Morgunblaðið - 14.02.2012, Qupperneq 32
AP
Tónlist Taylor Swift tróð upp á verð-
launahátíðinni við mikinn fögnuð gesta.
Bandaríska Grammy-verð-launahátíðin fór fram á sunnu-daginn en þetta er í 54. skiptið
sem verðlaunin eru afhent. Það er ekki
orðum aukið að segja að Grammy-
verðlaunin séu með þeim virtari í tón-
listarbransanum en hátíðin fagnar
þeim bestu á hverju ári í bandarískri
tónlistarmenningu.
Breska söngkonan Adele, sem
hefur farið sigurför um heiminn á
skömmum tíma, kom, sá og sigr-
aði á hátíðinni en hún vann alls
til sex verðlauna, m.a. fyrir
plötu og lag ársins, „Rolling
in the Deep“. Hún vann öll
verðlaun sem hún var til-
nefnd til. Þessi unga og hæfi-
leikaríka stúlka var hress og
skemmtileg og sló á létta
strengi þegar hún þakkaði lækn-
inum sínum fyrir að bjarga rödd-
inni en Adele fór í aðgerð á hálsi á
síðasta ári.
Þá vann bandaríska hljómsveitin
Foo Fighters til fimm verðlauna fyrir
rokkaða frammistöðu sína á síðasta
ári, fékk til að mynda verðlaun fyrir
besta rokklagið og bestu rokkplötu
ársins. Þá fékk rapparinn Kanye West
þrenn verðlaun í flokki rapptónlistar.
Hann sleppti því að þessu sinni að
trufla Taylor Swift, sem átti gott
kvöld, og kom bæði fram á hátíðinni og
tók með sér heim tvenn Grammy-
verðlaun.
Þá er ekki hægt að minnast á
Grammy-verðlaunin án þess að geta
söngkonunnar Whitney Houston sem
dó um helgina, aðeins 48 ára gömul.
Hennar var minnst á hátíðinni og
söngkonan Jennifer Hudson söng eitt
frægasta lag Houston, „I will always
love you“.
Grammy-
verðlaunin 2012
Afhending Dave Grohl er hér fyrir miðju að taka við verðlaunum ásamt hljómsveit sinni Foo
Fighters sem vann til alls fimm verðlauna fyrir rokkaða frammistöðu sína á á́rinu.
Kynþokki Hin þokkafulla Rihanna var
glæsileg að vanda á rauða dreglinum.
AP
Hljómsveit Frá vinstri: Bruce Johnston, David Marks, Brian Wilson, Mike Love og Al Jardine úr
hljómsveitinni The Beach Boys sem gerði garðinn frægan fyrir mörgum árum.
Söngkona Adele vann alla sex
flokkana sem hún var tilnefnd til.
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012
Leikkona
Kate Beck-
insale var
glæsileg
á rauða
dreglinum.
BAFTA-verðlaunin voru afhentum helgina í 65. skiptið og vorumeð hefðbundnu sniði eins og
Bretum er einum lagið. Ekki kom á
óvart að leikkonan Meryl Streep hafi
unnið verðlaun fyrir aðalhlutverk sitt í
myndinni „The Iron Lady“. Hún missti
annan skóinn þegar hún steig létt upp á
sviðið og mætti segja að það hafi komið
áhorfendum meira á óvart en verðlaunin
sjálf, sem eru þó fyrstu BAFTA-
verðlaun hennar frá því hún hlaut þau
síðast árið 1982 fyrir leik sinn í mynd-
inni „The French Lieutenant’s Wom-
an“. Breski leikarinn Colin Firth kom
henni til bjargar og færði henni skóinn
eins og sönnum herramanni sæmir.
Sigurganga kvikmyndarinnar Lista-
mannsins eða „The Artist“ virðist eng-
um takmörkunum háð en myndin hlaut
um helgina sjö BAFTA-verðlaun fyrir
meðal annars bestu leikstjórn og besta
leikara í aðalhlutverki. Það er ævintýri
líkast að þessi svart/hvíta og tallausa
mynd skuli njóta jafnmikilla vinsælda
og velgengni í heimi þrívíddarmynda og
tölvutækni og raun ber vitni.
Franski leikarinn Jean Dujardin sem
leikur í „The Artist“ var valinn besti
leikarinn og Michel Hazanavicius besti
leikstjórinn. „Hvað hefurðu eiginlega
gert mér,“ sagði Dujardin er hann tók
við verðlaununum um helgina og beindi
orðum sínum til leikstjórans Hazana-
vicius. „Þetta er allt þér að kenna.“
Verðlaunin eru talin auka líkurnar á
að myndin vinni til Óskarsverðlauna.
Christopher Plummer náði þeim
merka áfanga að verða elsti leikarinn til
að hljóta BAFTA-verðlaun fyrir hlut-
verk sitt í „Beginners“.
BAFTA-verðlaunin 2012
Leikarar Gömlu góðu John
Hurt og Sir Ben Kingsleys.
Verðlaun Leikkonan
Meryl Streep virðir
fyrir sér verðlauna-
gripinn eftirsótta sem
hún vann síðast 1982.
AP
Hamingja Colin Firth og George Clooney slógu á létta strengi þegar
þeir gengu saman niður rauða dregilinn með traustu handabandi. Cloo-
ney er þekktur fyrir það að vera uppátækjasamur og var samur við sig.
Sigurvegarar Frá vinstri er leikarinn Jean Dujardin, framleiðandinn
Thomas Langmann og leikstjórinn Michel Hazanavicius úr The Artis.
X-files Stjarn-
an Gillian And-
erson mætti.