Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 32

Morgunblaðið - 04.01.2012, Side 32
32 | MORGUNBLAÐIÐ A nna býður upp á tvenns konar námslínur, útlits- og förðunarnám og innan- hússtílistanám. Skóla- blaðið fékk hana til að segja nánar frá þessu námi. „Stílistanámið tekur tvær annir í grunninn. Sú fyrri gengur út á fata- stíl, fatasamsetningu og textíl, og fer í að greina viðfangsefnið með tilliti til styrkleika og veikleika, og eins er unnið út frá fjórum grunnþáttum sem skoðaðir eru hverju sinni: fata- skápur, persónuleiki, áhugamál og starf. Þetta þarf allt að hafa til hlið- sjónar þegar stílisti vinnur sitt verk,“ segir Anna. „Seinni önnin gengur út á litgrein- ingu og förðun. Í litgreiningu vinnum við út frá átján flokka kerfi, hvorki meira né minna. Hér áður fyrr var litgreining iðulega hugsuð út frá fjórum flokkum, kenndum við árstíðirnar fjórar, en fræðin eru komin heldur lengra í dag. Nú eru ýmis atriði tekin með í reikninginn, eins og til dæmis hvort viðkomandi er ungur eða gamall, er hann sport- leg típa eða viðskiptatýpan og svo framvegis. Það er að mörgu að huga í þessum efnum ef vel á að vera,“ út- skýrir Anna. Í förðunarhlutanum er svo farið yfir förðun við öll tækifæri og tilefni. „Þá höfum við hugfast að best farðaða konan er jafnan sú þar sem þú tekur eftir konunni en ekki förðuninni,“ bætir Anna við. Ýmsir möguleikar að námi loknu Að sögn Önnu standa nemendum margs konar möguleikar til boða hvað starf varðar. „Fyrir utan hið hefðbundna starf stílista má til dæmis nefna að fyrirtæki ráða í auknum mæli sérstaka ímynd- arráðgjafa, sem stjórna stemning- unni á vinnustað eftir tilefni, að- stæðum og árstíðum. Viðkomandi velur gjafir sem fyrirtækið gefur, stýrir skreytingum og viðburðum og fleira í þeim dúr. Einnig má nefna starf verslunarstjóra í fatabúðum. Fólk í því starfi þarf að kunna skil á atriðum eins og þeirri staðreynd að konur með perulaga eða spor- öskjulaga vöxt eru samtals 70% af öllum konum. Það þarf þá að stýra innkaupum í takt við það. Grænn og fjólublár eru litir sem seljast síður, og það þarf þá að kaupa minna af þeim,“ bendir Anna á. „Nær allir stílistar hérlendis virðast helst gera ráð fyrir því að konur séu ýmist beinar í vesti eða með lögun stunda- glass. Sannleikurinn er þó sá að þær eru ekki nema 10-15% af heildinni.“ Loks bendir Anna á að hægt er að taka framhaldsnámskeið í stílíser- ingu hjá henni. „Það snýst um karl- mannsímyndina, metrómanninn, al- þjóðlega bisnesslúkkið fyrir karla jafnt sem konur. Grunnnámið og framhaldsnámskeiðið tekur saman um eitt ár.“ Einnig bendir hún á að starfið sé margþættara en margan grunar. „Stílistar starfa alls ekki eingöngu sem tískustílistar. Oft þarf að að- stoða fólk sem þarf hjálp við að líta sem best út vegna veikinda, svo sem fólk sem er að jafna sig eftir krabba- meinsmeðferð eða lystarstol.“ Að stílisera heimili „Innanhússtílistar þurfa að hugsa út frá einni grundvallarspurningu: hvernig líður fólki í rýminu? Inn í þær pælingar þarf að taka liti, áferð og efni, ásamt innanstokksmunum, gerð og fjölda, með tilliti til þeirra sem nota rýmið. Eru húsráðendur stórbeinótt fólk eða fíngert? Það ræður miklu um val húsgagna og skrautmuna,“ segir Anna. „Oft þarf að leysa mál sem koma upp vegna þess að ólíkt fólk býr saman. Það þarf til dæmis ákveðna kunnáttu til að raða saman í innbú þar sem rauðhærð kona og ljós- hærður maður búa saman, svo báð- um líði sem best.“ Námstilhögun og námslok Anna er aðalkennari í útlits- og förðunarnáminu en innanhússtílist- anáminu stýra þau Helga Sig- urbjarnadóttir innanhússarkitekt og Þorsteinn Haraldsson bygginga- fræðingur. „Kerfið sem ég byggi á þróaði Barbara Jacques fyrir rúm- um 20 árum og það hefur staðist tím- ans tönn. Ég hef kynnt mér þessi fræði í þaula en ekki fundið neitt betra kerfi,“ segir Anna. „Nem- endur stunda það sem kallast dreif- nám. Þau koma einu sinni í viku í fjögurra klukkustunda tíma og skila verkefni eftir hvern tíma. Þá vinna þau verkefnið heima og skila mynd af afrakstrinum. Að náminu loknu útskrifast nemendur með diplómu sem hefur verið metin til eininga í framhaldsskólum. Mestu máli skipt- ir þó mappan sem nemendur koma sér upp meðan á náminu stendur. Vinnubókin er það sem mestu skipt- ir þegar sótt er um vinnu eða nám í framhaldinu,“ segir Anna að lokum. jonagnar@mbl.is Þegar útlitið skiptir máli Í húsnæði Tækniskólans - skóla atvinnulífsins á Skólavörðuholti rekur Anna F. Gunnarsdóttir stíl- istaskólann The Academy of color and Style. Þar gefst nemendum kostur á að læra hagnýta hluti sem snúa að sjónrænum þætti. Morgunblaðið/Ómar Með nemum Á fyrri önn er fjallað um fatastíl og samsetningu og grunnþætti eins og fataskáp, persónuleika, áhugamál og starf. Seinni önnin gengur út á litgreiningu og förðun. ’Unnið er út frá fjór-um grunnþáttumsem skoðaðir eru hverjusinni: fataskápur, per-sónuleiki, áhugamál og starf, en þetta þarf allt að hafa til hliðsjónar þegar stílisti vinnur sitt verk. Spegilmynd Kunnátta til að raða saman í innbú svo báðum líði sem best, segir Anna F. Gunnarsdóttir stílisti. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.