Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 6. J A N Ú A R 2 0 1 2  Stofnað 1913  21. tölublað  100. árgangur  FJÖLTEFLI OFAN Í LAUGINNI HAFA JÁKVÆTT VIÐHORF TIL LÝTALÆKNINGA GUÐRÚN EVA OG PÁLL URÐU FYRIR VALINU FINNUR.IS OG VIÐSKIPTABLAÐ BÓKMENNTAVERÐLAUN 34SKÁKDAGURINN 10 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þrír skipverjar togarans Hallgríms SI-77 eru taldir af eftir að skipið sökk um 150 sjómílur NV af Ála- sundi í Noregi í gær. Leit að mönnunum var hætt klukkan níu í gærkvöldi að íslenskum tíma en af- takaveður var á svæðinu, ölduhæð um 15 metrar og allt að 70 hnúta vindur. Fjórða skipverjanum, 34 ára gömlum Íslendingi, var bjargað úr sjónum með þyrlu frá norska lofthernum. Að sögn Jans Lillebø, björgunarstjóra hjá björg- unarmiðstöð Suður-Noregs, voru mennirnir sem fórust Íslendingar í kringum sextugt. Skipið lagði af stað frá Siglufirði síðdegis á laug- ardag en það hafði verið selt í brotajárn til Noregs. Gæslunni barst sjálfvirkt neyðarkall frá skipinu kl. 13:14 í gær. Tvær norskar björgunarþyrlur voru sendar af stað og komu þær á vettvang um kl. 16:30. Hálftíma síðar fannst einn skipverjanna en hann hafði komist í flotgalla. Flogið var með hann á sjúkrahús í Álasundi og kom hann þangað um kl. 20:00. Hann er talinn við góða heilsu miðað við að- stæður. Sökum þess að skipið hvarf snögglega úr ferilvöktunarkerfum var talið að það hefði sokkið hratt. Því má ætla að skipverjinn sem bjargaðist hafi verið í sjónum í rúmar þrjár klukkustundir. Björgunarmenn fundu einnig tóman björgunarbát og brak úr skipinu og þótti þá ljóst að það hefði sokkið. Það tók þyrlurnar um klukkustund að kom- ast á slysstað og þar gátu þær leitað í 30-45 mínútur áður en þær urðu að snúa við. Einnig tóku Orion- leitarflugvél og nálægt skip þátt í leitinni. Skipverjarnir þrír taldir af  Togarinn Hallgrímur SI-77 fórst í aftakaveðri utan við Noreg  Þyrla bjargaði einum skipverja úr sjónum eftir rúma þrjá tíma en hann er talinn við góða heilsu  Leitinni hætt klukkan níu í gærkvöldi Hallgrímur SI 77 Neyðarkall barst frá togaranumkl. 13.14 að íslenskum tíma.Þá var hann staddur um 150 sjómílur NVaf Álasundi. Skotland Ísland Færeyjar Noregur Danmörk Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Sökk Hallgrímur við bryggju á Siglufirði. Viðbúnaður var á Vestfjörðum í nótt vegna snjóflóðahættu. Óvissuástandi var lýst um norðanverða Vestfirði og var hættuástandi lýst í iðnaðarhverfi á Ísafirði, í tveimur íbúðarhúsum skammt frá og á bæ í Hnífsdal. Rafmagn fór af í Bolungarvík og á Kópaskeri, Þórshöfn, í Kelduhverfi og Öxarfirði. Vegum var víða lokað vegna ófærðar og hættu á snjóflóðum. Kristján Rafn Guðmundsson skíðamaður nýtti sér snjóinn á Ísafirði. »2 Snjóflóðahætta á Vestfjörðum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Egill Ólafsson egol@mbl.is Innflutningur á kjötvörum var tvö- falt meiri á síðasta ári en árið 2010. Verðmæti kjötútflutningsins fyrstu ellefu mánuði ársins nam 1.152 milljónum, en nam 612 milljónum sömu mánuði árið 2010. Á næstu dögum verður lagt fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytta fram- kvæmd á innflutningi búvara á lág- markstollum. Ekkert var flutt inn af landbúnaðarvörum á lágmarkstoll- um á meðan Jón Bjarnason var sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Mest er flutt inn af nautakjöti, kjúklingum og svínakjöti. Talsvert er líka flutt inn af villibráð og unn- um kjötvörum. Innflutningur á ost- um og unnum mjólkurvörum hefur einnig aukist milli ára, en þó mun minna en á kjötvörum. Í desember bauð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið út tollkvóta vegna samnings við Evrópusam- bandið um tollfrjálsan innflutning. Niðurstaða útboðsins er að innflytj- endur greiða um 200 milljónir fyrir að fá að flytja inn tollfrjálst. Ekkert hefur hins vegar verið flutt inn síðustu ár á grundvelli GATT-samnings um innflutning á búvörum á lágmarkstollum. Ástæð- an er sú að Jón Bjarnason ákvað að innflutningurinn ætti að verða á grundvelli verðtolla en ekki magn- tolla. Það þýddi að tollurinn á vör- unum varð hærri en af vörum sem fluttar voru inn á grundvelli al- mennra tolla. »6 Tvöfalt meiri innflutningur  Innflutningur á landbúnaðarvörum jókst mikið í fyrra og nam meira en milljarði Morgunblaðið/Brynjar Gauti  Nítján stofnfjáreigendur í Spari- sjóði Svarfdæla ætla að halda áfram málarekstri vegna kaupa á stofnfé. Þessir einstaklingar ann- aðhvort staðgreiddu stofnféð á sínum tíma eða greiddu lánin upp. Búið er að fella niður kröfur hjá þeim sem árið 2007 tóku lán til að fjármagna stofnfjáraukningu. »6 Nítján ætla að halda áfram málarekstri –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG  Reykjanesbraut var lokað á tólfta tímanum í gærkvöldi. Mikið annríki var hjá björgunarsveitum við að aðstoða ökumenn sem komust hvorki lönd né strönd. Sagði lög- reglan á Suðurnesjum óvíst hvenær opnað yrði fyrir umferð á ný. Fjöl- margir flugfarþegar voru því veðurtepptir í Keflavík auk þess sem óljóst var hvort flugrútan kæmist suðureftir í nótt með far- þega til brottfarar. Veðurtepptir á Keflavíkurflugvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.