Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 26

Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ É g held að enginn efist um að gildi starfsemi okkar er mjög mikið í aðstæðum eins og þeim sem við búum við í dag. Starfsemi okkar er mjög sveigjanleg og því getum við brugðist mjög fljótt við ef þörf er á ákveðnu náms- framboði,“ segir Guðjónína Sæ- mundsdóttir for- stöðumaður Mið- stöðvar símenntunar á Suðurnesjum (MSS). Þar er haldið úti mjög fjölbreyttri starf- semi þar sem leit- ast er við að koma til móts við þarfir fjöldans og aðstæður í samfélaginu á hverjum tíma. Efli sjálfstraust og lífsleikni Rauði þráðurinn í símennt- unarstarfinu á Suðurnesjum er sá að starfsfólk þess sé alltaf tilbúið að skoða hvar þörfin fyrir úrræði í menntun er og geta brugðist við því. „Við erum með fjölbreytt náms- framboð, allt frá örstuttum nám- skeiðum yfir í lengra nám,“ segir Guðjónína sem nefnir þar Mennta- stoðir. Það er nám unnið í samstarfi MSS, Fræðslumiðstöðvar atvinnu- lífsins og Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs og er mark- miðið að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur læri að læra, efli sjálfs- traust sitt og lífsleikni. Fleiri í dagnám Síðustu árin hefur verið þungt undir fæti á Suðurnesjum og margir verið án atvinnu. Margir hafa því nýtt dauðan tíma í atvinnuleysi og farið í nám. Dagnám hefur aukist verulega síðustu misserin en kvöld- námskeiðin hafa samt haldið áfram. Margir hafa notað tækifærið og far- ið að mennta sig. Oft á tíðum hefur vantað grunninn og því margir byrj- að á að fara í grunnmenntaskólann og menntastoðir, síðan í frum- greinadeildir og háskólabrú Keilis og þar á eftir í háskólanám. Þá hefur framboð starfstengds náms verið aukið og má þar nefna skrifstofu- skólann, færni í ferðaþjónustu og kaffi- og barþjónanámskeið. Ína segir margar þær námsleiðir sem bjóðast hjá MSS hafa reynst vel því fólki sem vill fara í lengra nám en skortir undirbúning. Hún nefnir þar t.d. áðurnefnda námsleið, Mennt- astoðir, en fólk sem fer þar í gegn getur jafnvel verið komið í há- skólanám eftir hálft annað ár gangi allt að óskum. „Sú leið hentar mörgum sem hafa fundinn hvatann til að hefja nám að nýju en vilja taka námið á styttri tíma en í framhaldsskólakerfinu. Nemendur frá okkur eru margir hverjir í dag í hinum ýmsu deildum háskóla landsins og það eitt og sér er mikil hvatning fyrir okkur. Núna er að fara af stað fjarnám í Mennt- astoðum en það form hentar mörg- um vel og þá sérstaklega þeim sem eru í vinnu. Enn eru nokkur pláss laus en námið er að hefjast á næstu dögum,“ segir Guðjónína. Fjölmargt spennandi er fram- undan hjá MSS um þessar mundir og nefnir Ína þar meðal annars svo- nefndar smiðjur; verklegt nám af ýmsum toga. Sú þróun byrjaði á síð- asta ári og var boðið upp á umhverf- issmiðju með áherslu á hellu- og steinalögn ásamt garðyrkju, hljóð- smiðju í samstarfi við hljóðverið Geimstein og matarsmiðju í sam- starfið við ýmis fyrirtæki. Þessar smiðjur voru mjög vinsælar. Núna á vorönninni mun bætast við kvik- myndasmiðja og grafísk hönnun. Einnig eru fleiri smiðjur í bígerð. „Með þessu erum við að koma til móts við þörfina á verklegu námi. Við eigum í mjög góðu samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins – og hönnum og bjóðum upp á nám í sam- starfi við miðstöðina. Einnig er mjög gott samstarf á milli Vinnu- málastofnunar á Suðurnesjum og allra sem bjóða upp á menntun hér á Suðurnesjum. Við hjá MSS erum við með náms- og starfsráðgjöf sem stendur öllum til boða og hvetjum við þá sem vilja skoða möguleika sína að koma til okkar,“ segir Guð- jónína Sæmundsdóttir. sbs@mbl.is Til móts við þarfir fólks og samfélags Kaffi Meðal nýjunga í starfi MSS er nám fyrir kaffibarþjóna, en meðal leiðbeinenda þar er Aðalheiður Héðinsdóttir forstjóri Kaffitárs í Njarðvík. Fjölbreytt starf hjá Mið- stöð símenntunar á Suð- urnesjum. Menntastoðir fyrir þá sem vilja í há- skólanám. Smiðjur og verklegt nám. Kaffi og bar- þjónanámskeið Guðjónína Sæmundsdóttir Dugnaður Það er göfugt að rækta garðinn og hér sjást garðyrkjunemar hlaða grjót og gróðursetja.Verknám skipar æ stærri sess í starfi MSS. Meistaranám og einstök námskeið Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun býr nemendur undir að takast á við eitt af mest knýjandi viðfangsefnum framtíðarinnar, nýtingu og stjórnun auðlinda. Tökum á móti umsóknum fyrir skólaárið 2012–2013 til 15. apríl 2012. Einnig opið fyrir skráningu í einstök námskeið meistaranámsins á vor- og sumarönn 2012. Tilvalið sem endurmenntun fyrir fólk sem starfar á sviði skipulagsmála, auðlindanýtingar, umhvefismats eða á öðrum tengdum vettvangi. Nánari upplýsingar: www.uwestfjords.is Lj ós m yn d: Ag ne s G ei rd al Í samstarfi við:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.