ESB-samningsins. Niðurstaða tilboðanna er að innflytjendur eru til- búnir að greiða liðlega 200 milljónir til að fá að flytja inn samkvæmt samningnum. Athygli vekur að Mjólkursamsalan fékk um 40% af ostakvótanum. Mjólkursamsalan hefur yfirleitt skil- að inn tilboðum, en hefur stundum ekkert fengið úthlutað. MS ætlar að flytja inn osta í ár. Á árum áður voru dæmi um að inn- flytjendur fengju úthlutaða tollkvóta sem þeir nýttu svo aldrei. Ásakanir komu þá fram um að keppinautar hér á landi væru að reyna að hindra inn- flutning með því að sækja um toll- kvóta sem þeir ætluðu sér aldrei að nýta. Reglunum var hins vegar breytt fyrir nokkrum árum og nú verða inn- flytjendur að leggja fram banka- tryggingu og greiða innan sjö daga fyrir tollkvótana. Aðferð Jóns við innflutning breytt Eftir að Ísland skuldbatt sig í gegnum GATT-samninga til að heim- ila innflutning á landbúnaðarvörum á lágmarkstollum var þessi innflutn- ingur heimilaður á grundvelli svokall- aðra magntolla. Heimild var þó einnig fyrir hendi að leggja á svokallaða verðtolla. Eftir að Jón Bjarnason varð ráðherra breytti hann reglugerð og ákvað að innflutningurinn færi fram með verðtollum. Það þýddi að sá tollur sem greiða þurfti af vörum sem fluttar voru inn á þessum grundvelli var hærri en vara sem var flutt inn samkvæmt almennum tollareglum. Innflutningnum var því sjálfhætt, enda var ekkert flutt inn á grundvelli lágmarkstolla meðan Jón var ráð- herra. Á hinn bóginn var hægt að flytja inn samkvæmt samningi við ESB eða greiða tolla af vörunum. Umboðsmaður Alþingis komist aft- ur á móti að þeirri niðurstöðu í fyrra að ráðherrann hefði ekki farið að lög- um þegar hann ákvað að leggja á verðtoll. Nú hefur verið unnið frum- varp í sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu sem kveður á um að framvegis verði lagður á magntollur við innflutning á búvörum á lág- markstollum samkvæmt GATT- samningi. Frumvarpið verður lagt fram á þingi á næstu dögum. Þetta mun væntanlega gera innflutning á landbúnaðarvörum á þessum grund- velli mögulegan á ný. Innflutningurinn nam 1.152 milljónum Innflutningurinn á kjötvörum frá janúar til nóvember á síðasta ári nam 1.152 milljónum, en var 612 milljónir árið 2010. Útflutningur á kjötvörum nam hins vegar 3.342 milljónum á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs, aðallega lambakjöt. Það sem aðallega er flutt inn er nautakjöt, svínakjöt og kjúklingar, en auk þess er flutt inn talsvert af villi- bráð og ýmsum unnum kjötvörum. Stóraukinn innflutningur  Innflutningur á kjötvörum til landsins var tvöfalt meiri í fyrra en árið 2010  Von á frumvarpi sem gerir ráð fyrir magntollum á búvörur í stað verðtolla Morgunblaðið/G.Rúnar Matvörur Innflutningur á ostum og unnum mjólkurvörum hefur aukist hér á landi á milli ára, en þó minna en á kjötvörum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kjöt Innflutningur á kjötvörum frá janúar til nóvember á liðnu ári nam 1.152 milljónum króna, en var 612 milljónir árið áður. Innflutningur á kjötvörum (í milljónum króna) 1.200 1.000 800 600 400 200 0 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 * *Janúar til nóvember Heimild: Hagstofan 21 5, 8 47 7, 3 58 7,7 96 4, 9 61 1, 8 61 1, 7 1. 15 2 Oddný Sturlu- dóttir, formaður skóla- og frí- stundaráðs, verð- ur ekki viðstödd opinn fund sem hópur foreldra í Hamrahverfi hef- ur boðað til í kvöld þar sem ræða á flutning unglingastigs Hamraskóla í Folda- skóla í haust. Fundurinn hefst klukkan 19:30 í Hamraskóla. „Ef henni finnst þetta málefni ekki þess virði að mæta, þá er það hennar mál. Mér finnst ótrúlegt ef þeir borgarfulltrúar sem standa fyr- ir þessu máli ætla ekki að mæta,“ segir Árni Guðmundsson, einn tals- manna hópsins sem stendur fyrir fundinum. Bauð fund á skrifstofu sinni Það var hinn 7. janúar sem hóp- urinn bauð Oddnýju og fleiri fulltrú- um borgarinnar til fundar til að fá skýrari svör um sameininguna, hvað hún þýðir fyrir framtíð skól- ans. Hinn 12. janúar svaraði Oddný boðinu en sagðist ekki telja þörf á öðrum opnum fundi um sameining- armálin. Þess í stað bauð hún Árna auk tveggja annarra talsmanna hópsins að koma til fundar við sig á skrifstofu sinni til að ræða málin. „Við þrjú erum bara lítið brot af þessum hópi sem spratt upp eftir fund með stýrihópi sameining- armálanna í Foldaskóla í desember. Það er náttúrlega ekki boðlegt að tugir foreldra sem voru á þeim fundi fari að troða sér inn á hennar skrifstofu. Það er mun eðlilegra að við boðum hana á fund sem og við höfum gert með þessum árangri,“ segir Árni. Því ítrekaði hópurinn fundarboðið til Oddnýjar og svaraði hún tölvu- pósti hópsins á þriðjudag. Þar sagði hún fundartímann ekki henta en verið væri að skoða fundartíma í næstu viku. kjartan@mbl.is Fundurinn fer fram án Oddnýjar  Sagði fundartím- ann ekki henta Árni Guðmundsson Ósátt Hópur foreldra nemenda í Hamraskóla boðar til fundarins. Reynir Aðalsteinsson, tamningameistari og einn af virtustu reið- mönnum og reiðkenn- urum landsins, lést af völdum krabbameins í gær, 67 ára að aldri. Reynir fæddist í Reykjavík 16. nóv- ember 1944. Hann nam búfræði við Bændaskól- ann á Hvanneyri, auk þess sem hann lærði tamningar. Reynir starfaði síðar sem yfir- reiðkennari við Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Reynir var frumkvöðull í því að innleiða nútímareiðmennsku á Ís- landi. Hann var líklega fyrstur manna til gera tamn- ingar og þjálfun hrossa að lifibrauði sínu og fjölskyldunnar allt árið. Reynir var mikill keppnismaður og lagði lengi stund á keppni á hrossum. Hann var margfaldur Íslands- meistari í hestaíþrótt- um. Reynir tók einnig margsinnis þátt í Evr- ópu- og heimsmeistara- mótum og vann þar marga eftirminnilega titla. Hann var enn- fremur virtur tamn- ingameistari og heiðursfélagi í Félagi tamningamanna. Reynir lætur eftir sig eiginkonu, Jónínu Hlíðar, og sex uppkomin börn. Andlát Reynir Aðalsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.