Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 40
Valskonur eru afar sigurstranglegar í bikarkeppninni í handknattleik eft- ir sigur á Fram, 24:21, á Hlíðarenda í gærkvöld. Óvæntur varn- arleikur Vals gerði þar útslagið. Stjarnan og FH tryggðu sér einnig sæti í undanúrslitum og ÍBV er fjórða liðið þar. »4 Valskonur líklegar í bikarkeppninni FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 26. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Foreldrar reiðir skólayfirvöldum 2. Jafntefli gegn meistaraliði Frakka 3. Nauðugur farþegi í bílnum 4. Sumir fá frí til að fara í ræktina »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Skuggarnir í Fjöllunum (Qaqqat Al- anngui) er mest sótta mynd Græn- lands frá upphafi. Hún fer í sýningar í Bíó Paradís í kvöld kl. 20.00. Það var Íslendingurinn Freyr Líndal Sæv- arsson sem stýrði kvikmyndatöku. Grænlensk spennu- mynd í Bíó Paradís  Ljósvakaljóð – Stuttmyndahátíð fyrir kvikmynda- gerðarmenn á aldrinum 15-25 ára – fer fram á laugardaginn í Bíó Paradís. Aðgang- ur er ókeypis. Sér- stakur heið- ursgestur verður Baltasar Kormákur. Hátt í 40 stuttmyndir bárust keppn- inni og yfir 30 frumsamin stutt- myndahandrit. Baltasar gestur á Ljósvakaljóðum  Snorri Helgason sendi nýlega frá sér myndband við lag af Winter Sun sem kom út á síðasta ári hjá Kimi Records. Myndbandið er við lagið „Mock- ingbird“ og er leik- stýrt af ítölsku myndlistarkonunni Elisu Vendramin. Frumsýning er á vef bandarísku út- varpsstöðv- arinnar KEXP. Nýtt myndband Snorra sýnt á KEXP SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestanátt, víða 10-18 m/s, en lægir vestantil síðdegis. Snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulít- ið. Frost yfirleitt 0 til 8 stig. VEÐUR Ísland endar í 10. sæti Evr- ópukeppninnar í handknatt- leik í Serbíu en að öðru leyti er keppnin að þróast ís- lenska landsliðinu í hag. Lík- urnar á að það fái auðvelda leið inn á Ólympíuleikana í London jukust enn í gær þeg- ar Danir tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Nú getur að- eins sigur Serba á mótinu komið í veg fyrir þægilegan riðil Íslands í forkeppni Ól- ympíuleikanna. »2-3 Tíunda sæti en ÓL-staðan batnar Litlu munaði að alvarleg mistök dóm- ara og eftirlitsmanna færðu Frökkum sigur gegn Íslandi á EM í Serbíu í gær. Frakkar voru of margir inni á vellinum undir lokin, áttu að missa mann af velli og Ísland að fá boltann þegar 15 sekúndur voru eftir. „Við áttum að fá síðustu sóknina, það er á hreinu, og áttum möguleika á að tryggja okkur sigur,“ sagði Guð- mundur Þ. Guð- mundsson þjálfari. »1 Alvarleg mistök í lok leiksins við Frakka ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hún er einungis 24 ára, en hefur lagt stund á ballett í 21 ár. Sæunn Ýr Marinósdóttir er atvinnuball- ettdansari og starfar með Peter Schaufuss-ballettinum í London, sem þykir afar framsækinn, og ferðast með honum vítt og breitt um Evrópu. „Ég byrjaði í ballett þegar ég var þriggja ára. Mamma segir að ég hafi sagt þegar ég var lítil að mig langaði til að dansa Ösku- busku á sviði,“ segir Sæunn Ýr. „Ég get ekki svarað því hvers vegna ballett varð fyrir valinu, ég hef dansað svo lengi, dansinn er hluti af lífinu. En það endist eng- inn lengi í þessu nema hann elski að dansa.“ Eftir grunnskóla lá leið Sæunnar í Konunglega ballettskól- ann í Stokkhólmi og þaðan lauk hún stúdentsprófi. Næst tók ung- verska dansakademían við í Búda- pest í Ungverjalandi, þar lauk hún BA-prófi í klassískum ballett, fyrst íslenskra dansara. Hún segir aðaltilganginn með Ungverja- landsdvölinni hafa verið að dansa með fremstu dönsurum heims, gráðan hafi verið aukabónus. Þrotlausar æfingar og fórnir „Bestu ballettskólarnir eru í þessum gömlu kommúnistalönd- um. Samkeppnin þarna úti er rosalega hörð og dans- heimurinn allt öðruvísi en hér. Það eru mörg hundruð að keppa um sömu stöðurnar.“ Eftir Ungverja- landsdvölina starfaði Sæunn um skeið við leikhúsið í Dort- mund í Þýskalandi. Árangur hennar þykir einstakur fyrir svo ungan dansara. En hann hefur ekki komið af sjálfu sér, heldur er afrakstur þrotlausra æfinga og mikilla fórna. „Þetta var bara það sem mig langaði til að gera. Mað- ur fórnar eiginlega öllu; ég sé fjöl- skylduna sjaldan og missti af fermingum beggja bræðra minna. Það er ekkert gaman að vera allt- af einn í útlöndum. En þetta er það sem þessi árangur kostar og ég sé ekkert eftir að hafa valið þetta.“ Dagur atvinnuballerín- unnar er eins og hver annar vinnudagur. „Ég mæti klukkan hálftíu og hita upp. Þá taka við æfingar og síðan æfum við verkin sem við erum að vinna að. Yfirleitt er vinnudagurinn átta til tíu stunda langur.“ Sæunn Ýr segist ekkert geta sagt til um hversu lengi hún verði við störf í Bret- landi, því mikil þróun sé í dans- heiminum. „Hver veit?“ Harður heimur, en þess virði  Sæunn Ýr hefur verið ballerína frá þriggja ára aldri Morgunblaðið/Árni Sæberg Atvinnuballerína Sæunn Ýr Marinósdóttir starfar með Peter Schaufuss-ballettinum í London. „Það endist enginn lengi í þessu nema hann elski að dansa,“ segir hún og kveðst hafa byrjað í ballett þegar hún var þriggja ára að aldri. Sæunn Ýr hefur fengist við fleira en danslist undanfarið, því hún leikur ballerínu í sjónvarpsþætti um lögreglu- fulltrúann knáa Barnaby. Þátt- urinn var tekinn upp í fyrrasumar og hefur verið sýndur í Bretlandi. Hún segir þetta hafa verið skemmtilega lífsreynslu. „Ballettkennari sem ég þekki stakk upp á mér í þetta verkefni. Þátturinn er um Ninu, gamla ballerínu, sem rifjar upp ævi sína og ég dansa hlutverk hennar þegar hún var ung.“ Sæunn Ýr segir þetta hafa verið skemmti- lega reynslu og segist til í að endurtaka leikinn. „Atriðið var tek- ið upp í gömlu og fallegu leikhúsi og þetta tók allan daginn, það fór mestur tími í að bíða. En leikstjór- inn var mjög ánægður með hvernig til tókst.“ Sæunn Ýr lék Ninu ballerínu FÓR MEÐ HLUTVERK Í BARNABY-ÞÆTTI VEÐUR » 8 www.mbl.is Á föstudag Gengur í suðaustan 13-20 m/s og fer að snjóa sunn- an- og vestanlands, en rigning eða slydda með kvöldinu og hiti 1 til 5 stig. Hægari vindur og úrkomulítið á norðaustanverðu landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.