Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eggert Hressir Þeir njóta þess að tefla í Skákskólanum þessir strákar. Frá vinstri: Felix Steinþórsson, Hilmir Hrafnsson, Heimir Páll Ragnarsson, Hilmir Freyr Heimisson og Gauti Páll Jónsson. mennri útbreiðslustarfsemi, sem felst í því að færa skákina til al- mennings, hvort sem það er gert í gegnum sundlaugarnar, skákmót á kaffihúsum eða með öðrum hætti.“ Gríðarlegur vöxtur í skák Skákakademían, sem Stefán er framkvæmdastjóri hjá, stendur fyrir kennslu í grunnskólum í Reykjavík og breiðir þannig út skákina meðal þúsunda barna. „Það hefur gengið alveg sérstak- lega vel og skólunum er alltaf að fjölga sem við kennum í. Núna er skákin víðast hvar á stundatöflu í þriðja bekk í þeim þrjátíu skólum þar sem Skákakademían stendur fyrir skákkennslu. Markmiðið er auðvitað að vera í öllum 47 grunn- skólum Reykjavíkur,“ segir Stefán og bætir við að það sé gríðarlegur vöxtur í skákinni, ekki aðeins hjá krökkunum heldur líka hjá al- menningi. „Hvort sem það er skáknámskeið hjá Skákskóla Íslands eða skákmót, þá er alltaf metþátttaka eða mesta þátttaka undanfarin 10-15 ár. Til dæmis er mjög góð þátttaka á Skákþingi Reykjavík- ur sem stendur yfir núna, rúmlega sjötíu manns tefla þar.“ Friðrik teflir við Nansý Þegar Stefán er spurður um kynjaskiptinguna hjá krökkum sem taka þátt í skákinni segir hann mikla sókn í stelpuskákinni. „Íslandsmót barna í skák var hald- ið í átjánda sinn núna í janúar og þá vann stúlka mótið í fyrsta sinn. Hún heitir Nansý Davíðsdóttir og er tíu ára. Hún er mjög efnileg og er meðlimur í ungmennalandsliði Íslands í skák sem mun taka þátt í Norðurlandamótinu í Finnlandi í febrúar. Þau sem eru í þessu liði eru öll boðin til Bessastaða í dag í móttöku forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar í tilefni Skákdagsins. Þar mun Friðrik tefla við Nansý, nýkrýndan Íslandsmeistara barna.“ Stefán segir að krakkarnir sem fara fremst í flokki í skákinni slái ekki slöku við, heldur æfi sig grimmt. „Nansý mætir tvisvar í viku í tíma hjá Skákskólanum sem sér um að þjálfa afrekskrakka. Hún mætir líka á æfingu hjá sínu tafl- félagi, sem er Fjölnir, og auk þess teflir hún á mótum einu sinni til þrisvar í viku. Þetta eru því sjald- an færri en fimm skipti í viku.“ Ekki er annað hægt að segja en að írski verslunareigandinn William Mul- hall hafi ágætis húmor. En hann rekur það sem á ensku kallast „curiosity shop“ eða verslun þar sem finna má ýmsa forvitnilega hluti. Eins konar krambúð þar sem öllu ægir saman í einum graut. Verslunin hans William er í litla sjávarplássinu Ardglass á Norður- Írlandi. Við síðustu talningu árið 2001 bjuggu þar aðeins rétt tæplega 1700. Þrátt fyrir smæð bæjarins er alltaf opið hjá William. Allan sólar- hringinn allan ársins hring. En versl- un hans er sérstaklega ætluð sjó- mönnum og þeir eru jú á ferð á ýmsum tímum. Víða um verslunina hefur William komið fyrir kostulegum skilaboðum til viðskiptavina sinna sem meðal annars minna þá á að borga fyrir matinn sem þeir kaupa. William er líka listamaður og notar verslunina sem stúdíó auk þess að hafa skreytt hana fagurlega að utan. Sannarlega óvenjuleg og skemmtileg verslun sem lífgar upp á tilveruna. Lífið og tilveran Reuters Einkamál Verslunareigandinn William Mulhall sér um ástamál þorpsbúa. Alls konar furðuhlutir í einum graut Skeggjaður Listamaðurinn William er með skemmtilegan, svartan húmor. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 Kjörorð Skákdagsins er: Upp með taflið! Hægt er að nálgast dagskrána og fylgjast með fréttum og viðburðum á: skakdagurinn.blog.is. Meðal annars verður skák- hátíð í Grímsey sem mun standa allan daginn, Unnsteinn Sig- urjónsson mun tefla fjöltefli við nemendur í grunnskóla Bolung- arvíkur, kaffihúsaskákmenn mið- borgarinnar mæta á Cafe Haíti sem er sívaxandi skákmiðstöð, Skákgleði verður á leikskólanum Mar- bakka í Kópavogi þar sem stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková stjórnar, og svo mætti lengi telja. Íslendingar víða um heim hafa einnig boðað þátt- töku í Skákdeginum 2012. Skák er skemmtileg FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Á SKÁKDAGINN Fjarðarkaup Gildir 26. - 28. janúar verð nú áður mælie. verð Svínakótilettur úr kjötborði.......... 1198 1598 1198 kr. kg Nautabuff úr kjötborði ................ 1898 2298 1898 kr. kg Hamborgarar m/brauði, 4x80 g .. 576 680 576 kr. pk. Ísfugl kjúklingabringur ferskar ..... 1998 2349 1998 kr. kg Ísfugl kjúklingur frosinn .............. 669 785 669 kr. kg Fjallalambs kindahakk frosið ...... 998 1139 998 kr. kg Fjallalambs lambalæri kryddað ... 1498 1698 1498 kr. kg Floridana appelsínusafi, 1 ltr ...... 195 248 195 kr. ltr Appelsínur ................................ 98 248 98 kr. kg Epli rauð stór amerísk ................ 198 398 198 kr. kg Hagkaup Gildir 26. - 29. janúar verð nú áður mælie. verð Ísl.nauta-ribeye ......................... 2924 3898 2924 kr. kg Holta ferskur kjúklingur 1/1........ 799 998 799 kr. kg Ísl. lamb kryddlegið læri ............. 1398 1798 1398 kr. kg Holta úrb. kjúklingalæri í magnp. 1919 2398 1919 kr. kg Jói Fel pitsadeig ferskt................ 299 369 299 kr. pk. Myllu karamellukaka.................. 499 699 499 kr. stk. Myllu sérbökuð vínarbrauð.......... 119 249 119 kr. stk. Krónan Gildir 26. - 29. janúar verð nú áður mælie. verð Lambalærissneiðar .................... 1598 1998 1598 kr. kg Lambasirloinsneiðar .................. 1278 1598 1278 kr. kg Lambaleggir .............................. 1198 1368 1198 kr. kg Grísakótilettur............................ 1049 1498 1049 kr. kg Nautabökur 2 stk í pk................. 476 529 476 kr. pk. Mexikóbökur, 2 stk. í pk.............. 476 529 476 kr. pk. ÍM Kjúklingabitar ....................... 599 698 599 kr. kg Kjúklingabringur fro. erl. ............. 1698 1998 1698 kr. kg Djús appelsínur, 3 kg í pk. .......... 399 529 399 kr. pk. Nóatún Gildir 26. - 29. janúar verð nú áður mælie. verð Folaldasnitsel úr kjötborði .......... 1698 1998 1698 kr. kg Folaldagúllas úr kjötborði ........... 1698 1998 1698 kr. kg Folaldapiparsteik úr kjötborði ..... 2458 2898 2458 kr. kg Folaldafille úr kjötborði............... 3313 3898 3313 kr. kg Folaldalundir úr kjötborði ........... 3398 3998 3398 kr. kg Folaldahakk úr kjötborði............. 359 598 359 kr. kg Bleikjuflök úr fiskborði................ 1798 1998 1798 kr. kg ÍM kjúklingalæri úrbeinuð ........... 1998 2699 1998 kr. kg Þín Verslun Gildir 26. - 29. janúar verð nú áður mælie. verð Lambaprime úr kjötborði ............ 3490 4490 3490 kr. kg Ísfugl kjúklingaleggir .................. 878 1098 878 kr. kg Toppur blár, 2 ltr ........................ 198 289 99 kr. kg MS heimilisjógúrt karamellu ....... 225 247 225 kr. ltr Maggi kartöflumús, 90 g ............ 159 215 177 kr. kg Sætre kaptein kex ,200 g ........... 159 199 795 kr. kg Burtons Toffypops, 120 g ........... 149 195 1242 kr. kg Ota Solgryn haframjöl, 950 g...... 435 498 458 kr. kg Daloon vorrúllur, 720 g .............. 789 998 1096 kr. kg Nestlé Kit Kat, 5x45 g ................ 398 549 1769 kr. kg Helgartilboð ljósmynd/Norden.org Sími 694 7911 • Eikjuvogur 29 • Opið mán. - fim. 12-18, fös. 12-16 Enn meiri verðlækkun 50% afsláttur af útsöluvörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.