Morgunblaðið - 14.02.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Jónas Halldór Haralz,
hagfræðingur og fyrr-
verandi bankastjóri,
er látinn á 93. aldurs-
ári. Jónas fæddist í
Reykjavík 6. október
árið 1919. Foreldrar
hans voru Haraldur
Níelsson prófessor og
Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir, húsfrú og
kennari.
Jónas lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
1938. Hann stundaði
nám í efnaverkfræði
við Konunglega tækniháskólann í
Stokkhólmi 1938-1940 og í hag-
fræði, tölfræði, stjórnmálafræði og
heimspeki við Stokkhólmsháskóla
1940-1945 og lauk magistersprófi í
þessum greinum árið 1944.
Jónas var hagfræðingur hjá ný-
byggingarráði á árunum 1945-1947
og hjá fjárhagsráði 1947-1950.
Jónas starfaði sem hagfræðingur
hjá Alþjóðabankanum í Wash-
ington á árunum
1950-1957 og var
þátttakandi í sendi-
nefndum bankans
gagnvart Mexíkó,
Mið-Ameríkuríkjum
og Perú. Hann kom
aftur til starfa á Ís-
landi 1957 og var
ráðunautur ríkis-
stjórnarinnar í efna-
hagsmálum til 1961.
Jónas var ráðuneytis-
stjóri viðskiptaráðu-
neytisins 1958-1961,
ráðuneytisstjóri efna-
hagsráðuneytisins
1961-1962 og forstjóri Efnahags-
stofnunarinnar 1962-1969. Hann
var bankastjóri Landsbanka Ís-
lands frá 1969 til 1988. Jónas var
einnig aðalfulltrúi Norðurlanda í
stjórn Alþjóðabankans í Wash-
ington frá 1988-1991. Frá 1991 til
1996 stundaði hann ráðgjafastörf í
Washington á vegum norska utan-
ríkisráðuneytisins, Norræna þró-
unarsjóðsins og bandarísku stofn-
ananna Overseas Development
Council og The Brookings Inst-
itution.
Jónas gegndi fjölmörgum öðrum
trúnaðarstörfum um ævina. Hann
var m.a. fulltrúi í bankaráði
Landsbanka Íslands og í banka-
ráði Útvegsbankans um árabil og
átti sæti í stjórn Scandinavian
Bank Ltd í London. Hann var í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á
árunum 1975 til 1987.
Jónas var afkastamikill við rit-
störf á fræðasviði sínu. Eftir hann
liggur fjöldi rita og ritgerða. Hann
var sæmdur stórriddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu, stór-
riddarakrossi norsku St. Olavs-
orðunnar og stórriddarakrossi
sænsku Norðurstjörnuorðunnar.
Jónas var einnig sæmdur heið-
ursdoktorsnafnbót í hagfræði við
viðskiptadeild Háskóla Íslands.
Fyrri kona Jónasar var Guðrún
Erna Þorgeirsdóttir. Hún lést árið
1982. Sonur þeirra er Jónas Hall-
dór Haralz. Síðari kona hans var
Sylvía Haralz. Hún lést árið 1996.
Andlát
Jónas H. Haralz, fyrrv. bankastjóri
„Hótelið okkar brann og við misstum
hluta af farangrinum okkar,“ sagði
Andri Ottesen í færslu á Facebook-
síðu sinni í gær. Andri og félagar
hans; Bjarni Ingvar Jóhannsson og
Magnús Magnússon, sluppu vel þeg-
ar hótelið þeirra í Hydrabad á Ind-
landi brann til kaldra kola.
Ósofnir eftir brúðkaup
Félagarnir fóru til Indlands til að
vera viðstaddir brúðkaup hjá ind-
verskum samstarfsaðila. Brúðkaupið
var haldið að hindúasið og stóð yfir í
þrjá daga. Að sögn Andra voru þeir
orðnir þreyttir eftir langar vökur
þegar brúðkaupinu loks lauk og ætl-
uðu snemma í háttinn. Í miðri máltíð
var hins vegar öllum gert að yfirgefa
hótelbygginguna þar sem þeir stóðu.
