Morgunblaðið - 04.01.2012, Page 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
Á
vormisseri er eins og endranær
fjölbreytt úrval námskeiða í boði
hjá Endurmenntun Háskóla Ís-
lands og ættu allir að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi hvort sem
viðkomandi vill efla hæfni og þekkingu sína í
starfi eða einkalífi, sækja sér hvatningu, gleði
eða innsýn í nýja heima enda hátt í 200 nám-
skeið í boði.
Margs konar menning
Sem fyrr spanna hin fjölmörgu námskeið
mörg svið sem er skipt í alls 13 flokka. „Á
sviðinu ‘Menning’ eru tæplega 30 námskeið
þar sem fróðleikur og skemmtun fléttast
saman,“ segir Thelma Jónsdóttir, markaðs-
og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla
Íslands.
„Námskeið tengd leikhúsinu skipa vegleg-
an sess eins og undanfarin misseri og má
finna námskeið um söngleikinn Vesalingana
og svo einnig um leiksýningu um skáldverkið
Svar við bréfi Helgu sem var í hópi vinsæl-
ustu bóka fyrir jólin 2010. Einnig verður á
dagskrá námskeið um áhrifamátt leikhússins,
en það er hugsað fyrir alla þá sem vilja læra
hvernig leikhúsið virkar sem miðill þar sem
textinn og leikarinn eru í aðalhlutverki.“
Thelma útskýrir að í þetta sinn verði leik-
ritið Dagleiðin langa (Long Daýs Journey
Into Night) eftir Eugene O’Neill fyrir valinu,
og það lesið og krufið. „Eftir lesturinn fer
hópurinn svo saman á leiksýningu á verkinu í
Þjóðleikhúsinu og svo verður lesið vandlega í
leiksýninguna, leik og túlkun, leikmynd, lýs-
ingu og fleira. Leikhúsmiðinn er innifalinn í
námskeiðsgjaldinu,“ bætir Thelma við.
Að sögn Thelmu verða þrjú tónlistar-
námskeið í boði á vorönninni. „Eitt þar sem
Bergþór Pálsson ætlar að veita þátttak-
endum innlit í heim óperunnar og svo verður
saxófónleikarinn og djassistinn Sigurður
Flosason með tvö djassnámskeið.“ Bók-
menntaáhugafólk finnur einnig auðveldlega
áhugaverð námskeið hjá Endurmenntun. „Að
þessu sinni verður Sturlunga í fyrirrúmi en
Íslendingasagnasérfræðingurinn Magnús
Jónsson ætlar að leiða þátttakendur inn í
fyrri hluta Sturlungu á átta vikna námskeiði.
Þá mun Einar Kárason rithöfundur end-
urtaka námskeiðið sitt Leiðarvísir að Sturl-
ungu. Einnig verður námskeið um Þórberg
Þórðarson og annað um Don Kíkóta,“ segir
Thelma og bendir loks áá að framboðið hjá
Endurmenntun HÍ endurspeglar einnig árs-
tímann með ferðatengdum námskeiðum og
þegar líða tekur á vorið eru á dagskrá nám-
skeið sem tengjast garðrækt á einn eða ann-
an hátt.
Staðlanámskeið fyrir
verk- og tæknifræðinga
Thelma bendir á að undanfarin misseri
hafa verið fjölmörg námskeið hjá Endur-
menntun í boði fyrir verk- og tæknifræðinga
en Endurmenntun á í nánu samstarfi við
Verk- og tæknifræðingafélag Íslands og gerir
reglulega kannanir meðal félagsmanna til að
fá vísbendingar um fræðsluþörfina og skipu-
leggja framboðið í framhaldinu.
„Á vormisseri eru nú þegar tvö staðl-
anámskeið komin á dagskrá, annars vegar
Evrópski timburstaðallinn EN 1995 og hins
vegar Nýr Evrópustaðall um hönnun stein-
steypuvirkja. Önnur námskeið á þessu sviði
eru Ljósbogahættur í dreifikerfum og Mist-
urslökkvikerfi. Einnig er vert að benda á að
Endurmenntun á í samstarfi við fjölmörg
önnur fagfélög um fagtengd námskeið.“
Fjölbreytt fjármálanámskeið
Fjármálanámskeið Endurmenntunar eru af
ýmsum toga. „Við leggjum áherslu á að bæði
einyrkjar með lítinn rekstur og fjár-
málastjórar í stórum fyrirtækjum geti fundið
eitthvað við sitt hæfi,“ segir Thelma, og
minnir á að þrátt fyrir mismunandi umfang
rekstrar eigi framangreindir aðilar það sam-
eiginlegt að geta alltaf bætt við sig í hagnýtri
kunnáttu. „Lestur og greining ársreikninga
eru tvö námskeið sem hafa verið á dagskrá í
nokkur ár sem og Excel I – fjármál og rekst-
ur. Þá skipa skattamálin stóran sess á þessu
misseri en Ásmundur G. Vilhjálmsson lög-
maður verður með þrjú skattanámskeið:
Skattlagning úttekta úr atvinnurekstri, Fyr-
irtækjaskattaréttur: Umbreytingar, samein-
ingar og skiptingar félaga og Árið 2011 –
Nýlegar breytingar á skattalögum.“ Einnig
verður á dagskrá lengri námskeiðslína um
rekstur, stjórnun og markaðssetningu smá-
fyrirtækja.
