Morgunblaðið - 14.02.2012, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012
Dagskrá
Kl. 08:30 Setning fundarins
Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Kl. 08:40 IBEC - Irish Business and Employers Confederation
Delivering tourism skills - the Irish experience
Tony Donahoe - fræðslustjóri IBEC
Kl. 09:25 Mikilvægi skapandi og gagnrýninnar hugsunar
í menningu fyrirtækja
Skiptir slíkt máli í rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu?
Hrund Gunnsteinsdóttir, Krád Consulting
Kl. 10:00 Fræðslustarf SAF - helstu verkefni ársins
María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi SAF
Kl. 10:15 Kaffi
Kl. 10:45 Innleiðing rafræns farnáms (Mobile learning) á Íslandi
Hvernig miðar tilraunakennslu í farsímum?
Helmut Kronika, framkvæmdastjóri BEST
Kl. 11:00 Fagráð ferðaþjónustunnar
Áhugavert tilraunaverkefni í ferðaþjónustu
Guðmunda Kristinsdóttir, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
Kl. 11:15 Nýtt dyravarðanám
Greint verður frá nýju námi sem SAF hafa
m.a. haft forgöngu um að láta vinna
Atli Lýðsson, fræðslustjóri Eflingar
Kl. 11:25 Mismunandi menningarheimar - mismunandi þjónusta
Ólíkar þarfir og væntingar viðskiptavina
Áslaug Briem, B.sc í ferðamálafræði og
M.Sc. í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum
Kl. 11:40 Afhending starfsmenntaviðurkenningar SAF
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
Fundastjóri er Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, stjórnunar- og mannauðsráðgjafi
Í kaffihléi kynna starfsmenntasjóðir og fræðsluaðilar í ferðaþjónustu starfsemi sína.
Ekkert þátttökugjald, þátttaka tilkynnist í síma 511-8000 eða með tölvupósti info@saf.is
Dagur menntunar
í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar halda fund 16. febrúar 2012 kl. 08:30-
12:00 á Hilton Reykjavík Nordica og er markmið fundarins að ræða
mikilvægi fræðslu og símenntunar starfsfólks í ferðaþjónustu
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Að okkar mati er friðun þessara
fuglategunda á öllu landinu allt of
harkaleg aðgerð, einkum þegar
horft er til þess hversu takmarkaðar
rannsóknir liggja að baki tillögunni,“
segir í bréfi sem Drangeyjarfélagið í
Skagafirði hefur sent alþingis-
mönnum. Í bréfinu er tillögum
starfshóps umhverfisráðuneytisins
um algera friðun fimm svart-
fuglastofna harðlega mótmælt.
Umhverfisráðherra hefur kynnt á
vef sínum drög að frumvarpi til
breytingar á lögum um vernd, friðun
og veiðar á villtum fuglum og spen-
dýrum. Þar er gert ráð fyrir að nýt-
ing tiltekinna hlunninda sé leyfis-
bundin. Frumvarpið er liður í að
framfylgja tillögum starfshóps ráðu-
neytisins um að friða tímabundið
fimm tegundir sjófugla, þar á meðal
lunda. Ráðuneytið hefur heimild til
að banna veiðar og til stendur að
gera það en lagabreytingu þarf til að
hægt sé að banna nýtingu hlunn-
inda.
Telur vanta vísindaleg rök
Félagar í Drangeyjarfélaginu
setja spurningarmerki við forsendur
tillagna starfshóps ráðuneytisins.
„Ég sé ekki að það séu vísindaleg
rök á bak við þetta veiðibann. Ég hef
ekki hitt nokkurn mann sem telur að
stofninum hafi hrakað hér,“ segir
Viggó Jónsson, formaður Drangeyj-
arfélagsins. Hann er í hópi manna
sem lengi hafa sigið eftir eggjum í
björgum Drangeyjar og háfað lunda.
Hann nefnir lundastofninn sem
dæmi, segir að varp hafi verið í góðu
meðallagi í fyrra. „Maður spyr sig,
af hverju á að banna veiðar hér fyrir
Norðurlandi, þegar lægð er í stofn-
inum á Suðurlandi,“ segir Viggó.
Hann nefnir fleiri eyjar, meðal ann-
ars Vigur í Ísafjarðardúpi þar sem
lunda hefur verið að fjölga.
Viggó segir að rannsaka þurfi
þessa fuglastofna miklu betur, áður
en gripið sé til svo afdrifaríkra að-
gerða.
„Niðurstöður starfshópsins
byggjast á þeim rannsóknum sem til
eru. Í hópnum var Arnþór Garðars-
son sem manna mest hefur rann-
sakað svartfugla og hópurinn fékk á
sinn fund Erp Hansen sem hefur
rannsakað lunda undanfarin ár, sér-
staklega í Vestmannaeyjum en einn-
ig víðar um land,“ segir Sigurður Ár-
mann Þráinsson, líffræðingur í
umhverfisráðuneytinu, sem var for-
maður starfshópsins.
Sigurður segir að vissulega sé
þörf á að ráðast í frekari rannsóknir
en nokkur ár séu í að niðurstöður
þeirra liggi fyrir. Því verði að nýta
þær niðurstöður sem liggi fyrir. Því
til viðbótar byggist niðurstaða
nefndarinnar á upplýsingum úr
veiðikortakerfinu frá 1995. Þær sýni
stöðugan samdrátt í veiðum. „Það
segir sína sögu,“ segir Sigurður.
Einn stofn eða fleiri
Starfshópurinn byggir niðurstöðu
sína varðandi lundann á því að einn
stofn sé á landinu, þótt fuglinn sé
staðbundinn þegar hann hefur varp.
