Morgunblaðið - 14.02.2012, Side 10

Morgunblaðið - 14.02.2012, Side 10
–– Meira fyrir lesendur Skólahreysti er starfrækt í um 120 grunnskólum landsins og í ár taka um 720 nemendur þátt í mótinu sjálfu. Þetta er einn vinsælasti íþróttaviðburður sem grunnskólakrakkar taka þátt í. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir, sími 569 1105, kata@mbl.is og PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, fimmtudaginn 23. febrúar. Skólahreysti SÉRBLAÐ Þann 28. febrúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Skólahreysti sem hefst 1. mars 2012. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Rúnar Theódórsson er mik-ill hjólreiðamaður og lifirog hrærist í þeim heimi.Rúnar hefur hjólað víða um landið og keppt töluvert bæði í fjallahjólreiðum og svokölluðu downhill eða bruni. Einnig hefur Rúnar hjólað um hálendi Íslands og er leiðsögumaður fyrir Fjallaleið- sögumenn sem fara með hópa er- lendra ferðamanna í fjallahjólatúra yfir Fimmvörðuháls og hluta af Laugaveginum. Rúnar segir Ísland mjög hent- ugt fyrir slíkar hjólreiðar, hér sé jú mikil víðátta og slóðar út um allt. Með hjólið á bakinu í frönsku Ölpunum Ærið verkefni er fram- undan hjá hjólreiða- manninum Rúnari Theó- dórssyni sem keppir í Trans-Provence-fjalla- hjólakeppninni í frönsku Ölpunum í haust. Rúnar hefur hjólað víða um Ís- land, meðal annars um hálendið og segir Ísland mjög hentugt fyrir fjalla- hjólreiðar. Hjólaferð Hjólað í Skaftafelli, Kristínartindar í baksýn. Ljósmynd/Trans-Provence Leiðbeiningar Í Trans-Provence liggur leiðin um frönsku Alpana. Íslenski fjallahjólaklúbburinn brallar ýmislegt á netinu til að gera fólki kleift að fylgjast með því sem er að gerast í hjólreiðaheiminum. Nýjasta tilraunin er sú að gefa út dagblað á vefnum undir vefslóðinni www.paper.li/Hjolreid- ar/1328468294. Þar er að finna allskonar hjólatengdar fréttir, grein- ar, myndir og umfjöllun utan úr heimi. En dagblaðið verður sjálf- krafa til úr fréttastraumum og twit- ter-færslum sem félagar í klúbbnum fylgjast með. Undir Archives má sjá eldri dagblöð en daglega kemur út nýtt blað og því um að gera að setja bókamerki við þessa síðu þannig að maður missi ekki af neinu. Rétt er að geta þess að klúbbfélagar taka ekki ábyrgð á innihaldi síðunnar en þeir vonast til að þess að hjólreiðaáhugafólk geti haft af henni gagn og gaman. Á vefsíðunni má meðal annars finna leiðbeiningar um það hvernig hægt sé að búa til sinn eigin við- gerðarstand fyrir hjólið, fleiri slíkar leiðbeiningar má finna auk heilsu- tengdra frétta, mynda og mynd- banda. Skemmtilegt er hvernig má nota netið til að safna saman ýmsu slíku af samskiptavefjum og setja saman í rafrænt blað. Þannig verður fjölbreytnin líka meiri og mikið af fræðandi og skemmtileg efni að finna á síðunni. Hjólreiðaáhugafólk getur örugglega gleymt sér við lest- ur hjólreiðablaðsins í dágóðan tíma. Vefsíðan www.paper.li/Hjolreidar Hjólatúr Hjól er frábær farkostur, sérstaklega í góðu veðri sem þessu. Daglegar hjólreiðafréttir Morgunblaðið/Eggert Keppt var í svokölluðum járnkarli, þar sem hlaupið er, synt og hjólað, í Flór- ída nú um helgina. Þar fór fram keppnin Ironman Panama 70.3 en hún er haldin víða um Bandaríkin og einnig í fleiri löndum. Þetta er í níunda sinn sem keppnin er haldin og fór hún að þessu sinni fram í Haines City, sem kallað hefur verið hjarta Flórída. Skráning hófst í keppnina í nóvember á síðasta ári og varð fullt í hana á aðeins 16 mínútum. Keppnin er sett saman af 19 km sundi, 90 km hjólaferð og 20 km hlaupi. Hér er því engin smá þríþraut á ferð og ekki hver sem er sem tekur þátt í slíkri keppni. Þríþraut hefur orðið sífellt vinsælli síðastliðin ár en hún þróaðist úr tískufyrirbrigði í við- urkennda íþrótt þegar hún var tekin inn á Ólympíuleikana í Syndey árið 2000. Þar var keppt í svokallaðri Ólympískri þríþraut sem felur í sér 1,5 km sund, 40 km hjólreiðar og 10 km hlaup. Þríþraut Járnkarlar í Flórída Reuters Sprettur Þríþrautakapppinn Lance Armstrong var meðal keppenda. AP Bleikhettur Keppendur bíða róleg- ir eftir að röðin komi að þeim. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.