Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Mér datt ekki í hug að ég yrði svona gömul, þetta bara gerðist,“ sagði Pálína R. Kjart- ansdóttir, húsmæðrakennari og fyrrum ráðs- kona á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Hún er níræð í dag og mjög ern. Kvik í hreyfingum, býr í eigin íbúð, keyrir bíl og stundar göngur. Pálína hefur gott minni, góða sjón og heyrn, spilar brids, fer í vatnsleikfimi og er mikið á ferðinni. En Pálína hefur ekki alltaf verið heilsuhraust. „Ég var með erfiða meltingu frá því ég var ellefu ára,“ sagði Pálína. Hún telur að kveikj- an að því hafi verið matareitrun. „Ég gekk á milli góðra lækna og þeir gátu ekkert hjálpað mér. Sögðu að þetta eltist af mér og væri gelgjuskeiðssjúkdómur. En það eltist ekki af mér. Ég vaknaði jafn þreytt og ég sofnaði!“ Pálína fór í Húsmæðraskóla Reykjavíkur haustið 1948 og útskrifaðist vorið eftir. Næstu sex veturna vann hún sem aðstoð- arkennari við skólann. Veturinn 1958 hlustaði Pálína á útvarpserindi Jónasar Kristjáns- sonar læknis, upphafsmanns náttúrulækn- ingastefnunnar hér á landi og eins helsta hvatamanns að stofnun Náttúrulækninga- félags Íslands (NLFÍ). Jónas sagði það draga úr hættu á sjúkdómum að ástunda rétt líferni og neyta réttrar fæðu. Eftir að hafa hlustað á erindið fékk Pálína þá hugmynd að fara á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði í sumarfríinu og prófa mataræðið sem þar var boðið upp á. „Engan hefur það nú drepið, hugsaði ég,“ sagði Pálína og hló. „Svona var nú hugs- unarhátturinn þá. Ég lét mig hafa það að prófa þetta.“ „Þarna gerðust undur“ Hún fór í Hveragerði í júní 1958. Jónas læknir var þá orðinn 88 ára og Úlfur Ragn- arsson aðallæknirinn á hælinu. Pálína ákvað að leita frekar til Jónasar og er viss um að hún hafi verið síðasti sjúklingurinn hans. „Hann tók mér afskaplega vel og ráðlagði allt um mataræðið. Einnig setti hann mig í svitaböð og nudd á kviðarholið. Mér finnst að þarna hafi gerst undur. Eftir viku var ég komin með allt aðra heilsu en ég hafði haft,“ sagði Pálína. „Jónas var mikill mannvinur og lagði sig allan fram um hjálpa fólki. Þegar ég fór spurði ég hvað ég skuldaði og hann sagði að ég skuldaði ekki neitt. „Mín borgun er að þér hefur batnað,“ sagði Jónas.“ Eftir mánaðardvöl í Hveragerði sótti Pál- ína um inngöngu í Húsmæðrakennaraskólann og byrjaði þar 1. október 1958 og útskrifaðist í júní 1960. Áður hafði hún ekki treyst sér til að fara í þetta nám vegna heilsunnar. Pálína fór áfram eftir ráðleggingum Jónasar að miklu leyti. Þegar hún var að lesa undir loka- próf falaðist Heilsuhæli NLFÍ eftir því að fá Pálínu sem ráðskonu. Hún sagðist hafa ætlað að taka það rólega um sumarið en það sem hún ynni skyldi hún vinna hjá þeim. Pálína var búin að vinna á hælinu í sex vik- ur þegar henni var boðið, ásamt Kristrúnu Jóhannsdóttur, húsmæðrakennara og sam- starfskonu sinni, að fara með forsvars- mönnum félagsins á alheimsmót um nátt- úrulækningar sem haldið var í Kaupmannahöfn, Hamborg og Hannover. Pálína taldi það ekki koma til greina vegna auraleysis, enda nýkomin úr skóla. Þegar hún hugsaði sig betur um fékk hún þá hugmynd að þetta gæti verið sniðugt ef hún gæti lært meira um matreiðslu í anda náttúrulækn- ingastefnunnar. Árni Ásbjarnarson, forstjóri, taldi það koma vel til greina enda þekkti hann tvo slíka veitingastaði í Kaupmannahöfn. Pál- ínu leist ekkert á veitingastaðina og taldi þá ekki standast þær kröfur sem hún hafði lært að gera. Kristrún var sjöunda dags aðventisti og spurði Pálínu hvort hún mætti kanna með pláss á Skodsborg við Eyrarsund, þar sem aðventistar ráku heilsuhæli og skóla. Pálína fékk inni á Skodsborg og vann þar frá 1. sept- ember og til jóla 1960. „Mér fannst staðurinn breiða út faðminn þegar ég kom þarna, ákaflega fallegur stað- ur,“ sagði Pálína. „Þar lærði ég mest. Þetta var alveg toppstaður.