Morgunblaðið - 04.01.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 04.01.2012, Síða 23
Veiðigleði Unga kynslóðin hefur ekki síður gaman af veiðum en þeir sem eldri eruVeiðikóngur Einar Guðnason veiðir sjálfur á sumrin en kennir þessa list á veturna F luguveiðiskóli Veiðiheims í Kópavogi hefur verið starfræktur í nokkur ár en að honum standa félagarnir Einar Guðnason og Börkur Smári Krist- insson. Báðir eru þeir með ólæknandi veiðidellu. Einar segir að skólinn bjóði í upp- hafi árs upp á kast- og fluguveiðinámskeið en í sumar verði alhliða veiðinámskeið á dagskrá. „Fyrr í vetur fórum við til Svíþjóðar á við- urkennt kastkennaranámskeið, þannig að við ættum að vera vel undirbúnir fyrir komandi námskeið, sem haldin eru í Kórnum í Kópa- vogi,“ segir Einar. Kastnámskeiðin eru sniðin að þörfum þeirra sem eru að byrja og sömuleiðis sinnum við þeim sem eru lengra komnir. Þá eru líka á dagskrá sérstök námskeið fyrir börn og ung- linga þannig að hver og einn ætti að finna nám- skeið við sitt hæfi. „Veturinn er tilvalinn tími til að undirbúa sig fyrir veiði sumarsins, æfa tæknina við að kasta og síðast en ekki síst að halda sér í æf- ingu. Sömu sögu er að segja um fluguhnýt- inganámskeiðin. Sumir sem koma á þessi nám- skeið segja í fyrstu að þeir hafi nú ekki í hyggju að leggja hnýtingar fyrir sig. Eftir nokkrar flugur er gjarnan komið annað hljóð í strokkinn.“ Mikil aðsókn Einar segir að aðsókn að skólanum hafi auk- ist á undanförnum árum. Hugsanlega vilji veiðimenn vera betur undirbúnir, þannig sé hægt að njóta veiðidaga sumarsins í botn. Með tilkomu Veiðikortsins hafi færst í aukana að fjölskyldur fari saman til veiða. „Veiðileyfin hafa hækkað í verði og þess vegna er svo mikilvægt að mæta á árbakkann vel undirbúinn. Margir sem koma á námskeið til okkar tala um þetta. Svo eru aðrir sem eru hreinlega forfallnir veiðimenn og vilja nota vetrarmánuðina til að undirbúa sumarið.“ Veiði og aftur veiði Einar hefur stundað fluguveiðar frá unga aldri. Hefur starfað sem leiðsögumaður á sumrin og frítíminn fer líka í veiðar. Börkur Smári hefur verið viðriðinn veiðar nánast frá fæðingu og hefur sannarlega dregið margan fiskinn á land. „Vetrarmánuðirnir einkennast síðan af kennslu og auðvitað undirbúningi fyrir kom- andi veiðisumar,“ segir Einar Guðnason. veidiheimur.is karlesp@simnet.is Mætum vel undirbúin á árbakka Fluguveiðiskóli Veiðiheims í Kópa- vogi hefur verið starfræktur í nokkur ár. Einar Guðnason segir aðsóknina góða, enda vilji fólk undirbúa veiðisumarið vel. MORGUNBLAÐIÐ | 23 16. starfsárið Námskeiðið hefur verið haldið um allt land og á Norðurlöndunum Yfir 6000 pör hafa tekið þátt frá upphafi Hvaða vandamál geta komið í sambúðinni og hvers vegna? Hvaða leiðir eru bestar til að styrkja og efla ástina og sambúðina? Fyrirlestrar, verkefni, slökun, heimavinna. Þrjú fimmtudagskvöld frá kl. 20.00 -22.00 Fyrir öll pör - líka þau sem vilja gera gott betra. Upplýsingar og skráning á thorhallur33@gmail.com. • • • • • • • • Skráning er hafin í hið sívinsæla Sr. Þórhallur Heimisson hefur leitt námskeiðn frá upphafi. HJÓNA- OG SAMBÚÐARNÁMSKEIÐ sr. Þórhalls Heimissonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.