Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tangóævintýri Félagið er enginn venjulegur félagsskapur. Rut segir að allir sem geta gengið eigi að geta dansað tangó. Rut (t.v.) setur sig í stellingar á dansgólfinu með Svanhildi.
Þ
eir sem arka um snævi-
þaktar göturnar í ná-
grenni Kringlukrárinnar,
á mánudögum, eða eiga
leið um fannfergið í Faxa-
feni í miðri viku, kunna að heyra
tóna sem færa hugann og hjartað til
sólbakaðra gatna Buenos Aires.
Tónarnir, og fjörið sem þeim fylgja,
koma frá dansæfingum Tangó-
ævintýrafélagsins (www.tangoad-
venture.com). Rut Ríkey Tryggva-
dóttir er formaður félagsins og
skipuleggur starfið með Svanhildi
„Svönu“ Valsdóttur danskennara.
Rut segir eitthvað við tangóinn
sem fær íslensk hjörtu til að slá
hraðar og kemur stífum og stirðum
víkingalöppum á hreyfingu. „Þegar
ferðast er um heiminn og færi gefst
á að kynnast og dansa með ólíkum
þjóðum byrjar að hvarfla að manni
að Íslendingar eigi meira sameig-
inlegt með Argentínubúum en mörg-
um nágrannaþjóðum okkar, eins og
t.d. hinum Norðurlandaþjóðunum.
Kannski er það vegna þess að tangó
er „spontant“ dans, þar sem sam-
skiptin eru skýr og hispurslaus –Ís-
lendingar eru einmitt líka ansi
spontant og falla að talsmáta tangós-
ins. Þetta eru samskipti sem við
skiljum.“
Þá segir Rut að um leið og tangó-
sporin hlýja köldum kroppum norð-
ur við heimskautabaug þá sé tangó
hrein og klár heilsubót. „Búið er að
færa á það vísindalegar sönnur að
það að stunda tangó reglulega hefur
mjög jákvæð áhrif á líkamann og
dregur úr streituvöldum.“
Augnablikið fangað
Að dansa tangó er líka hrein og
klár dægradvöl sem lífgar upp á
hversdaginn. Rut segir tangóinn
ekki vera dýrt sport, og gaman að
hafa sig ögn til fyrir milongu. Þegar
dansinn hefst, þá hefst líka lífið fyrir
alvöru. „Tangó krefst mikillar ein-
beitingar, öll skilningarvit þurfa að
vera opin og halda þarf líkamanum í
góðu jafnvægi. Jafnvel ef augunum
er gotið eitt augnablik af dansfélag-
anum getur það komið róti á tjá-
skiptin sem eiga sér stað. Fyrir vikið
finnst mörgum þeir sjaldan eins
mikið á lífi og í góðum tengslum við
augnablikið og einmitt á dansgólf-
inu.“
Tangóævintýrafélagið er fimm
ára um þessar mundir. „Um er að
ræða grasrótarfélag áhugamanna,
og starfið sprottið upp úr einskærri
ástríðu fyrir tangó, hugsað til að
auka fjölbreytnina í íslenskri tangó-
menningu og opna tangósamfélagið
enn frekar,“ útskýrir Rut en haldin
eru að lágmarki tvö danskvöld í viku
hverri og reglulega boðið upp á sex
vikna byrjendanámskeið. „Við sköp-
um okkur líka vissa sérstöðu með því
að hafa félagið galopið öllum, einnig
einstaklingum. Ef skortir dans-
félaga og ekki nógu margir til að
leiða eða fylgja, þá eigum við til taks
nokkra flinka dansara sem taka
sporin við nýliðana. Hingað getur
því fólk komið óhikað og ófeimið, eitt
síns liðs eða í pörum.“
Þeir sem vilja láta drauminn ræt-
ast og læra að stíga tangó eins og
blóðheitur Argentínubúi geta heim-
sótt Kringlukrána á mánudags-
kvöldi en þar eru haldir ókeypis
kynningartímar í viku hverri, og tek-
ið við áhugasömum nýliðum á milli 8
og 9.
ai@mbl.is
Íslendingar skilja tangó
Tangóævintýrafélagið
heldur nokkur dans-
kvöld í viku hverri og
tekur á móti bæði pör-
um og einstaklingum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í tangó Mikil samskipti eiga sér stað og þarf að hafa skynfærin opin og
hugann allan við þau skilaboð sem dansfélaginn er að senda.
20 | MORGUNBLAÐIÐ
ÍTALSKA, SPÆNSKA, ICELANDIC FOR FOREIGNERS
Við erum við símann núna!
Sími 561-0315 • www.lingva.is
Ef þú getur
gengið, þá
geturðu dansað
Þó tilþrifin á dansgólfinu virð-
ist stundum vera hreint með
ólíkindum þá segir Rut að
tangó sé ekki líkamlega erfiður
dans. „Fólk á öllum aldri á að
geta stundað tangó af kappi.
Svo lengi sem fólk getur geng-
ið, þá getur það dansað
tangó,“ segir hún. „Það er líka
svo fallegt við þennan dans að
á dansgólfinu þurrkast oft út
kynslóðabilið. Tangó er dans
þar sem allir geta dansað við
alla, og jafnvel þó 30 eða 40
ár séu á milli dansfélaga getur
útkoman orðið mjög glæsi-
legur dans.“
Það þarf heldur ekki að
kosta miklu til. Þó fólki sé
frjálst að klæða sig upp þá eru
danskvöldin óformleg og vel
hægt að læra fyrstu sporin án
þess að fjárfesta í sérstökum
tangóskóm. „Einkum er það
herrann sem þarf að gæta
þess að skórnir hafi ágætt
grip, til að gefa góða fótfestu
sem báðir dansfélagar geta
reitt sig á.“