Morgunblaðið - 14.02.2012, Page 22

Morgunblaðið - 14.02.2012, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 ✝ Dísa Pálsdóttirfæddist á Laugum í Þingeyj- arsýslu 10. mars 1937. Hún lést á heimili sínu í Kópa- vogi 7. febrúar 2012. Foreldrar hennar voru Páll H. Jónsson, f. 1908, d. 1990, og Rannveig Kristjánsdóttir, f. 1908, d. 1966. Systkini Dísu eru Sigríður, f. 1930, látin, Aðalbjörg, f. 1935, Heimir, f. 1944 og Páll Þorlák- ur, f. 1949. Fyrri maður Dísu var Árni Aðalsteinsson, búsettur í Reykjavík, og seinni maður dóttir, f. 30. október 1958, maki Ingvi Rúnar Guðmundsson, f. 10. mars 1957, búsett í Reykja- vík. Börn þeirra eru a) Heiðdís Ösp, búsett í Reykjavík. Hennar börn eru Oddný Björg og Tinna María. b) Inga Jenný, sambýlis- maður Jóhannes Elías Joensen, búsett í Færeyjum. Börn þeirra eru Malena Eik, Rannveig Rós og Jonn-Filip Esajas. c) Atli Þór, sambýliskona Brynhildur Jón- asdóttir, búsett í Hafnarfirði. Dísa stundaði nám við Lauga- skóla í Þingeyjarsýslu og rak eigin ljósmyndastofu á Akureyri um árabil. Hún fluttist síðar til Reykjavíkur og starfaði þar hjá raftækjavinnustofu Öryrkja- bandalagsins. Útför Dísu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 14. febr- úar 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. hennar Björn Valur Ólason, starfs- maður hjá Brim- borg. Börn Dísu og Árna eru 1) Aðal- steinn Árnason, f. 2. júlí 1957, maki Guðrún Friðjóns- dóttir, f. 11. apríl 1959, búsett á Ak- ureyri. Börn þeirra eru a) Sonja Rut, sambýlismaður Guðmundur Már Ketilsson, bú- sett í Danmörku. Þeirra börn eru Aníta Mist, Aron Freyr og Tinna Marý. b) Sandra Björk, sambýlismaður Freyr Gústavs- son. Þeirra barn er Rúnar Breki. 2) Rannveig Björg Árna- Elsku mamma, við kveðjum þig í dag með miklum söknuði, guð geymi þig og verndi. Fölnuð er liljan og fölnuð er rós, fölnað er himinsins blessaða ljós; hnípinn er skógur og hnigið er bar hám sem að áður á björkunum var. Man ég það áður, um æskunnar tíð, ofan um kinn streymdi báran þín fríð! Hún var svo beisk en svo himnesk og tær, huggaði mig og hún var mér svo kær. Viðkvæma, barnlega vætti hún kinn, var það hinn einasti huggarinn minn; út streymdi sorgin og inn streymdi ró, eymdin og reiðin í hjartanu dó. Nú ertu þornuð, mín ljúfasta lind! Líður nú stormur af snjóugum tind! Fáein ef skyldi nú falla mér tár frjósa þau strax eins og hagl eða snjár! Gerðu mig aftur sem áður ég var, alvaldi guð, meðan æskan mig bar! Gefðu mér aftur hin gulllegu tár! Gefðu að þau verði ekki hagl eða snjár! (Benedikt Gröndal) Aðalsteinn og Rannveig. Elsku amma mín, það eru svo margar minningar sem fljóta í gegnum hugann á þessari stundu. Allar stundirnar sem við áttum í Asparfellinu um páskana ár eftir ár. Ég man svo tilhlökkunina við komu páskanna því að þá vissi ég að ég fengi að fara suður til þín. Ég og þú spilandi rommý langt fram eftir og alltaf héldum við skorin þann tíma sem ég var hjá þér. Rommý er held ég eina spilið sem ég hef kennt Oddnýju og það verður eins með Tinnu. Þetta verður og er spilið hennar ömmu. Ég gleymi seint einum af mörg- um jólunum sem þú komst norður til okkar og varst með prjónana eins og alltaf á þessum árum, þú varst að prjóna púslpeysuna sem mér fannst svo flott og langaði svo í. Ég man nú ekki hver það var sem þú sagðir að ætti að fá hana, þegar ég spurði þig, en það sem mér fannst sú vera heppin. Þegar ég opnaði jólapakkann frá þér þessi jólin og þarna var peysan flaug alveg í gegnum hugann á mér á þeirri stundu að amma hefði logið að mér, en ég var fljót að fyr- irgefa þér. Alltaf gat ég komið og sest hjá þér og rætt það sem mér lá á hjarta og þú sast og hlustaðir eins og þú gerðir svo vel. Finnst mér svo sárt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að sitja og ræða bækurnar sem við erum að lesa og hvað okkur finnst um þær. Einu skal ég lofa þér, amma mín, að ég mun klára nýju bókina hans Arn- aldar sem þú varst að lesa og láta þig vita hvað mér finnst. Ég á eftir að sakna símtalanna þar sem þú talaðir um að nú væri kominn tími á smá lit í andlitið og það var einmitt það umræðuefni sem við áttum seinast þegar við hittumst. Ég ætlaði að koma og laga brúnirnar þínar í vikunni. Elsku amma, nú trúi ég því að þú sért staðin upp úr stólnum og drekkir te með fólkinu þínu. Veit ég að Oddný Björg mun hjálpa mér að segja Tinnu Maríu frá langömmu sinni. