Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 Tónlistarhátíðin Myrkir mús- íkdagar hefst í dag klukkan 12.15 með stuttum hádegistónleikum í Þjóðmenningarhúsinu sem kallast „Forleikur að Myrkum mús- íkdögum“. Þetta eru styrkt- artónleikar með verkum fyrir gítar en allur ágóði rennur í Minn- ingarsjóð um Kristján Eld- járn gítarleik- ara sem ætlað er að verð- launa fram- úrskarandi tónlistarfólk. Fram koma gítarleikararnir Kristinn H. Árna- son, Páll Eyjólfsson, Svanur Vil- bergsson, Grétar Geir Kristinsson og Kristinn Freyr Kristinsson. Sér- stakur gestur verður Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona. Verkin sem leikin verða eru eftir Hróðmar Sigurbjörnsson, Kjartan Ólafsson, Elínu Gunnlaugsdóttur og Mateu Malondra Flaquer.  Kl. 17.00: Setningarathöfn Myrkra músíkdaga, en það eru tón- leikar í beinni útsendingu á Rás 1 frá Útvarpshúsinu í Efstaleiti. Þetta er árviss viðburður á Myrk- um músíkdögum, opinn öllum og er aðgangur ókeypis. Fram koma Ás- hildur Haraldsdóttir flautuleikari, Elísabet Waage hörpuleikari, Guð- rún jóhanna Ólafsdóttir messósópr- an, Francisco Javier Jáuregui gít- arleikari og kammerhópurinn Nordic Affect undir stjórn Guðna Franzsonar. Verkin eru eftir Atla Heimi Sveinsson, Ian Clarke, Huga Guðmundsson, Önnu Þorvalds- dóttur, Morales-Caso og Hauk Tómasson.  Kl. 19.30. Opnunartónleikar há- tíðarinnar. Sinfóníuhljómsveit Ís- lands leikur undir stjórn Ilan Volkov í Eldborgarsal Hörpu. Á efnisskrá eru verk eftir Atla Ingólfsson, Huga Guðmundsson, Hans Abra- hamsen og Iannis Xenakis. Verk Huga og Hans verða frumflutt við þetta tækifæri.  Kl. 22.00 Kaldalón í Hörpu: Raf- tónleikar þar sem heyrast mörg ný rafverk í fyrsta sinn. Verkin eru eftir Ríkharð H. Frið- riksson, Þuríði Jónsdóttur, Pál Ivan Pálsson, Úlfar Inga Haraldsson, Jesper Ped- ersen, Kjartan Ólafsson, Þorgrím Einarsson og Camillu Söderberg. Þá leika Sigríður Mjöll Björnsdóttir á víólu og Páll Ivan Pálsson á raf- gítar í tveimur verkanna. Bókin Axels Kristinssonar sagnfræðings, Expansions: Competition and Conquest in Europe Since the Bronze Age, er nú fáanleg á Kindle-formi í vefverslun Amazon vefversl- unarinnar. Því er hægt að kaupa stafræna útgáfu og lesa á tölvu, spjaldtölvu eða öðrum tækjum sem geta notað Kindle. Bókin, sem gefin er út af ReykjavíkurAkademíunni, fjallar á nýstárlegan hátt um útþenslu Grikkja, germana, víkinga og annarra og er beitt nálgun sem byggist á þróunarfræði og flækjufræði. Bókinni er hælt í ritdómi á Cliodynamics, rit- stýrðu vísindariti á netinu. Sagnfræði Rafbók Reykjavík- urakademíunnar Axel Kristinsson Í dag, fimmtudag klukkan 16.00, verður opnuð sýning Hugleiks Dagssonar og Arnar Tönsberg í Listasal Mosfells- bæjar í Kjarna, Þverholti 2. Sýninguna kalla þeir Huxi! Markmið þessarar samsýn- ingar er að vekja unglinga til umhugsunar um myndlist og vinnuna á bakvið verkin. Lista- mennirnir sýna annars vegar teiknimyndasöguverk og hins vegar „grafítí“-verk. HUXI! er önnur sýningin af þremur sem Lista- salur Mosfellsbæjar skipuleggur á þessu sýning- arári þar sem hafður er í huga ákveðinn aldurs- hópur. Sýningarstjóri er Hildur Rut Halblaub. Myndlist HUXI!, sýning Arnar og Hugleiks Hugleikur Dagsson Í tengslum við sýninguna Kyrralíf í Hafnarborg, þar sem sýnt er úrval kyrralífs- málverka eftir íslenska mynd- listarmenn ólíkra kynslóða, var efnt til námskeiðs þar í stofnuninni þar sem fólk mál- aði út frá hugmyndum um kyrralíf. Kennari er Pétur Gautur myndlistarmaður. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við öðru nám- skeið og hefst það fimmtudagskvöldið 9. febrúar. Skráning er í síma 585 5790. Einfaldasti samnefnari kyrralífsverka eru hversdagslegir hlutir sem komið er fyrir á borði og listamaðurinn endurskapar. Myndlist Námskeið í kyrralífsmálun Pétur Gautur Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Forseti Íslands afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2011 á Bessastöðum í gær. Í flokki fagurbókmennta hlaut Guðrún Eva Mínervudóttir verðlaunin fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur, sem gefin var út hjá JPV-útgáfu, og Páll Björnsson sagnfræðingur hlaut verðlaun í flokki fræðirita og bóka almenns efnis, fyrir bókina Jón for- seti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Sögufélagið gaf út. Þetta er tuttugasta og þriðja skipti sem verðlaunin eru afhent en fyrst var tilnefnt til þeirra árið 1989. Höfundarnir hljóta eina milljón króna hvor í verðlaun og einnig verðlaunagripi sem hannaðir eru af Jóni Snorra Sigurðssyni á gull- smíðaverkstæði Jens. Sýna þeir opna bók á granítstöpli með nafni höfundarins og heiti verðlauna- verksins. Leyfði mér að vona „Ég hef verið tilnefnd nokkrum sinnum en í þetta skipti leyfði ég mér að vona að nú væri komið að mér,“ segir Guðrún Eva. Hún var fyrst tilnefnd árið 2000 fyrir skáld- söguna Fyrirlestur um hamingjuna og aftur árið 2008, fyrir skáldsöguna Skaparann. Í Allt með kossi vekur segir frá fjölskylduföður í Reykjavík sem finnur hjá sér löngun til að skoða at- burð í lífi móður sinnar. Gagnrýn- andi Morgunblaðsins sagði þetta „seiðmagnað skáldverk“ sem félli seint í gleymsku. Guðrún Eva segist ekkert hafa orðið „standandi hissa“ þegar henni var tilkynnt að hún hlyti bókmennta- verðlaunin að þessu sinni. „Síðustu árin hef ég reynt að temja mér að verða ekki of uppveðruð yfir við- brögðum og taka þau ekki mikið inn á mig, hvort sem það er slæmur dómur eða góður,“ segir hún. „Til að halda sönsum er hollt að halda ró sinni. Þetta er samt ótrúlega gleðilegt!“ bætti hún svo við. „Það er líka svo gott fyrir bókina að fá verðlaunin, ég held hún hljóti nú að fara víðar en hún hefði annars gert.“ Fólk sem hefði annars ekki vitað að bókin sé til muni nú mögulega lesa. „Það er svo mikilvægt við svona verðlaun, að þau varpa oft kastljósi á bækur sem annars hefði ekki farið mikið fyrir,“ segir hún. Vissulega mjög ánægður „Ég átti ekki von á þessu, margar góðar bækur voru tilnefndar. En ég er vissulega mjög ánægður,“ segir Páll Björnsson. Í bókinni fjallar Páll um það með hve ólíkum hætti arf- leifð Jóns Sigurðssonar hefur verið notuð síðan hann lést árið 1879. Lýst er hvernig minningarnar um hann hafa gengið í endurnýjun lífdaga, til dæmis með hátíðarhöldum, minja- gripum og hvers kyns útgáfu. Jón Sigurðsson hefur einnig iðulega ver- ið dreginn inn í ágreiningsmál og þá hafa stjórnmálamenn, félagasamtök og fyrirtæki nýtt sér ímynd hans á ólíkan hátt. Páll birtir líka niður- stöður skoðanakönnunar á við- horfum almennings til Jóns og á þekkingu fólks á honum. „Jú, enda tekur það yfirleitt nokk- ur ár að skrifa fræðilegt verk sem þetta,“ svarar Páll þegar spurt er hvort ekki sé ánægjulegt að fá klapp á bakið með verðlaunum sem þess- um. „Ég byrjaði að vinna bókina fyr- ir sjö, átta árum en hef ekki náð að vinna stöðugt að henni. En síðustu tvö árin reyndi ég að einbeita mér að verkinu. Það er vissulega ánægju- legt að eftir þessu er tekið; verðlaun skipta máli. En ég er ekki alveg bú- inn að átta mig á þessu ennþá.