“ Pálína telur að þarna hafi hún fyrst Íslendinga farið til útlanda að læra matreiðslu heilsu- og grænmetisfæðis. Eftir heimkomuna tók Pálína við sem ráðs- kona á Heilsuhæli NLFÍ 4. janúar 1961. Þar starfaði hún til loka maí 1993, að und- anteknum einum vetri sem hún lærði næring- arfræði við Háskólann í Árósum. Einnig fór hún aftur til Skodsborg að sumarlagi til að læra meira og eins til mánaðarlangrar náms- dvalar á Tallmogården í sænsku Dölunum. Það varð algjör bylting Pálína þakkar þá góðu heilsu sem hún nýt- ur í dag náttúrulækningafæðinu að miklu leyti. „Þegar ég kom þarna austur var ég al- veg komin á hægðalyf, sem eru óþverri og það fyrir unga manneskju. Viku til tíu dögum eftir að ég byrjaði í meðferð hjá Jónasi, fór eftir hans ráðum í mataræðinu og í svita- meðferð, þá vaknaði ég um sjöleytið á morgn- ana alveg úthvíld. Ef ég fór út að ganga var ég svo létt að mig langaði mest að hlaupa. Það varð algjör bylting,“ sagði Pálína. En hefur hún notið góðrar heilsu síðan? „Sýnist þér það ekki,“ spurði Pálína og hló. „Það var dásamlegt að sjá hvað margir fengu bata á hælinu,“ sagði Pálína. „Það var algengt að fólk kæmi annaðhvort í hjólastól eða á hækjum og gengi út með einn staf eða staflaust eftir sex vikur til tvo mánuði.“ Pál- ína sagði að mataræðið og meðferðirnar, sjúkraþjálfunin, nuddið, leirböðin, skiptiböðin og hveravatnsböðin hefðu verið mikil heilsu- bót. „Það var mjög gefandi og skemmtilegt að sjá framfarirnar hjá fólkinu. Mig langaði að læra hjúkrun og þetta var svo kjörið að hafa þarna með sjúklinga að gera á öðrum for- sendum.“ Pálína sagði Jónas hafa lagt mikla áherslu á heilsubótargöngur og helst um móa. Hún fór að stunda göngur sér til heilsubótar og segist nú ganga um göturnar í Reykjavík en þegar hún fari austur fyrir fjall þá gangi hún í móunum. En ætlar Pálína að gera sér dagamun í til- efni af níræðisafmælinu? „Já, ég ætla út – að borða kjöt,“ sagði Pál- ína og hló. Hún ætlar að halda upp á afmælið með systrum sínum, mági og systrabörnum og þeirra mökum. Systur hennar eru tvíburar og hálfu fimmta ári yngri en Pálína. Myndskeið með viðtali við Pálinu birtist á mbl.is í dag. Allt önnur heilsa eftir eina viku  Heilsa Pálínu R. Kjartansdóttur breyttist mikið eftir að hún skipti um mataræði  Pálína er níræð í dag og geislar af orku og heilbrigði  Hún var ráðskona á Heilsustofnun NLFÍ í rúmlega 32 ár Morgunblaðið/RAX Níræð Pálína R. Kjartansdóttir er vel ern, býr í eigin íbúð, keyrir bíl og stundar göngur. Neysla grasafæðis og heilsurétta úr jurtaríkinu er ekki nýlunda hér á landi. Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) var stofnað 24. janúar 1939 til að fræða um manneldismál, rækt- un og fleira með fundarhöldum og útgáfustarfsemi. Pálína R. Kjartansdóttir hús- mæðrakennari kynntist náttúru- lækningastefnunni 1958 og helgaði starfsævi sína matreiðslu heilsufæð- is aðallega úr jurtaríkinu. Hún vann í rúm 32 ár á Heilsustofnun NLFÍ sem ráðskona. Hún skrifaði tvær matreiðslubækur um matreiðslu í anda náttúrulækningastefnunnar. Sú fyrri var útgáfa af Matreiðslubók NLFÍ með ágripi af næringarfræði sem kom út 1968. Þetta var laus- blaðabók þar sem Pálína sá um upp- skriftirnar og lagaði marga rétti sem voru ljósmyndaðir fyrir bókina. Mat- reiðslubókin hennar Pálínu, með mörgum nýjum uppskriftum henn- ar, kom svo út 1981 í samstarfi Hag- kaupa og Heilsustofnunar NLFÍ. Pálína sagði að hráefnið sem hún hafði til að elda úr í Hveragerði hafi til að byrja með ekki verið jafn fjöl- breytt og nú er. Heilsuhælið flutti inn lífrænt ræktað grænmeti frá Danmörku og eitthvað frá Þýska- landi auk þess sem ræktað var hér. Pálína sagði að framan af starfsferli hennar hefði ekki verið boðið upp á fisk á heilsuhælinu. „Það breyttist á bjórdaginn 1989,“ sagði Pálína. Fram að því hafði mátti elda hrogn og lifur meðan á vetrar- vertíð stóð. Vikulega var sent eftir hrognum og lifur í Þorlákshöfn og boðið upp á þetta fæði tvisvar í viku. Eftir að fiskurinn var leyfður var hann vikulega á matseðlinum. Pálína segist ekki fara oft út að borða, þótt nú bjóði margir veitinga- staði upp á grænmetisrétti. „Ég elda mest sjálf. Það er alltaf hafragrautur á morgnana með blautum sveskjum. Svo er soðinn fiskur, þorskur og rauðspretta. Ég steiki mjög lítið, en legg þó stundum í að steikja bleikju og borða lítið kjöt,“ sagði Pálína. Hún segist velja að kaupa inn íslenskt hráefni og kaupa heilmikið hjá versluninni Frú Laugu í Laugalæk en þar fæst grænmeti beint frá bónda. En drekkur hún kaffi? „Já, ég er kaffi- kerling,“ var svarið. Frumkvöðull í gerð uppskrifta að heilsufæði Morgunblaðið/Þorkell Hveragerði Pálína vann í 32 ár á Heilsustofnun NFLÍ. – fyrst og fre mst ódýr! 2 aukaí pakka+ 379kr.pk. LGG+, 3 teg., 8 stk. í pk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.