Morgunblaðið - 04.01.2012, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ | 27
Háskóli
lífs og
lands
Náttúru- og
umhverfisfræði
Almenn náttúrufræði
og náttúrunýting
Skógfræði/
Landgræðsla
Umhverfisskipulag
Aðfararnám til
landslagsarkitektúrs og
skipulagsfræða
Búvísindi
Hestafræði
Landbúnaðarháskóli
Íslands
www.lbhi.is
Háskólinn
Blómaskreytingar
Garðyrkjuframleiðsla
Skógur/náttúra
Skrúðgarðyrkja
Búfræði
Nám á framhaldsskólastigi
Nám á framhaldsskólastigi
Bændaskólinn
Garðyrkjuskólinn
gítar
skóli ólafs gauks
Gítargaman
www.gitarskoliolafsgauks.com • Gítarskóli Ólafs Gauks er á Facebook
Kennsla í öllum flokkum, 11 vikna námskeið fyrir byrjendur sem
lengra komna á öllum aldri, hefst 31. janúar 2012.
ATH! Þeir sem innritast og ganga frá greiðslu
fyrir 18. janúar fá afslátt af kennslugjaldinu!
Gítarar á staðnum, kennsluefni innifalið, m.a. geisladiskur með
undirleik við vinsælustu íslensku sönglögin.
Byrjendanámskeiðið LÉTT OG LEIKANDI hefur slegið í gegn!
Nemendur fá gítara til heimaæfinga endurgjaldslaust á meðan birgðir
endast! Sérstakir tímar fyrir 7-9 ára.
Glænýtt og spennandi:
• Djassgítardeild
• Rafbassi
• Hljómborðskennsla fyrir yngri sem eldri, byrjendur og lengra komna.
Kennarar: Jón Páll Bjarnason, Helgi E. Kristjánsson og Carl Möller.
Innritun hefst 9. janúar
og fer fram daglega kl. 14-17 í síma 588 3730, sendið tölvupóst á
ol-gaukur@islandia.is eða komið við í skólanum Síðumúla 17
Frístundakort
Reykjavíkurborgar í fullu gildi
Þ
ekkingarnet Þingeyinga
er símenntunar-, há-
skólaþjónustu- og rann-
sóknastofnun sem starfar
í Þingeyjarsýslu. Höf-
uðstöðvarnar eru á Húsavík, en
starfsstöðvar eru á Þórshöfn, Rauf-
arhöfn, Kópaskeri, Laugum í
Reykjadal, Mývatnssveit og Kiðagili
í Bárðardal. Óli Halldórsson for-
stöðumaður segir að þátttaka í ýms-
um námskeiðum á sviði símennt-
unar hafi verið ágæt í vetur, enda
námsframboðið fjölbreytt.
„Hlutverk okkar er að efla
menntunarmöguleika á starfssvæð-
inu, en símenntunarmiðstöðvarnar
eru alls níu á landinu. Við kapp-
kostum að bjóða upp á námskeið
tengd atvinnulífi og tómstundum og
hafa milligöngu um fjarnáms-
framboð í héraðinu í samráði við
skóla á viðkomandi skólastigum,“
segir Óli.
Niðurgreitt nám
Í upphafi ársins verður lögð sér-
stök áhersla á lengri hagnýtar
námsleiðir. Þær eru settar á lagg-
irnar í samvinnu við aðila atvinnu-
lífsins í gegnum miðlæga fræðslu-
stofnun þeirra, Fræðslumiðstöð
atvinnulífsins, og eru skólagjöld
verulega niðurgreidd. „Þetta eru
námsleiðir fyrir fólk í umönn-
unarstéttum og ferðaþjónustu svo
dæmi sé tekið. Á komandi misseri
stefnir í að við verðum meðal annars
í góðu sambandi
við Þekkingarnet
Austurlands, með
slíku samstarfi er
hægt að hafa á
boðstólum fjöl-
breyttara náms-
framboð.“
Óli segir að
lengri nám-
skeiðin séu að
sækja í sig veðrið
og verði æ fjölsóttari.
