Morgunblaðið - 14.02.2012, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012
✝ Ingveldur Jón-ína Þórð-
ardóttir, Inga,
fæddist í Vest-
mannaeyjum 1.
október 1922. Hún
lést á hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Holtsbúð, Vífils-
stöðum, 2. febrúar
2012.
Hún var dóttir
hjónanna Jónínu
Guðjónsdóttur frá Sandfelli, f.
25.2. 1903, d. 15.4. 1995 og Þórð-
ar H. Gíslasonar, netagerð-
armanns og meðhjálpara, f.
20.6. 1898, d. 17.3. 1993. Systk-
ini Ingu eru Hallgrímur, f. 1926,
maki Guðbjörg Einarsdóttir, f.
1931, d. 2008, Ellý Björg, f.
1936, d. 2003, maki 1) Hreinn
Svavarsson, f. 1929, d. 1997,
maki 2) Tryggvi Maríasson, f.
1930, d. 2003, Kristín Karítas, f.
1941, d. 2000, maki Einar Norð-
fjörð, f. 1943.
Þann 29.9. 1951 giftist Inga
eiginmanni sínum Rúti Snorra-
syni frá Steini í Vestmanna-
eyjum, f. 26.4. 1918, d. 18.8.
2001, hann var sonur hjónanna
Þorgerðar Jónsdóttur, f. 1880,
lauk því skyldunámi sem boðið
var upp á í Eyjum á þeim árum
og starfaði síðan við vinnslu
sjávarafla fram undir tvítugt, en
þá fór hún til Reykjavíkur og
hóf þar störf á vöggustofu.
Henni líkaði starfið ákaflega vel
og tók miklu ástfóstri við börnin
sem hún annaðist þar. Þá leið
henni sömuleiðis afar vel í höf-
uðborginni. Eftir að Inga og
Rútur gengu í hjónaband í Vest-
mannaeyjum hófu þau þar bú-
skap, fyrst í leiguíbúðum en
fluttu svo fljótlega í eigið hús-
næði við Sóleyjargötu 1 og
bjuggu þar þegar eldgosið hófst
í janúar 1973. Eftir það fóru þau
ekki „heim“ nema sem gestir.
Þau settust að við Háaleit-
isbrautina í Reykjavík og
bjuggu þar næstu 25 árin, eða
þar til þau fluttu í íbúð fyrir
eldri borgara við Dalbraut. Inga
starfaði sem húsmóðir allan sinn
búskap, en vann jafnframt um
tíma á Landakotsspítala við
ræstingu og fleira. Hún var
mjög virk í KFUM og K frá unga
aldri og eignaðist í þeim fé-
lagsskap margar af sínum bestu
og nánustu vinkonum, bæði í
Eyjum og eins í Reykjavík. Síð-
ustu 11 árin bjó Inga á hjúkr-
unar- og dvalarheimilinu Holts-
búð, Vífilsstöðum.
Inga verður jarðsungin frá
Lauganeskirkju í dag, 14. febr-
úar 2012, og hefst athöfnin kl.
13.
d. 1939 og Snorra
Þórðarsonar, f.
1882, d. 1924. Inga
og Rútur eignuðust
þrjú börn: 1) Snorri
Þorgeir, f. 10.2.
1953, maki Hrefna
Baldvinsdóttir, f.
1954, þeirra sonur
er Rútur, f. 28.3.
1974, maki Hind
Hannesdóttir, synir
þeirra: I) Snorri
Þorgeir II) Elmar III) Gauti. 2)
Jónína, f. 6.6. 1955, maki Jón
Pétur Jónsson, f. 1953, þeirra
börn eru: a) Inga Rut, f. 30.5.
1976, maki Sigurður S. Nikulás-
son, börn þeirra: I) Agla Jóna II)
Jón Erik, b) María Vilborg, f.
14.12. 1980, maki Hilmar Geirs-
son, sonur þeirra er Pétur Geir,
c) Snorri Ólafur, f. 7.8. 1985,
unnusta Helga Eir Gunnlaugs-
dóttir, sonur þeirra er Gunnar
Erik. 3) Gylfi Þór, f. 6.8. 1962,
maki Ágústa Kristjánsdóttir, f.