“ Kastljósið var á Jóni Sigurðssyni í fyrra og studdi Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar við útgáfu verksins. „Að því leyti má segja að verið sé að verðlauna nefndina líka, og fleiri sem komu að verkinu,“ segir Páll. „Efnið, það hvernig fólk hefur notað Jón forseta, býður upp á spennandi nálgun. Þegar ég var far- in af stað var erfiðast að meta hverju ætti að sleppa, því svo margt kræsi- legt mátti nota í bókina. Ég sá fljótt að það mætti vinna góða bók úr þessu efni. En þetta er álit þriggja manna nefndar.“ Val þriggja manna nefndar Þriggja manna lokadómnefnd, skipuð þeim Þorgerði Jennýj- ardóttur Einarsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands, Árna Matthíassyni blaðamanni og Þorsteini Gunn- arssyni, sérfræðingi hjá RANNÍS og fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, sem var formaður, valdi verðlaunaverkin úr þeim tíu bókum sem voru tilnefndar til verðlaunanna í desember. Þau Þorgerður Jenný og Árni leiddu forvalsnefndirnar sem völdu bækurnar tíu. Íslensku bókmenntaverðlaun- unum var komið á fót í tilefni 100 ára afmælis Félags íslenskra bókaútgef- enda en það var stofnað árið 1889. Fyrsta árið var ekki skipt í flokka en tíu bækur tilnefndar og var Stefán Hörður Grímsson ljóðskáld fyrsti handhafi verðlaunanna. Hreppti hann þau fyrir bókina Yfir heiðan morgun. Árið eftir var tilhöguninni breytt og tilnefndum bókum skipt í tvo flokka eins og nú er gert. Allir sem gefa út bækur á Íslandi geta lagt fram bækur til verð- launanna og greiða fyrir ákveðið gjald. Guðrún Eva og Páll hrepptu bókmenntaverðlaunin Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunahafar Páll Björnsson og Guðrún Eva Mínervudóttir með verðlaunagripi sína á Bessastöðum í gær. Hann hreppti verðlaunin fyrir bókina Jón forseti allur?, en Guðrún Eva fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur.  Verðlaunafé hvors um sig nemur einni milljón króna ...er Stephen O’Mal- ley m.a. kunnur fyrir verk sín fyrir tímamóta- sveitina Sunn O)))35 » Þessar bækur voru tilnefndar til verðlauna í flokki fagur- bókmennta: Guðrún Eva Mín- ervudóttir: Allt með kossi vekur. JPV útgáfa; Hallgrímur Helga- son: Konan við 1000°. JPV út- gáfa; Jón Kalman Stefánsson: Hjarta mannsins. Bjartur; Oddný Eir Ævarsdóttir: Jarð- næði. Bjartur; Steinunn Sigurð- ardóttir: Jójó. Bjartur. Þessar voru tilnefndar til verðlauna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis: Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guð- jónsson: Morkinskinna I. og II. bindi. Hið íslenzka fornritafélag; Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson: Góður matur, gott líf – í takt við árstíð- irnar. Vaka-Helgafell; Jón Yngvi Jóhannsson: Landnám – ævi- saga Gunnars Gunnarssonar. Mál og menning; Páll Björnsson: Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til sam- tíðar. Sögufélag; Sigríður Víðis Jónsdóttir: Ríkisfang: Ekkert – Flóttinn frá Írak til Akraness. Mál og menning. Ólíkar bækur TÍU VERK VORU TILNEFND SAMKVÆMT VENJU Myrkir músíkdagar Setning, opnun og raftónleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.