Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 30

Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 30
Læra að skilja hundinn betur B esti vinurinn á líka sinn skóla, en námið í hunda- skólanum er reyndar ekki síður hugsað fyrir eigandann en hundinn. Freyja Kristinsdóttir stofnaði fyr- ir tveimur árum hundaskólann Míó minn, en skólinn er nefndur eftir smáhundi hennar, sem svo aftur fékk nafnið frá barnabókinni vinsælu. Það var einmitt Míó að þakka að Freyja fékk fyrst áhuga á hunda- þjálfun. „Ég var í dýralæknanámi í Danmörku og eignaðist þá Míó, minn fyrsta hund. Hann átti mjög bágt, var ofboðslega stressaður greyið og með ýmis hegðunar- vandamál sem fylgdu því að hafa skipt um heimili nokkrum sinnum. Það var þá sem ég hóf að lesa mér mikið til um hundaþjálfun; nokkuð sem ekki er mikið fjallað um í dýralæknanáminu,“ segir Freyja. „Þar komst ég m.a. á sporið með að nota jákvæða styrkingu til að leiðrétta hegðunina hjá Míó. Já- kvæðnin virkaði best á hann, enda svo óörugg lítil sál að hann gat farið alveg í kerfi ef hann var skammaður.“ Að náminu loknu, eftir viðdvöl á Íslandi, hélt Freyja til starfa í Bretlandi. Meðfram störfum sem smádýralæknir bætti hún við sig formlegri hundaþjálfunarmenntun hjá Gwen Bailey, sem þykir með helstu sérfræðingum á sviðinu. Hundaskóli Freyju og Míós varð svo til árið 2010. Tvöföldun á áratug Freyja segir mikla eftirspurn eftir hundaþjálfun og skýrist hún meðal annars af þeirri sprengingu sem orðið hefur í hundahaldi í Reykjavík og nágrenni. Á um ára- tug hefur fjöldi heimilishunda í höfuðborginni meira en tvöfaldast og um leið eru æ fleiri meðvitaðir um mikilvægi þess að bæði þekkja hegðun hundsins og huga vel að þjálfun hans. Freyja segir enda að það að fara með hundinn í hunda- skóla sé gott bæði fyrir hund, eig- anda og samfélagið allt. „Fyrir marga eigendur getur hunda- námskeið opnað augun fyrir lát- bragði hundsins og gert eigand- anum kleift að skilja þennan heimilismeðlim betur. Mér þykir sjálfri mjög gaman að sjá þá breytingu sem verður oft á eig- endunum milli kennslustunda, og hvað þeim þykir það merkileg uppgötvun að skilja alls kyns skilaboð í fasi og látbragði hunds- ins sem áður fóru alveg framhjá þeim.“ Auk þess að kenna rétta um- gengni, grunnatriði í góðri hunda- hegðun og -þjálfun, fer Freyja m.a. yfir lög og reglur um hunda- hald. Freyja segir samvist hunds og manns verða betri ef allir til- einka sér tillitssemi og virða regl- ur, en eins verði hundahaldið þægilegra og skemmtilegra ef eig- andinn kann að hafa stjórn á hundinum hvort sem er heima í stofu eða á gönguferð um bæj- arfélagið. „Námskeiðin eru líka góð fyrir hundana, ekki síst vegna þess að þar venjast þeir því að umgangast aðra hunda. Ekki er mikið um staði á höfuð- borgarsvæðinu þar sem hundar fá tækifæri til að umgangast hver annan og hvað þá leika sér lausir, og ýmis vandamál sem geta hlotist af því ef hundar eru ekki vandir á að umgangast aðra hunda.“ Loks segir Freyja að hundaskól- inn geti orðið til þess að fyrir- byggja mistök í uppeldi hundsins, en rangt uppeldi getur magnað upp hegðunar- og skapgerð- arvandamál og í verstu tilvikum orðið til þess að aflífa þarf hund- inn ef af honum þykir stafa hætta. „Töluvert hefur borið á fréttum undanfarið af hundum sem bitið hafa frá sér. Þó ekki sé hægt að fullyrða um öll tilvikin má telja sennilegt að oft sé um að ræða skilningsbrest á milli manns og hunds, og jafnvel að eigandinn hefur ekki þekkt streitu- og ótta- merki sem hundurinn hefur gefið frá sér til sýna að honum líði illa eða telji sér ógnað. Að bíta frá sér er eitthvað sem hundur gerir ekki nema í algjörri neyð.“ Rétt er líka að minna á að allir hundar eiga erindi í hundaskólann; jafnvel líka litlu krúttin sem passa ofan í handtösku. „Allt eru þetta hundar, og þurfa ákveðið uppeldi til að læra að hegða sér vel.“ ai@mbl.is Námskeið í hundaskól- anum gagnast bæði hund- inum og eigandanum og stuðlar að betra hunda- haldi almennt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný þekking Miklar framfarir hafa orðið í hundaþjálfun, og víðast hvar eru kenndar aðrar aðferðir í dag en fyrir nokkrum árum. 30 | MORGUNBLAÐIÐ Ármúli 38, 108 Reykjavík Sími: 551 6751 / 691 6980 www.pianoskolinn.is pianoskolinn@pianoskolinn.is pianoskoli@gmail.com MUNIÐ FRÍSTUNDAKORTIÐ! NÝ NÁMSKEIÐ! NÁM Á VORÖNN! ALLIR VELKOMNIR! BYRJENDUR SEM OG LENGRA KOMNIR Norska Framhaldsskólakennari, sem bjó 12 ár í Noregi, kennir byrjendum norska bókmálið. Sími 698 7292/5657292 Jákvæðnin best Þeir sem sótt hafa námskeið hjá hundaskóla fyrir mörgum árum ættu, að sögn Freyju, að hressa upp á þekkinguna á nýju nám- skeiði. Miklar og örar framfarir hafi orðið í hundaþjálfun og að- ferðirnar nú aðrar og betri en þær sem fólk kann að hafa lært á námskeiðum á árum áður. „Sumir hafa t.d. lært þjálfunar- aðferðir sem byggjast á tölu- verðri hörku, en nú hefur verið sýnt fram á að slíkar aðferðir eru óþarfi, og jákvæð styrking alla jafna best. Ekki má samt halda að jákvæð styrking sé það sama og agaleysi, og rétt að hundurinn læri að virða þau mörk sem eig- andinn setur. Mörkin þurfa þá líka að vera skýr og þeim vand- lega framfylgt, því annars verður hundurinn bara ringlaður.“ Gott að byrja snemma Freyja segir aldrei of seint að fara með hund í hundaskólann, en best þykir henni að fá hunda strax á hvolpanámskeið við 3-5 mánaða aldur. „Það hefur ekkert að gera með að þeir séu mót- tækilegri fyrir þjálfun á þeim aldri, heldur frekar að það er góður aldur til að efla félagslega þroskann og sá aldur sem hundar eru hvað opnastir fyrir að hitta aðra hunda.“ Freyja ráðleggur fólki að panta tíma hjá hundaskóla jafn- vel áður en hundurinn er kominn á heimilið. „Aðsóknin er mikil og hafa sumir brennt sig á að þykja vera orðið tímabært að fara á námskeið um fjögurra mánaða aldur, en komast svo að því að það er jafnvel þriggja mánaða biðtími eftir næsta lausa plássi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.