1964, þeirra börn eru: a) Karen
Ósk, f. 8.3. 1988 b) Lilja, f. 31.7.
1993 c) Magnús Ingi, f. 24.9.
1998.
Inga sleit barns- og unglings-
árunum í Vestmannaeyjum,
Þegar maður er bara 16 og
langar að vinna sér inn prik hjá til-
vonandi, vonandi, tengdamömmu,
hvað gerir maður þá? Ég fór í
kirkjukórinn. Inga mætti til
kirkju hvern sunnudag og auðvit-
að sá hún að ég var í kórnum.
Prestinn hlustaði ég aldrei á, en ég
hlustaði á meðhjálparann, enda
var hann pabbi Ingu.
Fyrstu tvo áratugina eftir að ég
kynntist Ingu var hún eins og upp-
skrift hinnar fullkomnu konu þess
tíma. Hún var frábær húsmóðir og
móðir, sérlega gestrisin og sem
eiginkona studdi hún mann sinn í
öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur. Þá var hún líka alltaf svo
glöð og kát og ánægð með allt það
sem lífið hafði upp á að bjóða. Hún
átti svo góðan mann, svo yndisleg
börn og ómetanlega foreldra og
systkini. Svo var hún Inga svo
góð, svo einstaklega góð mann-
eskja sem öllum vildi vel, reyndist
öllum vel og talaði svo vel og fal-
lega við og um alla. Fyrst og síðast
var hún mikill mannvinur.
Þegar Inga var komin vel á sjö-
tugsaldurinn varð breyting á. Sá
erfiði sjúkdómur þunglyndi fór að
herja á hana. Hún var mjög veik í
mörg ár og lagðist vegna þess
nokkrum sinnum inn á sjúkrahús.
Það voru erfið ár, sérstaklega fyr-
ir klettinn hennar, hann Rút, en
líka fyrir aðra nána aðstandendur.
Þrátt fyrir mikla vanlíðan missti
Inga aldrei trúna á Guð, enda var
hann hennar persónulegi vinur og
frelsari.
Inga og Rútur fluttu á Dal-
brautina fyrir u.þ.b. 13 árum. Hjá
Ingu gerðist meira en bara það að
flytja úr einum stað á annan, því
þunglyndið fylgdi henni ekki á
nýja heimilið. Fjölskyldan trúði
ekki sínum eigin augum en Inga
trúði á kraftaverkið. Nú var mætt
til leiks ný Inga, ef svo má segja.
Alltaf ljúf og alltaf glöð en ekki
lengur hin fullkomna húsmóðir
(það má alveg sjóða egg í 25 mín.),
ekki lengur með allt á hreinu varð-
andi sumt en í staðinn var komin
sérlega yndisleg og fyndin og
stundum skemmtilega rugluð
Inga. Ættmóðirin sem við í fjöl-
skyldunni fengum aldrei nóg af að
knúsa og kyssa, strjúka og faðma
og sem fékk okkur til að hlæja
endalaust að dásamlegri hrein-
skilni sinni. Þegar systursonur
hennar spurði hana í veislu hvort
hún þekkti sig ekki svaraði þessi
elska hátt og skýrt: „Jú, og þú ert
orðinn jafnfeitur og hann pabbi
þinn.“ Gullkorn Ingu urðu til og
munu ekki gleymast svo glatt.
Ég var í heimsókn hjá henni
fyrir nokkru og var að tala um að
ég ætlaði að heimsækja vinkonu
mína daginn eftir. „Er Steina
langbesta vinkona í heimi,“ sagði
hún þá. „Já, eins og þú ert lang-
besta tengdamamma í heimi.“ „Ó,
ég verð alltaf svo feimin þegar þú
segir þetta.“
Ég kveð þig í bili elsku lang-
besta tengdamamma í heimi. Ég
veit að nú er Ellý búin að taka upp
gítarinn og þið systurnar þrjár
farnar að taka lagið saman. Ef
Rútur hefur eitthvað að segja um
lagavalið þá hljómar líklega „Nú
blika við sólarlag sædjúpin köld“.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
þakka ég starfsfólki Holtsbúðar
innilega fyrir alla ljúfmennsku og
góðvild í garð Ingu. Henni sjálfri
fannst með ólíkindum að
hjartahlýjasta og besta fólkið
skyldi einmitt kjósa að vinna á
hennar heimili.
