Morgunblaðið - 04.01.2012, Síða 10

Morgunblaðið - 04.01.2012, Síða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Sveitamennt styrkir starfsmenntun innan sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna Sjóðurinn fjármagnar þau verkefni sem sjóðsstjórn skipuleggur Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar Styrkur þinn til náms Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 www.sveitamennt.is • sveitamennt@sveitamennt.is Feimnir og óframfærnir karlar Meðlimir karlkynsins eiga það oft til að vera heldur tregir í taumi þegar kemur að því að læra dans. Margir óska sér þess þó innst inni að geta fótað sig al- mennilega á dansgólfinu. Þórunn segir að Kramhúsið taki vel á móti karl- mönnum á öllum aldri, og fimir kennararnir geti hjálpað hverjum sem er að læra að dansa. „Og það sem meira er, ég held að fátt sé hollara fyrir ein- staklinginn en að læra að dansa. Ég hef ítrekað séð unga menn koma hingað inn, hokna og óframfærna með takmarkað sjálfstraust, en opnast svo og blómstra þegar þeir byrja að ná tökum á dansinum.“ Þ að verður líf og fjör í Kramhúsinu á nýju ári. Þórunn Ásdís Óskarsdóttir verk- efnastjóri Kramhússins segir að ásamt haustbyrjun sé janúar annasamasti tími ársins. Þó eru ekki bara ólmir nýliðar sem fylla húsið, í þeirri von að uppfylla áramótaheit um hollari lífshætti: „Hér blandast saman nýtt fólk og svo og rótgrónir gestir, og sumir sem hafa verið hjá Kramhúsinu allt frá því starfsemin hófst fyrir 28 ár- um. Sumir finna sér einmitt réttu líkamsræktina strax á fyrsta degi, á meðan aðrir þreifa sig áfram og hafa gaman af að prófa nýjungar. Oftar en ekki er útkoman að fólk hefur langa viðkomu og gerir reglulegar heimsóknir í Kramhúsið hluta af lífs- tílnum.“ Sjóðandi heit Að vanda eru mörg spennandi námskeið í boði á vorönn, alltaf bætist eitthvað gott við úrvalið og hæfileikaríkir gestakennarar láta til sín taka. Þór- unn segir Kramhúsið bjóða mikið hlaðborð nám- skeiða í ár: „Þar má t.d. nefna afró-námskeiðin sem hefjast í janúar, og fáum við til okkar Yvonne Mart- inez frá Svíþjóð til að kenna, á meðan Ryan frá New York trommar undir. Þau hafa kennt hjá okk- ur áður við góðan orðstír og eru Ryan og Yvonne ofboðslega góð blanda. Hann er ekkert nema út- geislunin og slær taktinn af fimi, þá lætur hún mann gleyma að líkaminn er orðinn kófsveittur og logandi heitur af allri hreyfingunni.“ Tangóinn verður líka á sínum stað: „Fyrstu helgina í janúar koma til okkar Pablo Fidansa og Julia Maríni frá Buenos Aires. Þau ætla að koma frá heimaslóðum tangósins til að kenna okkur að stíga réttu sporin,“ útskýrir Þórunn. „Þá er gaman að nefna að sjónvarpsþættirnir Dans, dans, dans hafa magnað upp mikinn dansáhuga, sérstaklega hjá ungu kynslóðinni. Við sjáum t.d. að breik- námskeiðin hafa aldrei verið vinsælli og verðum við með þrjá hópa í gangi fram að sumri, fyrir ólíka aldurshópa. Yngsti hópurinn er fyrir 5-6 ára börn og er með ólíkindum að bæði sjá hjá þeim tilþrifin, og hvað þau geta verið sæt þegar breikdansinn hefst.“ Bollywood-gleði Þórunn segir fleiri skemmtileg barnanámskeið að finna í námskeiðaúrvalinu á þessari önn. „Brogan Davison kennir t.d. börnum frá 7-9 ára skapandi dans. Þar er unnið með samtímadansinn, en börn- unum kennt að uppgötva möguleika dansins. Í tím- unum er jákvætt og skapandi umhverfi, og börnin öðlast smám saman víðari sýn á hvað má gera í dansi,“ segir hún. „Svo erum við með Bollywood- námskeið fyrir 9-12 ára, en námskeiðið varð til í kjölfar þess að við héldum nokkrar velheppnaðar Bollywood-afmælisveislur fyrir krakka á þessum aldri, og hver einasti gestur kvaddi brosandi út að eyrum.“ Fyrir þá sem ekki vilja endilega læra dans býður Kramhúsið að vanda upp á leikfimi- og jógatíma af ýmsum gerðum. „Við erum t.d. með heila glás af jógatímum sem spanna allt frá hefðbundnu jóga sem róar hugann og slakar líkamann, yfir í kröft- ugra og styrkjandi jóga sem styrkir vöðva og liðkar kroppinn.“ ai@mbl.is Kram- húsið iðar af lífi Morgunblaðið/Sigurgeir S. Kramkona Með hefðbundið jóga sem róar hugann yfir í kröftugra og styrkjandi jóga, segir Þórunn Ásdís Óskarsdóttir. Börnin hrifin af breik- og bollywood nám- skeiðum. Erlendir gestakennarar mæta til að kenna afró-dans og tangó. Hægt að stunda jóga sem slakar eða styrkir V R býður fullgildum fé- lagsmönnum sínum upp á ýmsa fróðlega hádegisfyr- irlestra á næstunni. Þeir eru haldnir í sal VR á jarðhæð Húss verslunar- innar í Kringlunni. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta horft á fyrirlestrana gegnum fjarfundabún- að. Að láta gott af sér leiða er yfirskrift fyrsta fyrirlestursins sem er í hádeg- inu 19. janúar. Þar talar Elín Ebba Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri, iðjuþjálfi og dósent en hún hefur í tæpa þrjá áratugi veitt forstöðu iðju- þjálfunardeildum geðsviðs Landspít- alans og lagt sig eftir því m.a. að breyta viðhorfum til fólks með geð- raskanir. Í fyrirlestrinum hjá VR mun Elín Ebba ræða um gleðina við að láta gott af sér leiða. Hverjir láta gott af sér leiða og af hverju? Hvern- ig fer maður að og hverjir njóta af- rakstursins? Öflugt hugarfar – Heilbrigð skyn- semi – Heilsunnar vegna nefnist fyr- irlesturinn sem verður 9. febrúar. Þar mun Matti Ósvald Stefánsson, nudd- ari og heilsuráðgjafi, segja frá því hvað hefur helst áhrif á heilsuna sem mikilvægasta þátt lífs okkar. Fjallað verður um jákvæðni og neikvæðni, hindranir og lausnir og heilbrigðan lífsstíl – en eftir langt starf þekkir Matti Ósvald vel til þess hvernig hug- arfarið og heilsan vinna saman. Listin að lifa er fyrirlestur Berg- hildar Erlu Bernharðsdóttir fjöl- miðlakonu þann 10. mars. Berghildur mun ræða við fólk um sterka sjálfs- mynd, farsælt líf okkar, sjálfshjálp- arbækur, mátt hugsana, ábyrgð, markmið, fyrirgefningu, umburð- arlyndi og þakklæti. Gott líf og heilbrigð skynsemi Fjölbreytt fræðsludagskrá hjá VR á næstunni. Hádeg- isfyrirlestrar og líf heilsu og gleði. Farsælt líf, máttur hugsunar og hvernig meg- um við bæta lífsgæði okkar í lífi og leik. Morgunblaðið/Eyþór Fyrirlestur Elín Ebba mun spjalla við VR-fólk á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.