Námskeið í fjarfundi
Sú nýbreytni verður á námsframboði End-
urmenntunar á vormisseri að ákveðið hefur
verið að veita fólki á landsbyggðinni aukið
tækifæri til að sækja námskeið í sinni heima-
byggð. „Á vormisseri verða því í boði í kring-
um 15 námskeið sem eru send út í gegnum
fjarfundabúnað og eru eingöngu ætluð þátt-
takendum í fjarfundi sem er nýbreytni,“ seg-
ir Thelma. „Námskeiðin eru send út í raun-
tíma sem gerir þátttakendum kleift að taka
þátt í umræðum en það gefur slíku námsfyr-
irkomulagi aukna vigt. Hægt er að kynna sér
námskeiðin á vef Endurmenntunar Háskóla
Íslands, endurmenntun.is, en skráning og
upplýsingagjöf fer fram hjá Fræðslu- og sí-
menntunarmiðstöðvum víðsvegar um landið.“
Að sögn Thelmu er hér verið að koma til
móts við aukna eftirspurn á landsbyggðinni
en hún minnir einnig á að skráningarfrestur
á þessi námskeið hefst að jafnaði tíu dögum
fyrir upphaf námskeiðs.
Námskeið öllum opin
Thelma minnir loks á að meirihluti nám-
skeiða Endurmenntunar sé öllum opinn. „Það
er að segja að ekki er krafist neinnar mennt-
unar eða fyrri reynslu. Aldursbil þeirra sem
sækja námskeiðin er einnig mjög breitt; þeir
yngstu eru um 20 ára gamlir en um leið eru
nokkrir þátttakendur sem eru komnir á ní-
ræðisaldurinn,“ bætir hún við. Aðspurð segir
hún að á hverju misseri sæki rúmlega 4000
þátttakendur námskeið á vegum Endur-
menntunar.
Nánari upplýsingar og skráning er á vef
Endurmenntunar endurmenntun.is eða í síma
525 4444.
jonagnar@mbl.is
Fróðleikur og skemmtun hjá
Endurmenntun Háskóla Íslands
Menning, tæknimál, rekstur og
skattar meðal viðfangsefna á
námskeiðum Endurmenntunar.
Mörg þúsund nemendur á öllum
aldri. Fjarnám yfir Netið og út á
land. Bókmenntir í brennidepli.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mennt Námskeiðum Endurmenntunar er skipt upp í þrettán flokka og í heildina sækja um
4.000 manns sér menntun hjá stofnuninni, segir Thelma Jónsdóttir hjá Endurmentun HÍ.
Kvöldnámskeið
í táknmáli
Vorönn 2012
Tákn nr Klukkan Vikur Dagar Kennari
Tákn 1 17:30-18:50 9. jan. - 8. feb. Mánud./miðvikud. N.N.
Tákn 3 19:00-20:30 9. jan. - 8. feb. Mánud./miðvikud. S.M.S.
Tákn 2 17:30-18:50 20. feb. - 21. mar. Mánud./miðvikud. N.N.
Tákn 4 19:00-20:30 20. feb. - 21. mar. Mánud./miðvikud. S.M.S.
Tákn 3 17:30-18:50 23. apr. - 23. maí Mánud./miðvikud. N.N.
Tákn 5 19:00-20:30 23. apr. - 23. maí Mánud./miðvikud. S.M.S.
Verð: 16.640 kr.
Símanúmer Shh er 562 7702. Netfang fyrir skráningar: arny@shh.is
Þ
egar hópurinn leggur af
stað fer ekki fram hjá
neinum að þetta eru miklu
meira en göngutúrar,“
segir Melkorka Árný
Kvaran íþróttaþjálfari. Hún stendur
fyrir kerrupúlsnámskeiðum fyrir
nýbakaða foreldra sem fram fara í
Laugardalnum í Reykjavík á mánu-
dögum, miðvikudögum og föstudög-
um árið um kring. Lagt er af stað
klukkan 10:30.
Lagt er af stað frá Grasagarðinum
sem er austarlega í Laugardalnum,
en þangað koma mæður með ný-
fædd börnin sín í vögnunum og bíða
eftir að hefja gott púl undir leiðsögn
íþróttakennara.
„Þetta er skemmtilegur hópur.
Hreyfing er öllum mikilvæg og ekki
síst nýbökuðum foreldrum. Það að
stunda markvissa hreyfingu hefur
marga góða kosti í för með sér,“ seg-
ir Melkorka. Nefnir í þessu sam-
bandi betri svefn, auðveldari stjórn-
un á streitu, betri meltingu, aukið
mótstöðuafl gegn sjúkdómum,
aukna orku, lægri púls, minni líkur á
beinþynningu, auknar líkur á lang-
lífi, bætt kynlíf og fleira.
Aðstæður í Laugardalnum til þess
að stunda æfingar eru eins og best
má verða. Hlaupið er og arkað upp
og niður brekkur, notast við bekki
og grindverk í dalnum ásamt því
sem gerðar eru æfingar fyrir efri
hluta líkamans með teygjum. „Og
allt þetta er gert meðan börnin sofa
vært í vagninum meðan móðirin
kemur sér í gott form, andar að sér
fersku lofti og hittir aðrar mæður í
sömu sporum,“ segir Melkorka sem
bætir við að þarna gefist mæðrum
tækifæri til að sameina hreyfingu,
útivist og félagskap.
sbs@mbl.is
Miklu meira en göngutúrar
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Æfing Klárar konur í kerrupúli
með Melkorku Árný Kvaran.
Námskeið í kerrupúli nýt-
ast vel. Æfingar við góðar
aðstæður. Mömmurnar
púla meðan börnin sofa.
Þrír virkir morgnar í viku.