Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson Skúli Hansen Lýst var yfir hættuástandi vegna snjóflóðahættu á iðnaðarsvæðinu Grænagarði á Ísafirði og við sorp- brennsluna Funa í Engidal í gær. Þá var hættuástandi lýst yfir á bænum Hrauni í Hnífsdal. Voru nokkrir bæ- ir til viðbótar á skoðunarlista. Engar tilkynningar bárust um eignatjón á Vestfjörðum vegna óveðursins, að sögn lögreglunnar á Ísafirði þegar um það var spurt seint í gærkvöldi. Þá var hættuástandi lýst yfir í tveimur íbúðarhúsum vestarlega á Seljalandsvegi og voru húsin, sem eru í nágrenni Grænagarðs, rýmd um tíuleytið í gærkvöldi. Spáð var norðanhvassviðri, 18 til 23 metrum á sekúndu, og mikilli snjókomu á norðanverðum Vest- fjörðum í nótt og átti að draga úr vindi og ofankomu í morgun. „Þekkt snjóflóðaveður“ Mesta snjófljóðahættan á norðan- verðum Vestfjörðum tengist aftaka- veðrum af norðri þegar lægðir ganga norður fyrir land úr suðri eða austri. „Þetta er þekkt snjóflóðaveður fyrir Vestfirði,“ sagði Auður Kjartans- dóttir, vaktmaður Snjóflóðavaktar Veðurstofu Íslands. Á Vestfjörðum brast víða á stór- hríð og var mikið annríki hjá vega- gerðarmönnum. Á Vesturlandi og á Snæfellsnesi fer veður og færð versnandi, líkt og víðar um landið. Spáði Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur því að ef spár gengju eftir yrði mikil ófærð á landinu, þ.m.t. í þéttbýlinu á suðvesturhorninu. Tvö viðbúnaðarstig eru vegna snjóflóðahættu, óvissuástand og hættuástand, og var óvissuástandi lýst fyrir norðanverða Vestfirði, að sögn Rúnars Óla Karlssonar, vakt- stjóra snjóflóðavaktar Veðurstofu Íslands. Sagði hann óvissuástandi lýst fyrir allt svæðið, jafnvel þótt það gæti aðeins átt við eitt bæjarfélag. Komast ekki landleiðina Ófærðin á Vestfjörðum setti mark sitt á atvinnulíf í landshlutanum. Óðinn Gestsson, framkvæmda- stjóri fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri, sagði ófærðina hafa vald- ið því að ekki tókst að koma unnum afla landleiðina suður til Reykjavík- ur, þaðan sem flytja átti hann með flugi til Bretlands og sjóleiðina á markaði. Óttaðist Óðinn að frysta þyrfti aflann, um fimm tonn, en við það lækkar hann í verði. Var jafn- framt óvíst hvort 8-9 tonna óunninn afli kæmist til vinnslunnar í dag. Átti starfsfólk erfitt með að komast milli Tálknafjarðar, Bíldudals og Patreks- fjarðar vegna ófærðar. Sverrir Har- aldsson, útgerðarstjóri hjá Odda á Patreksfirði, sagði mokstur á Kleifa- heiði og ferðir ferjunnar Baldurs hafa tryggt landflutninga. Dísilrafstöð sett í gang á Þórshöfn Rafmagn fór tvisvar af í Bolung- arvík og sagði Helgi Bjarnason að nægt eldsneyti væri til að knýja varaaflstöð þar til í næstu viku en hann var þar á bakvakt. Rafmagn fór af Þórshöfn, Kópa- skeri, Raufarhöfn og sveitum þar í kring um áttaleytið í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik var bilun á línunni frá Laxá til Kópa- skers. Að sögn fréttaritara Morgun- blaðsins þurfti að kalla til mann frá Raufarhöfn til að setja í gang dís- elrafstöð í Þórshöfn. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Við Landsbankann á Ísafirði Menn og dýr fundu mikið fyrir veðurofsanum í gær. Fannfergi og hvassviðri spillti færð víða um landið. Óvissuástand og hús rýmd  Snjóflóðahætta á Vestfjörðum í nótt  Óvissuástandi lýst á norðanverðum Vestfjörðum  Bolungarvík á varaafli  Rafmagn fór af Þórshöfn, Kópaskeri, Raufarhöfn og sveitum þar í kring Ísafjörður Atvinnusvæðið við Grænagarð á Ísafirði rýmt. Sorpbrennslan Funi rýmd. Hesthúsahverfi í Engidal rýmt. Loftmyndir ehf. Súðavík En gid alu r Kirkjubólsfjall Ernir Eyrarfjall Sauradalur Hnífsdalur Sauratindar Súðavíkurfjall Bakkahyrna Ey ra rh líð Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, lokuð vegna snjóflóða. Viðbúnaður vegna snjóflóðahættu Sú ða ví ku rh líð Vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Djúpvegur ófær. Mbl/EEM Ríkisstjórnar- flokkarnir stefna að því að leggja fram þingsálykt- unartillögu um skiptingu ráðu- neyta í lok febr- úar eða byrjun mars. „Ég get ekki gefið nánari tímasetningar. Það er verið að vinna þetta í ráð- herranefnd eins og ég upplýsti varðandi þessar breytingar. Ég geri ráð fyrir að það taki nokkrar vikur og ég vona að þær geti verið komnar hér inn í þing í lok febrúar eða byrjun mars,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á Alþingi í gær. Í kjölfar þingsálykt- unartillögu er gefinn út forseta- úrskurður um skiptingu ráðuneyta. Tillaga um breytta skipan ráðuneyta í febrúar eða mars Jóhanna Sigurðardóttir Kýrnar í Hraunkoti í Landbroti voru með hæstu meðalnyt á síðasta ári, 8.340 kg, samkvæmt ársuppgjöri skýrsluhalds nautgriparæktarfélag- anna sem birt var í gær. Er þetta mesta meðalnyt sem reiknast hefur og því Íslandsmet. Hjónin í Hraunkoti í Skaftár- hreppi, Ólafur Helgason og Sigurlaug Jónsdóttir, eru með lítið blandað bú, aðeins 16,5 árskýr, sem er ekki helm- ingur af því sem algengast er meðal bestu búa. Kýrnar í Hraunkoti mjólka að meðaltali tæplega þrjú þúsund kílóum meira en meðalbúin. Í öðru sætinu á síðasta ári var búið á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði, 7.986 kg. Í þriðja sætinu var Kirkju- lækur 2 í Fljótshlíð, með 7.811 kíló. Nythæsta kýrin er í búi Ólafs og Sigurlaugar, Týra nr. 120. Hún skil- aði 12.144 kg mjólkur á síðasta ári. helgi@mbl.is Settu nýtt Íslands- met í afurðum  Meðalnytin í Hraunkoti 8.340 kg Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nythæst Týra mjólkaði mest 2011. Björgunarsveitin á Dalvík lið- sinnti ökumanni og farþegum hans eftir að bifreið sem þau voru í festist í snjóflóði við Sauðanes á veginum milli Dal- víkur og Ólafsfjarðar um níu- leytið í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki í óhappinu. Var veg- inum í kjölfarið lokað vegna snjóflóðahættu. Þá var Siglufjarðarvegi lokað af sömu ástæðu. Ók bílnum inn í snjóflóð LOKUÐU VEGUM Siglufjarðarvegi lokað með vörubíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.