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Ég vil senda Birni og fjölskyld- unni minni mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Þín Heiðdís (Heiða). Elsku amma Dísa. Ég hef hugsað mikið um það hvernig ég eigi að koma þessum kveðjuorðum mínum til þín frá mér en ég veit ekki hvað ég á að segja. En í dag er komið að því að ég kveð kraftmikla og lífsglaða ömmu með lúmskan og góðan húmor (allavega þoldir þú bullið í mér og brostir yfirleitt). Mér finnst erfitt og mjög sárt að kveðja þig og eiginlega ótrúlegt, því fyrir mér varst þú ódauðleg. Þú hefur gengið í gegnum svo margt en alltaf staðið það af þér, jafnvel sterkustu menn gætu það ekki. Ég er nú ekki mjög minnug á orðatiltæki en ég man samt eftir einu sem þú sagðir við mig. „Þótt mennirnir séu frá okkur teknir getur enginn tekið minn- ingarnar sem þeir skilja eftir sig.“ Það eru margar minningar sem rifjast upp þegar ég hugsa um þessi 28 ár sem ég fékk með þér, svo margar að ómögulegt er að telja þær allar upp hér. Í staðinn halla ég aftur augunum og fer yfir þær í huganum. Þegar við eldumst lengjast vegirnir þó stutt sé á milli húsa og kannski var ég ekki sá duglegasti að koma í heimsókn. En mikið er ég glaður að ég kíkti til þín nokkrum dögum áður en þú kvaddir og náði að kyssa þig og taka utan um þig. Elsku amma, ég er með smá kvíðahnút í maganum yfir því að fylgja þér burt úr þessum heimi en um leið glaður að fá að fylgja þér alla leið, þar sem ég er stoltur að hafa átt ömmu sem er svona mikill nagli. Ég mun reyna að snúa sorginni í gleði og minnast ömmu Dísu eins og ég man eftir henni og með því ætla ég að enda þennan dag og fá mér eina Camel, filterslausa, góða bók og sítrónute. Ljúktu nú upp lífsbókinni. Lokaðu ekki sálina inni. Leyfðu henni í ljóði og myndum, leika ofar hæstu tindum. (Laufey Jakobsdóttir.) Ég vil votta Birni og allri minni fjölskyldu mína dýpstu samúð Atli Þór Ingvason. Elsku amma. Þú fórst frá okkur alltof fljótt Þó ég veit að þér er nú rótt. Þú vildir ekki vera tengd við vélar Þú ert nú farin og úti hélar. (O.B.S.) Hvíl í friði. Þú verður alltaf í hjarta mínu Þín Oddný Björg Stefánsdóttir. Yngsta systir. Þegar ég kvaddi þig í símann í dag var það með þessum venju- lega hálfkæringi sem við erum vön að nota þegar þarf að tala um eitt- hvað erfitt. Okkur er víst báðum ljóst að hvert símtal getur verið það síðasta og þá hjálpar hálfkær- ingurinn frá Mýri og Fremstafelli okkur best, þessi sem öðrum finnst víst býsna kaldranalegur. Ég hef aldrei getað kallað þig litlu systur, en yngsta systir mín hefurðu alla tíð verið og þó ekki minna en sjö árum eldri en ég. Og sjö ár, það var næstum hálf eilífðin meðan við áttum heima í Hvíta- felli. Ekki bara yngst heldur líka langstærst þeirra systra. Nógu stór til að jafnast við Varmahlíð- arsysturnar Svönu og Stínu og gott ef ekki Mannsa líka. Mér er grunur á að ég hafi séð í þér vís- bendingu um að við gætum líka orðið stór og merkileg eins og þau systkin. „Hún Dísa var langskemmti- legust og greindust, og svo var hún svo anskossi falleg,“ sagði Garðar, þegar hann var að gera úttekt á okkur systkinum, og ég veit að þú átt von á að ég nefni þetta hvenær sem færi gefst, enda var Garðar í Lautum gáfaður smekkmaður sem vissi hvað hann var að tala um. Þessar línur voru skrifaðar í október og enn áttirðu eftir að storka örlögunum í mánuði þang- að til öllu lauk í dag. Það hlaut að koma að þessu, sagði ég við syst- urson þinn í dag, þegar ég sagði honum fréttina. „Maður var nú verulega farinn að efast um það,“ sagði hann með sama hálfkæringi og nefndur var í upphafi. „Það virtist ekkert bíta á hana.