Eldur hafði kviknað á annarri hæð
og fljótlega stóð framhlið sex hæða
hótelsins í ljósum logum.
Andri segir slökkvilið hafa verið
lengi á staðinn og mikill mannfjöldi
hafi safnast þarna saman. Sumir
með það í huga að nýta sér ástandið.
Undraði félagana hve hart lögregl-
an gekk fram í að halda aftur af
„æstum lýðnum með bareflum“.
Þegar slökkvistarfi var lokið kom
í ljós að herbergi Íslendinganna
höfðu sloppið við mestu eyðilegg-
inguna. Endurheimtur á farangri
urðu í rýrara lagi í rafmagnsleysinu
vegna vatns og reyks. Allt fór þó vel
að lokum að sögn Andra. Félagarnir
komust til Delhí og halda þaðan
áfram ferðalaginu.
sigrunrosa@mbl.is
Ljósmynd/Andri Ottesen
Bruni Bjarni Ingvar Jóhannsson og Magnús Magnússon, komnir út á götu.
Sluppu út af
brennandi hóteli
Steingrímur J. Sigfússon, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
sagði á Alþingi í gær að það væri
ekki hlutverk utanríkismálanefndar
Evrópusambandsins að hlutast til
um innlend stjórnmál og segja Al-
þingi fyrir verkum.
„Það er augljóst að nefndin hefur
ekki lögsögu eða vald til að segja
okkur fyrir verkum,“ sagði Stein-
grímur. Hann skildi ekki hvers
vegna utanríkismálanefnd ESB
fagni því í sérstakri ályktun að hann
hafi tekið við ráðherrastóli Jóns
Bjarnasonar. „Nefndin verður að
verða fyrir vonbrigðum,“ sagði
Steingrímur og einnig að engin inni-
stæða væri fyrir kætinni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins,
spurði Steingrím út í ályktun utan-
ríkismálanefndar ESB og spurði
hvers vegna lýst væri ánægju með
brotthvarf Jóns Bjarnsonar og því
fagnað að hann hefði tekið við.
„Ég átta mig ekki á hvað veldur
þessari kæti. Þetta er þannig að ég
og forveri minn erum sammála í
grundvallaratriðum um Evrópusam-
bandið,“ sagði Steingrímur og árétt-
aði að þeir báðir teldu hagsmunum
Íslands betur borgið utan ESB. „Á
því hefur engin breyting orðið.“
Steingrímur virtist taka illa í fyr-
irspurnir Sigmundar Davíðs um af-
stöðu hans til Evrópumála og þung
orð féllu þegar hann steig úr pontu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þing-
maður Framsóknarflokks, steig í
ræðustól og kom með athugasemd
varðandi fundarstjórn þingforseta
sem honum þótti hafa tekið heldur
vægt á Steingrími þegar hann var
með frammíköll og sagði Sigmundi
Davíð að þegja er hann steig úr
pontu. Ítrekaði Sigurður Ingi að slík
framkoma teldist vart vera til sóma.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
forseti Alþingis, bað þingmenn að
gæta orða sinna.
Segir ESB ekki vera
með lögsögu yfir Íslandi
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Steingrímur J. sagði við Sigmund Davíð: „Æ, þegiðu“
Steingrímur J.
Sigfússon
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Eignarhaldsfélagið Salander Holdings Ltd., sem
er skráð á Möltu, hefur sent formlega kvörtun til
umboðsmanns Alþingis vegna framkvæmdar á
gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands á morgun,
15. febrúar. Einnig hefur félagið sent Seðlabanka
Íslands bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við
framkvæmdina og upplýst að kvörtun hafi verið
send umboðsmanni.
Telja brotið gegn jafnræði við framkvæmd
Félagið telur að með því samkomulagi sem fjár-
málaráðuneytið tilkynnti 10. febrúar sl. að gert
hefði verið við Landssamband lífeyrissjóða, komi
lífeyrissjóðirnir til með að njóta sérstakrar fjár-
hagslegrar ívilnunar umfram aðra þátttakendur í
útboðinu.
