Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 38
38 | MORGUNBLAÐIÐ
Söngskólinn í Reykjavík
Í byrjun janúar verða inntökupróf í örfá skólapláss sem losna:
9. janúar byrja 7 vikna söngnámskeið:
SÖNGNÁMSKEIÐ
• Unglingadeild yngri 11-13 ára
• Unglingadeild eldri 14 -15 ára
• Almenn tónlistardeild Grunn-/ Mið-/ Framhaldsnám
• Háskóladeild Einsöngs-/ Söngkennaranám
• fyrir áhugafólk á öllum aldri
• kennt utan venjulegs vinnutíma
• raddbeiting / túlkun / tónfræði
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans
að Snorrabraut 54, sími 552-7366 kl. 10-16 alla virka daga•www.songskolinn.is
SÖNGNÁM
Námið spannar þrjá vetur og er
skipulagt þannig að læra má höf-
uðbeina- og spjaldhryggsjöfnunina
meðfram öðru námi eða störfum.
„Kennsla fer fram 9 helgar á hverju
skólaári. Kennslan hefst þá síðdegis
á föstudegi og kennt allan laug-
ardaginn og sunnudaginn,“ segir
Birna og segir að þótt hafi æskilegra
að dreifa náminu yfir lengri tíma
frekar en þjappa því saman á styttra
tímabil. „Bæði gefur þetta nemend-
unum tækifæri til að melta betur og
tileinka sér á dýpri hátt það sem
kennt er, en svo tekur það líka sinn
tíma að rækta með nemendunum
hjarta höfuðbeina- og spjaldhryggs-
jafnarans.“
Þrjú ár eru samt langur tími og
leggur Birna á það áherslu að nem-
endur taki upplýsta ákvörðun áður
en þeir skuldbinda sig í svona ít-
arlegt nám. „Við ætlum að halda kynningarnámskeið dagana 13.-15. janúar
þar sem farið er í grunnatriðin og kenningarnar. Helgin verður dæmigerð
fyrir þá kennslu og aðferðir sem við munum beita, og gott tækifæri fyrir þá
sem hafa áhuga að komast að því hvort þeim þykir nám í höfuðbeina- og
spjaldhryggsjöfnun eitthvað sem vert er að leggja stund á.“
Hafa þarf grunnskólapróf til að geta sótt um skólavist hjá Höfuðlausn.
„Við viljum endilega fá til okkar fólk með breiða reynslu og ólíkan bak-
grunn og menntun, en umfram allt fólk sem er tilbúið og hefur einlægan
áhuga á þessu sviði.“
Unnið úr áföllum
Það þykir mjög róandi að fá höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og slök-
unin ein og sér kann vel að hafa heilsubætandi áhrif. Birna segir að þeir
sem séu á stöðugum þönum og á harðahlaupum í lífsgæðakapphlaupinu
ættu að gefa meðferðinni gaum. „Líkaminn er gerður fyrir tvenns konar
stillingar: annars vegar er líkaminn tilbúinn að „hrökkva eða stökkva“, og
hins vegar getur líkaminn verið í þeim fasa að „liggja og tyggja“ þar sem
við hægjum á okkur og hvílumst. Margir standa sig að því að vera á stöð-
ugum hlaupum og læsast í þeim fasa, sem þýðir að líkaminn fær ekki þá
hvíld og ró sem hann þarf – enda getum við ekki verið vakandi og sofandi á
sama tíma.“
Sömuleiðis segir Birna að meðferðin geti hjálpað fólki að jafna sig á
þungum áföllum og uppnámi. „Geta líkamans til að gera við sjálfan sig er
ekki virkjuð til fulls ef spenna og streita nær yfirhöndinni. Langtíma cran-
io-meðferð getur hjálpað fólki að hreinsa í burtu það sem hefur verið sóp-
að undir teppið í gegnum tíðina, og hjálpað til við að halda líkamanum
ferskum og hressum.“
Loks talar Birna um að höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðin geti ver-
ið hluti af líknandi ferli við lífslok. „Útkoman getur oft verið hreint yndisleg
og róandi, bæði fyrir þann sem fær meðferðina og er að skilja við, og eins
fyrir aðstandendur.“
S
umir telja höfuðbeina-
og spjaldhryggsjöfnun
geta veitt fólki ýmissa
meina bót, og töluverður
áhugi virðist á þessari
meðferð. Birna Imsland er höf-
uðbeina- og spjaldhryggsjafnari,
og hefur starfað sem slíkur í rösk-
lega hálfan annan áratug. Nú er
Birna ásamt kollega sínum Ingu
Þórðardóttur að setja á laggirnar
nýjan skóla, Höfuðlausn, fyrir þá
sem vilja læra þetta meðferð-
arform og er byrjuð að taka við
fyrstu skráningum í þriggja ára
nám.
