Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Búhamar 4, 218-3020, þingl. eig. Ágúst Hreggviðsson, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 14:30. Kirkjuvegur 39a, 218-4404, þingl. eig. Eðvald Eyjólfsson, gerðar- beiðendur Breiðan ehf. og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 14:00. Kirkjuvegur 39a, 218-4405, þingl. eig. Eðvald Eyjólfsson, gerðar- beiðendur Breiðan ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 14:10. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 25. janúar 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Arnartangi 55, 208-2719, Mosfellsbæ, þingl. eig. Einar Bjarni Sigurðsson og Sigurður Einarsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Kaupthing mortgages Fund og Sýslumaðurinn á Blönduósi, mánudaginn 30. janúar 2012 kl. 13:30. Ferjubakki 2, 204-7623, Reykjavík, þingl. eig. Knútur Knútsson, gerðarbeiðandi Ferjubakki 2-16, húsfélag, mánudaginn 30. janúar 2012 kl. 10:30. Helluvað 1-5, 228-0585, Reykjavík, þingl. eig. Viken Samúel Samúelsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sparisjóður Reykja- víkur/nágr. hf., Vörður tryggingar hf. og Þorvaldur H. Gissurarson, mánudaginn 30. janúar 2012 kl. 14:30. Rauðavað 23, 227-3060, Reykjavík, þingl. eig. Sigmar Pálmason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 30. janúar 2012 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 25. janúar 2012. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Vesturbraut 8, 211-7360, Búðardal, þingl. eig. Megin ehf., gerðarbeiðandi Arion banki, miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 13:00. Vesturbraut 8, 223-4028, Búðardal, þingl. eig. Megin ehf., gerðarbeiðandi Arion banki, miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 13:00. Sælingsdalur, 137739, Dalabyggð, þingl. eig. Ríkissjóður Íslands og Guðmundur Elísson, gerðarbeiðendur Dalabyggð og Vátrygginga- félag Íslands, miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 13:45. Skriðuland, 211-8336, Dalabyggð, þingl. eig. Skriðuland ehf., gerðar- beiðandi Dalabyggð og Vátryggingafélag Íslands, miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 14:30. Skriðuland, 211-8337, Dalabyggð, þingl. eig. Skriðuland ehf., gerðarbeiðandi Dalabyggð, miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 14:30. Skarðsá II, 176807, Dalabyggð, þingl. eig. Edda Unnsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Dalabyggð, miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 15:00. Sýslumaðurinn í Búðardal, 24. janúar 2012. Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum fimmtudaginn 2. febrúar 2012 kl. 09:30 á eftirfarandi eignum: Birkihlíð 24, 218-3869, þingl. eig. Una Sigríður Ásmundsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Birta VE-008, skr.nr. 1430, þingl. eig.TT Luna ehf. og Svörfull ehf., gerðarbeiðandi Sandgerðishöfn. Flatir 25, 218-3356, þingl. eig. Rammar, hurða- og gluggasm. ehf., gerðarbeiðandi Gjaldheimtan ehf. Hátún 8, 218-3702, þingl. eig. Gunnar Magnússon, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Heiðarvegur 5, 218-3721, þingl. eig. Hvassafell ehf., gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Heimagata 35, 218-3844, þingl. eig. Hlynur Már Jónsson, gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Helgafellsbraut 31, 218-3874, þingl. eig. Hvassafell ehf., gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Hólagata 28, 218-3968, þingl. eig. Sveinn Garðarsson, gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Kirkjuvegur 21, 218-4385, þingl. eig. Þrídrangar ehf., gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Kirkjuvegur 84, 218-4442, þingl. eig. Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir, gerðarbeiðendurTryggingamiðstöðin hf. Vestmannabraut 37, 218-4990, þingl. eig. Hvassafell ehf., gerðar- beiðandi Vestmannaeyjabær. Vestmannabraut 47, 218-5004, þingl. eig. Hörður Guðmundsson, gerðarbeiðandi Vestmannaeyjabær. Vesturvegur 28, 218-5098, þingl. eig. Gunnar Magnússon, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf. Vesturvegur 30, 218-5101, þingl. eig. Gunnar Magnússon, gerðar- beiðandi Vátryggingafélag Íslands hf. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 25. janúar 2012. Raðauglýsingar Elskulegi pabbi minn, það er ótrúlegt að þú sért farinn frá okk- ur, þú fórst fljótt eins og mamma gerði árið 2006. Það er sárt að hugsa til þess að ég geti ekki fylgst með þér lengur, gefið þér að borða, haft við þig blaðaskipti, þú fékkst Fréttablaðið og ég Moggann, og passað að allt sé í lagi hjá þér, nú er þessu hlutverki lokið hjá mér. Alltaf varstu svo góður við mig og mína fjölskyldu, alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd ef ég þurfti á aðstoð að halda, alveg sama hvað það var. Það verður gott að geta hugsað til allra góðu minninganna sem við áttum sam- Sigurður Gunnar Kristjánsson ✝ SigurðurGunnar Krist- jánsson, sjómaður, verkamaður og síð- ar múrari, fæddist á Akrahóli í Grindavík 8. októ- ber 1929. Hann lést 10. janúar 2012. Útför Sigurðar var gerð frá Grindavíkurkirkju 20. janúar 2012. an, við fórum saman í margar útilegur, sumarbústaðarferð- ir og í einu ferðina sem þið mamma fór- uð til útlanda, verst að þær voru ekki fleiri. Þú varst mikið fyrir afa- og lang- afabörnin, vildir gera allt fyrir þau, verst að þú verður ekki hjá okkur þeg- ar nýjasta barnið kemur í heim- inn. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu, ég veit að núna ertu sæll og glaður að vera kominn til hennar mömmu. Ég bið guð að gefa okkur styrk á þessum erfiðu tímum. Nú kveð ég þig, elsku pabbi, með söknuði. Þegar sorgar titra tárin, tregamistur byrgir sýn. Huggar, græðir hjartasárin, hlý og fögur minning þín. (F.S.) Þín dóttir, María Þóra. „Seinna meir sé ég þig, seinna meir trúirðu mér,“ kem- ur úr hátölurunum í gulu To- yotunni hans Magga. Vorið er 1981 ég er 10 ára og ég sit í bílnum á leiðinni í Hólmatungu í Jökulsárhlíðinni í fyrsta skipti. Hólmatunga var á þeim tíma eins langt frá Reykjavík og hugsast gat – tvær stuttar og ein löng (u.þ.b.) – og möl alveg í Hvalfjörðinn. Þetta var þriðja sveitin mín á 5 árum svo greini- legt að fjörmikill var drengur- inn. Í hlaðinu taka þau á móti mér sómahjónin Gunnþórunn Jónsdóttir og Eiríkur Magnús- son. Í tvö sumur og eina páska dvaldi ég í Hlíðinni. Þetta var heimili mitt og vin. Minningin er falleg, ánægjuleg og jákvæð. Að ríða á Sleipni þeim mikla fáki (líklega 15 vetra þegar þetta var), veiða sel á sand- inum, sækja rekavið, elta mink og gæsir í nóttinni, endalausar bækur að lesa, ganga yfir Hellisheiði með kindur, kyssa stelpu undir hlöðugólfi, reyna að reykja bakvið skúr og hlusta á rödd manns sem þekkti landið og náttúruna betur en flestir á þessu svæði. Þessar minningar koma til mín núna þegar Eiríkur Magn- ússon kveður Hlíðina. Hann tók mér vel þrátt fyrir æðibunu- ganginn og endalausar spurn- ingar. Hann hafði lúmskt gam- an af þessum síspyrjandi strák sem var allt of stór fyrir sinn aldur. Hann kenndi mér á sveit- ina. Einu sinni hrósaði hann mér alveg sérstaklega þar sem við vorum í girðingarvinnu: „Grímur þú ert ekki dæmigert borgarbarn – þú gætir barasta hafa fæðst í sveit.“ Það þykir Helgi Eiríkur Magnússon ✝ Helgi EiríkurMagnússon fæddist í Másseli í Jökulsárhlíð 15. ágúst 1928. Hann lést í faðmi fjöl- skyldu sinnar í Ár- skógum 1, Egils- stöðum, 10. janúar 2012. Eiríkur var jarð- sunginn frá Egils- staðakirkju 21. jan- úar 2012. mér ekki vond ein- kunn. Ég hef heimsótt Hólmatungu nokkrum sinnum frá því að dvöl minni þar lauk og Gunnþórunn hefur verið dugleg að rækta sambandið. Það var alveg sér- staklega gaman að líta við með fjöl- skylduna sumarið 2005 og upp- lifa þegar teknar voru upp nokkrar vel valdar kökur úr frysti eins og gert var fyrir 30 árum þegar sérstaka gesti bar að garði. Gunnþórunni, Magnúsi, Viggó, Jóni Brynjari, Jóhönnu og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Ég á bara góð- ar minningar um Eirík Magn- ússon og Tunguna sem hann byggði fyrir um 60 árum. Grímur Atlason. Nú hefur Eiríkur Magnússon bóndi í Hólmatungu í Jökuls- árhlið lokið sínum langa bú- skap. Ég man fyrst eftir Eiríki móðurbróður okkar sem barn fyrir 60 árum, þegar hann kom til Eyja á vertíð, glæsilegum ungum manni, en hann bjó hjá okkur marga vetur eftir það. Ég heyri enn fyrir mér skrjáfið í niðurbrettum klofstígvélunum, er hann kom heim í Lambhaga úr vinnunni. Það voru miklir fagnaðarfundir og ánægju- stundir hjá móður okkar, þegar systkini hennar og þeirra kunn- ingjar komu á vertíð og heim- sóttu okkur. Mikið var spjallað, sagðar sögur og hlegið langt fram á nótt. Ungur fór Eiríkur til náms í Laugaskóla og eignaðist þar marga vini og ljúfar minningar. Hann vann við síldveiðar um tíma, einnig var hann flánings- maður í sláturhúsinu á Foss- völlum í nær hálfa öld. Eiríkur var mikill bóndi og sérlega lag- inn við að koma fé vel fram þó að erfitt væri með fóðuröflun. Hann var laginn hestamaður og með afbrigðum fjárglöggur, eins og reyndar bræður hans líka. Það virtist alltaf vera jafn- mikið ævintýri fyrir þá bræður að fara í göngur á æskuslóðir sínar í Ásdal og Tungur, en þangað ráku þeir fé sitt lengi framan af, eftir að flutt var út á eyjar. Eiríkur var skemmtilega fróður og vel lesinn, góður söngmaður og kunni vel að gleðjast með glöðum. Ég var snúningadrengur í Hólmatungu er hann flutti ástina sína, hana Gunnu, í garð. Gunna kom með ferskan blæ norðan úr Möðru- dal, en hafði verið í vist hjá heldra fólki suður í Reykjavík. Ung, kát og skemmtileg stúlka, sem alla tíð hefur verið mér sérlega góð. Það var mikil gæfa og ævintýri að fá að kynnast því afbragðs fólki, sem í Möðrudal bjó. Eiríkur og Gunna hafa rek- ið myndarbú í Hólmatungu í meira en hálfa öld af miklum dugnaði og alið upp fimm myndar- og dugnaðarbörn, sem hafa komið sér vel áfram í líf- inu. Með Eiríki Magnússyni er genginn merkur bóndi, sem sinnti störfum sínum af natni og útsjónarsemi. Við systkinin úr Eyjum nutum þess öll að fá að dvelja í Hólmatungu um skeið, þegar við vorum börn og eigum við góðar minningar þaðan. Að lokum viljum við votta fjölskyldu Eiríks okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning góðs frænda, Magnús Helgi Sigurðsson. „Ert þetta þú, elskan?“ Undrunin leynir sér ekki, en svo færist bros yfir allt andlitið og faðmlagið er jafn hlýtt og innilegt og alltaf. Kærleikurinn skín úr augum afa og gleði okk- ar beggja yfir endurfundunum er ósvikin. Í þetta skiptið hafði ég ferðast yfir hálfan hnöttinn, en það gilti reyndar einu hve langt ferðalagið var, hvort heimsálfur lágu að baki eða bíl- túr frá Egilsstöðum, móttök- urnar í Hólmatungu voru alltaf jafn hlýjar og innilegar. Hvergi á jörðinni upplifi ég mig jafn velkomna og hjá afa og ömmu í sveitinni. Frá því ég man eftir mér hef- ur sveitin alltaf verið fasti punkturinn í tilverunni og þar hef ég átt margar mínar bestu stundir. Sveitin er ekki bara friðsæll og fallegur staður, þar hef ég líka numið lífsins mik- ilvægustu lexíur. Að loknu verki tylltum við afi okkur á