“ Lífið var ekki dans á rósum, eða kannski einmitt dans á rósum, því þyrnarnir voru margir frá upphafi vega. Ég ætla ekki að rekja þá né reyna að tína þá úr. Það hefði Páll afi gert eins og á fallegu myndinni af ykkur þegar hann var að draga úr þér flísina. Ég öfundaði þig allt- af af þeirri flís og hefði oft viljað geta dregið út þyrnana, en gat lít- ið. Árin með Birni sönnuðu manni að tími kraftaverkanna er ekki lið- inn. Nú get ég ekki annað en sent honum, börnum þínum og öðrum afkomendum og Árna Aðalsteins- syni hlýjar kveðjur yfir hafið. Þú varst reyndar búin að lofa mér að deyja ekki fyrr en ég hefði heilsu til að koma að jarðarförinni. Ég skal ekki erfa það við þig, en það tókst ekki. Nú erum við bara þrjú eftir af systkinunum í Hvítafelli. Og þá er ekki annað en þakka fyrir öll árin sem við áttum saman systir mín. Heimir Pálsson Uppsölum. Í dag er kvödd mágkona mín, Dísa Pálsdóttir, sem lést snögg- lega 7. febrúar síðastliðinn. Ég þekkti hana í tvo áratugi, allt frá því að hún kynntist Birni bróður mínum og þau hófu búskap sam- an. Síðasta áratuginn kom ég jafn- an til þeirra í morgunverð á laug- ardögum og þáði oft góðgerðir hjá þeim þess á milli. Um heimili þeirra get ég haft það sem segir í Eyrbyggju um Geirríði í Álftafirði sem lét reisa skála um þjóðbraut þvera og „þar stóð jafnan borð og matur á, gefinn hverjum er hafa vildi“. Dísu og Birni leið vel saman því þau áttu vel saman. Líf þeirra var í föstum skorðum þótt það væri oft mótað af veikindum hennar. Þau ferðuðust mikið sér til ánægju framan af, bæði innanlands og ut- an meðan hún hafði heilsu til, og reyndu eftir megni að vera meðal fólks þegar færi gafst. Andlitsdrættir Dísu voru skarpir og svipurinn einarðlegur. Hún hafði fulla burði til að standa fyrir máli sínu og gerði það þegar þess þurfti með sínum hljómmikla norðlenska framburði, harðmæli og röddun, sem vonandi hverfur aldrei úr íslensku máli. Hún er meiður af sterkum þingeyskum stofni og ólst upp á traustu menn- ingarheimili. Dísa var vel mennt- uð þó að skólaganga hennar yrði ekki löng sakir veikinda í æsku. Raunar eru tengsl menntunar og skólagöngu með ýmsum hætti og því miður er hið síðarnefnda engin trygging fyrir því fyrrnefnda, það sýna fjölmörg dæmi. Dísa var háttvís og góðviljuð, geðgóð og prúðmannleg og við- ræðugóð. Hún var fyrir löngu orð- in amma og langamma, ætíð elsk að fjölskyldu sinni og er nú sárt syrgð af afkomendum sínum og öðrum ættingjum. Ævinlega heils- aði hún mér og kvaddi með frið- arins kossi og brá ekki þeim vana þegar ég sá hana síðast, þremur dögum áður en hún andaðist. Fyr- ir það er ég þakklátur og eins fyrir hitt að aldrei fór styggðaryrði okk- ar á milli og viðmót hennar til mín einkenndist sífellt af umhyggju. Dísa var fyrirmynd um það hvernig hægt er að bera mikil veikindi og erfiðleika möglunar- laust. Sjúkrasaga hennar var orðin löng og líkaminn lúinn. Sjálfsagt hefur hún gert sér fulla grein fyrir því að hún myndi aldrei ná fyrri kröftum á ný. Síðustu mánuði dró smám saman úr þrótti hennar en þó var aðdáunarvert hvernig hún brást við þessu andstreymi, aldrei með kvörtunum svo ég heyrði og virtist hafa meiri áhyggjur af öðr- um en sjálfri sér. Af slíkri breytni er óhætt að draga skjótar álykt- anir um innri manninn. Ég þakka löng kynni við Dísu Pálsdóttur, þessa góðu og gegn- heilu konu, og sem betur fer þarf ég ekki að burðast með slæmar minningar um hana. Nei, hún skil- ur þvert á móti eftir birtu í hug- skotinu