Róbert Guðfinnsson, talsmaður félagsins, segir
að í þeirri útboðslýsingu sem Seðlabanki Íslands,
birti 12. janúar sé gert ráð fyrir því að menn gangi
jafnir að borðinu. „Þetta eru 100 milljónir evra,
sem eru bæði fyrir þá sem vilja kaupa íslensk rík-
isskuldabréf og þá sem vilja koma inn með fjár-
festingar.“ Þetta sé sett þannig fram í útboðinu að
komi aðili til dæmis inn með 100 milljónir ís-
lenskra króna, þá þurfi að skipta erlendum gjald-
eyri á seðlabankagengi fyrir 50 milljónir en jafn-
framt sé möguleiki á að bjóða í íslenskar krónur
fyrir þær 50 milljónir sem eftir standa, með er-
lendum gjaldeyri. Hámarksverð fyrir evruna sé
240 krónur. Þetta eru þau kjör sem Róbert segir
sér og öðrum bjóðast samkvæmt útboðslýsingu.
Annað sé uppi á teningnum með lífeyrissjóðina.
Ríkið ætli að borga þeim til baka þann eignaskatt
sem lagður var á sjóðina í fyrra og sleppa þeim við
skattinn í ár. „Ef þeir taka þátt í þessum útboðum.
Með öðrum orðum fá þeir sérlega góð kjör,“ segir
Róbert. „Þeir eru þá að segja við aðra sem bjóða
og eru ekki í lífeyrissjóði að þeir séu ekki á sama
báti.“ Þarna er búin til mismunun að mati Ró-
berts, þar sem lífeyrissjóðirnir geti boðið lægra
verð í útboðinu og tekið hagnaðinn inn í gegnum
skattaívilnanirnar sem þeim bjóðast.
Seðlabankinn eigi ekki aðild að samningum
„Ég get staðfest að kvörtun hefur borist en ekki
frá hverjum. Að mati Seðlabankans á þessi kvört-
un ekki rétt á sér eins og sést þegar fréttatilkynn-
ing fjármálaráðuneytis og Landssamtaka lífeyr-
issjóða er skoðuð,“ segir Stefán Jóhann
Stefánsson, hjá Seðlabanka Íslands. Þar
megi glögglega ráða að Seðlabanki Ís-
lands eigi ekki aðild að samningum
ráðuneytisins og lífeyrissjóðanna
sem undirritaðir hafa verið um mál-
ið. Að sögn Stefán verður þátttaka
lífeyrissjóðanna í útboðum bankans
með hliðstæðum hætti og annarra
fjárfesta og þeir muni sæta
sömu skilmálum og aðrir.
Kvartar yfir ójafnræði í útboði
Telur að þátttakendum í gjaldeyrisútboði sé mismunað þar sem lífeyrissjóðir njóti ívilnunar
Seðlabankinn segir kvörtunina ekki eiga rétt á sér enda eigi hann ekki aðild að þeim samningum
Morgunblaðið/Ernir
Krónur Kvartað hefur verið yfir því að lífeyris-
sjóðirnir njóti hagstæðari kjara en aðrir.
Hinn 10. febrúar sl. tilkynnti
fjármálaráðuneytið að komist
hefði verið að samkomulagi við
Landssamband lífeyrissjóða um
þátttöku þeirra í fjármögnun á
sérstökum vaxtabótum. Sam-
komulagið felur í sér að skila
hlut sjóðanna í fjármögnun á
sérstökum vaxtabótum árin
2011 og 2012. Eiga þeir að
styðja við losun gjaldeyrishafta
með því að taka þátt í gjaldeyr-
isútboðum Seðlabankans.
Gangi allt eftir mun ríkið fella
niður hjá þeim eignaskatt
vegna 2011 og 2012.
Samið um
vaxtabætur
KVÖRTUN VEGNA ÚTBOÐS
Róbert
Guðfinnsson