Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ | 35
H
áskólinn í Reykjavík mun í haust bjóða upp
á nám í tölvunarstærðfræði. Þetta er meðal
annars gert til að svara mikilli eftirspurn
atvinnulífsins eftir hugbúnaðarsérfræð-
ingum með góðan stærðfræðilegan bak-
grunn, sem og tæknimenntuðu fólki almennt. Háskól-
inn í Reykjavík leggur áherslu á að nemendur öðlist
hvort tveggja í senn; sterkan fræðilegan grunn og hag-
nýta færni til að takast á við raunveruleg verkefni at-
vinnulífsins.
Leysa erfið verkefni
Að sögn Hennings A. Úlfarssonar, lektors við tölv-
unarfræðideild Háskólans í Reykjavík, er hugmyndin á
bak við brautina sú að veita nemendum þjálfun í að
beita stærðfræði við úrlausnir erfiðra verkefna í hug-
búnaðargerð og öðrum tæknigreinum. „Við leggjum
einnig áherslu á að nemendur geti nýtt sér forrit-
unarkunnáttu við lausnir á fræðilegum verkefnum úr
stærðfræði,“ segir Henning.
Í tölvunarstærðfræði Háskólans í Reykjavík er meg-
ináhersla lögð á almennan stærðfræðilegan bakgrunn,
almennan tölvunarfræðibakgrunn og þjálfun í stærð-
fræðilegum aðferðum við lausn vandamála í hugbún-
aðargerð. Nám í tölvunarstærðfræði hentar vel sem
undirbúningur fyrir framhaldsnám í strjálli stærðfræði,
tölvunarfræði, lífupplýsingafræði og öðrum skyldum
greinum en náminu lýkur með BSc prófi í tölv-
unarstærðfræði.
Uppfyllir kröfur
Nám í tölvunarstærðfræði við HR uppfyllir þær
kröfur sem Félag tölvunarfræðinga gerir til náms í
tölvunarfræði og öðlast nemendur sem útskrifast af
þessari braut því starfsheitið tölvunarfræðingur.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Hugbúnaður Fyrirtæki í hugbúnaðarþróun þurfa vel menntað fólk og HR býður því nýja námskeið.
Tölvunarstærðfræðin hefst í haust
Heimilisiðnaðarskólinn
býður úrval námskeiða
Kennum fólki að framleiða fallega og nytsama
hluti með rætur í þjóðlegum menningararfi
• Þjóðbúningar kvenna,
barna og karla
• Skyrtu- og svuntusaumur
• Víravirki
• Baldýring
• Sauðskinnsskór
• Jurtalitun
• Knipl
• Orkering
• Útsaumur
• Harðangur
• Skattering
• Spjaldvefnaður
• Miðaldakjóll
• Tóvinna
• Spuni
• Vattarsaumur
• Vefnaður – sjöl úr hör og ullarkrep
• Dúkavefnaður
• Svuntuvefnaður
• Myndvefnaður
• Prjón og hekl fyrir örvhenta
• Prjón fyrir byrjendur
• Prjónalæsi
• Dúkaprjón
• Englaprjón
• Dóminó prjón
• Prjónaðir vettlingar
• Hekl fyrir byrjendur
• Heklaðir lopavettlingar
• Leðursaumur
• Skírnakjólar
• Rússneskt hekl - grunnnámskeið
• Rússneskt hekl - Handstúkur
• Rússneskt hekl - Sjöl
• Rússneskt hekl - Hetta í miðaldastíl
• Rússneskt hekl - Lopapeysa
• Tauþrykk
• Lissugerð
• Blautþæfing
Heimilisiðnaðarfélag Íslands | Nethylur 2e | 110 Reykjavík | Sími 551-5500 | www.heimilisidnadur.is
Flest stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku í námskeiðum okkar
Nánari upplýsingar og skráning:
sími 525 4444 og endurmenntun.is
Arabískt vor? Íslam og stjórnmál í Mið-Austurlöndum
Austurvöllur - Hlemmur: Áhrif umhverfis á líðan fólks
Á ferð um Íslendingasagnaslóðir með Magnúsi Jónssyni
Áhrifamáttur leikhússins - lesið í leikhús Don Kíkóti
Eftir jólabókaflóðið:
Yndislestur í góðum hópi Forsaga Íslands
Framhjáganga Þórbergs Þórðarsonar 1912 -
merkasta ganga íslenskra bókmennta hundrað ára
Innlit í heim óperunnar
Istanbúl og Tyrkland
Jarðfræði Reykjaness
Jazzbíó: Billie Holliday og Chet Baker
John Coltrane - risi í jazzsögunni
Kína: Menning, land og saga
Leiðarvísir að Sturlungu
Manngerðir hellar á Íslandi
Pílagrímaleiðin til Santiago de Compostella
Reykjavík: tæknin og sagan
Saga læknisfræðinnar frá fornöld til nútímans
Skáldsaga sett á leiksvið: Svar við bréfi Helgu
Sturlunga, fyrri hluti
Söngleikurinn Vesalingarnir
Vanadísarsaga, völvu og valkyrju -
helgar myndir úr minni íslenskrar konu
Þróun og skipulag borga -
sérkenni Reykjavíkur frá alþjóðlegu sjónarhorni
Safnaðu þekkingu
Fjölbreytt námskeið á vormisseri
Enn fleiri námskeið á endurmenntun.is