Morgunblaðið - 14.02.2012, Síða 11
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Hjólagarpur Rúnar Theódórsson hefur hjólað víða um landið og mun hjóla í frönsku Ölpunum í haust.
Aðstæður til að stunda slíkar hjól-
reiðar séu því hentugar og ekki
skemmi útsýnið fyrir þó vissulega
sé misjafnt hversu mikið hjólreiða-
fólk nái að horfa í kringum sig á
fullri ferð. Rúnar á sína stærstu ferð
fyrir höndum nú í haust en þá mun
hann keppa í Trans-Provence-
fjallahjólakeppninni í frönsku Ölp-
unum.
Hækkun að meðaltali 1500 m
„Ég hef farið nokkrum sinnum
á svæði sem er á landamærum Sviss
og Frakklands sunnan við Genfar-
vatnið. Þar er skíðasvæði þar sem
fólk fær að nota lyfturnar og hjóla
svo niður. Þá er tekinn 100 km
hringur á einum degi en ekki í kapp
við tímann. Keppnin í haust er alveg
syðst í Frakklandi og endar niðri í
Mónakó. Farnir eru 320 km á sjö
dögum að meðaltali um 50 á dag.
Hækkunin er að meðaltali upp á
1.500 metra á dag. Á hverjum degi
eru hjólaðir nokkrir slóðar en á
morgnana er byrjað á að keyra fólk
upp í ákveðna hæð og síðan er hjól-
að niður. Í keppninni er ekki alltaf
hjólað á tíma en í henni eru 26 sér-
leiðir og þrjár til fjórar leiðir tíma-
mældar á dag. Þá skiptir tæknin við
það að fara niður einna mestu þó út-
haldið sé auðvitað líka nauðsynlegt,“
segir Rúnar.
Hjólað með meisturum
Þetta er fjórða árið sem keppn-
in er haldin og er Rúnar fyrsti Ís-
lendingurinn sem tekur þátt. Fleiri
Íslendingar sóttu um en aðeins eru
70 þátttakendur í keppninni og af
þeim eru 14 atvinnumenn. Töluvert
af Bretum og Bandaríkjamönnum
taka þátt og meðal þeirra eru stór
nöfn í hjólreiðaheiminum meðal
annars fyrrverandi fjallahjólameist-
ari frá Bandaríkjunum og Kanada.
Rúnar sótti um pláss með tveggja
blaðsíðna umsókn og komst inn.
Hann telur að þar hafi vegið þungt
að hann varð Íslandsmeistari í
downhill árið 2005. Stífar æfingar
eru nú framundan hjá Rúnari sem
segist vera mjög spenntur fyrir
keppninni.
„Ég held áfram að ganga upp
brekkur með hjólið á bakinu og
hjóla síðan niður eins og ég hef ver-
ið að gera. Síðan styrki ég mig líka
með því að lyfta. Dags daglega hjóla
ég töluvert og þarf að hjóla nokkra
tíma í viku samkvæmt æfingapró-
gramminu,“ segir Rúnar. Rúnar á
og rekur Hjólameistarann í Kópa-
vogi þar sem hann selur og gerir við
hjól. Hann segir hjólreiðar verða sí-
fellt vinsælli og þá sérstaklega með
hækkandi bensínverði. Í vondu vetr-
arveðri líkt og verið hefur hægist
nokkuð um en um leið og jörð verði
auð fari fólk aftur af stað á hjól-
unum af fullum krafti.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012
Íslenski fjallahjólaklúbburinn er
með opið hús á fimmtudags-
kvöldum frá kl. 20:00. Þar gefst
kostur á að kynnast öðru fólki með
svipuð áhugamál yfir kaffibolla og
tala um heima og geima, eða verða
sér úti um upplýsingar um athygl-
isverðar hjólaleiðir, tæknileg mál-
efni eða hvaðeina tengt hjólreið-
um. Næstkomandi fimmtudags-
kvöld verður ferðanefnd klúbbsins
með opið hús og tilvalið fyrir þá
sem vilja skipuleggja ferðir með
góðum fyrirvara að mæta og kynna
sér sniðugar hugmyndir að hjóla-
leiðum.
Endilega …
… lítið við
á opnu húsi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðalangur Hjólað um landið.
Leiðin í Trans-Provence-
hjólakeppninni liggur frá norð-
vestri til suðausturs, frá Dur-
ance-dalnum til Alpanna og niður
á strönd.
Keppnin hefst í Alpaþorpinu
Rochebrune og síðan liggur leiðin
eftir Ölpunum, meðal annars um
Haut-Verdon og vatnasvæðið milli
Rhône og Var. Endað er í Monte-
Carlo og hjólað í gegnum
heimabæ fyrrverandi atvinnu-
mannsins í fjallahjólreiðum Nicol-
as Vouilloz. Á leiðinni eru ótal
slóðar og leiðir, alls 320 km og
samtals 9.500 metra hækkun.
Hjólreiðafólkið tekst því á við
mikla aflraun í þessari keppni
sem fram fer í september og
verður spennandi að fylgjast með
hvernig fulltrúa Íslands mun
ganga í Ölpunum.
Mikið ferðalag framundan
HJÓLAKEPPNI