Hrefna.
Þú kvaddir á þinn hátt hljóð-
lega og rólega. Södd lífdaga og bú-
in að fara með allar bænir sem þú
taldir við eiga.
Okkar kynni hófust í kringum
árið 1974 þegar ég fór að ganga á
eftir einkadóttur þinni með grasið
í skónum. Eflaust hefur þér nú
ekkert litist neitt sérstaklega á
þenna stóra síðhærða mann sem
fór að venja komur sínar á Háa-
leitisbrautina.
Ekki get ég kvartað undan
móttöku ykkar hjóna, alltaf boðin
velkomin og vanalega beið einhver
matur á borðum og eitthvert ljúf-
meti þar að auki.
Hjá þér lærði ég fyrst að heyra
borðbæn á undan matnum og
fannst það frekar skrítið í fyrstu
en síðan hef ég alltaf beðið um
borðbæn eða bæn almennt þegar
fjölskyldan kemur saman á
stórhátíðum.
Þú varst glæsileg kona og alltaf
vel tilhöfð, hárið uppsett og vand-
að til allra verka, allt snyrtilegt og
vel frágengið í þínu fallega heimili.
Einstök alúð sem þú sýndir öllum
og máttir aldrei sjá neitt aumt.
Hjá þér fékk mínu framgengt
að fá brúna sósu með lundanum og
rauðkál, þótt almennt allir þínir
nánustu Eyjamenn mættu ekki
sjá það eða heyra.
Gosið breytti mörgu og þið
fluttuð í land eins og það er kallað,
en hugurinn var oft úti í Eyjum,
en ekki vildir þú flytja til baka, bú-
in að fá nóg af vindi og sjó. Hug-
urinn þó oft hjá ættingjum og
þeim sem þar búa enda erfitt að
slíta sterk tengsl við eyjarnar
góðu.
Mikið happ fyrir mig að eignast
þig sem tengdamóður og kynnast
foreldrum þínum, hvað þá gleði-
fólkinu systkinum þínum og öllum
þeirra börnum. Alltaf stutt í söng
og glens hjá Eyjafólkinu.
Dáðist oft að þér þegar Rútur
flengdist um allt land á rúgbrauð-
inu því þægingdin voru nú ekki
alltaf fyrsta flokks eða hvað þá
vegirnir.
Nú eða margar góðar stundir
sem við fjölskyldan áttum saman
austur í bústað sem við Rútur
byggðum saman að nokkru leyti,
því sá gamli gat nú gert eitt og
annað. Einnig allar jólahátíðirnar
sem og aðrar fjölskylduuppákom-
ur, alltaf var drottningin glæsileg
og tók þátt á fullu umvafin börn-
um og barnabörnum og barna-
barnabörnum nú hin síðari ár.
Efst í huga mínum er þakklæti
fyrir að fá að njóta samvista við
Ingu Dodda eins og ég kallaði
hana oft og að börnin mín sem
barnabörn skyldu fá að njóta
ömmu sem löngu. Fallin er í valinn
einstök kona sem skilur eftir
skarð í röðum syrgjenda, en gleði í
hjarta fyrir góð og náin kynni.
Nú veit ég að friður og ró færist
yfir þig og þú ert nú komin til fall-
inna ástvina og ef ég þekki rétt til
þá er nú búið að hella upp á og
spjallið komið í hámæli.
Kveð með þakklæti í brjósti.
Þinn tengdasonur,
Jón Pétur Jónsson.
Einstök hjartahlýja, jákvæðni,
gleði, góðmennska, örlæti, húmor
og skemmtilegheit eru orð sem
lýsa henni Ingu ömmu minni best,
hún var amma af langbestu gerð.
Elsku amma mín, ég á þér svo
margt að þakka, þú hafðir alltaf
svo góða nærveru og hafðir ein-
lægt lag á að hrósa mér og öllu
hinu fólkinu þínu og við búum
sannarlega öll að því í dag, þú
gerðir mig að betri manneskju og
kenndir mér að það á að njóta lífs-
ins á meðan maður getur og hefur
heilsu til.