„Það virðist vera þróunin og
sömu sögu að segja um nám sem
tekur aðeins nokkrar klukkustund-
ir. Undanfarið hafa færri sótt nám-
skeiðin sem eru þarna á milli, til
dæmis nám í tungumálum. Hver
ástæðan er veit ég ekki nákvæm-
lega. Þetta gengur yfir í bylgjum
eins og svo margt annað. Aðal-
atriðið er auðvitað að bjóða upp á
nám sem höfðar til fólks. Starfs-
tengt nám er þó alltaf vinsælt, svo
sem vélstjórn.“
Hjá Þekkingarneti Þingeyinga er
staðan með líku lagi og víða annars
staðar á landinu, það er konurnar
eru duglegri en karlarnir þegar
kemur að sí- og endurmenntun. Óli
Halldórsson segir ástæður þessa
ekki að fullu ljósar en ýmsar kenn-
ingar hafi verið settar fram.
„Líklega eru konurnar óhræddari
við að leita sér aðstoðar en við karl-
arnir, það er ekki ósennileg skýring.
Hvað aldurinn varðar, þá eru flestir
sem til okkar sækja komnir yfir fer-
tugt þó við fáum líka töluvert af
yngra fólki. Það er aldrei of seint að
setjast á skólabekk og um að gera
að kynna sér hvað er í boði. Netverk
símenntunarstöðvanna er þéttriðið
og ég leyfi mér að fullyrða að stöðv-
arnar allar veita góða og faglega
þjónustu.“
karlesp@simnet.is
Konurnar óhræddari
við að leita sér aðstoðar
Áhersla lögð á hagnýtar námsleiðir. Þéttriðið
Þekkingarnet Þingeyinga. Námskeið fyrir
umönnunarfólk og verkstjórnin er vinsæl.
Óli Halldórsson.
Námsframboð Innan Þekking-
arnets Þingeyinga getur t.d.
fólk sem vinnur við ferðaþjón-
ustu komist í starfstengt
nám. Þá eru námskeið í er-
lendum tungumálum.
- nýr auglýsingamiðill
V
ið höfum stundum skipt
námskeiðum okkar upp í
tvo flokka. Tölum um
starfstengt nám og tóm-
stundir. Í slíku felst þó
ákveðin blekking, því áhugamálin
geta þess vegna orðið að starfi
manns strax á morgun,“ segir Ás-
mundur Sverrir Pálsson fram-
kvæmdastjóri Fræðslunets Suður-
lands.
Námsskrá Fræðslunetsins nú á
vormisseri er afar fjölbreytt. Á dag-
skrá eru til dæmis námskeið í ensku,
spænsku og norsku og á sviði tóm-
stunda getur fólk lært tréskurð, leð-
urgerð, trésmíði, kaðlaprjón, barna-
fatasaum og að smíða hátalarabox
svo eitthvað sé nefnt.
Undir merkjum Fræðslunets Suð-
urlands hefur verið starfræktur svo-
nefndur Grunnmenntaskóli sem ætl-
aður er t.d. fólki sem hefur verið frá
námi um nokkurra ára bil en vill
taka aftur upp þráðinn á fullorðins-
árum. Þetta nám hefur skorað hátt.
„Einnig höfum við verið með
skemmri námskeið þar sem við tök-
um fyrir átthagana og sitthvað úr
sögu Suðurlands,“ segir Ásmundur
Sverrir. Nefnir þar m.a. námskeið
um manngerða hella á Suðurlandi
sem haldið var sl. haust á Hellu –
þar er ein starfsstöðvanna en höf-
uðstöðvarnar eru á Selfossi.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Selfoss Fjölbreytt starf hjá Fræðsluneti Suðurlands sem er með höf-
uðstöðvar þar í bæ en starfsemin fer þó fram um allt héraðið.
Áhugamálið getur
orðið að atvinnu
Tungumál, tréskurður, kaðalprjón og manngerðir hellar
hjá Fræðsluneti Suðurlands. Góður grunnmenntaskóli.