garða- bandið, neftóbaksdósin var tek- in upp og svo var hafist handa við að leysa heimsmálin. Þau gátu varðað búskapinn, náttúr- una, veðurfar, pólitík, vonda menn úti í heimi eða kvöldmat- inn. Umræðuefni skorti okkur aldrei. Allt undir sólinni gat borið á góma á garðabandinu. Reglulega hnerraði ég af nef- tóbakinu og alltaf hló afi og spurði hvort það mætti ekki bjóða mér meira. Það var svo gaman að hlusta á afa segja frá. Hann lifði tím- ana tvenna og gaf sér alltaf tíma til að segja sögur og svara ótal spurningum okkar barna- barnanna. En áhugi hans á okk- ar sögum var engu minni. Af áhuga og einbeitingu hlustaði hann á ferðasögur frá framandi löndum, pólitískar spekúlering- ar, mögulegar lausnir á vanda- málum heimsins, bókagagnrýni og annað sem lá á hjartanu hverju sinni. Svo gengum við heim og ef heppnin var með okkur var stjörnubjart og stillt. Þá gáfum við okkur tíma til að stúdera svolítið það sem fyrir augu bar. Fyrr í vikunni stóð ég og mændi upp í stjörnubjartan himininn, mitt í Sahara-eyði- mörkinni. Fyrir augu bar ná- kvæmlega það sem við afi átt- um til að staldra við og stara á á leið okkar heim í kvöldmat. Á þessari stundu rann það upp fyrir mér að afi minn mun fylgja mér um ókomna tíð, því sjálfur stjörnuhimininn er nú fyrir mér sem minnismerki um hann. Vorin í sveitinni eru einstök og upp í hugann koma bernsku- minningar þar sem ég skoppaði um túnin við hlið afa í miðnæt- ursólinni. Tilgangurinn var auð- vitað að hjálpa til, þrátt fyrir að ég næði honum nú varla í hné og komið væri fram yfir hátta- tíma. Við afi kunnum nefnilega bæði best við að vaka fram eft- ir. Það má deila um hversu mik- il hjálp var í að hafa þetta for- vitna stelpuskott dinglandi á eftir sér, en alltaf voru skila- boðin þau sömu; hjálpin var kærkomin og fyrir hana var þakkað. Nú er það ég sem þakka hon- um afa mínum fyrir að hafa fengið að trítla við hlið hans í gegnum lífið. Fyrir allt sem hann kenndi mér, fyrir mann- gæskuna, þolinmæðina og hlýjuna sem honum var svo töm. Fyrir að vera stoltur af mér og elska mig skilyrðislaust. Þórunn Ólafsdóttir. Súgfirðingaskálin Fjórða lota í keppni um Súgfirðingaskálina var spiluð á þorra. Fjórtán pör mættu til leiks en djúp lægð var að ganga yfir landið með miklum snjóstormi og hafði hún góð áhrif á Hlyn Antonsson og Auðun Guðmundsson og feykti til þeirra 70% skori. Úrslit kvöldsins urðu eft- irfarandi en þegar risaskor kemur þá enda margir ná- lægt miðlungi sem er 130 stig. Hlynur Antonsson – Auðunn Guðmss. 184 Kristján Pálss. – Ólafur Karvel Pálss. 140 Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 136 Guðbj. Björnss. – Steinþór Benediktss. 135 Heildarstaðan á þorra er svohljóðandi. Hlynur Antonsson – A uðunn Guðmss. 616 Gróa Guðnad. – Guðrún K. Jóhannesd. 552 Kristján Pálss. – Ólafur Karvel Pálss. 548 Jón Óskar Carlss. – Karl Jónsson 543 Þorsteinn Þorsteinss. – Rafn Haraldss. 524 Hlynur og Auðunn voru með rásnúmer eitt fyrir spila- kvöldið og halda því næstu lotur. Þrjár lotur eru eftir af mótinu og gilda sex bestu skorin til verðlauna. Næst verður spilað á bollu- daginn, 20. febrúar, í byrjun góu og hefst spilamennska um miðaftan. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl 4, mánu- daginn 23. janúar. Spilað var á 12 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 258 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 248 Hrafnhildur Skúlad. – Guðm. Jóhannss. 244 Ingibj. Stefánssd. – Margrét Margeirsd. 239 Árangur A-V: Sigurður Tómass. – Guðjón Eyjólfsson 265 Bergur Ingimundars. – Axel Láruss. 245 Örn Ingólfsson – Örn Ísebarn 243 Oddur Halldórss. – Ásgr. Aðalsteinss. 228 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.