Það er svo margt eftirminnilegt
sem er ofarlega í huga mínum,
þær voru ófáar næturgistingarnar
sem ég átti hjá þér og afa á Háa-
leitisbrautinni og þá var nú tíminn
ekki nýttur til einskis, það sem þú
nenntir að spila og leika við mig
finnst mér þegar ég hugsa til baka
alveg ótrúlegt. Ég gat dundað mér
með þér í einu og öllu og ég fékk
að vera með í öllu. Ég hafði ein-
staklega mikinn áhuga á öllum
hælaskónum þínum og fékk að
leika mér með þá að vild, þú hafðir
sérlega gaman af þessu dálæti
mínu.
Spánarferðin með stórfjöl-
skyldunni 2005 er okkur öllum
kær minning, það var alveg frá-
bært að hafa þig með í þeirri ferð
og þú naust þín í botn og þér
fannst nú ekki leiðinlegt að sitja á
ströndinni eða við sundlaugina
með stráhattinn og fylgjast með
fólkinu þínu.
Hver einustu jól ævi minnar
hefur þú amma mín verið með mér
og farið með heilögu jólaborðbæn-
ina fyrir mig og fjölskyldu mína og
á þeim tímapunkti byrjuðu alltaf
jólin í mínum huga, þar verður þín
sárt saknað af okkur öllum.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
að hafa fengið að hafa þig svona
lengi hjá mér og að þú hafir verið
hér þegar ég átti börnin mín og
þegar við Siggi giftum okkur, það
er mér ómetanlegt. Ég er svo
ánægð og glöð að börnin mín Agla
Jóna og Jón Erik hafi fengið að
kynnast þér og eigi svona góðar
minningar um þig eins og ég. Þau
sakna þín sárt. Þú hafðir alltaf svo
einstakt lag á öllum krökkunum
og náðir svo vel til þeirra.
Elsku amma mín ég kveð þig
með miklum söknuði og veit að öð-
lingurinn hann afi minn hefur nú
tekið vel á móti þér.
Hvíl í friði elsku Inga amma
mín.
Inga Rut Jónsdóttir.
Ingveldur Jónína
Þórðardóttir
✝ Sveinn FinnurSveinsson
fæddist í Reykja-
vík 29. júlí 1957.
Hann lést í faðmi
fjölskyldu sinnar á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 6.
febrúar 2012.
Sveinn Finnur
var sonur
hjónanna Þóru
Björnsdóttur frá
Laugalandi í Eyjafirði, f.
14.12. 1926, og Sveins Sveins-
sonar frá Stardal á Stokks-
eyri, f. 21.3. 1925, d. 8.11.
1941, d. 25.9. 2008.
Dætur Finns af fyrra hjóna-
bandi eru Alda Lilja, f. 28.12.
1976, og Anna Lóa, f. 5.6.
1980. Sonur Jónínu er Björg-
vin Þór Smárason, f. 22.10.
1976. Synir Finns og Jónínu
eru Sveinn, f. 23.4. 1986, og
Jón Ingi, f. 29.4. 1992. Fóst-
urbörn þeirra eru Friðrik
Ingi, f. 18.2. 2000, og Jökull
Sverrir, f. 16.1. 2009. Barna-
börn Finns og Jónínu eru Re-
bekka Rós, Embla Eir, Markus
Smári og Andri Snær Björg-
vinsbörn og Elísabet Fjóla
Sveinsdóttir.
Finnur og Jónína bjuggu í
Ytri-Njarðvík þar sem hann
starfaði sem tollfulltrúi.
Útför Sveins Finns fer fram
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í
dag, 14. febrúar 2012, og hefst
athöfnin kl. 13.
2008. Systkini
Sveins Finns eru
Svala, f. 11.3.
1947, Anna Þór-
unn, f. 13.11. 1951,
Björn, f. 15.8.
1953, og Guðfinna
Emma, f. 31.7.
1960.
Hinn 6.7. 1985
kvæntist Finnur
Jónínu Þóru Sig-
urjónsdóttur, f.
