Morgunblaðið - 20.01.2012, Side 17

Morgunblaðið - 20.01.2012, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17 ÞORRAHLAÐBORÐ FYRIR 10 EÐA FLE IRI! SENDUM HEIM - VERÐ KR. 2.950 Á M ANN ÞORRINN Í KJÖTBÚÐINNI GERUM TILBOÐ Í 50 - 300 MANNA HLAÐBORÐ! kjotbudin@kjotbudin.is eða í síma 571 5511 KJÖTbúðin Grensásve i 48 - Sími 571 5511 -g Á öllum tímum hefur sam- kvæmt íslenskri hefð tíðkast að blóta þorra. Það var hins vegar fyrst á sjötta áratugn- um sem svo er nefndur, það er milli 1950 og 1960, sem þorrablót í núverandi mynd fóru að festast í sessi og verða jafn snar þáttur í sam- komuhaldi landans og nú er orðið. Lítil frétt úr Morgunblaðinu frá í janúar 1959 segir mikla sögu að þessu leyti. Eðli sagnfræðinnar er að stækka at- burði eftir því sem stundir líða fram, það er ef þeir marka skil á einhvern hátt. Þannig var þorri fólks á þessum tíma hættur að borða súrsaðan mat, sem nú var hins vegar reiddur fram á einu flottasta veitingahúsi bæjarins sem veislukostur. Og þetta sló í gegn meðal gesta á Naustinu við Vesturgötu í Reykjavík. Skammturinn kostaði 75 kr. „Í fyrra tók Halldór Gröndal veit- ingamaður í Nausti upp þann skemmti- lega sið að bjóða gestum veitingahúss- ins upp á íslenskan mat í trogum á þorranum. Varð þetta ákaflega vinsælt, fólk kom langar leiðir að í þorramatinn, t.d. frá Selfossi, Akranesi, Keflavík, ofan af Kjalarnesi og frá fleiri stöðum í nær- sveitum Reykjavíkur. Nú er aftur kominn þorri, og þorramaturinn kominn á borð- ið í Nausti. Í fyrra var aðeins hægt að fá trog, ef fjórir voru saman. Nú hafa verið fengin minni trog, svo hægt er að fram- reiða þennan íslenzka mat fyrir einn eða tvo,“ sagði í frétt Morgunblaðsins um þetta framtak. Í fréttinni kom fram að skammturinn á mann kostaði 75 kr. „og má hver borða eins mikið og hann getur í sig lát- ið“, eins og komist var að orði. Var þorragestum á Naustinu raunar gefinn kostur á að reyna sig við sérstakt verð- launatrog, og tækist gestum að ljúka úr því á tveimur tímum fengu þeir allan matinn frían svo og drykkjarföng. Súrmatinn veturinn 1959 létu veit- ingamenn á Nausti útbúa í samvinnu við kjötbúðina Borg í Reykjavík. Í skammt- inum voru súr og ný svið, hangikjöt, róf- ustappa, bringukollur, tvenns konar sulta, hákarl, flatkökur og hverabrauð. Sæmilegur matmaður klári úr trogi „Ekki virðist skammturinn þó svo mikill að sæmilegur matmaður hafi ekki von um að klára úr troginu,“ sagði í Morg- unblaðsfréttinni þar sem fram kom að íslenski maturinn yrði á boðstólum í Nausti allan þorrann eða fram á Þorra- þræl „og er ekki að efa að margir muni nota tækifærið til að bragða þennan mat, sem nú er að verða nokkurs konar sjaldgæfur hátíðamatur hér í höfuð- borginni“, sagði í fréttinni. Um veitingamanninn Halldór Gröndal er það að segja að hann starfaði lengi á Naustinu. Venti svo kvæði í kross, las guðfræði og var eftir vígslu í mörg ár sóknarpestur við Grensáskirkju í Reykjavík. Sr. Halldór lést 2007. Veitt af mikilli rausn Margir fréttaritarar Morgunblaðsins fyrr á tíð gerðu þorrablótum sinnar sveitar gjarnan sérstök skil í pistlum sínum. Töldu slíkt einfaldlega vera það sem hæst bar og fréttnæmast og auðvitað felst sannleikskorn í því. „Aðaleinkenni þorrans hér á Héraði eru þorrablótin, sem siður er að halda í hverjum hreppi,“ sagði fréttaritari blaðsins á Egilsstöðum í grein 19. febrúar 1967. „Síðasta þorrablótið í vetur mun hafa verið sl. laugardag í Fljótsdal. Nú tóku tveir hreppar upp þá nýbreytni að halda sín þorrablót í hinu glæsilega félags- heimili Valaskjálf. Sérstaka athygli vakti þorrablót Tungumanna í Valaskjálf, þar sem þeir buðu til sín öllum Fellamönn- um og fleiri gestum. Um 200 manns munu hafa verið þar samankomin. Veitt var og skemmt af mikilli rausn. Níu heimili í Tunguhreppi sáu um þetta þorrablót. Þess má geta að allir hafa heimatilbúin skemmtiatriði á sínum þorrablótum.“ Hesthúsuð af hestu lyst Þá er í frétt í Morgunblaðinu hinn 15. janúar 1973 sagt frá því að kvöldið áður hafi verið haldin fyrsta skemmtunin í Eyjum frá því eldgosið hófst. Skemmt- unina sóttu heimamenn og varnarliðs- menn af Keflavíkurflugvelli sem voru við björgunarstörf. „Tveir kokkar úr Eyjum matreiddu ásamt bandarískum kokkum. Gekk það vel, en heldur urðu þeir bandarísku kindarlegir á svipinn þegar þeir fengu það verk að hreinsa 100 sviðahausa,“ segir í frétt Árna Johnsen þar sem þess er getið að sviðin hafi ver- ið hesthúsuð af bestu lyst. sbs@mbl.is Eins og þú get- ur í þig látið Þorrablót með núverandi hætti voru fyrst haldin um 1960. Sviðin á Naustinu komu úr kjötbúðinni Borg. Sérstakar skemmtanir í sveitum landsins. Varnarliðsmenn hreinsuðu svið í Eyjum í gosinu. Þorri Halldór Gröndal skapaði nýja menningarhefð á Íslandi með blótshaldinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.