Morgunblaðið - 04.01.2012, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15
Iðnaðurinn árið 2015 óskar eftir vel menntuðu fólki til starfa.
Á næstu árum verða vaxtarsprotar íslensks atvinnulífs
í áliðnaði, byggingariðnaði, listiðnaði, líftækni,
matvælaiðnaði, málm- og véltækni, prentiðnaði
og upplýsingatækni.
Nám í verkmenntaskólum, háskólum og öðrum
menntastofnunum er skynsamleg leið til að búa
sig undir fjölbreytt tækifæri.
Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn!
Samtök iðnaðarins – www.si.is
Byggingariðnaður
Áliðnaður
Líftækni
Prentiðnaður
Matvælaiðnaður
Listiðnaður
Véltækni
Málmtækni
Upplýsingatækni
2015 tækifæri
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-0
0
6
6
bhs.is
bifrost.is
fa.is
fb.is
fg.is
fiv.is
fnv.is
frae.is
fsh.is
fss.is
fsu.is
fva.is
hi.is
hr.is
idan.is
idnskolinn.is
klak.is
misa.is
mk.is
simey.is
tskoli.is
unak.is
va.is
vma.is
R
úmlega 70 þúsund manns stunduðu sí-
menntun á árinu 2010. Þarna er fólk á aldr-
inum 16 til 74 ára sem aflaði sér fræðslu í
skóla eða með öðrum hætti hjá leiðbein-
anda. Þarna er undir um 31% þjóðarinnar
og hefur hlutfallið verið á þessu róli síðustu árin. Var
28,3% árið 2003 en fór í 33,1% árið 2006.
Hlutfall kvenna sem sækja sér fræðslu er hærra en
hlutfall karla. Þannig sótti 35,1% kvenna á aldrinum
16-74 ára einhverskonar fræðslu í hittifyrra en, þar
með taldar þær sem stunduðu nám í hefðbundnum
skóla árið 2010, en 27,8% karla. Hlutfall þeirra sem
sækja sér menntun er hæst meðal háskólamenntaðra,
eða um 34%, en lítið eitt lægra meðal þeirra sem að-
eins hafa lokið grunnmenntun, eða 32%. Þá sóttu um
30% þeirra sem hafa lokið framhaldsskólamenntun
einhvers konar fræðslu 2010.
Ráðstefnur og fyrirlestrar
Þátttaka í símenntun er mun meiri meðal atvinnu-
lausra og fólks utan vinnumarkaðar en meðal starf-
andi fólks. Formleg menntun í skóla er talin með en
margir þeirra yngri sem eru utan vinnumarkaðar eru
námsmenn. Alls sóttu árið 2010 um 31.500 manns sí-
menntun, t.d. námskeið, ráðstefnu eða fyrirlestur. Sí-
menntun utan formlegs náms í skóla er meira sótt
meðal atvinnulausra og starfandi fólks en þeirra sem
eru utan vinnumarkaðar.
sbs@mbl.is Fjölbreytni Margt er í boði fyrir þá sem vilja bæta við sig í færni og fróðleik.
Þjóðin sækir símenntun
Alls um 70 þúsund manns í símenntun.
Hlutfallið hærra meðal kvenna en karla.
Atvinnulausir duglegir að sækja fyr-
irlestra, námskeið og ráðstefnur.
V
enju samkvæmt var
vinnsluhlé í fiskiðjuveri
HB Granda um jól og ára-
mót nýtt til námskeiðs-
halds. Að þessu sinni tóku
25 nýir starfsmenn í fiskiðjuverinu á
Norðurgarði í Reykjavík þátt í
Starfsfræðslunámskeiði fiskvinnsl-
unnar en slík námskeið hafa verið
haldin allt frá árinu 1986.
Sambærilegt námskeið fyrir
starfsfólk í fiskvinnslunni á Akra-
nesi verður síðan haldið nú á nýju
ári.
Að sögn Bergs Einarssonar,
gæðastjóra HB Granda, fór nám-
skeiðið fram á íslensku og ensku að
þessu sinni. Um var að ræða tíu,
fjögurra klukkustunda löng nám-
skeið. Farið er yfir eftirfarandi efni:
Fiskurinn – auðlind í hafinu, Vinnu-
aðstaða og líkamsbeiting, Öryggi á
vinnustöðum, Hreinlæti, Atvinnu-
lífið – starfsfólkið og launakerfin,
Samstarf og samskipti á vinnustað,
Sjálfstyrking, Fiskvinnslan, Gæða-
stjórnun, Afurðir og markaðir, Sjáv-
arútvegurinn og umhverfismál,
Samskipti þvert á menningarheima.
Bergur segir að auk starfs-
fræðslunámskeiðanna hafi allir
starfsmenn í frystihúsunum, en þeir
eru alls 170 að tölu, farið á skyndi-
hjálparnámskeið í ár. Þeir hafi
sömuleiðis allir farið á námskeið á
vegum Matvælaskóla Sýnis um með-
höndlun, hreinlæti og umgengni
matvæla á árinu.
,,Þá má nefna að flestir stjórn-
endur og lykilstarfsmenn HB
Granda fóru á stjórnendanámskeið
hjá Dale Carnegie í ár og alls tóku
52 starfsmenn þátt í því námskeiði.
Mat okkar er að þetta muni skila
okkur betri stjórnendum, öflugari
einstaklingum og gera okkur hæfari
til að vinna saman í framtíðinni,“
segir Bergur Einarsson.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Rax
Púl Hörkuvinna en fólk hjá HB-
Granda lærir líka líkamsbeitingu.
Fólk í fiski
fór í skóla
um jólin
Á skólabekk í vinnsluhléi.
Öflugt fræðslustarf hjá
HB-Granda. Skyndihjálp og
námskeið í hreinlæti á
árinu. Hæfari starfsmenn.