Þetta kemur Viggó spánskt fyrir
sjónir. Hann bendir á að alls hafi
verið merktir 60 þúsund lundar í
Vestmannaeyjum. Um 12 þúsund
hafi endurheimst, meginhlutinn í
Eyjum en einnig á Suðurlandi. „Ég
hef veitt lunda hér frá því um 1980
og aldrei fengið merktan fugl úr
Vestmannaeyjum. Ef þetta er sami
stofninn, er þá önnur ætt í Skaga-
firði og á Vestfjörðum en á Suður-
landi? Af hverju fáum við ekki
merktan fugl úr Vestmannaeyjum?“
spyr Viggó.
Hann segir einnig að rannsóknir á
fjölda bjargfugla sem starfshóp-
urinn styðst við séu ekki trúverð-
ugar. Telur hann að engar marktæk-
ar upplýsingar liggi fyrir um
stofnstærð þeirra fugla á landsvísu.
Hann fullyrðir að ekkert bendi til
þess að varp svartfugla fyrir Norð-
urlandi hafi minnkað. Þá liggi ekkert
fyrir um áhrif veiða á stofnstærð en
þær hafi verið mjög litlar miðað við
það sem var fyrr á árum. Bendir
hann á að tugir þúsunda fugla hafi
verið veiddir á hverju vori við
Drangey og eggjataka stunduð af
miklum krafti. Þessar nytjar hafi
ekki haft nokkur áhrif á viðkomu
svartfugla í Drangey.
Ekkert leitað til sigmanna
Drangeyjarfélagið gagnrýnir að
við vinnslu skýrslunnar hafi ekkert
verið leitað í þekkingarbrunn þeirra
sem alist hafa upp við fuglabjörgin á
Íslandi og best þekki til. „Við erum
þegnar þessa lands og höfum nytjað
þessi hlunnindi í áratugi,“ segir
Viggó.
Sigurður Þráinsson bendir á að
landeigendur hafi heimild til hlunn-
indanýtingar og fulltrúi frá Bænda-
samtökunum hafi verið skipaður í
nefndina. Hann bætir því við að
nefndinni hafi verið ætlaður skamm-
ur tími til að skila niðurstöðum.
Friðun of harkaleg aðgerð
Drangeyjarfélagið gagnrýnir harðlega tillögur um friðun fimm svartfugla-
tegunda Drög að frumvarpi heimila að nýting hlunninda verði leyfisbundin
Morgunblaðið/Einar Falur
Drangeyjarjarlinn Jón Eiríksson í Fagranesi, faðir Viggós, hefur nytjað
Drangey í áratugi. Hann hefur farið með fjölda ferðamanna út í eyjuna.
Verði bann
lagt við veið-
um og eggja-
töku um
lengri tíma
er stór
hætta á því
að aldagaml-
ar hefðir við
veiðar og
eggjatöku glatist. Þetta segir í
bréfi Drangeyjarfélagsins.
Drangey á Skagafirði er fræg
fyrir fugla- og eggjatekju og þar
var einnig verstöð, hún var því
sannkallað forðabúr Skagfirð-
inga. Þangað kom á hverju ári
fjöldi manna til að síga eftir
eggjum og það er enn gert.
Jafnframt var lundi háfaður og
svartfugl veiddur í snörur á
flekum sem lagðir voru á sjóinn.
Sögur eru um að veiðst hafi 200
þúsund fuglar þegar mest var.
Flekaveiðar voru bannaðar með
lögum 1966.
200 þúsund
fuglar veiddir
FORÐABÚR SKAGFIRÐINGA
Það skýrist í þessari viku hvort
rekstrarfélag á vegum skíðadeildar
KR fær að opna skíðasvæðið í Skála-
felli og reka um helgar í vetur.
Stjórn skíðasvæða höfuðborgar-
svæðsins ákvað að opna ekki í Skála-
felli í vetur vegna niðurskurðar fjár-
framlaga. Skíðadeild KR byggði upp
skíðasvæðið í Skálafelli og rak í
mörg ár og þangað leitar hugur
marga íþróttamanna og áhugafólks.
Lyftur og önnur aðstaða er fyrir
hendi og hægt að opna með nokk-
urra daga fyrirvara. Aðeins þarf að
troða brekkurnar og ráða starfsfólk.
Eftir nokkurt þóf tók borgarráð
Reykjavíkur jákvætt í tilboð skíða-
deildarinnar um að annast rekstur-
inn og beindi því til stjórnar skíða-
svæðanna að hefja viðræður við
deildina.
Forsvarsmenn skíðadeildarinnar
funduðu með stjórn skíðasvæðanna í
gær. Anna Laufey Sigurðardóttir,
formaður skíða-
deildar KR, segir
að fundurinn hafi
verið jákvæður.
Fulltrúar flestra
sveitarfélaganna
eru áhugasamir
um þetta framtak
en Anna segir að
málið skýrist bet-
ur næstu daga.
Þótt skíðadeildin
taki að sér rekstur svæðisins fellur
einhver kostnaður á sveitarfélögin,
einkum vegna rafmagns og tækja, og
er verið að reikna út hlut hvers og
eins í honum.
Til þess að hægt verði að opna um
helgina þarf að hefjast handa við að
troða brekkurnar nú um miðja vik-
una og ekki víst að það takist. Stefnt
er að opnun allar helgar fram í miðj-
an apríl, þar á meðal um páskana.
helgi@mbl.is
Viðræður um
opnun Skálafells
Anna Laufey
Sigurðardóttir
Óvíst að hægt verði að opna um helgina