Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ L ögð er áhersla á rekjanleika alls hráefnis sem notað er og þess gætt að leita ekki langt yfir skammt því besta fæðan er yfirleitt skammt undan, eins og Ægir minnir á. Gestakokkur Satt í ár, Sarah Biglan frá Banda- ríkjunum, er einkar spennandi og það sem meira er, áherslur hennar falla sérlega vel að því sem Satt hef- ur að leiðarljósi. „Við búumst við miklu af Söruh,“ segir Ægir. „Hún starfar sem Executive Sous Chef á veitingastaðnum Ris sem er staðsettur í Washington en staðurinn er nefndur eftir og rekinn af hinum fræga kokki, Ris Lacoste. Þessi staður hefur verið mjög vinsæll þar ytra en hann er í hlýlegum rustik- stíl þar sem lögð er áhersla á tilgerðarlausa mat- argerð,“ bætir Ægir við. Á Ris er boðið upp á árs- tíðabundna ameríska matargerð þar sem blandað er saman fersku grænmeti, lífrænu kjöti og svæð- isbundnu sjávarfangi. „Þetta fer einstaklega vel við það sem við á Satt erum að gera en þar er áhersla einnig lögð á ferskmeti, hollustu og virðingu fyrir umhverfi og náttúru. Matseðillinn ber þess svo sann- arlega merki og erum við spennt yfir því að fá þenn- an listakokk með okkur hér á Satt.“ jonagnar@mbl.is Ferskt og hollt á Satt Satt er heiti á nýjum veitingastað sem staðsettur er í Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Þar fer mat- reiðslumeistarinn Ægir Friðriksson fimum höndum um úrvals hráefni. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ægir Friðriksson er yfirkokkur á Satt á Hótel Natura. „Áhersla lögð á ferskmeti, hollustu og virðingu fyrir umhverfi og náttúru,“ segir Ægir. Smakk Reykt silunga-pannacotta með sýrðum sítrusrjóma og silungakavíar Forréttur Epla- og nýpusúpa bragðbætt með fjögurra krydda blöndu ásamt stökkum sól- blómafræum Milliréttur Steikt hörpuskel með túnsúru- vínegrettu, lakkrísskyri, bökuðum rófum og pönnusteiktri laufblöndu Aðalréttur Lambafillet með rauðkáli, sellerírótar- og valhnetukremi, kryddaðri trönuberjasultu og rauðvínsgljáa Eftirréttur Brauðbúðingur með súkkulaði og perum Matseðill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.