21.4. 1960. Foreldrar hennar
voru Kristín Eríksdóttir, f.
11.5. 1943, d. 23.1. 2007, og
Sigurjón Ingimarsson, f. 15.12.
Við fráfall góðs drengs er
margs að minnast.
Finnur var kær fjölskylduvin-
ur og samverustundir með þeim
hjónum alltaf jafnánægjulegar.
Þær eru orðnar nokkuð margar
fjölskylduveislurnar sem við höf-
um mætt í saman sl. 30 ár og allt-
af var Finnur hrókur alls fagn-
aðar.
Upp úr standa þó árin sem við
ferðuðumst saman innanlands
með þeim hjónum. Hringurinn
ekinn með fullan bíl af börnum og
fellihýsi í eftirdragi. Í þá góðu
daga gat maður látið veðrið ráða
ferð en ekki bensínverð og oftar
en ekki enduðum við á Austur-
landinu og skutum jafnvel rótum
ef þannig viðraði. Þegar kom að
því að tjalda kom í ljós hvílíkur
snillingur Finnur var því það sem
honum tókst að koma fyrir í ein-
um bíl var ekki á allra færi. Ekki
var nóg að fellihýsið væri komið
með alls konar aukabúnað til
þæginda heldur hefði verið hægt
að setja upp bílaverkstæði með
græjunum í skottinu. Enda sat
hann ekki iðjulaus í útilegum
heldur var gert við það sem
þurfti að laga bæði í hýsi og bíl.
Margur naut góðs af útsjónar-
semi og handlagni Finns á þess-
um ferðalögum. Sama var upp á
teningnum hjá þeim hjónum
bæði heima og í sumarbústaðn-
um. Alltaf verið að betrumbæta
og breyta.
Finnur var sérstaklega barn-
góður og sonur okkar man enn
eftir þegar Finnur færði honum
gamla tollarahúfu af sér að gjöf
enda hafði sonurinn mænt fullur
aðdáunar á hana í einni heim-
sókninni til þeirra hjóna. Húfan
sú átti oft eftir að koma að góðum
notum í lögguleikjum í vinahópn-
um.
Elsku Jóna og fjölskylda.
Missir ykkar er ótímabær og
mikill en minningarnar um góðan
eiginmann og föður verða ekki
frá ykkur teknar. Við vottum
móður, systkinum og öðrum að-
standendum okkar dýpstu sam-
úð.
Jón Ingi og Ragna.
„Þú ert sannur, sannur vinur
lífs á leið.“ Svo söng sveitasöngv-
arinn Hallbjörn hérna um árið.
Ég geri þessi orð að einkunnar-
orðum mínum í þessari minning-
argrein. Finnur var ekki einasta
mágur minn, heldur afar kær
vinur í blíðu og stríðu allt frá
bernskuárum sínum, er ég nam á
brott stóru systur, sem hann virti
afar mikils alla tíð og lét oft í
ljósi. Hans aðalsmerki voru
greiðvirkni, samviskusemi og
heiðarleiki.
Í störfum sínum við Sýslu-
mannsembættið í Keflavík hafði
hann m.a. með höndum áhafna-
skráningar fiskiskipa hér um
slóðir og hafa margir skipstjórar
lokið lofsorði á þau störf hans í
mín eyru, þrátt fyrir að ætíð yrði
að fylgja settum reglum. Allt frá
því ég man hann fyrst var hann
sífellt eitthvað að bjástra, iðju-
semi hans var einstök og féll hon-
um sjaldnast verk úr hendi, það
sýndi sig best er þau eignuðust
sumarhúsið, þar fékk hann útrás
fyrir framkvæmdagleðina var sí-
fellt að breyta bæta og byggja
við, þennan unaðsreit þeirra. Að
afloknum vinnudegi virtist enda-
laust hægt að finna sér eitthvað,
ýmist fyrir sitt fólk eða stórfjöl-
skylduna og greiðasemi hans var
viðbrugðið. Það reyndi ég sjálfur
á eigin skinni, er ég stóð á kross-
götum í lífi mínu, þá var hann
fyrstur á vettvang til aðstoðar og
þar munaði sannarlega um. Mér
fannst oft eins og það blundaði í
honum einskonar Bjartur í Sum-
arhúsum, vildi gera hlutina með
sínu lagi og fara sínar eigin leiðir.
