Morgunblaðið - 14.02.2012, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 45. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Minn stærsti djöfull er ég sjálf
2. Var Whitney Houston ólétt ?
3. Bíll á kafi í Vífilsstaðavatni
4. Öskureið út í Pál Óskar
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Söngkonan Whitney Houston
glímdi við sína djöfla og tapaði þeirri
baráttu nú á laugardaginn. Arnar
Eggert Thoroddsen veltir vöngum yfir
sigrum og sorgum þessarar miklu
hæfileikakonu. »33
Reuters
Harmsagan um
Whitney Houston
„Þetta er eitt
besta albúm á
Norðurlöndum í
dag og það fangar
sál Íslands á svip-
aðan hátt og Jazz
på svenska eftir
Jan Johansson
gerir fyrir Sví-
þjóð.“ Svo segir í
lofsamlegum dómi hins virta gagn-
rýnanda Jans Gradvalls um plötu Ein-
ars Scheving, Land míns föður, í
sænska blaðinu Dagens Industri.
Land míns föður
fangar sál Íslands
Tónleikaröðin Kaffi, kökur & rokk &
ról fer fram í Edrúhöllinni, Efstaleiti
7, í kvöld. Í þetta skiptið koma síð-
rokkssveitirnar Náttfari og MIRI
fram. Húsið verður opnað kl.
20, það er talið í á slaginu
20.30 og tónleikum lýkur
fyrir kl. 22.
Náttfari og MIRI
í Edrúhöllinni
Á miðvikudag Suðvestan- og vestan 8-13 m/s og rigning eða
slydda vestantil fyrripartinn, en síðan él. Hiti 1 til 6 stig.
Á fimmtudag Suðvestanátt með éljum víða um land, en bjartviðri
NA-til. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust með S-ströndinni.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Súld eða dálítil rigning N- og V-lands, en
annars þurrt að kalla. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast fyrir austan.
VEÐUR
Framarar mæta Haukum í
úrslitaleiknum í bikar-
keppni karla í handbolta
eftir ævintýralegan sigur
á HK í gærkvöldi. Sig-
urður Eggertsson skoraði
sigurmarkið beint úr
aukakasti eftir að leiktím-
anum lauk. Skilaboð þjálf-
arans um að Sigurður
ætti ekki að taka auka-
kastið bárust ekki alla
leið og það var gæfa
Framara. »2-3
Átti ekki að taka
aukakastið
Þormóður Árni Jónsson júdókappi
fékk góðar fréttir í gær og ætti að
geta haldið sínu striki í baráttunni
um að komast á Ólympíuleikana í
London. Hvorki krossband né liðband
eru slitin. „Ég hélt að staðan væri
miklu verri,“ sagði Þormóður
sem reiknar nú með
því að missa af
þremur mótum
en ná Evr-
ópumeist-
aramótinu
í vor. »2
Þormóður hélt að stað-
an væri miklu verri
Skoski knattspyrnumaðurinn
Steven Lennon gerði sér lítið
fyrir og skoraði öll fimm mörk
Framara þegar þeir gjörsigruðu
Íslands- og bikarmeistara KR,
5:0, í úrslitaleik Reykjavík-
urmótsins í Egilshöllinni. Þar
af skoraði hann tvívegis á
fyrstu fjórum mínútum
leiksins. »1
Lennon skoraði
fimm mörk gegn KR
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
„Ég réð mig í vinnu í mánuð hjá þeim
árið 1968, en ílengdist smávegis,“
segir Þorvarður Björnsson, kaup-
maður í Háteigskjöri, en hann hefur
ákveðið að selja búðina eftir 39 ára
rekstur.
Verslun hefur verið starfrækt að
Háteigsvegi frá árinu 1946, fyrst sem
nýlenduvöruverslun Silla og Valda,
en Þorvarður starfaði þar í nokkur ár.
Vegna veikinda hefur hann nú ákveð-
ið að leggja kaupmannssloppinn á
hilluna.