og ég veit að nú dreymir hana ljósið og hún getur loksins sofið rótt hjá föður og vini alls sem er, eins og Jónas Hallgrímsson sagði um smávinina fögru. Þorkell Örn Ólason. Hún var falleg, hún var skemmtileg, hún var ófeimin og opinská, stundum svolítið frökk og ég dáðist að henni. Við Dísa vorum skírðar á fæð- ingardegi afa okkar Jóns Karls- sonar bónda á Mýri í Bárðardal hinn 25. júní 1937 ásamt þremur öðrum barnabörnum afa og ömmu á Mýri. Við vorum í eins kjólum, hvítum, úr satíni með útsaumuð- um rósum á kraga. Rannveig, amma hennar Dísu og móðursyst- ir mín, lét sauma þá handa okkur. Mér var sagt að þetta hefði verið fallegur dagur. Við ólumst upp hvor sínum megin við Fljótsheið- ina, hún í Hvítafelli í Reykjadal, ég í Fremstafelli í Ljósavatnshreppi. Það voru mikil og góð samskipti milli foreldra okkar enda mæður okkar systur og feður okkar tví- burar. Ég fékk að vera í Hvítafelli vikutíma eða svo á hverju sumri og svo komu Hvítafellssystur í orlofs- dvöl í Fremstafell. Þá var alltaf sólskin. En lífið fór ekki mjúkum höndum um frænku mína, heilsan bilaði snemma og hún var rúmföst löngum stundum. Ég mun ekki rekja þá sögu hér en síðustu árin voru henni erfið. Hún var oft sár- þjáð en alltaf æðrulaus og kvartaði aldrei. Við brölluðum ýmislegt saman áður fyrr, bjuggum saman um tíma á Akureyri og unnum saman þar. En eins og oft vill verða lengdist einhvern veginn á milli okkar eftir því sem árin liðu, nú er of seint að bæta úr því. Síð- ustu ár naut Dísa frábærrar um- hyggju og elsku mannsins síns, hans Björns, sem veitti henni styrk og stuðning. Þau nutu þess að ferðast og skoða landið og hitta fólkið sitt. Og nú er hún frjáls. Ég trúi að hún sé nú á ferð og flugi að Mýramanna sið. Ég sendi Birni, börnum Dísu, Aðalsteini og Rann- veigu Björgu, og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og kveð frænku mína með haust- ljóði föðurbróður hennar Jóns Jónssonar frá Mýri. Haustfölva slær á hlíðarvangann rjóða, hjartsláttur dvín, og liðin sumarganga. Voðin er unnin, vafin upp í stranga. Vefarinn hefur lokið sinni skyldu. Næst mun sér annar velja þarna spildu. Hafðu kæra þökk fyrir allt, elsku Dísa mín. Ásdís Jónsdóttir. Dísa Pálsdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN ÞORSTEINSSON húsasmíðameistari, Funalind 1, Kópavogi, lést mánudaginn 6. febrúar. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Elsa Borg Jósepsdóttir, Guðbjörn Jósep Guðjónsson, Þorsteinn Rúnar Guðjónsson, Sigrún Borg Guðjónsdóttir, Jón Kristjánsson, Kolbrún Guðjónsdóttir, Finnur Ingimarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, HAUKUR A. BOGASON, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 11. febrúar, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Guðlaug Jónsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, ÁSTA BJARNADÓTTIR sjúkraliði, Strikinu 2, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 12. febrúar. Guðmundur Þorsteinsson, Bjarni Guðmundsson, Ólína Guðmundsdóttir, Halldór Kr. Júlíusson, Elísabet Hanna Guðmundsdóttir, Skúli Hartmannsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Martin Sökjer, Sverrir Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA S. EINARSDÓTTIR, Norðurbrún 1, lést föstudaginn 10. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðgeir Einarsson, Sjöfn Stefánsdóttir, Sólrún Einarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Hallur Kristvinsson, barnabörn og barnabarnabörn.  Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR HELGI FRIÐJÓNSSON, Háabarði 5, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 10. febrúar. Katla Þorkelsdóttir, María Ólafsdóttir, Þorkatla Ólafsdóttir, Kári Vigfússon, Hulda Ólafsdóttir, Jóhannes Þór Sigurðsson, Sólrún Ólafsdóttir, Olgeir Gestsson, Guðrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.