Mjúkar hendur
En hvað er eiginlega höf-
uðbeina- og spjaldhryggsjöfnun?
Birna segir heitið langt og hálf-
gerðan tungubrjót og oft talað
um cranio-meðferð til styttingar.
„Cranio er meðferð sem fæst við
að stilla af höfuðbeina- og spjald-
hryggskerfið, og á um leið að
hafa áhrif á heilahimnurnar,
mænuvökvann og bandvefi í lík-
amanum. Heitið fær fólk stund-
um til að halda að þetta sé með-
ferð sem beitir miklum krafti, en
það er ekki raunin. Cranio-
meðferð er mjúk meðferð sem fer
þannig fram að fólk liggur á
bekk, klætt og með teppi yfir
sér, slakar á meðan sá sem veitir
meðferðina leggur hendur sínar á
ákveðna staði. Ekkert nudd á sér
stað, engar olíur eru notaðar,
engin tæki eða rykkir. Einkum
er unnið með höfuð, bak og
hrygg og margir upplifa djúpa
slökun og að taugakerfið róast
mikið á meðan meðferðin stendur
yfir.“
Birna segir höfuðbeina- og
spjaldhryggsjöfnun geta losað um
uppsafnað álag og spennu og haft
bæði fyrirbyggjandi áhrif og
hjálpað til að minnka eða vinna
bug á fjölda kvilla. Cranio-
meðferð telst til svokallaðra
óhefðbundinna lækninga, eða
heildrænna meðferða og segir
Birna að margir telji sig finna já-
kvæð áhrif af meðferðinni. „Höf-
uðbeina- og spjaldhryggsjöfnun er
vinsæl í tilviki barna með ung-
barnakveisu og eyrnabólgu. Er þá
talið að m.a. slökunin sem með-
ferðin veitir hjálpi til að rjúfa víta-
hring meltingarvanda og draga úr
verkjum,“ segir hún. „Cranio-
meðferð þykir líka geta hjálpað
börnum sem eiga við sumar gerðir
einbeitingarskorts eða lesblindu
að stríða, og mígrenisjúklingum
þykir sumum að meðferðin dragi
úr einkennum.“
Margt býr í beinunum
Þá velja sumir að nota höf-
uðbeina- og spjaldhryggsjöfnun
sem viðbótarmeðferð samhliða
læknis- og lyfjameferð. „Með-
ferðin getur hjálpað fólki sem orð-
ið hefur fyrir áfalli, hvort sem um
er að ræða sjúkdóm eða tilfinn-
ingaleg áföll. Fræðin á bak við
höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun
segja að þessi vandamál komi m.a.
fram í cranio-kerfinu, og hægt að
gera gagn með því að losa um
spennu.“
Námið hjá Höfuðlausn er hugs-
að sem einskonar fullnaðarnám í
höfuðbeina- og spjaldhryggs-
jöfnun, og er námið m.a. byggt á
breskri forskrift. „Við notum
breskt námsefni sem hefur verið
kennt í um 25 ár með góðum ár-
angri, þar af á Íslandi frá árinu
1998. Kennsluefnið hef ég þýtt yf-
ir á íslensku og til viðbótar við
breska námið bætum við heilmiklu
ofan á til að dýpka þekkingu nem-
enda enn frekar,“ segir Birna en
viðbótarnámið felst m.a. í að cran-
io-nemar sitja kúrsa í framhalds-
skólum um líffæra- og lífeðl-
isfræði, sjúkdómafræði,
skyndihjálp o.þ.h. „Við bætum
einnig við námið fróðleik um slys
og áföll, vinnum með sjálfsþroska
nemenda og hæfni í að vinna með
sjúklingum. Eins er farið í hagnýt
rekstrarleg atriði, s.s. um leyfi og
bókhald, og kennt ítarlega um sið-
fræði fagsins og ábyrgð meðferð-
araðilans.“
Birna segir námið þannig úr
garði gert að eftir útskrift geti
nemendur þegar skráð sig sem
græðara hjá Bandalagi íslenskra
græðara, B.Í. G. „Námsefnið er
líka þannig að fólk ætti að eiga
auðvelt með að fá skráningu sem
höfuðbeina- og spjaldhryggsjafn-
arar í Bretlandi, ef áhugi er á að
nýta menntunina utanlands.“
ai@mbl.is
Losað um álag og spennu
Morgunblaðið/Kristinn
Lausnir Fólk liggur á bekk, klætt og með teppi yfir sér, slakar á meðan sá sem veitir meðferð leggur hendur á ákveðna staði, segir Birna Imsland.
Höfuðbeina- og spjald-
hryggsjöfnunarskólinn,
Höfuðlausn tekur til
starfa í vetur. Þriggja
ára nám í törnum þar
sem byggt á bresku
kennsluefni.
Grunnatriðin kynnt
Morgunblaðið/Ómar