Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ
Skúlatún 2 - 105 Reykjavík
Sími 590 6400 - www.idan.is
IÐAN fræðslusetur ehf. varð til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu vorið 2006. Um áramótin 2006/2007 bættist síðan Fræðslumiðstöð bílgreina í
hópinn. Eigendur IÐUNNAR eru: Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Félag bókagerðarmanna, FIT, VM, Bílgreinasambandið og Samtök ferðaþjónustunnar. Hlutverk IÐUNNAR
er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í bíl-, bygginga- og málmiðngreinum, prentiðnaði og matvæla- og veitingagreinum.
Skráðu þig á námskeið
vorannar 2012 á www.idan.is
Símenntun
fyrir fagfólk í
íslenskum iðnaði
NÝ OG
FJÖLBREYTT
NÁMSKEIÐ
Í BOÐI
A
U
G
L
Ý
S
IN
G
A
S
T
O
F
A
N
D
A
G
S
V
E
R
K
/
1
2
1
1
Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401
www.rikismennt.is • rikismennt@rikismennt.is
Þín leið til fræðslu
Ríkismennt styrkir starfsmenntun innan
stofnana ríkisins á landsbyggðinni
Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni
á vegum stéttarfélaganna
Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem
sjóðsstjórn skipuleggur
Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og
sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í
umboði Ríkismenntar
Á
námskeiði sem hefst 16.
janúar má læra að sauma
þjóðbúning kvenna,
peysuföt eða upphlut 19.
og 20. aldar. Hver bún-
ingur er klæðskerasniðinn og mál-
taka verður í fyrsta tíma. Nemendur
mæta með saumavél og áhöld. Allt
efni er fáanlegt í verslun Heimilis-
iðnaðarfélagsins við Nethyl á Ár-
túnsholtinu í Reykjavík, þar sem
námskeiðin fara einnig fram.
Sauma barnabúning
Nemendur á þjóðbúninga-
námskeiði mæta alls ellefu sinnum í
tíma þar sem Oddný Kristjánsdóttir
er kennari.Hún kennir einnig saum
á barnabúningum. Þá er námskeið í
gerð undirpils fyrir þjóðbúninga.
Einnig er boðið uppá saum-
anámskeið í gerð þjóðbúningasvuntu
og skyrtu.
Eitt af námskeiðum Heimilisiðn-
aðarfélagsins á næstunni er í skírn-
arkjólasaumi, þar sem þátttakendur
geta saumað kjól annað hvort úr
tjulli eða vönduðu mjúku lérefti. Í
fyrsta tíma sauma nemendur prufur
en fullvinna síðan kjólana undir leið-
sögn kennara. Á þessu námskeiði,
sem spannar sex kvöld og hefst 23.
febrúar, kennir Valgerður Jóns-
dóttir.
Tóvinna og prjónakaffi
„Við skynjum mikinn áhuga á
handverki og heimilisiðnaði. Við höf-
um brugðist við því og nám-
skeiðahald okkar er sífellt fjöl-
breyttara,“ segir Solveig
Theodórsdóttir formaður Heimilis-
iðnaðarfélags Íslands. Nefndir þar
til dæmis fjölbreytt prjónanámskeið
t.d. fyrir byrjendur og örvhenta,
rússneskt hekl, orkeringu og knipli
svo eitthvað sé nefnd. Þá stendur fé-
lagið fyrir námskeiðum í vefnaði,
myndvefnaði, spjaldvefnaði og al-
mennum vefnaði. Margir sækja
vefnaðarnámskeiðin og meðal ann-
ars hefur fólki í Fjölmennt, símennt-
unarmiðstöð fatlaðra, boðist að
koma og læra réttu handtökin við
vefnað.
Tóvinna hefur verið mjög vinsæl á
síðustu árum; en þar lærir fólk að
kemba ull og spinna. Og við þá þekk-
ingu má svo bæta á skemmtilegu
námskeið í jurtalitun sem haldin er á
vormánuðum eða í sumarbyrjun.Þá
má benda á að Heimilisiðn-
aðarfélagið stendur fyrir prjónakaffi
fyrsta fimmtudag hvers mánaðar á
kaffihúsinu Amokka í Hlíðarsmára í
Kópavogi og byrjar það kl. 20.
Við allra hæfi
„Heimilisiðnaðarskólinn var
stofnaður 1979 og hefur unnið mark-
visst að því að viðhalda þekkingu á
gömlu handverki sem og nýju og
miðla því áfram til nýrrar kynslóðar.
Við erum alltaf með eitthvað áhuga-
vert á dagskránni og allir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“
segir Sólveig og bætir við að á
heimasíðu félagsins megi vinna frek-
ari upplýsingar um öll námskeið
Heimilisiðnaðarfélagsins og skrá sig
til þátttöku.
sbs@mbl.is
Miðla gömlu handverki til nýrrar kynslóðar
Heimilisiðnaðarfélag Ís-
lands stendur að fjöl-
breyttu námskeiðahaldi nú
á vormisseri. Mikill áhugi.
Þjóðbúningar og skírn-
arkjólar. Vefnaðurinn vin-
sæll og mörgum finnst
gaman að prjóna.
Fallegt Snotrir ömmuvettlingar
með smekklegum mynstrum.
Skór Það er gaman að kunna að búa til
sauðskinnsskó og prjóna skóleppa.
’Margir sækjavefnaðarnám-skeiðin og meðal ann-ars hefur fólki í Fjöl-mennt,
símenntunarmiðstöð
fatlaðra, boðist að
koma og læra réttu
handtökin við vefnað.
Fjallkonur Íslenskur þjóðbúningur kvenna er sígildur í svip og hönnun og svo þykir frábærlega gaman að geta saumað þessi listaklæði.