Hann segist nokkuð vongóður um
að reksturinn geti haldið áfram. „Það
mætti varla hætta eftir allan þennan
tíma, það væri mjög slæmt fyrir
hverfið.“ Þorvarður segir margt eldra
fólk sem kemst einfaldlega ekki í
stórmarkaði reiða sig á búðina. Hann
hefur fundið fyrir nokkrum áhuga
eftir að söluauglýsingar tóku að birt-
ast. Sannarlega mætti kalla Háteigs-
kjör fjölskyldufyrirtæki, en Þorvarð-
ur hefur staðið vaktina í gegnum árin
með dyggri aðstoð frá sonum sínum
tveimur. „Krakkarnir hafa verið í
þessu með skóla, þannig að þetta hef-
ur hentað mjög vel.“ Synirnir eru nú
20 og 24 ára og hafa tekið alfarið við
afgreiðslunni.
Kristilegur afgreiðslutími
Þorvarður hefur haldið afgreiðslu-
tímanum fjölskylduvænum. „Það
væri eflaust hægt að auka mikið við
viðskiptin með lengri afgreiðslutíma
en ég hef bara haft kristilega opnun.“
Ekki hefur verið opið fram eftir
kvöldi, lokað á sunnudögum og oft
líka á laugardögum.
Hann segist hafa fundið fyrir tals-
verðum sveiflum í viðskipum í gegn-
um árin. „Það dróst saman hér í
kringum 2006-2007, þegar allt brjál-
æðið átti sér stað, sólarhringsaf-
greiðslutími og annað slíkt.“
Þorvarður segir að það geti þó ver-
ið að umbætur sem áttu sér stað á
húsnæði verslunarinnar á þessum
tíma hafi spilað þar inn í. „2008 byrj-
uðu viðskiptin að aukast aftur og
2009 tóku þau verulegan kipp.“ Því sé
ljóst að hverfisverslanirnar séu að
sækja í sig veðrið. Þorvarður segir
skýringuna mögulega liggja í þeirri
persónulegu þjónustu sem búðir af
þessu tagi veita. „Fólk hefur fengið
nóg af græðginni og vill heldur versla
í persónulegra umhverfi og fá
einstaklingsmiðaðri þjónustu.“
Þorvarður segir stóran hluta við-
skiptavina Háteigskjörs vera ungt
fólk og að jafnvel sé um að ræða
ákveðna tískusveiflu hjá þeim hópi.
„Þau eru vön stórmörkuðunum frá
æsku, þannig að fyrir þau eru kaup-
mennirnir hentugir og spennandi
kostur.“ Bensínlítrinn sé þar að auki
orðinn fokdýr „Það kostar ekkert
smávegis að fara á bíl að kaupa eitt
smjörlíkisstykki sem hefur gleymst,
fólk er líka farið að horfa mikið í það.“
Kaupmannssloppurinn á hilluna
Þorvarður Björnsson er að hætta
eftir að hafa rekið Háteigskjör í 39 ár
Morgunblaðið/RAX
Uppsveifla Þorvarður og fjölskylda hafa staðið vaktina í búðinni. Hann segir kaupmanninn á horninu vera farinn að sækja í sig veðrið á ný.
Unga fólkið sækir til kaup-
mannsins á horninu í meira
mæli en áður.
Þorvarður segist á löngum
ferli hafa tekið eftir ýmsum
breytingum í neysluhegðun
fólks. „Ég hef tekið eftir al-
gengu sparnaðarráði hjá unga
fólkinu, það kemur með lista yf-
ir það sem vantar og kaupir
bara það og ekkert annað. Það
sparar mest á þessu.“ Skipu-
lögðu innkaupin hafa þannig
aukist að sögn Þorvarðar.
,,Það er ekki lengur hent í
körfuna hugsunarlaust, eins og
er mesta hættan í stórmörk-
uðunum.“
Sparsamt
ungt fólk
INNKAUPALISTAR Í TÍSKU