Lagtækur var hann við flest sem
lýtur að húsbyggingum og áttum
við áralangt samstarf á því sviði,
sem aldrei bar skugga á. Þægi-
legri samverkamaður er vand-
fundinn, oftast léttur í skapi og
stutt í kímnina, snyrtimennska
var honum í blóð borin og vildi
hann ævinlega hafa allt í röð og
reglu, efni verkfæri og allt slíkt
og þótti mér stundum nóg um.
Rithönd hafði hann fádæma fal-
lega og var að auki snilldar
skrautskrifari, svo sem raun ber
vitni hjá fölskyldum okkar og
víðar. Finnur var fjölskyldumað-
ur í bestu merkingu þess orðs,
ekkert var honum kærara en vel-
ferð eiginkonu og barna sinna,
sem sýndi sig best þegar ljóst var
að endalokin yrðu ekki umflúin,
þá reyndi hann af veikum mætti
að hnýta alla lausa enda og haga
seglum sem best til framtíðar
fyrir fjölskylduna. Hann sýndi
einstakt æðruleysi í baráttunni
við sjúkdóm sinn, þó að löngu
væri ljóst hvert stefndi. Það þarf
kjark, hugrekki og þor til að tak-
ast á við það, að allar bjargir séu
bannaðar manni á besta aldri og
dauðinn verði ekki umflúinn. Við
sem eftir stöndum, ættingjar og
vinir, drúpum höfði og þökkum
samfylgdina – genginn er dreng-
ur góður.
Kæri vinur, ég þakka allt okk-
ar samstarf og vináttu og með þá
vissu í huga að líf sé að loknu
þessu veit ég að við hittumst á
ný.
Megi algóður Guð vernda og
styrkja Jónínu og börnin sem og
aldraða móður þína.
Far þú í friði – friður Guðs þig
blessi.
Hilmar Hafsteinsson.
Sveinn Finnur Sveinsson, vin-
ur okkar og fyrrverandi sam-
starfsmaður hjá sýslumanninum
í Keflavík til margra ára, er lát-
inn.
Vitað var hvert stefndi og
Sveinn var tilbúinn, en síðastliðin
ár hefur hann barist við mikil
veikindi, sem hann bar með mik-
illi karlmennsku og jákvæðu hug-
arfari, en það var einlæg ástúð
hennar Jónínu konu hans og fjöl-
skyldunnar allrar sem skipti öllu.
Á sárri kveðjustundu minn-
umst við Sveins, sem starfaði hér
sem yfirtollvörður, með miklu
þakklæti og rifjum upp margar
gleðistundir sem við nutum sam-
an á vinnustaðnum og einkanlega
í ferðum utan embættisins.
Sveinn var mikill fjölskyldu-
maður og hann og Jónína nutu
barnaláns, en jafnframt var þeim
treyst til að fóstra börn, sem þau
gerðu af miklum sóma.
Sveinn var afar handlaginn og
hafði gaman af að kaupa sér
verkfæri og kynna sér nýjungar.
Hann undi sér hvergi betur en að
gera við hluti og einkum þá í
sumarbústaðnum. Þessir góðu
eiginleikar nýttust í starfi.
Sveinn var afburðamaður í toll-
skránni og kunni hana utanbókar
og þá var hann einstaklega
skipulagður. Mikil skráning fer
fram hjá ríkinu og ekki alltaf víst
að almenningur átti sig á því að
aðgengi að slíkum skrám veltur
mikið á þeim sem skráir og flokk-
ar. Árum saman sá Sveinn um
lögskráningu sjómanna á Suður-
nesjum og ber sú skrá honum
gott vitni.
Við sendum Jónínu og fjöl-
skyldu Sveins okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast æv-
inlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson)
F.h. fyrrverandi samstarfs-
fólks hjá sýslumanninum
í Keflavík,
Jón Eysteinsson,
Ásgeir Eiríksson,
Árni H. Björnsson.
Sveinn Finnur
Sveinsson