Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ | 33
Er kominn tími til að gera eitthvað?
Námskeið sem opna þér nýjar leiðir
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing býður mikið úrval af öðruvísi og
spennandi námskeiðum sem hafa hjálpað mörgum að komast aftur eða í
fyrsta sinn af stað til meiri virkni, meiri lífsgæða og fleiri valkosta í námi eða
starfi.
Námskeiðin eru sniðin fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem hafa verið frá vinnumarkaði eða námi
vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annarra áfalla. Námskeiðin geta líka hentað þeim
sem hafa litla grunnmenntun eða hafa átt erfitt með að tileinka sér hefðbundið nám.
Um er að ræða eftirfarandi námskeið:
• Tölvugrunnur:
Tölvunotkun fyrir byrjendur og lengra komna. Unnið á eigin hraða með aðstoð.
• Bókhald og Excel:
hagnýtt námskeið þar sem kennd eru grundvallaratriði í bókhaldi og Excel.
• Fjármál:
Fjármál einstaklinga á mannamáli. Eykur skilning á fjármálum, bæði eigin og almennt.
• Sjálfsstyrking:
Styrkir nemendur í að tjá sig, sýna öruggari framkomu og almennt að vera til!
• Minnistækni:
Kennd tækni til þess að efla og bæta minnið. Hentar þeim sem eiga við gleymsku eða skert minni
að stríða.
• Úr frestun í framkvæmd:
Farið yfir ástæður, einkenni og afleiðingar. Fyrir þá sem við hætta að fresta og ná meiri árangri í
lífinu!
• Enska fyrir byrjendur:
Beitt er nýjum aðferðum fyrir þá sem hafa átt erfitt með að læra ensku.
• Í fókus:
Að ná fram því besta með ADHD! Ætlað einstaklingum með ADHD og líka foreldrum/öðrum
aðstandendum einstaklinga með ADHD.
• Stærðfræði fyrir byrjendur:
Nýjum aðferðum beitt til að skapa áhuga og jákvætt viðhorf til stærðfræði!
• Tölvubókhald:
Kennt er á DK bókhaldsforritið. Ætlað þeim sem vilja dýpka þekkingu sína í bókhaldi og læra
tölvufært bókhald.
Frekari upplýsingar og skráning hjá Hringsjá í síma 510 9380 eða á www.hringsja.is
eða hafið samband við Helgu Eysteinsdóttur forstöðumann netfang helga@hringsja.is eða
Kolbrúnu Hjálmtýsdóttur náms- og starfsráðgjafa á kolbrun@hringsja.is
Hátúni 10d • 105 Reykjavík • Sími 510 9380 • Bréfsími 562 2843 • www.hringsja.is
F
ólkið á bakvið Evolvia er
meðal annarra þau Ma-
tilda Gregersdotter og
Arnór Már Másson. „Síð-
an árið 2006 höfum við
boðið upp á alþjóðlega vottað nám
til að gerast markþjálfi, með vottun
frá International Coach Federa-
tion,“ segir Matilda. Sjálf er hún
PCC, eða Professional Certified
Coach, vottuð af International
Coach Federation með um 2000
klst reynsla af markþjálfun. Arnór
er ACC Markþjálfi, eða Associated
Certified Coach, vottaður af Int-
ernational Coach Federation með
um 500 klst reynsla af mark-
þjálfun, eins og Matilda útskýrir.
„Markþjálfun er hnitmiðað ein-
staklings- eða hópþjálfunarnám,
sem stuðlar að vexti,“ segir hún
þegar hún er beðin um að lýsa
kjarna námsins. „Hægt er að nota
markþjálfun bæði við aðlögun ein-
staklings fyrir nýtt stjórnenda-
starf, eða þegar stjórnendur vilja
auka og uppfæra stjórnendahæfni
sína."
Vöxtur einstaklings – árangur
heildarinnar
Matilda nefnir að námið henti
bæði fyrir sjálfstætt starfandi ein-
staklinga og stjórnendur fyr-
irtækja. Aðaláherslan liggi í leið-
sögn í stjórnun sem henti báðum
framangreindum aðilum. „Námið
stuðlar að miklum vexti ein-
staklingsins og sjálfslærdómi, enda
er það kennt á framsækin hátt.
Nemendur viða að sér þekkingu
um það hvernig á að fá undirmenn
og samstarfsfólk til að vaxa í starfi
og vinna skilvirkt af ástriðu.“ Að
sögn Matildu liggur í þessu eitt af
grundvallaratriðum markþjálfunar.
„Það er að kenna ekki stjórnendum
að stjórna undirmönnum sínum,
heldur að kenna þeim að vaxa í
starfi, taka aukna ábyrgð og frum-
kvæði og skila þannig meiru. Um
leið vex fyrirtækið hverju sinni, því
vöxtur einstaklingsins felur í sér
aukinn árangur skipulagsheild-
arinnar.“
Markþjálfun mikilvæg í dag
Að sögn Matildu er mikilvægt nú
um stundir að losa um innblástur
og jákvæðni til að byggja bæði fyr-
irtæki og þjóð vel upp. „Að mínu
mati er aðferð markþjálfa ein af
skilvirkustu aðferðunum í sam-
skiptum milli manna. Aðferðin los-
ar um raunverulega hæfni sem býr
hverjum einstaklingi eða hópi.“
Hún bendir ennfremur á að ACC
markþjálfanám sé kennt af karli og
konu í einu. „Þetta veldur ákveð-
inni dýnamík milli kynjanna og
stöðugt koma fram tvær skoðanir.“
Frá vori fram á haust
Matilda útskýrir að námið hefjist
í febrúar og haldi svo áfram út vor-
ið. „Það eru tveir dagar í febrúar,
tveir dagar í mars, tveir í apríl og
loks tveir í maí. Þá höfum við farið
yfir 11 þætti grunnhæfni stjórn-
enda. Við tökum svo þráðinn upp í
haust og fylgjum árangri fyrri
hluta ársins eftir, og loks lýkur
náminu með afhendingu próf-
skírteinis, eða diplómu, í haust.“
Aðspurð segir hún fag markþjálfa
ekki lögverndað hér á landi en með
námslokum fá þátttakendur aðgang
að um 20.000 manna samtökum
sem nefnast International Coach
Federation. Að endingu nefnir Ma-
tilda að Evolvia bjóði einnig nám
til framhalds í markþjálfun, sem og
ACC markþjálfanám á netinu á
ensku fyrir erlenda aðila. „Námið
er mjög dýnamískt og fjölmargir
þátttakenda okkar hafa lýst náms-
tímabilinu sem ákveðnum tímamót-
um hjá sér sem hafi gefið sér verð-
mæta reynslu til framtíðar í starfi
með öðru fólki,“ segir Matilda Gre-
gersdotter að lokum.
jonagnar@mbl.is
Þjálfun sem
stuðlar að vexti
Evolvia er fyrirtæki sem býður upp á alþjóðlega vottað
nám til að gerast markþjálfi. Námið er ýmist sett fram
sem einstaklings- eða hópþjálfun
Markþjálfun Þau Arnór Már Másson og Matilda Gregersdotter kenna
fólki að gerast markþjálfi í námi sem hefur alþjóðlega vottun.
’Markþjálfun hent-ar bæði við aðlög-un einstaklings fyrirnýtt stjórnendastarfog þegar stjórnendur
vilja uppfæra stjórn-
endahæfni sína.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur